Maður sem þorir, getur og vill

Ólafur Ragnar er vinsæll maður um þessar mundir. Hann er maður ársins sem er að líða og hann er líka maður komandi árs og jafnvel ára. 

Hann er svo vinsæll að hann mun vart sjá sér fært annað en að verða við þeim fjölda áskoranna sem honum hafa borist og gefa enn aftur kost á sér í embætti forseta í a.m.k. næstu fjögur árin.

Þjóðin þarf svo sannarlega á honum að halda og hann getur bara ekki sett sig upp á móti vilja hennar. - Engum öðrum er treystandi til að standa vörð um lýðræðið eins og hann hefur gert fram að þessu. Hann hefur sannað að hann er að sönnu maður fólksins, fulltrúi alþýðunnar, maður sem þorir, getur og vill.

Einhverjir kunna að halda að Ólafur í lítillæti sínu muni stíga til hliðar, hætta á toppnum eins og sagt er stundum. - Þeir sem slíkt hugsa, þekkja ekki Ólaf.  Hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. Og jafnvel þá, er hann eins kafteinn Kirk í stjörnufarinu Enterprice, sem ætíð finnur leið út úr vonlausri stöðu. -

Eitt sinn var Ólafur óvinsælasti maður þjóðarinnar. Þá var hann fjármálaráðherra og uppnefndur "skattmann". - Þegar að hann ákvað að bjóða sig fram til forseta, var hann útbrunninn pólitíkus sem hafði unnið sér það eitt til alvöru-frægðar (fyrir utan að vera kallaður skattmann)  að segja úr ræðustóli alþingis Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra hafa "skítlegt eðli".

En Ólafi tókst að endur-uppgötva sjálfan sig sem forseta allrar þjóðarinnar og er nú elskaður af öllum sem áður formæltu honum. Davíð er búinn að fyrirgefa honum og Jóhanna og Steingrímur elska hann líka. (Eða svo segir hann) Allt leikur í lyndi. -

Ef ekki fyrir einhverja athyglissjúka friðarsinna mundi Ólafur með framboði sínu spara þjóðinni stórfé, því ekki mundi þurfa að efna til kosninga.


mbl.is Valinn maður ársins á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bara spurningin hvort einhver þorir að bjóð sig fram gegn honum.

Sæmundur Bjarnason, 31.12.2011 kl. 17:09

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já það er munur á því að þurfa að innheimta skatta, sem einhver þarf þó að gera, eða gera bara það sem fólkið vill.

Kannski getum við næst biðlað tl Ólafs og beðið hann um að setja skattahækkanir ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæði? Væri það ekki lýðræðislegt?

Skeggi Skaftason, 1.1.2012 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband