Froðusnakk um fátækt

Séra Bjarni Karlsson tjáir sig fjálglega um fátækt á Íslandi, og skyldi þá ætla að hann viti hvað hann er að tala um þar sem hann situr í velferðarráði Reykjavíkur, sem er stofnun sem ætti reyndar að endurnefna og kalla Fátæktarráð Reykjavíkur.

Það er orðin hefð á landinu, að í byrjun desember, rétt í þann mund sem hin mikla neysluherferð í tengslum við jólin er að hefjast, stígi á stokk umvandarar og talsmenn góðgerðastofnana til að benda okkur á hversu mikil fátækt er á Íslandi.

Alla hina mánuðina er lítið minnst á fátæka hópinn sem er svo fámennur, að sögn Bjarna, að það væri hæglega hægt að "banka upp á" hjá þeim öllum, hvað sem það þýðir.

Eftir fáeins daga verður örugglega viðtal við fulltrúa Mæðrastyrknefndar sem bendir okkur á að biðraðirnar hafi aldrei verið eins langar eftir aðföngum fyrir jólin og nú. -

Bjarni segir hinsvegar  að hópur fátækra á Íslandi sé ekki stór og að hann samanstandi af sama fólkinu og var fátækt fyrir hrun. Að hans áliti gerði hrunið sem sagt engan fátækan á Íslandi.

Bjarni slær um sig með hugtökum eins og "félagsauði" og "valdeflandi menningu" sem hluta af lausn á málefnum fátækra, ef ég skildi hann rétt. - Hann virðist reyna að nálgast fátæktarmálin frá nýrri hlið. Að litlar tekjur og atvinnuleysi haldist í hendur eru þó ekki ný tíðindi. Og að heilsufar, félagsleg einangrun og lítil menntun komi þar við sögu eru það ekki heldur.

Hann minnist ekkert á að stór hluti fátækra á Íslandi eru öryrkjar og aldraðir og að hið opinbera viðheldur fátækt í landinu með að rýra stöðugt lífeyri þeirra.

Hann minnist ekkert á að orsök atvinnuleysis og fátæktar af þess öldum, er að bankarnir halda að sér höndum við að fjárfesta í atvinnutækifærum vegna of mikillar ávöxtunarkröfu.

Hann minnist ekkert á úrræðaleysið sem linflytjendur standa frammi fyrir í tengslum við aðgengi að menntun og á stóran þátt í að gera þá að undirstétt í landinu.


mbl.is Fátæktin hefur mörg andlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Góð færsla hjá þér eins og oftar.

Kannski óþarft að gagnrýna séra Bjarna harðlega. Hann er í öllu falli að gera tilraun til að beina athygli okkar að því að margir Íslendingar berjast við fátækt.

Agla, 1.12.2011 kl. 17:04

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Agla; Ég gagnrýni málflutning Bjarna, ekki hann sem persónu og geri sterkan greinarmun þar á milli. - Ég get alveg fallist á að það beri að virða viljann fyrir verkið, en þegar fólk í opinberum stöðum fjalla um alvarleg málefni á yfirborðslegan hátt, finnst það gagnrýnisvert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.12.2011 kl. 17:43

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Andleg fátækt er verst. Gagnrýndu því frekar ríkisstjórnina en prestinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.12.2011 kl. 19:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er spurning hvort presturinn Bjarni eða pólitíkusinn Bjarni talaði í viðtalinu?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband