Höfum aftur efni á því að spara

Eitt af merkjum þess að kreppan sé liðin hjá á Íslandi er að aftur fjölmenna frónbúar til útlenda í innkaupaferðir. Í fyrra slógu þeir farþega met til Boston og á þessu ári bæta þeir enn í og auka traffíkina þangað um 10%. - Bandaríkjadalur er tiltölulega hagstæður og vörur þar vestra mun ódýrari en gengur og gerist á Íslandi. Svo segir fólk alla vega.

Íslendingar hafa aftur efni á því að spara með því að versla erlendis sem hljóta að vera góð tíðindi fyrir ríkisstjórn sem leitar allra leiða til að hækka skatta í landinu. Peningarnir eru til, það þarf bara að finna þá. "The Skattman cometh"

Sú var samt tíðin að verðlag á Íslandi var svo gott á sumum vörum að fólk flykktist til Reykjavíkur frá Bandaríkjunum og víðar að, til að kaupa sér þessa eða hina merkjavöru. - Það var eitt af þessum dularfullu fyrirbærum gullátsáranna sem aldrei var að fullu skýrt. -


mbl.is Nýtt met í Boston-ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er "eyðsla" hinn nýi "sparnaður"?

Það rýmar auðvitað við hugmyndir vinstrimanna um peningamál, því ekki er hægt að spara með því að leggja peninga inn á sparireikninga í bönkum. Ekki einu sinni inn á verðtryggða reikninga, því 20% verðtrygginginarinnar rennur í vasa ríkissjóðs.

Verðtrygging peninga er EKKI tekjur, en það skiptir kommúnistana engu máli. Peningum skal ná af fólki, sama hvernig það er gert.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 07:52

2 identicon

Svo gríðarlegur munur er á verðlagi hér heima og erlendis að fólk fær fría upplyftingu þ.e. ferð og uppihald úti fyrir mismuninn á jólainnkaupum úti og heima.  Skil vel að fólk fari frekar út.

Helga (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 10:51

3 identicon

Þessi þjóð er nú ljóta pakkið. Alltaf að eyða og spenna. Það er hámark heimskunnar að fara til Boston (ekki eru fargjöldin  ódýr) kaupa skran sem engin þörf er fyrir, (að vísu ódýrara en á Íslandi) og telja sér trú um að fólk sé að spara! Þjóðinni er ekki við bjargandi.  Hvar er kreppan ? spyrja útlendingar sem hingað koma, auðvitað, því allar verslanir eru yfirfullar af drasli, velklætt fólk á lúxusjeppum og Audi, Bens og Lexus bílum, um allar götur. Nei, á Íslandi hefur engin kreppa komið. Vonandi fær þessi heimska þjóð ALVÖRU kreppu á næstu árum, með sulti vöruskorti, já öllum pakkanum

óli (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband