Smartland til sölu

Mér finnst það góð hugmynd að fjalla um tísku, fegurð og alla fylgihluti kvendómsins, sem hluta af stóru vefsvæði eins og mbl.is er. Mér finnst það aftur á móti afar slæm hugmynd að selja greinarnarnar sem birtast í slíkri umfjöllun, hæstbjóðanda.  

Greinar sem birtast og forsíðu mbl.is frá Mörtu í Smartlandi eru margar með því markinu brenndar. Þær eru ætlaðar til að villa ungum stúlkum og auðtrúa konum sýn á hvað eru góð og holl ráð og hvað eru svæsnar auglýsingabrellur.  

Sharon StoneÞað á að vera auðvelt fyrir almenning að greina auglýsingar frá hlutlausri umfjöllun. Það á að taka það fram í upphafi greinar að greitt hafi verið fyrir eftirfarandi umfjöllun, ef svo er.  Sem dæmi má taka þessa umfjöllun um hvaða farða Sahaorn Stone og Natalie Portman noti. Hún sannar svo ekki leikur lengur nein vafi á, að Marta smarta  hefur selt sál sína og skrif snyrtivöruframleiðendum og skammast sín greinilega ekkert fyrir það.

Myndirnar sem hún birtir af kvikmyndastjörnunum eru sjoppaðar og gefa engan vegin til kynna raunverulegt útlit þeirra, með eða án farða, þannig að það er engin von fyrir íslenskan "kvenpening" að öðlast þetta útlit, hvað sem hann kaupir mikið af þessum snyrtivörum sem Marta er að pranga með.

Nokkrum dögum áður hafði Marta skrifað grein um að konum bæri að farða sig eins og Elizabeth Taylor og Michelle Pfeiffer og vitnað til útlits þeirra í ákveðnum kvikmyndum. Önnur kvikmyndin fjallaði um egypska drottningu sem framdi sjálfsmorð þegar að fegurð hennar nægði ekki lengur til að tæla mikla herforingja til lags við sig, en hin um uppkókaða diskópíu sem gekk á milli eiturlyfjabaróna eins og hver annar varningur. - Förðun og útlit beggja kvenna í þessum kvikmyndum var mjög í samræmi við persónugerðina. - Hvaða skilaboð er Marta smarta að senda? 

 

 


mbl.is Sharon Stone notar þennan farða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú félst nú svolítið á eigin bragði, þegar þú talaðir um "kvenpening", svona á svipaðan hátt eins og talað er um "búpening".  Þannig að Marta smarta er bara að fjalla um að "kvenfénaðurinn", eins og "búfénaðurinn" eigi að fara á milli eigenda.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 17:45

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarne; Marta notar orðið "kvennpeningur" og þess vegna er orðið í gæsalöppum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2011 kl. 21:14

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"kvenpeningurinn" átti þetta að vera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2011 kl. 21:15

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Ágæt ábending Svanur.

Neysluvæðingin og útlitsdýrkunin er alveg yfirgengileg, og smartlandið kyndir undir hana.

Það er fyrirsjáanlegt að í smartlandinu birtist nöfn á búðum og vörumerkjum sem allir verða að versla í. Það væri gaman að vita hvernig kostnaðurinn við smartlandið sé greiddur, er forseti landsins á föstum launum frá mbl.is eða bitlingum þeirra sem auglýsa á þessu horni vefsins?

Stúlkur - þið eru EKKERT nema þið kaupið rétta farðann!

Arnar Pálsson, 15.6.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband