Enga fjöldagröf að finna í Hardin Texas

Sem betur fer reyndist þessi frétt um fjöldagröf í Hardin í Texas vera ósönn. Engin lík eða líkamspartar fundust á þeim stað sem lögreglan fékk ábendingu um að slíkt væri að finna.

Auðvitað vakti það strax grunsemdir lögreglunnar þegar að persónan sem hringdi þessar fals-upplýsingar inn sagðist vera skyggn og hafa séð fjöldagröfina í sýn. Og nánari rannsókn leiddi í ljós að um gabb var að ræða.

Fréttamiðlar í Texas sáust ekki fyrir í kappi sínu um að verða fyrstir með æsifréttirnar og létu sem frásögn miðilsins væri sönn. Eftir það flugu fréttir þeirra eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og enduðu uppi á mbl.is.

 


mbl.is Tilkynnt um fjöldagröf í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blaðamenn þurfa á svona æfingum að halda :D maður hefði vonað að þær skiluðu einhverjum árangri en nei blaðamenn birta enþá bull í fljótfærni :S

Valdi (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband