Íslenski fáninn misnotaður af NATO

NATO_Briefing_8Apr11_hdhb_160x90_1873092000_thumbnailVið ætluðum ekki að drepa Gaddafi segja talsmenn NATO. Allir vita að þeir eru að ljúga. Jafnvel Obama sagði skýrum orðum korter fyrir stríð að tilgangurinn væri að koma Gaddafi frá. Þegar að talsmenn NATO koma fram, blaktir íslenski fáninn ætíð fyrir aftan þá. 

Libía 2Sjaldan sést í bandaríska, breska eða franska fánann. Það er eins og það sé viljandi gert að láta talsmennina ljúga blákalt upp í opið geðið á fréttamönnum heimsins með íslenska fánann mest áberandi að baki sér. Kannski finnst NATO að framlag Íslands til stríðsins sé svo lítið að það minnsta sem þeir geti gert sé að lána fána til að verða tákn þessara ófara í Líbíu í undirmeðvitund fólks. Eða kannski það sé krossinn kristni í fánanum sem áróðursmeistararnir eru að sækjast eftir. Gaddafi heldur því jú fram að herferðin gegn sér sé nútíma-krossferð og krossfarar voru jú ávalt sveipaðir krossinum.

Libía 1Gaddafi segir að sonur sinn Saif al-Arab hafi látist í sprengjuárás NATO. Gadaffi segist eining hafa misst þrjú barnabörn í þessari sömu árás.

144-Libya-Bombs-hit-Gaddafi-home-Nato-strikes-killHann vill samt ekki segja umheiminum nöfn þeirra.

Kannski hann þurfi tíma til að ættleiða einhver dáin börn eins og hann varð uppvís að árið 1986 þegar hann sagði að dóttir sín hefði látist í lofárásunum á Líbíu sem Ronald Regan fyrirskipaði. Seinna kom í ljós að þessi stúlka sem lést var ættleidd af Gaddafi að henni látinni.

Stríð er ljótur leikur beggja megin borðs.

Slæmt samt að íslenski fáninn skuli endilega þurfa að vera beint fyrir aftan þessa blessuðu talsmenn NATO þegar þeir ljúga að heiminum. Þeir eru greinilega að misnota íslenska fánann, eða allavega að ofnota hann. Geta þeir ekki notað einhvern annan, eins t.d. þann tyrkneska?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eigum við kannski að leggja til þann Ameríska? Hann virðist aldrei sjáanlegur. How come?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 01:31

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

1. Gæti kannski verið að íslendingar séu bara svo self centrist að þeir taka bara eftir Íslenska fánanum og halda að heimsvaldabrölt NATO standi og falli með stuðningi Íslands.

2. Gæti svo verið að púltið sé í miðju fána raðarinnar  og fánunum raðað í stafrófsröð sem myndi setja ísland alltaf fyrir aftan cameruna.

Neðsta mynd til dæmis: "Denmark-Estonia-(væntanlega France)-German-Greece-Hungary-Iceland

Efsta myndin, Hungary-Iceland-Italy, svo koma einhverjir fánar á bak við ræðumann og svo eitthvað sem líkist Netherlands, Noregi, Poland og Portugal.

Veit það ekki, en ég er nokkuð viss um að hafi ekkert að gera með krossinn í íslenska fánanum né að okkar fáni sé sérstaklega meira framlag en annarra.

Jón Gunnar Bjarkan, 2.5.2011 kl. 04:25

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur, Ósamur er allur, Gaddafauti er á leiðinni. Ég flagga íslenska fánanum með NATÓ og það ekki í hálfa stöng.

NATÓ þykir íslenski fáninn svo fallegur. Hafður svo engar áhyggjur. Það halda allir að þetta sé bara lafa Union Jack.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2011 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband