Himingeimurinn í Reykjanesbæ

DSC_0131[1]Þessa dagana og alveg fram til 8. maí stendur yfir listahátíð barna í Reykjanesbæ. Stefið sem börnin vinna með að þessu sinni er "himingeimurinn" en þetta er í sjötta sinn sem efnt er til slíkrar hátíðar í bænum. 

Ég brá mér á sýninguna rétt fyrir páska og get ekki orða bundist.

Nemendur leikskólanna í Reykjanesbæ og aðstandendur þeirra hafa sett saman stórskemmtilega sýningu í listasal Duushúsa og náð að fanga þar þann hluta sköpunarlistarinnar sem fær fólk til að vilja dvelja í himingeim þeirra sem lengst. - 

DSC_0127[1]Þorvaldur Guðmundsson sendi mér þessar myndir af sýningunni sem segja meira en nokkur orð.

Grunnskólabörn bæjarfélagsins taka einnig þátt í hátíðinni. "Listaverk í leiðinni" er yfirheiti sýningar þeirra á verkum vetrarins sem komið er fyrir víðs vegar um bæinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband