Vill ekki lengur vera memm

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það er kominn tími fyrir Hönnu Birnu að segja sig úr öllu samstarfi við Jón Gnarr og besta flokkinn. Hún vill ekki þurfa að verja hendur sínar í næstu kosningum fyrir ákvarðanir sem Besti flokkurinn og Samfylkingin eiga að svara fyrir. Hanna Birna er pólitíkus af gömlu  gerðinni þar sem allt sem hún gerir er metið út frá því hver pólitísk staða hennar verður í næstu kosningum. - Sóley Tómasdóttir virðist vera af sömu gerð. -

Hanna Birna vissi að á sínum tíma var henni boðið forsetaembættið til þess eins að hafa hana góða. Það þóttu pólitísk klókindi að hálfu gnarrista. Nú hefur Hanna Birna náð að snúa því bragði sér til framdráttar. Pólitísk klókindi eru réttur dagsins og Hanna Birna vill ekki lengur vera memm. 


mbl.is Hættir sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvernig getur nokkur manneskja prógrammeruð af Sjálfstæðisflokknum tekið við embætti forseta borgarstjórnar, án þess að sjá í því pólitíska ábatavon. Þegar sú von virðist hafa brugðist og borgarstjórnin fer sínu  fram af bestu samvisku, er ekkert annað að gera en að koma með einhvern mótleik.

Spennandi að fylgjast með og sjá hver flétta hennar er, en látið ykkur ekki detta í hug að þar liggi ekkert annað en hennar eigin álit að baki. Hvarflar að einhverjum að hún hafi tekið við embættinu af tómri framagirni, ég get ekki annað en brosað. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 18:47

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Henni hefði dugað að segja af sér þrem vikum fyrir kosningar, þá mundu háttvirtir kjósendur vera búnir að gleyma að hún hefði nokkurntíma verið forseti borgarstjórnar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.4.2011 kl. 22:35

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hún ætlar ábyggilega að takast á við Bjarna Ben, hún ætlar að verða næsti formaður Sjallanna...  Bjarni er búinn að vera....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband