Æðsti draumurinn

lunaAllar kýr dreymir um að verða hestar. Því miður verða fáir til að veita þeim tækifæri til þess að láta þann draum rætast. Flestir eru þeirrar skoðunar að þó að margt búi í hausum þeirra, séu þær ekki hestar og eða annarskonar reiðdýr.

Sem strákur í sveit á Snæfellsnesi, gerði ég samt mitt besta til þess að gera þennan alheimslega beljudraum að veruleika og það var minn sveitapilts draumur að verða knár kúaknapi. 

Grána gamla var afar þekkur reiðskjótti og  í hvert sinn sem ég sótti kýrnar út fyrir stekk hleypti ég henni á skeið og hætti á að þola skammir afa míns í staðinn. Þess vegna er ég sérlega  ánægður að heyra að Lúna í Þýskalandi upplifi nú drauminn til fulls, jafnvel þótt ég geti ekki betur séð en að hún sé naut.


mbl.is Heldur að hún sé hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þetta nú vera naut!

Hörður (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:07

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski er þetta kýrleg trukkalessa?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 10:22

3 identicon

Þetta er kýr..ef þú gúgglar þá sérðu góðan mun á kúm og nautum af þessari tegund..Nautið er t.d með bung sem er vel sýnilegur og hann er ekki að sjá á þessu en bekjur geta verið með misstóra spena.. alveg frá því að vera vel uppi og varla sýnilegir í það að vera eins og meigin þori íslenskra kúa..Þessi teegund er frekar með litla miða við ísl kúnna..

Man eftir kú í sveitini á Snæfelsnesi sem var frekar leggjalöng grönn og spenalítil..ja hefðir ekki séð þá nema kona vel að og jafnvel beygja þig

Bjarney (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:40

4 identicon

Sæll

Hún Lúna er Hereford gripur en það er holdanautakyn, sem skýrir það hvers vegna hún er tuddaleg. Ef maður horfir vel á myndbandið þá sér maður að hún hefur engan pung sem sannar það að hún sé ekki hann, ef þetta væri uxi(gelt naut) þá myndi sjást í pung. Svo hefur hún kynfæri kúa sem sannar enn einu sinni að þetta sé hún en þetta er enn bara kvíga sem skýrir það að það sést ekkert júgur.Kvígur eru kvígur allt þangað til þær hafa borið að minsta kosti einu sinni en þá verða þær kýr, alveg sama hve gamlar þær eru. Maður getur alveg átt 5 ára kvígu en um leið og hún ber fyrsta kálfi(þó það sé kallað 1. kálfskvíga) þá verður hún kýr. Vona að þú skiljir hvað ég er að fara og eigðu góðann dag;)

Ágúst (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 15:59

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já takk fyrir allt þetta. Ég sé að ég hef farið allt og snemma úr sveitinni og einnig fram úr í morgunn. Hörður, Jón og ég erum allir á röngu róli.  Mér sýnist útkoman vera sú að Lúna sé ekki tuddi (naut, griðungur , tarfur) , en nautgripur samt. Hún er ekki uxi og ekki kýr,  heldur kvíga og holdanautsætt  frá Hereford. Er þetta ekki rétt skilið hjá mér Ágúst og Bjarney.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband