Iceland will save Iceland

3082-Iceland-Frozen-FoodsIceland verslunarkeðjan er geysivinsæl meðal Breta. Reyndar voru þeir óheppnir með "andlit" fyrir verslanirnar á síðasta ári.

Þá var það raunveruleikaþáttastjarnan  Kerry Katona sem reyndi að fá breskar húsmæður til að hamstra frosin matvæli. Svo fréttist KerryKatonaað hún hafði tekið nokkur einbýlishús í nösina og þá var henni dömpað af eigendum Iceland.

Nýja andlitið er X factor keppandinn Stacey Solomon sem sjarmeraði alla upp úr skónum með alþýðleika sínum og blátt áfram framkomu. Hún segist hafa verslað í Iceland alla ævi og þess vegna viti hún alveg hverju hún sé að mæla með.

stacey-solomon-Iceland keðjan er verðmæt og því ekki nema von að Jón Ásgeir hafi ágirnst hana. Hann varð að láta hluti sinn í henni af hendi upp í skuldir og missti við það stjórnarformannsembættið hjá Iceland.

Ef að söluandvirði Iceland nægir fyrir Icesave, þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af því hvernig kosningarnar fara á laugardag. Reyndar verður dálítið fúlt að sjá á eftir þessu flotta vörumerki.

IcesaveEn kannski getur einhver af þeim liggja á útrásargullinu sem "gufaði upp" keypt Iceland Frozen Food. Það  væri ekki amalegt ef hægt væri að endurreisa Icesave í leiðinni. Það vörumerki er ótvírætt þekktasta íslenska vörumerkið.


mbl.is Icesave gæti horfið með sölu á Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Eftir alltsaman er það þá Jón Ásgeir sem reddaði Íslandi með kaupunum á Iceland.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.4.2011 kl. 19:30

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Kristján, ég hugsaði það en þorði ekki að segja það :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 19:38

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha ég sagði ekki neitt.. en skellihlæ :)

Óskar Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 19:42

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skamm Óskar

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 19:50

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Í þessu ljósi legg ég til, í heiðursskini við Davíð Oddsson, að blaðamenn viðurkenni fullyrðingu Davíðs Oddssonar um að það hafi verið Davíð Oddsson forsetisráðherra sem fyrirskipaði rannsóknina á Baugi.

Mér finnst þeir báðir eigi það skilið.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.4.2011 kl. 20:21

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Umm, JÁJ hafði ekkert að gera með Icesave, hann fékk bara lánaða einhverja aura frá LÍ til þess að kaupa Iceland og setti hlutinn sinn í Iceland að veði, og svo fór JÁJ - eða vinir hans - á hausinn með Iceland og LÍ tók hlutinn hans JÁJ upp í veðið.

Eins gott að hafa það að á hreinu hvort Bjöggarnir eða Bónusarnir bera sök - hvar og hvenær...

Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 20:58

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolbrún; Var það ekki Baugur sem fór á hausinn en Baugur átti í Iceland. Iceland keðjan hefur verið á stöðugri uppleið síðan 2005.

Er það ekki rétt að Landsbankinn tæmdi sjóði Icesave til að lána JÁJ og fleirum ekki satt. Þannig tengist þetta allt í kross.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 21:28

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, eitthvað svoleiðis :) Baugur fór á hausinn, og þá fór Gaumur á hausinn, og þá fór Hagar á hausinn og þá fór Jóhannes á hausinn...

Það er búið að sýna þessi krosstengsl aftur á bak og áfram á gröfum og teikningum og enginn skilur neitt í neinu. Allavega ekki ég. Svo erum við ekki einu sinni farin að ræða Fonsinn og...

Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 21:39

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skemmtilegur vinkill og skondið ef að þetta reynist vera lausnin.

Gísli Foster Hjartarson, 7.4.2011 kl. 23:12

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er bara enn einn spuninn til að gera mikið úr eignasafni LÍ, sem enginn veit raunar hvað er og hverjir hafa forgang að. Þau mál eru enn fyrir dómstólum, svo það er algert ábyrgðarleysi að segja annað en Nei. Ég er til í að skoða það sem útaf stendur eftir að búið er að skipta búinu en ekki svona óséð.

Þetta snýyst enda ekki um peninga, heldur fordæmið sem fríjar fjárglæframenn ábyrgð hér eftir. Braskið verður áhættulaust og ekki mun það lagast við það. Ef menn eru til í að fá það 100tonna búmmerang í hnakkann, þá verði þeim að góðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 00:17

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón, ef þetta reynist satt og Icesave verður hafnað er allt opið á ný. - Spurningin er hvort einhver á Íslandi  nenni að standa í að semja um þetta eina ferðina enn. Væri ekki best að setja þá sem ekki hafa sofið út af spenningi vegna þessa máls í tvö ár, eins og t,d, JVJ,  í að þrefa við Breta og Hollendinga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 00:48

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er fokið í flest skjól ef menn hætta að nenna að mæta ranglætinu. Gerðu ekki lítið úr þeim sem gera það.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 01:40

13 identicon

Jebb, þökk sé verslunarkeðjunni Icesave og útrásarvíkingunum sem sleppa með skrekkinn í boði sögueyjunnar og barna hennar, þá tengist orðið "Iceland" í huga hins venjulega Breta, allra nema eins og eins bókmenntaáhugamanns, söguspekúlants eða ljósmyndar helst innkaupum á klósettpappír. Þetta veit ég afþví ég bjó þarna í mörg ár. Ég veit líka að sú ímynd mun styrkjast ef við höldum áfram að "take the shit" og segjum nei.

Ísland (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:36

14 identicon

Alvarleg mistök hér!!! Ætlaði að segja ef við segjum Já og höldum áfram að "take the shit"

Ísland (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband