Íslensk fjölþjóðamenning

Hafi einhver efast um að fjölþjóðamenningin hafi skotið rótum á Íslandi, þarf ekki lengur vitnana við. Þessar tölur tala sínu máli. 42.230 einstaklingar á Íslandi eiga útlendinga fyrir foreldri, annað eða báða. -

Íslenska þjóðin er ekki lengur einlit né eru allir íbúarnir frændur í báða ættliði. Ekki tala þeir allir íslenskuna reiprennandi og margir hafa meira að segja aldrei smakkað þorramat.

Sumir eru  miklir andstæðingar fjölmenningarsamfélags og sjá því allt til foráttu. Þeir koma ekki til með að fagna þessum fréttum, þrátt fyrir að þeim hljóti um leið að vera ljós villa síns vegar.

 Fjölmenningarsamfélagið gengur greinilega ágætlega  upp á Íslandi, þrátt fyrir fordómana sem öll okkar eru sek um á einn eða annan hátt. -

Mikilvægast er að við göngumst við þeim. Fordómar eru eins og alkóhólismi, það er enginn möguleiki að lækna hann nema að viðkomandi viðurkenni að hann eigi við vandamál að stríða.

 


mbl.is 13,3% eiga erlent foreldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölþjóðasamfélag er allt annað en fjölmenningarsamfélag. Væri helmingur Íslendinga af norsku, dönsku, sænsku, pólsku, kanadísku, austurísku og tjékknesku bergi brotið væri varla um að ræða fjölmenningarsamfélag (þar sem menning landanna verður að teljast svipuð).

Ef helmingur íslendinga væri frá japan væri um aðeins meira fjölmenningarsamfélag en japanir halda upp á það sem nefnt hefur verið "vestræn gildi".

Væri helmingur Íslendinga ungt fólk frá íran væri enn meiri breiting þó svo að ungt fólk í íran hati að mikklu leiti Írönsku ríkisstjórnina.

Væri helmingur Íslendinga eldri menn frá Sádí Arabíu myndum við líta á klofið samfélag.

Það væri hræðilega sorglegt ef Íslendingar settu á fætur trúarbragðaskóla í nafni fjölmenningarstefnu. Sádí Arabar eru þekktir fyrir það að eytra hug ungra múslima í Bretlandi með þeim afleiðingum að foreldrar þeirra barna brotna niður þegar það fréttir að barnið þeirra hefur breyst í öfgamann.

Fjölmenningarstefna má aldrei ná til menntakerfisins með þeim afleiðingum að börnum verði skipt upp í hópa eftir trúarbrögðum foreldra þeirra.

Það er ein menning sem við verðum að vernda og það eru vestræn gildi. Með vestrænum gildum er ég ekki að tala um tónlist og stutt pils, heldur er ég að tala um mannréttindi, þá sérstaklega kvennréttindi. Kæmust Sádar inn í menntakerfið græfu þeir undan þessum gildum. Þessi vestrænu gildi ganga trompar búrkuna(mikið er ég feginn að hafa aldrei séð konu í búrku á Íslandi).

Ps. Ég hata að nota orðin "Vestræn Gildi". Hvaða hugtak er má nota í staðin.

Flilipus (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 05:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

"Þetta fólk" eins og það hefur verið kallað margoft í fjölmiðlum er mikilvægt í íslensku samfélagi því án þess stöðvast grunnstoðir þjóðfélagsins.. fiskvinnsla , hjúkrun og þess háttar.

Varðandi fjölmenningarsamfélag þá er ísland orðið það fyrir löngu, en fordómarnir grassera á landinu.. gagnvart húðlit, menningu, og jafnvel hundum :) ég hef búið erlendis í 10 ár eða meira og ég hef aldrei hitt fordómafyllra fólk en íslendinga á mínum ferðum og þykjast íslendingar þó vera svakalega umburðalyndir.. sem er fjarri sannleikanum. (mussuklæddir imanar eru kannski svipaðir og íslendingar að þessu leiti)

íslendingar eru sjálfhverfir, sérhlífnir, eigingjarnir persónuleikar sem þjóð.. það finnast einstaklingar á milli sem ekki eru svona.. en heildin er slík engu að síður.

Filipus notar sitt svar til þess að agnúast út í Sauda og segir þá eitra hugi ungra manna.. ég spyr.. hversu margir saudar búa á íslandi ? eða á norðurlöndum yfirleitt..

"Vestræn gildi" eru ekkert sérstaklega kvenréttindasinnuð.. þú finnur sennilega meiri kvenréttindi í löndum suðaustur asíu en á vesturlöndum.. vestræn gildi eru nýtilkomin eða frá lokum 19 aldar og byrjun 20 aldar.. Vestræn gildi er í mínum huga frjáls hugsun.. fátt annað.

Óskar Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband