Of strekktur, of bótoxaður og of gamall

Steven-SeagalFyrir stuttu sá ég heimildarmynd um Steven Seagal. Ég hætti að fylgjast með ferli þessa fyrrum bardagalista-þjálfara einhvern tíman á níunda áratugnum, eftir að ljóst var að magnið skiptir hann meira máli en gæðin þegar kom að gerð kvikmynda.

Satt að segja hélt ég að hann væri löngu hættur að leika í kvikmyndum.

Nei, ekki alveg. Þrátt fyrir að hann sé orðinn allt of þungur, of strekktur og bótoxaður, allt of gamall og þar af leiðandi allt of luralegur til að geta leikið einhverja hasarhetju, þráast hann við.

Þessir sjónvarpsþættir sem fréttin talar um, eru einskonar leiknir raunveruleikaþættir þar sem Seagal er gerður að alvöru löggu, eru augljóslega dreggjarnar í sjónvarpsþáttagerð í Bandaríkjunum í dag. Slæmt þegar leikarar, sérstaklega þeir sem ekki hafa annað til bruns að bera en að líta þokkalega út, þekkja ekki sinn vitjunartíma.


mbl.is Seagal réðst á heimili á skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=esPG90LYnKk

Seagal er bestur

Halli (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 13:14

2 identicon

Stephen Seagal hefur unnið sem lögreglumaður í mörg ár, í varaliði lögreglunar í einhverjum bæ í Bandaríkjunum.

Það er aðeins nýlega sem ákveðið var að gera þátt um starf hans hjá lögreglunni.

Seagal er svalur náungi. Hvort sem hann er farinn að bæta á sig nokkrum aukakílóum eða ekki. Skiptir litlu máli. Maðurinn er legend.

Einar (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:43

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Seagal ER alvöru lögga.

Hörður Þórðarson, 25.3.2011 kl. 19:59

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eins og sjá má af ofangreindum athugasemdum, þá er Steven Segal Chuck Norris 21. aldarinnar.

Fyrir mér hefur hann alltaf verið brandari. Hann hefur logið upp á sig uppruna og eiginleikum, titlum og reynslu og toppað alla nýaldarloddara, sem eg hef látið ofbjóða mér. Hlægilegt mannkerti.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2011 kl. 06:24

5 identicon

Logið upp á sig uppruna og eiginleikum?

Hverju hefur hann logið.

Maðurinn er með svart belti í Aikido 7th Dan, sem er ekkert auðvelt að verða sér út um. Maðurinn starfar sem lögreglumaður og leikari, þegar hann er ekki að sinna góðgerðarmálum, m.a dýravernd ofl.

Þótt maðurinn fari í taugarnar á þér að þá set ég spurningamerki við að kalla hann loddara.

Einar (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 11:12

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar;ef þú ert svona mikill aðdáandi Stevens ættir þú að vita að hann hefur oft verið staðinn að lygum. Hann viðurkennir stundum að hafa barnað sögurnar sem hann segir af sér, sumt segist hann ekki hafa sagt eða það hafi verið rifið úr samhengi. Hér er smá sýnishorn af því sem JSR var að meina. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2011 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband