Hver vill eiga geðfatlaða nágranna?

Fá þjóðfélagsmein eru eins illviðráðanleg og fordómar, nái þau að festa rætur í samfélaginu. Í flestum samfélögum má finna fordómafullt fólk,  jafnvel þótt ekki beri mikið á því eða fordómum þeirra. Til dæmis sýna skoðanakannanir að við Íslendingar erum talsvert fordómafullir gagnvart ýmsum þjóðfélagshópum. Hver hefði trúað því?

Ég er ekki fordómafuulur, ég hata allaFordómar okkar, eins og algengt er meðal annarra þjóða, beinst fyrst og fremst gegn ákveðnum hópum í samfélaginu.  

Hér á landi beinast fordómar t.d. meira gangvart geðfötluðu fólki en nokkrum öðrum hópi.  Í tugi ára hafa kannanir sýnt að næstum þriðjungur þjóðarinnar kærir sig ekki um að búa í nágrenni við geðfatlað fólk.

Á meðan fordómar landans gagnvart samkynhneigðum eru á undanhaldi hafa þeir aukist mikið á síðustu árum gagnvart múslímum.

Hryðjuverk hinna ýmsu samtaka öfgasinnaðra múslíma hafa vissulega átt mikinn þátt í að skapa Íslam og múslímum afar neikvæða ímynd.

Þessir öfgasinnuðu pótintátar virðast  trúa því að Múhameð hafi falið þeim persónulega og prívat að framfylgja og hrinda í framkvæmd, um allan heim, lögum Kóransins,  sem er auðvitað mikil firra.

Sumir Íslendingar virðast trúa því að þessi túlkun íslamskra öfgamanna á trú sinni sé hinn eina sanna túlkun og móta viðhorf sín til  Íslam og múslíma  í samræmi við það.

Þótt fjölmiðlar eigi stóran þátt í að ýta undir fordóma almennt eins og þeirra er háttur, í stað þess að mótmæla þeim, er ég ekki viss um að "aukin fræðsla" sé það eina sem við höfum til að ráða niðurlögum þessarar válegu ófreskju sem fordómar eru.

Það er staðreynd að í tugi ára hefur verið reynt að minka fordóma fólks gagnvart geðfötluðum, með aukinni fræðslu, án árangurs. - Það er einnig staðreynd að öll vitræn mótrök gegn áliti fólks sem "hatar"  Íslam, eru virt að vettugi og andúðin á trúnni færist í aukanna frekar en minkar hér á landi.

Á Vísindavefnum er að finna afar gagnlega grein um fordóma Íslendinga og þar segir m.a.;

Orðabókaskilgreiningar duga skammt ef öðlast á skilning á því hvernig fordómar verka og hvers vegna þeir eru eins útbreiddir og raun ber vitni. Til dæmis er erfitt að skilja hvers vegna illa gengur að draga úr fordómum með því að auka fræðslu um það sem fordómarnir beinast að. Meginniðurstaða úr slíkum fræðsluherferðum er að þær draga úr fordómum hjá sumum. En hjá öðrum, sérstaklega þeim sem eru mjög fordómafullir, er allt eins líklegt að aukin fræðsla verði til þess að viðhalda fordómum eða styrkja þá.

HjartaþýðaÁstæða þessarar mótsagnar sem Vísindavefurinn greinir svo vel, er að megin byggingarefni fordóma er ekki  vanþekking, heldur tilfinningar. Fordómar eru fullvissa um og trú á að einhver ósannindi séu sönn, oft þrátt fyrir betri vitsmunalega vitund. 

Sú fullvissa er tilfinningalega harðkóðuð í einstaklinginn sem gerir vandamálið sálrænt frekar en vitmunalegt.  Með öðrum orðum, eru fordómar tilfinningaleg þjónkun, oft ómeðvitað, við ósannindi eða lygar af einhverju tagi. -

Þetta verður ljóst þegar viðkomandi reynir að færa rök fyrir og/eða réttlæta fordóma sína. - Útkoman er ávalt rökleysa þar sem viðkomandi reynir ekki einu sinni að styðjast við viðurkenndar staðreyndir.

hann hendir gjarnan á lofti setningar eins og; "Geðsjúklingar eru hættulegir af því þeim er ekki sjáfrátt og þess vegna vill ég ekki búa nálægt þeim því það setur börnin mín í hættu." Eða; Íslam boðar að það eigi að drepa alla sem ekki eru múslímar. Þess vegna eru trúarbrögðin ill og þeir sem ástunda þau vondir menn."

Athafnir sem grundvallaðar eru á fordómum eru ætíð til vamms bæði fyrir þann sem framkvæmir þær og þann sem verður fyrir þeim. Samt þrjóskast flestir sem haldnir eru fordómum við að viðurkenna skaðsemi þeirra. Þvert á móti eru þeir fullir sjálfstrausts og trú á eigið ágæti.

Gott dæmi um hroka hinna fordómafullu er viðhorf vestræns almennings til íbúa smáeyjanna í Kyrrahafi. Þegar að fyrsti hvíti maðurinn sté þar á land kynntist hann samfélagi þar sem engin  fátækt fyrirfannst , engir glæpir, ekkert atvinnuleysi, engin stríð og fólk hafði engar áhyggjur. En samt kölluðu Evrópubúar, og kalla enn, slík samfélög "frumstæð" og "vanþróuð".

Fordómar sem látnir eru óáreittir,  berast á milli kynslóðanna og magnast við hvern lið. Afleiðingar þeirra eru stundum svo skelfilegar að þær gera ekkert annað en að magna enn frekar upp hinar neikvæðu tilfinningar sem kynda fordómana. Þannig er ástandið meðal fólks í löndum sem átt hafa í löngum og viðvarandi erjum eins og t.d. Ísrael og Palestína.

Opin hugurÞað sem stundum er talin lofsverð hegðun og við köllum í daglegu tali "umburðarlyndi" er í slíkum tilvikum aðeins annað orð yfir sinnuleysi. Umburðarlyndið er í besta falli frestun á því að takast á við vandamál sem ekki mun hverfa af sjálfu sér.

Fyrsta skrefið í upprætingu frodóma er að horfast í augu við þá staðreynd að allir menn eru haldnir einhverskonar fordómum.

Næsta skref er að finna þá, þ.e. staðsetja þá í sálarlífinu og skilgreina þá. -

Þriðja skrefið er að skoða tilfinningar sínar vandlega og heiðarlega og reyna að skilja hvers vegna okkur líður eins og okkur líður.

Þessi þrjú skref fara langt með að uppræta fordóma okkar gagnvart fordómunum sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir góðan pistil Svanur

Óskar Þorkelsson, 3.3.2011 kl. 10:49

2 identicon

Kærar þakkir fyrir ágætan pistil.

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 14:22

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Takk fyrir þetta.
Fordómarnir leynast víða og ég geng svo langt að segja að ÖLL höfum við einhverja fordóma. Sjálfur er ég að vinna í "geðgeiranum" og veit því hvað fordómarnir eru sterkir þegar að geðsjúkdómar eru annars vegar. Þó fannst mér lýsandi dæmi um fordóma vera þegar ég sat, fyrir nokkrum árum, málþing um geðsjúkdóma og móðir geðsjúks manns stóð upp í pontu og biðlaði til stjórnvalda að skipta um nafn á Kleppi. Hún vildi meina að Kleppara brandara og sögur í gegn um tíðina ættu stóran þátt í fordómum í garð þeirra sem þar hafa dvalið. En þetta fannst mér vera einna stærstu fordómarnir sem ég varð var við á málþinginu. Að halda að það breytti einhverju að breyta nafni á húsi til að allt félli í ljúfa löð. Ef Kleppur fengi t.d. nafnið Hóll væri fljótlega farið að tala um Hólsara og segja Hólsarabrandara þannig að við værum í sömu sporum. Lausnin felst ekki í nafnabreytingum heldur viðhorfsbreytingu hjá almenningi. Við þurfum að gera okkur grein fyrir okkar eigin fordómum áður en við getum vænst þess að fordómum fækki.

Aðalsteinn Baldursson, 6.3.2011 kl. 11:35

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svo sammála þessu Aðalsteinn. Takk fyrir góða athugasemd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.3.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband