Arfleifð Árna Johnsen og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar

Árni og félagar hans á þingi sem leggja fram þessa þingsályktunartillögu eru greinilega hræddir við að gildunum sem þeir fengu sem vegarnesti út í lífið úr skólum landsins, sé ógnað.

Ég efast ekki um að þetta mál er þeim persónulega mikilvægt, því Þessi kristnu gildi sem þeir vilja varðveita, fleyttu þeim í gegnum lífið, gerðu þá að gildum stoðum í þjóðfélaginu.

Þeir vita líka betur en margir aðrir, að ekkert er betri sönnun fyrir nauðsyn þess að viðhalda arfleifð kristni í skólastarfinu en gott fordæmi þeirra sem kristilegt menningarstarf hefur náð að móta.

Þetta vita Árni Johnsen og Guðlaugur Þór Þórðarson og þess vegna bjóða þeir nú fram krafta sína til að tryggja að komandi kynslóðir verði örugglega ekki meinað um samskonar siðferðismótun og þeir fengu.

Eða, kannski er þetta alls ekki svona.

Þegar maður lítur yfir nöfn flutningsmanna þessarar tillögu, dettur manni helst í hug að það sem raunverulega vakir fyrir þessu fólki með þessari tillögu sé að gera yfirbót.

Það er vissulega hluti af kristinni arfleifð og gildum, að sjá eftir því sem þú hefur gert rangt og gera síðan yfirbót með einhverju góðverki eða líferni sem Guði er þóknanlegt.  

Kannski er það málið að bæði Gulli og Árni reiða sig nú á þau orð Krists að Það verði mikill fögnuður á himnum þegar einhver iðrast þess sem hann hefur gert rangt?

Við skulum vona að þannig sé málið í pottinn búið. Ef ekki gætu þeir félagar verið í slæmum málum, alla vega gagnvart Kristi.  Hann segist nefnilega hata hræsnara.


mbl.is Starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að Árni hafi áttað sig á því að betur hefði farið, ef ríkari áhersla hefði verið lögð á boðorðin í hans uppvexti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2011 kl. 01:44

2 identicon

Málið er einfalt! Þeir fengu kristilegt uppeldi og hafa því ekki raunverulegan siðferðilslegan þroska og fara því oftar en trúleysingar út af sporinu.

Björn (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 02:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það ekki ávallt þannig að þegar menn bera trú sína á torg eða fjasa um hana við gvöð og hvurn mann, að þeir eru að breiða yfir eitthvað?  Heilbrigðir þurfa ekki læknis við og allt það.

Það setur að manni aulahroll slíkann að maður þarf að fara í lopapeysu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2011 kl. 02:33

4 Smámynd: Adeline

Alveg merkilegt hvað fólk ætlar að nærast eins og hrægammar á lögbroti ÁRna J. Hvað kristni varðar og syndir, þá hefur þú Axel Jóhann alveg örugglega drýgt einhverja synd ekki satt? (annað væri óeðlilegt) Bara af því að Árni stendur hér upp fyrir trúnna á vissan hátt- er hann ekki þarmeð að segja nokkurn skapaðann hlut um sjálfan sig- hvort hann sé einhver heilög maría eða hvað annað.

fáránlegur málflutningur og orðinn frekar þreyttur. Að benda alltaf á fólkið sem telur sig fylgja kristni - eins og það sé Guð sjálfur.

Adeline, 26.1.2011 kl. 09:13

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jamm Adeline, syndin er hinn mikli samnefnari.

En þú ert sem sagt að segja að það sé engin fylgni á milli hegðunar fólks (S.b. Árna) og afstöðu þess til trúarinnar eins og hún birtist í þessu frumvarpi.

Þeir félagar sem flytja þetta frumvarp eru greinilega óssammála því þeim finnst mikilvægt að vernda kristilegt menningarstarf vegna jákvæðra áhrifa þess á einstaklinga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 09:33

6 Smámynd: Adeline

Að sjálfsögðu væri óskandi að svo væri -að fólk fylgdi því sem það læsi og teldi sannleika  og góða hegðun. En því miður er það ekki alltaf svo, -ég er hinsvegar að segja að mér finnist það þreytandi málflutningur þeirra sem tala á móti kristinni trú að benda á hverjir hafa fallið og hve illa...  Þetta er svona eins og ef ég væri á móti AA samtökunum og benti í sífellu á hversu oft meðlimir væru alltaf að falla...

Með þessum rökum trúlausra væri enginn "verðugur" að boða trúnna því "allir hafa syndgað og skortir Guðs náð" (segir ekki eitthvað þessu álíka í góðu bókinni?)

Adeline, 26.1.2011 kl. 09:48

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú verður samt að viðurkenna Adeline að fáir taka mark á blindfullum manni sem tuðar um að aðrir eigi að fara í meðferð og þess vegna sé svo mikilvægt að halda úti áfengisvörnum á borð við AA. -

Með þessu er ekki verið að segja að fólk þurfi að vera vammlaust til að geta sett lög fyrir aðra, heldur að hegðun þeirra sé innan vissra marka og  gefi ekki ástæðu til að fólki finnist athæfi þeirra grunsamlegt.  Árni og Gulli eru báðir þekktir fyrir það að þekkja illa þessi almennu mörk.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 10:03

8 Smámynd: Adeline

:)

whatever

mitt point er allavega komið á framfæri, þakka þér fyrir Svanur:)

Adeline, 26.1.2011 kl. 10:12

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það eru ágætis rök gegn AA hversu margir falla, Adeline. Það bendir til þess að kerfið sé gallað á einhvern hátt. Á sama hátt má nota dæmi um lélegt siðferði þeirra sem hafa notið "kristilegra uppeldishátta" sem rök fyrir því að nefnt kerfi geri menn ekki siðlegri en þá sem hljóta öðruvísi uppeldi.

Þegar stórir hópar trúaðra halda því fram upp á hvern einasta dag að ég sé siðlaus, ekki út af neinu sem ég hef gert, heldur eingöngu vegna þess að ég trúi ekki á guðinn þeirra, leyfi ég mér að benda á hræsnarana. Þeir sanna jú að "kristilegt uppeldi" og heit trú eru engin trygging fyrir góðu siðferði.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.1.2011 kl. 11:22

10 identicon

AA er fáránleg samtök það er jafnmiklar líkur á því að hætta að drekka áfengi hvort þú ert í þessum samtökum eða ekki. Á endanum ert það þú sem tekur ákvörðun um að hætta að drekka. Fáranlegt að troða kristni í öllu saman t.d sumarbúðir, skólum.

Synd er ekki til frekar en sál.

Ég skammast mín fyrir að vera skyldur þessu fífli á Alþingi.

Arnar (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 12:10

11 Smámynd: Hjalti Tómasson

Hvers vegna er verið að blanda AA samtökunum inn í þetta mál ?

Þar eru menn þó að reyna að taka á vandamálunum sem er meira en hægt er að segja um löggjafarsamkunduna.

Og Arnar !

Af hverju ertu svona reiður ?

Hjalti Tómasson, 26.1.2011 kl. 14:55

12 identicon

Og hvernig veistu hvort ég sé reiður sérðu í gegn tölvuskjáinn. Heldurðu að þú sert með ESP.

Arnar (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:59

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

AA samtökin komu, eins og ljóst er af athugasemdaþræðinum, til umræðu sem hluti af dæmi sem Adeline tók. Þar fyrir utan hafa þau ekkert með efni pistilsins að gera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 18:25

14 identicon

Ég virði skoðanir annara td. hvað menn trúa og meiga menn trúa því sem þeir vilja. Kirkjan á að heita umburðalind fyrir skoðunum annara, fyrirgefa og koma vel fram við aðra. En hvers vegna þarf hún að neyða trúnni upp á aðra, og hvers vegna fá okkar börn ekki frið fyrir kirkjuni. Hvað gerir okkar þjóðkirkju að einhverju betra batterí en aðrar kirkjur. Hvernig litist þér á Adeline að í staðin fyrir kristifræði væri skilt að kenna börnunum þínum kóraninn eða búdda eða eitthvað álíka og þú fengir ekkert um það að seigja. það er kanski ekki bara hverjir flytja þetta frumvarp (þó þeir hafi sindgað smá) heldur er þetta orðin svo mikil tímaskekkja og fólki finst orðið nóg komið að þessu yfirgangi kirkjunar með þessum misgóðum mönnum. Tökum kirkjuna, RUV og fleirri miljóna óðarfa stonanir af gjaldská ríkisin og leifum svo fólkinu að koma til mín (Guð) að eigin vilja (þeir sem vilja)

Siggi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 23:02

15 Smámynd: Adeline

Siggi:

Nú er ég aðeins ringluð, -hvort ert þú að tala um a) aðskilnað ríkis og kirkju eða b) tillögu mannréttindaráðs um samstarf kirkju og skóla?

Þetta helst að sjálfsögðu í hendur. Og ég skil þína skoðun, en ég er bara á annarri. Þjóðin skiptist í tvennt í þessu máli, þ.e.a.s. um samst.kirkju og skóla.

Ef ríki og kirkja yrðu aðskilin, þá fyrst væri kominn einhver grundvöllur á að höggva á strenginn milli kirkjunnar og skólans.

Þú spyrð hvað mér fyndist ef kóraninn yrði kenndur í skólanum - ef þetta væri múslímskt land þá væri það sjálfsagt. En sem betur fer erum við ekki múslímsk þjóð.

Adeline, 27.1.2011 kl. 09:53

16 identicon

Ísland er ekki kristin þjóð. Heldur ásatrúar.

Arnar (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 12:30

17 Smámynd: Adeline

Já það er þá  kannski þessvegna Arnar sem við erum að borga prestum í Ásatrúarkirkjunni mánaðarlaun...?

Adeline, 27.1.2011 kl. 13:24

18 identicon

Ég er ekki borga þessum bjánum laun er löngu búinn að skrá mig úr henni og þeir stálu þessu af kaþólsku kirkjunni.

Arnar (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband