Ljósin í bćnum

Musteris -MenóraEitt af elstu trúartáknum Gyđingdóms er sjö arma ljósastika. Í annarri Mósebók er sagt frá ţví hvernig Guđ fyrirskipar gerđ hennar og lögun. Eftir gerđ stikunar var henni komiđ fyrir í helgidómi ţjóđarinnar, fyrst í tjaldbúđinni og síđar musterinu í Jerúsalem.

"31Enn fremur skalt ţú ljósastiku gjöra af skíru gulli. Međ drifnu smíđi skal ljósastikan gjör, stétt hennar og leggur. Blómbikarar hennar, knappar hennar og blóm, skulu vera samfastir henni. 32Og sex álmur skulu liggja út frá hliđum hennar, ţrjár álmur ljósastikunnar út frá annarri hliđ hennar og ţrjár álmur ljósastikunnar út frá hinni hliđ hennar. 33Ţrír bikarar, í lögun sem möndlublóm, skulu vera á fyrstu álmunni, knappur og blóm. Ţrír bikarar, í lögun sem möndlublóm, skulu vera á nćstu álmunni, knappur og blóm. Svo skal vera á öllum sex álmunum, sem út ganga frá ljósastikunni. 34Og á sjálfri ljósastikunni skulu vera fjórir bikarar í lögun sem möndlublóm, knappar hennar og blóm: 35einn knappur undir tveim neđstu álmunum, samfastur ljósastikunni, og annar knappur undir tveim nćstu álmunum, samfastur ljósastikunni, og enn knappur undir tveim efstu álmunum, samfastur ljósastikunni, svo undir sex álmunum, er út ganga frá ljósastikunni. 36Knapparnir og álmurnar skulu vera samfastar henni. Allt skal ţađ gjört međ drifnu smíđi af skíru gulli.

37Ţú skalt gjöra lampa hennar sjö og skalt svo upp setja lampana, ađ ţeir beri birtu yfir svćđiđ fyrir framan hana. 38Ljósasöx og skarpönnur, sem ljósastikunni fylgja, skulu vera af skíru gulli. 39Af einni talentu skíragulls skal hana gjöra međ öllum ţessum áhöldum. 40Og sjá svo til, ađ ţú gjörir ţessa hluti eftir ţeirri fyrirmynd, sem ţér var sýnd á fjallinu."

Á hebresku er stikan kölluđ Menóra sem einfaldlega ţýđir lampi eđa ljósastika. Á hverjum degi voru bikarar stikunnar fylltar af ólívur-olíu og síđdegis kveiktu prestarnir á ţeim. Andleg merking stikunnar kemur fram í lokasetningu tilvitnunarinnar. Hún á ađ minna á opinberun Móses á fjallinu ţar sem Drottinn birtist honum sem logandi runni. Stikan er sem sagt listrćn eftirlíking af trjárunna.

Fram undir áriđ 200 F.K. heyrđi Júdea undir Egyptaland. Ţá réđist Antiochus III  Sýrlandskonungur inn í Egyptaland og yfirtók lendur ţess. Um hríđ bjuggu Gyđingar viđ einskonar heimastjórn. Áriđ 175 F.K. réđist Antiochus IV inn í  Jerúsalem og hertók borgina. Hann spillti helgidómi musterisins og bannađi hinar daglegu fórnir sem ţar voru fćrđar og ađrar helgiathafnir sem fóru fram. Banniđ varđi í ţrjú ár og sex mánuđi, eđa ţar til allsherjar uppreisn var gerđ í borginni, leidd af Matthíasi yfirpresti og sonum hans. Einn ţeirra Judah, sem varđ ţekktur undir nafninu  Yehuda HaMakabi, (hamarinn) tók síđar viđ embćtti föđur síns.  Áriđ 165 F.K. tókst gyđingum ađ reka sýrlendinga af höndum sér og frelsa helgidóm sinn.

Sagan segir ađ ţegar endurhelga átti musteriđ og kveikja skyldi aftur á hinum helga ljósastjaka, kom í ljós ađ sýrlendingar höfđu eyđilagt allt ljósmetiđ fyrir utan litla krukku sem bar innsigli yfirprestsins. Átta daga og nćtur tók ađ útbúa nýja olíu og á međan loguđu ljósin á stikunni af olíunni úr krukku prestsins sem dugđi allan ţann tíma.

Menorah 2Til ađ minnast ţessa atburđa lét Judah efna til hátíđarhalda, ljósahátíđarinnar Hanukkah sem festi sig í sessi og er haldin hátíđleg hvar sem Gyđingar búa enn í dag. Hún hefst  25. dag Kislev mánađar hebreska dagatalsins sem fellur á seinni hluta nóvember til seinni hluta desember mánađar samkvćmt Gregoríska tímatalinu. Hátíđin stendur í átta daga og átta nćtur og međ međ henni varđ til níu arma ljósastikan sem gjarnan logar fyrir utan hús Gyđinga yfir hátíđna.

Níu arma ljósastikan er táknrćn fyrir dagana og nćturnar átta en ljósiđ í miđjunni er kallađ shamash (hjálpari), og er ţví einu ćtlađ ađ lýsa fólki. Hin átta eru tendruđ til minningar um kraftaverkiđ međ olíuna og til ađ lofa Guđ.

AđventuljósVíkur ţá sögunni til Svíţjóđar. Í kring um jólin 1964, (á ţeim tíma sem flest öll hús á Íslandi voru komin međ rafmagn), var kaupsýslumađurinn Gunnar Ásgeirsson á ferđ í Stokkhólmi. Gunnar átti mikil skipti viđ sćnsk fyrirtćki og flutti til ađ mynda bćđi inn Volvo og Husquarna. Á ţessari ferđ rakst hann á einfalda trépíramíta međ sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér var um ađ rćđa nýjung í Svíţjóđ; lítt ţekktir smáframleiđendur voru ađ reyna ađ koma föndri sínu á framfćri í jólavertíđinni. Um ţetta segir ágćtisgrein um uppruna "gyđingaljósanna" á Íslandi á vísindavefnum. 

"Ţessi framleiđsla hafđi ţá ekki slegiđ í gegn í Svíţjóđ og mun ekki hafa gert fyrr en um 1980. Gunnari datt hinsvegar í hug ađ ţetta gćti veriđ sniđugt ađ gefa gömlum frćnkum sínum, handa hverjum menn eru oft í vandrćđum međ ađ finna gjafir. Hann keypti held ég ţrjú lítil ljós, og ţau gerđu mikla lukku hjá frćnkunum og vinkonum ţeirra. Gunnar keypti ţví fleiri ljós nćsta ár til gjafa sem hlutu sömu viđtökur. Ţá fyrst fór hann ađ flytja ţetta inn sem verslunarvöru, og smám saman ţótti ţađ naumast hús međ húsi ef ekki er slíkt glingur í gluggum."

Menóra í KirkjuŢessi tegund af ljósum eru stundum kölluđ "gyđingaljós" af ţví ţau minna um margt á ljósahátíđar ljósastikur Gyđinga. En myndir af slíku stikum er einnig ađ finna í sumum kirkjum og er líklegra ađ sćnsku hagleiksmennirnir hafi fengiđ hugmyndina ţađan, frekar en úr musteri gyđinga til forna.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Shamas (shammes) er nafniđ á međhjálpara (ţjóni samkunduhússins). Shammes-kertinu eđa olíunni á Hanukkíunni (hanukkalampanum) er ćtlađ ađ halda loganum sem notađur er til ađ tendra olíun eđa kertin fyrir 8 daga Ljósahátíđarinnar.  Hanúkkían logar nú mest inni í húsum gyđinga. Í arabalöndum og á međal kristinna á Miđöldum var ţeim bannađ ađ vera međ lampana útiviđ.

Trévinkillinn međ sjö kertum varđ ţegar til á 18. öld í Svíđţjóđ. Sá sem fann hann upp var sćnskur hermađur Sven August Pohl (1859-1934) sem vann á hermannaheimilinu í Fällan í Dannäs sókn í Smálöndum.  Hann fékk 25 kr. sćnskar fyrir "uppfinningu" sína á sýningu áriđ 1900. Sama ár missti hann sjónina í sprengjuslysi.

Menóra (menorah) er líka heitiđ á rafperum á ivrit, nútíma hebresku.

Kveiktir ţú á menórunni Svanur. Gleđilega Hanúkka hátíđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2010 kl. 06:55

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Leiđrétting á leiđréttingu. Viđ nánari netstúdíu, kom í ljós ađ stika Pohls var alls ekki eins og sú sem prýtt hefur glugga Íslendinga og er ţví greint rangt frá á fjölda síđa um ţetta fyrirbćri á netinu. En ţađ sem Gunnar Ásgeirsson keypti var ţetta:

Den elektriska adventsstaken började tillverkas av företaget Philips i Göteborg 1939, denna elektriska adventsljusstake har blivit en enorm succé och finns i sĺ gott som alla Svenska hem numera.De första var ihop plockade av rester och returer frĺn julgransbelysningar som Philips lanserade omkring 1930.
En anställd pĺ Philips (Oskar Andersson) byggde de första till sitt föräldrahem 1934, de utvecklads för industriproduktion av Werner Simonson 1937.
Efter en liten provkollektion 1938 lanserades den 1939 i Philips försäljningskatalog

Sjá einnig hér: http://www.popularhistoria.se/o.o.i.s?id=43&vid=1214

http://www.jultradition.se/adventsljusstake.htm

Ćtli Árni Björnsson viti ţetta?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2010 kl. 07:25

3 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Ćtli ađ hér sé ekki á ferđinni sama heiti, Vilhjálmur,ţ.e. Shamaesh, skrifađ á mismunandi vegu. Alla vega er merkingin, hjálpari, (ađstođarmađur, ađstođarkerti) sú sama.

Ţessar viđbótarupplýsingar um uppruna ađventuljósanna ćttu ađ skila sér til Árna.

Sömuleiđis, gleđilega Hanúkka hátíđ.

Svanur Gísli Ţorkelsson, 6.12.2010 kl. 09:12

4 identicon

doctore (IP-tala skráđ) 6.12.2010 kl. 12:12

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fallegur vasi sem ţú átt doctore.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2010 kl. 15:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband