Sýndarveruleiki stjórnmálanna

Eitt af því sem sendiráðsskjölin sem Wikileaks vefsíðan hefur hafið birtingu á, sýnir hvað best, er hve sýndarveruleikinn, á öllum stigum, er ráðandi í samskiptum stjórnmálamanna. Skjölin sýna að skapgerðabrestir einstaklinga sem bjóða sig fram til stjórnmálaþátttöku, birtast skýrlega í stefnu stjórnvalda og hafa þannig bein áhrif á líf hins almenna borgara.  

Það sem í samskiptum einstaklinga mundi flokkast undir rakinn óheiðarleika, fær í pólitíkinni allt aðra skilgreiningu. Þar eru launráð og sýndarmennska talin góð og gild svo fremi sem almenningur lætur blekkjast. Þar helgar tilgangurinn meðalið.

Íslendingar hafa síðustu misseri haft gott tækifæri til að sannreyna mismuninn á ímynd stjórnmálamanna sinna og raunverulegri hæfni þeirra til að láta gott af sér leiða.

Jóhanna Sigurðarsóttir var fyrir rúmu ári sá stjórnmalamaður sem Íslendingar upp til hópa treystu best til að leiða landið út úr erfiðleikunum sem sköpuðust við bankaránin miklu. - Í dag er hún heillum horfin og jafnvel þeir sem ekki geta horft á nokkurn skapaðan hlut nema með flokkspólitískum gleraugum, sjá að hún var og er ekki traustsins verð. -

Steingrímur J. Sigfússon átti eining traust stórs hluta þjóðarinnar, sérstaklega vegna þess að hann hafði ekki haft tækifæri til að koma mikið að Hrunadansinum í kringum bankanna. - Nú þegar hann hefur haft völd og áhrif í nokkurn tíma, hefur það sannað sig að hann hikar ekki að beita fyrir sig klækjum stjórnmálanna, eins og aðrir pólitíkusar.

Í nokkur skipti hefur almenningur samt rumskað af þyrnirósarsvefninum og haldið niður á Austurvöll til að láta óánægju sína í ljós. En hluti af óheiðarleikanum er að telja öllum trú um að þetta sé lýðræðið í sinni fullkomnustu mynd og að almenningur eigi ekki annars úrkosta en að sætta sig við þennan sýndarveruleika. Þess vegna þagna raddirnar, búsáhöldin og tunnurnar aftur og næstu skoðanakannanir sýna að fólk hefur enn mikla tiltrú á flokkum og pólitíkusum, bara ekki þeim sem eru við stjórnvölinn akkúrat núna.

 

 


mbl.is Rannsókn fangaflugs pólitísk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Raunsönn lýsing hjá þér Svanur. Því miður.  

Gunnar Heiðarsson, 4.12.2010 kl. 19:39

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Eitt andlit út á við, allt annað andlit inn á við. Stjórnmálamenn eru leikarar.

Hörður Sigurðsson Diego, 4.12.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Munurinn er sá Hörður, að við viljum gjarnan að leikarar hrífi okkur með sér úr veruleikanum inn í "sýnarveruleikann" og við vitum öll að það er "leikur". Stjórnmálmenn reyna að láta sýndarveruleika líta út sem raunveruleika. Það er ekki leikur, heldur lygi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.12.2010 kl. 20:14

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þegar stjórnmálamenn skildu að þeir höfðu tapað sambandinu við raunveruleikan og hæfninni að tala tungumál skrílsins, var búin til stétt sem heitir PR fólkið (Public Relation People).

PR fólkið eru svona sendiboðar og þýðingarmaskina fyrir aðalinn og skrílsins sem aldrei hafa skilið hvern annan.

Sýndarveruleiki (Illusion) stjórnmálanna er með allskonar nöfn: Þyrnirósasvefn, sofandaháttur, áhugaleysi, vanþroski, heimska, græðgi, lýgi m.m. og stundum landráðahugsun sem stjórnmálamenn í dag geyspa bara yfir þegar þeir heyra í okkur.

Það er t.d. enn lúxus árið 2010 að búa í húsi á Íslandi. Versta veðravíti á jörðinni og fólk lætur hverja einustu Ríkisstjórn spila skatta og vaxtapóker með húsnæðið sem það býr í.

Ef einhver getur bent á betri sönnun fyrir þrælslund Íslendinga og vanþroska, þá væri það bara gaman.

Þessu rugli öllu er haldið í gangi með Illusion sem er með ákveðun strúktúr. Fólk trúir að sé röð og regla á ruglinu þá hljóti það að vera heilagur sannleikur. Þangað til reikningurinn frá bankanum kemur.

Af hverju bara ekki að búa til einn leik til. Allir fara í vinnunna og þykjast vinna. Vera útstúderaður að koma bókstaflega engu í verk. Ef menn væru nógu samtaka er hægt að stoppa þjóðfélasgið leiftursnöggt.

Ég persónulega hef enga trú á að heiðarlegur stjórnmálamaður komist til valda. Eðli stjórnmála eins og þau eru skipulögð, er að það þarf að vera óheiðarlegur.

Ég á ekki von að fólk sem ekki er óheiðarlegt í eðli sínu, fái nokkurtíma áhuga á að hafa völd yfir öðru fólki...

Óskar Arnórsson, 5.12.2010 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband