Hvar er Julian Assange?

Hinn Ástralski Wikileaks stofnandi Julian Assange, maðurinn sem sér Ísland sem "miðstöð frjáls fréttaflutnings í heiminum", er vægast sagt umdeildur mað þessa dagana.

Hann er  landflótta og eftirlýstur af alþjóðalögreglunni fyrir kynferðisárás í Svíþjóð. Bandaríkjastjórn varaði hann við að birta sendiráðspóstana og sagði hann vera brjóta margvísleg lög með því og að hún mundi bregðast við á viðeigandi hátt. Aðeins Ekvador hefur boðið honum í hæli. Julian fer því huldu höfði einu sinni enn og ekki einu sinni fjölmiðlafólk hefur náð  af hinum tali frá því að hann gekk út úr sjónvarpsviðtali á CCN í London í Október sl.

Erlendir fréttamiðlar hafa þess í stað birt viðtöl við Kristinn Rafnsson sem stofnaði fyrir nokkru fyrirtækið Sunshine Press Production á Íslandi, ásamt Julian og Ragnari Ingasyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrirtækið er angi af Wikipeadia en það eru ekki margir aðilar sem vinna með Wikipeadia sem eru aðgengilegir fjölmiðlum þessa dagana.

Fyrirtækið tekur við fjárframlögum frá almenningi til síðunnar sbr;

Bank Transfer - Option 1: via Sunshine Press Productions ehf:

Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80

Tengsl Wikipeadia við Ísland eru mikil og engin furða þótt að sumir telji landið vera aðal-heimaland síðunnar. Julian hefur sjálfur sagt eftir að hann varð landflótta, að Ísland væri eina landið þar sem hann gæti starfað frjáls þótt hann segist einnig vantreysta íslensku stjórnvöldum um þessar mundir. Tengsl Hreyfingarinnar og sérstaklega þingkonunnar Birgittu Jónsdóttir eru tíunduð nokkuð á erlendum vefsíðum um vefsíðuna og Birgitta sögð eins af frammámönnum hennar. Hún hefur líka komið fram í fjölmiðlum til að bera blak af síðunni og segja álit sitt á Julian.

Fram hefur komið að Ísland var eitt þeirra landa sem utanríkisþjónusta Bandaríkjanna hafði samband við fyrir stuttu, þegar ljóst var að sendiráðspóstarnir yrðu birtir. Á alþjóðavettvangi er ótvírætt talið að Íslendingar eigi hlut að máli.

Íslendingar haf áður tekið upp á sína arma umdeilda landflótta menn og jafnvel leyst úr fangelsum heimsfræga aðila sem gerst hafa brotlegir við bandarísk lög. Spurningin er hvort íslensk stjórnvöld ættu ekki að beita sér í þessu máli líka og bjóða Julian Assange landvistarleyfi og íslenskan ríkisborgararétt.


mbl.is Stjórnvöld í Ekvador bjóða Assange velkominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki spurning Svanur. Við eigum að bjóða honum landvist.. Það myndi kannski aðeins lappa upp á þá brotnu mynd sem Spilltir stjórnmálamenn, bankakerfið og siðlausir fjármálakrimmar hafa búið okkur í augum alþjóðarsamfélagsins.

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 13:44

2 identicon

Ég veit að ég amk væri til í að bjóða hann velkominn.

Hákon Freyr Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband