Dæmigert fyrir stríðið

Ef þú spyrð bandarískan hermann í Afganistan hvað ISAF standi fyrir svarar hann með nokkrum einnar línu bröndurum;  "I Saw Americans Fight," eða "I Suck at Fighting" og "I Sunbathe at FOBs" (FBOs eru vel varðar bækistöðvar hersins)

Í raun stendur skammstöfunin ISAF fyrir "International Security Assistance Force" sem er fjölþjóðaherinn undir stjórn NATO í Afganistan. Meðal þeirra eru Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn, Holllendingar, Þjóðverjar auk hermanna af 35 örðum þjóðernum.

Brandarar bandarísku hermannanna hafa brodd því þeir bera megin þungan af átökunum við afganska vígamenn og bandamenn þeirra sem taldir eru vera frá ekki færri en 20 öðrum þjóðernum. 

Breskir hermenn og auðvitað stórnarhermenn koma einnig nokkuð við sögu beinna átaka, en flestir hermenn hinna þjóðanna taka litið sem ekkert þátt í átökunum. Sumum er t.d. bannað að berjast í snjó og öðrum er bannað að yfirgefa herstöðvarnar sem þeir búa í nema að þeir fái leyfi til þess frá heimalandi sínu. -

Breskir og bandarískir Heforingjar keppast við að lýsa því yfir að þetta stríð sé óvinnandi. Þeir hafa rangt fyrir sér. Stríðið mun vinnast af afgönsku vígamönnunum og félögum þeirra.

Yfirlýsingarnar koma engum á óvart. Allir vita af fremur tempruðum áhuga  flestra NATO ríkja fyrir stríðinu. Að auki ríkir svo mikil ringulreið meðal allra þessara stríðsmanna í Afganistan að það eru jafn miklar líkur á því að NATO hermaður verði drepinn af samherja og af óvini.

Fréttin fjallar um nýjasta dæmið; Afganskur lögreglumaður sem vinnur við landamæragæslu skýtur til bana sex bandaríska hermenn, óviljandi.  Á sama tíma á öðrum stað drepa tveir afganir, klæddir sem lögreglumenn, 12 aðra afgani sem allir voru lögreglumenn.


mbl.is Skaut sex NATO-hermenn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband