Afmælisveislan sem aldrei verður haldin

DagbjörtDagbjört varð snemma afar rökvís á lifið og tilveruna. Ung að árum hóf hún að vanda um fyrir meðborgurum sínum standandi á kassa niður á Lækjartorgi.

Hún var síður en svo ánægð með það þegar að foreldrar hennar, sem var mjög áreiðanlegt fólk, sögðust ætla að koma henni á óvart með að halda henni afmælisveislu einhvern tíman í vikunni fyrir 18. afmælisdaginn hennar.

Til að byrja með fylltist Dagbjört skelfingu. Veislan var sóun á tíma og fjármunum. Síðan fór hún að hugsa nánar út í hverju nákvæmlega foreldrar hennar höfðu lofað og varð þá ljóst að hún hafði ekkert að óttast. Það mundi enginn veisla verða haldin.

Rökhugsun hennar var á þessa leið. Foreldrar hennar sögðust á sunnudegi ætla að halda veisluna einhvern daginn í vikunni fyrir afmælið hennar sem yrði á laugardeginum næsta og veislan átti að koma henni á óvart.

Föstudagurinn kom ekki til greina vegna þess að á fimmtudeginum mundi hann vera eini dagurinn sem eftir væri og þá kæmi boðið ekki á óvart.

Dagarnir sem komu þá til greina voru; mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur.

Ef ekkert hefði gerst fyrir klukkan 24.00 á miðvikudegi, kom fimmtudagur heldur ekki til greina.

 Þannig afgreiddi Dagbjört alla dagana koll af kolli og útkoman var að enginn þeirra kom til greina. 

Þessi rök nægðu til þess að Dagbjört varð sannfærð um að veislan mundi aldrei verða haldin.

Hafði Dagbjört rétt fyrir sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þess vegna fílaði ég aldrei fíluna! og skil ekki enn af hverju heimspekingar telja sig eina þess umkomna að ræða siðferði, fíla samt Immanuel Kant prýðilega.

Auðvitað var veizlan ekki haldin ..... í vikunni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.11.2010 kl. 06:36

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eflaust rétt hjá þér með heimspekinganna Jenný, en þess ber þá að gæta að allar ömmur eru heimspekingar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.11.2010 kl. 08:23

3 identicon

Nei, Dagbjört hafði ekki rétt fyrir sér um að veislan yrði ekki haldin.

Hún hafði hins vegar rétt fyrir sér um að veislan myndi ekki koma á óvart...

Jóhann (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Var hún nokkuð haldin þá um kvöldið, og kom henni þess vegna á óvart?

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.11.2010 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband