Slangan og Abstrakt hugsun

Abstrakt (óhlutlæg) hugsun er oft sögð andstæða hlutlægrar hugsunar sem er þá takmörkuð við eitthvað sem er áþreifanlegt. Óhlutlæg hugsun gerir fólki kleift að hugsa í huglægum hugtökum og alhæfingum og gera sér grein fyrir að hvert hugtak getur haft margar meiningar. Með slíkri hugsun er hægt að sjá munstur handan hins auðsjáanlega og nota það til að draga ályktanir af fjölda hlutlægra hluta til að mynda flóknar hugmyndir. Til dæmis eru allar stærðfræðiformúlur skammtafræðinnar eru óhlutlægar. Tenging óhlutlægra hugtaka er einnig forsenda hugmynda mannsins um Guð.

Sem dæmi um mismuninn milli óhlutlægrar og hlutlægrar hugsunar er málverk af konu sem heldur á kyndli.(Frelsisstyttunni)  Sá sem hugsar ummyndina hlutlægt sér ekkert annað en konu sem heldur á kyndli en sá sem hugsar óhlutlægt gæti sagt að málarinn hafi ætlað sér að tjá frelsi.

Getan til að hugsa óhlutlægt hefur verið með mannkyninu í meira en 100.000 ár. Elstu Abstrakt steinristurnar sem vitað er um eru um 70.000 ára gamlar.

Elstu mynjar um átrúnað manna af einhverju tagi eru einnig taldar vera 70.000 ára. Um er að ræða höggmynd af slöngu sem fannst í helli á "Fjalli guðanna" í Botsvana.

Átrúnaður tengdur snákum og slöngum er afar útbreiddur um heiminn. Neikvæð ímynd slöngunnar er eingöngu tengd hlutlægri hugsun okkar um dýrið. Með óhlutlægri hugsun verður slangan/snákurinn að tákni fyrir; Vetrarbrautina og alheiminn, eilífðina, visku og þekkingu, hið dulda og endurfæðingu svo eitthvað sé nefnd.

Í Gyðingdómi, Kristni og Íslam er það snákurinn sem fær frummanninn til að skilja og gera sér grein fyrir muninn á góðu og illu. Kristur talar um visku hans; "Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur" Matt.10.16.

Í slöngunni sameinast hið dýrslega og hið guðlega, hið hlutlæga og hið óhlutlæga. Hún er dýrseðlið á einu sviði, hið guðlega á öðru,og hið mannlega sem sameinar hin tvö á hinu þriðja.

Slangan er auk þess augljóst reðurtákn og sem slíkt frjósemistákn. Hún tengist þannig kvenfrjósemistáknum og trú fólks á mátt þeirra.  Eitt þeirra er t.d.  hestaskeifan sem er eftirherma af hinum "guðlegu sköpum" sem fætt gat af sér hinn endurborna og uppljómaða mann.

Margir kannast við söguna Af Niels Bohr þá hann var staddur í húsi vinar síns og sá að hann hafði hengt upp skeifu fyrir ofan dyrnar á skrifstofu sinni. Skeifu sem þannig er komið fyrir á að færa húsráðendum lukku. Bohr spyr vin sinn;  " trúir þú virkilega á þetta?" Vinurinn svaraði; "Ó nei, ég trúi ekki á þetta. En mér er sagt að það virki jafnvel þótt þú trúir ekki á það."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þarna er gamli góði Svanur mættur á svæðið með fróðleik :)

Óskar Þorkelsson, 14.9.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband