Trúleysi eyðanna

Brösuglega gengur að sannfæra trúlausa um að alheimurinn eigi sér upphaf. Stóri hvellur þarf í augum þeirra sumra ekki að vera neitt upphaf, heldur er á þeim að skilja að handan hans séu aðrir heimar og aðrar víddir, sem orsökuðu þennan heim. 

Aðrir segja að fjöldamörg tilfelli orsaka og upphafslausra hluta séu til í þessum heimi. Þess vegna sé spurningin "af hverju" alls óviðeigandi í vissum tilfellum því eina svarið sem sé mögulegt er  "af því bara".  Af þeim má skilja að ekkert sé víst að alheimurinn sjálfur eigi sér upphaf. Lögmálið um orsök og afleiðingu eigi ekki lengur við og í stað þess er komið "trúleysi eyðanna."

Aðrir vilja meina að efniseindir (frumeiningar og byggingarefni frumeinda) séu ósamsettar og því sé ekki hægt að draga þá ályktun að þær hafi átt sér upphaf heldur hafi ætíð verið til, jafnvel áður en alheimurinn varð til. Þeir tala um virk eðlislögmál áður en tími, rúm og efni urðu til.

Þau eðlislögmál hljóta að vera óháð tíma rúmi og efni sem fyrst urðu til eftir að alheimurinn varð til. Þegar blandað er saman við þessar pælingar góðum skammti af skammtafræði og spekúleringum um aðrar víddir erum við komin grunsamlega nálægt því sem nýaldarsinnar þekkja vel úr sínum fræðum um eðli andlegra heima og samspil þeirra og efnisheimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mér sýnist þú engu hafa bætt við þessa umræðu öðu en að koma með nýyrðið "trúleysi eyðanna". Eins skondið hugtak og það nú er, þá á það ekki við svo ég sjái, því hér er um bara vanda að ræða við að meta það sem mælist, því það sem mælist fellur einfaldlega ekki að klassískri eðlisfræði.

Það eru allskyns mælingar til og allskyns túlkanir á þeim. Á þessu stigi málsins er lítið hægt að prófa og sannreyna, en menn eru alltaf flísa úr gátunni, eitt högg í einu.

Er um orsök að ræða? Er það frumorsök? Er heimurinn óendanlegur í öðrum skilningi en talið var? Eru aðrir heimar til?

Svörin eru ekki ljós, og guð er sannarlega ekkert svar við þessum spurningum - nema í þeim merkingarlausa skilningi að guð sé alltaf og verði alltaf í þekkingareyðunni - god of the gaps.

Kristinn Theódórsson, 19.8.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frá mínum trúlausa sjónarhóli sé ég engin vandamál varðandi miklahvell sem upphafið og framvinduna upp frá því.  En ég hef hvergi séð færð haldbær rök fyrir því hvernig boðskapur Biblíunnar fellur að því ferli í tíma og rúmi.

Að mínu viti er erfiðara að sanna að eitthvað sé ekki til, en að það sé til, eðli máls samkvæmt. Af hverju hafa ekki verið lagðar fram óyggjandi sannanir um tilvist Guðs, eftir allan þennan tíma sem liðin er frá upphafinu, sé hún engum vafa undirorpin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Lárus Baldursson

Mannskepnan er 80.000 ára vanþroskað lífform sem heldur að alheimur snúist um sig, en það þarf sáralítið til að heimilið jörðin verði lífvana.

Lárus Baldursson, 19.8.2010 kl. 21:42

4 identicon

Hér er meira orðagjálfur:

http://www.youtube.com/watch?v=XEZtw1yt8Kc&feature=related

Jóhann (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:57

5 identicon

Nokkuð gott orðagjálfur sem Jóhann bendir á, alltaf hressandi að hlusta á menn tala af viti ;)

Ég kunni sérstaklega vel við orðatiltæki í myndbandinu eins og " naive realism"
http://en.wikipedia.org/wiki/Na%C3%AFve_realism

og " reality tunnel" http://en.wikipedia.org/wiki/Reality_tunnel

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 23:53

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svanur, það vantaði þarna það sem ég held að sé algengasta skoðunin hjá okkur trúleysingjunum: Við vitum ekki hvort og hvernig alheimurinn varð til. Trúmenn aftur á bóginn geta ekki sætt sig við þetta og reyna að segja að líklega hafi ósýnilegi vinur þeirra verið að verki.

Aðrir vilja meina að efniseindir (frumeiningar og byggingarefni frumeinda) séu ósamsettar....

Og aðrir virðast ekki geta sagt okkur frá því hvort að efniseindir séu allar samsettar, og að það sem að þau eru samsettar úr sé líka samsett....og svo framvegis alveg endalaust.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.8.2010 kl. 23:56

8 identicon

...vafalitið hefði Hjalti gaman af því að horfa á þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=Cw-zNRNcF90

Jóhann (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 00:36

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristinn reit;

Svörin eru ekki ljós, og guð er sannarlega ekkert svar við þessum spurningum-

Mér finnst einkennilegt að hægt sé að gefa nánast öllu öðru möguleika nema Guði.

Axel: Þú talar eins að þessi Guð Biblíunnar sé eitthvað sem allir viti hvað við er átt. Vinsamlega skilgreindu betur þann Guð sem þú átt við. Það eru margir sem segjast trúa á Guð Biblíunnar og þegar farið er að kryfja málin kemur í ljós að þær guðshugmyndir eru búnar til úr að mestu leiti úr ímyndunum þeirra frekar en boðskap Biblíunnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 01:24

10 identicon

Þetta minnti mig á umræðu sem ég átti á spjalli vantrúar fyrir nálega 5 árum síðan, á þeim árum þegar hægt var að eiga í skemmtilegu spjalli við þá félaga án þess að fá á sig fúkyrðaflauminn -- þótt Matti hafi gefið tóninn snemma.

Ég fór að rifja þessa umræðu upp, og þá sérstaklega rifjaðist upp hoppureglan hans Hjalta.  Mér fannst, og finnst enn, með ólíkindum hvað vantrúaðir (til að aðskilja þá frá trúleysingjum) leggja mikið á sig til að ómerkja þessa einföldu rökfærslu. 

Finnur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 01:53

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Svanur

Mér finnst einkennilegt að hægt sé að gefa nánast öllu öðru möguleika nema Guði. 

Um leið og búið er að tengja orðið guð við einhver trúarrit er hugmyndin um að hann sé frumorsökin alveg jafn fjarstæðukennd og fljúgandi spaghettí skrímslið. En ótengt er bara um nafn á frumorsökinni að ræða, sem er merkingarlaust.

Kristinn Theódórsson, 20.8.2010 kl. 07:00

12 Smámynd: Arnar

"Brösuglega gengur að sannfæra trúlausa um að alheimurinn eigi sér upphaf."

Þú segir þetta eins og vandamálið sé okkar, hvarflar ekki að þér að rök þín séu frekar slöpp og ósannfærandi?

Arnar, 20.8.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband