Nígeríusvindlið hans DoctorE

DoctorE kallar hann sig og segist ekki vilja gefa upp nafn sitt af ótta við að verða ofsóttur fyrir skoðanir sínar.

DoctorE er mikill andtrúarmaður og varla bera trúmál svo á góma hér á blogginu, (og mér skilst víðar) að hann sé ekki mættur til að viðra þar skoðanir sínar, svo fremi auðvitað að viðkomandi síðueigandi hafi ekki þegar lokað á hann.

DoctorE bloggaði lengi á blog.is en varð það á að kalla einhverja konu ónefnum og brigsla henni jafnframt um veikindi sem varð til þess að blogginu hans var lokað.

Skoðanir DoctorE á trúmálum eru ekki flóknar. Öll trú er vond. Engin Guð eða Guðir eru til. Ekkert líf er eftir dauðann og ekkert  er til sem kallast "andlegt" sem ekki er aðeins rafboð milli heilafruma. Enginn "æðri" tilgangur er til og trúarbrögð eru öll eitt "Nígeríusvindl" sem fólk lætur blekkjast af vegna ótta við dauðann.

Sumir af trúlausum félögum hans hafa tekið undir þessar afdráttarlausu yfirlýsingar DoctorE með því að segja að hann þori að segja það sem aðrir þori bara að hugsa.

DoctorE er einn þeirra sem álítur að allt mannlegt athæfi megi rekja til náttúrlegra orsaka. Maðurinn er samkvæmt hans skilningi eingöngu af náttúrunni gerður og algjörlega ófær um nokkuð athæfi eða hugsun sem ekki er að fullu útskýranlegt á náttúrulegan hátt og miðar fyrst og fremst að því að viðhalda sér og sínum genum.

Samkvæmt þessari lífsskoðun DoctorE er undarlegt hversu mjög hann berst gegn einni af þessari náttúrulegu kennd mannsins, þ.e. að trúa og ímynda sér tilvisst guðs eða guða. -

Hvað er DoctorE að fárast yfir því sem manninum er náttúrulegt og eðlilegt og aðeins liður í að tryggja sér og sínum genum áframhaldandi tilveru? - Samkvæmt hans lífsskoðun og heimsmynd er hverjum manni eðlilegt að gera hvað það sem hann metur að sé honum og hans genum fyrir bestu. Ef að það þarf trúarbrögð til að tryggja sér völd, þá er um að gera að nota trúarbrögð. Ef að það þarf Guð til að þola og lifa af yfirgang æðstu prestanna, er best að trúa á hann. - Ef að lygar koma best að gagni, hvort sem logið er að sjálfum sér eða öðrum, hvers vegna ekki að nota þær? Ekki er náttúran sérlega heiðarleg. Þar koma fjölmargar dýrategundir ekki til dyranna eins og þær eru klæddar heldur  tíðkast meðal þeirra lygar og dulbúningar í margskonar formi. Hví skyldi maðurinn hegða sér öðruvísi?

Lífssýn DoctorE býður ekki upp á neinar málamiðlanir í þessum efnum. Það er afar hreinskilið af honum og heiðarlegt að segja hlutina eins og hann hugsar þá, jafn heiðarlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna hann er að amast við því að fólk er eins og hann segir það vera,  þegar það samkvæmt hans eigin skoðunum, getur alls ekki hagað sér eða hugsað öðruvísi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hann og Mofi eru uppáhalds trúarbloggaranir mínir. Svona menn skapa umræður og án þeirra væri ekkert fjör hér í bloggheimum. Mofi fær verðlaun fyrir óendanlega seiglu og vilja til að halda uppi þeirri skoðun að Biblían sé útskýring alls og finnst mér alveg yndislega kostulegt að sjá hvernig hann reitir trúleysingjan til reiði og spyr hvers vegna ?

Má maðurinn ekki hafa sínar skoðanir ? Hann er kurteis og sérvitur - en sagt er ein rödd sé oft mikilvægari en samhljóma rödd fjöldans.

Sama á við um Dr. E-
Hann hefur átt óborganlegar settningar eins og yfirmaður stærsta barnaníðungarhrings í heimi en þá var hann að tala um - kaþólsku kirkjuna. Auðvitað varð helgislepja eins og Jens Valur alveg brjálaður yfir þessu en ég gjörsamlega trylltist úr hlátri.

Brynjar Jóhannsson, 20.8.2010 kl. 04:22

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú segir þetta sjálfur hérna Svanur :

Samkvæmt þessari lífsskoðun DoctorE er undarlegt hversu mjög hann berst gegn einni af þessari náttúrulegu kennd mannsins, þ.e. að trúa og ímynda sér tilvisst guðs eða guða. - 

doctore er alltaf að benda á að guð og þess háttar fyrirbæri eru ekkert annað en ímyndun.. 

Óskar Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 04:54

3 identicon

Af hverju segir þú að það sé náttúruleg kennd mannsinns að trúa á yfirnáttúru?

Ég vil meina að trú sé afleiðing annarra kennda sem séu ótti og græðgi og ef enginn væri til að kenna þér um yfirnáttúru, þá væri trú á hana ekki til staðar.

Björn I (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 07:10

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

DoktorE kemur í himnaríki fyrir slysni og þá kemur annað hljóð í kútinn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2010 kl. 08:11

5 identicon

Svanur minn.. þetta er eins og ég sagði við krakkana mína þegar þeir voru yngri: Nei það er ekki zombí undir rúminu þínu, það er ekki draugur inni í skáp; Zombíar og draugar eru ekki til.

Það eru engar málamiðlanir í hallelújamálum... það er ekki galdrakarl í geimnum, það eru ekki neinar galdrabækur.
Persónuleg reynsla af einhverju súperpáva táknar ekki neitt nema sjálfsblekkingu, sjáldsdáleyðslu... múgæsing

Að auki var það alveg rétt sem ég sagði um páfann, hann er án vafa yfirmaður stærsta barnaníðingshring í heimi...
Það sem ég sagði um sjáandan ógurlega var líka algerlega rétt,... sama má segja um pukur ríkiskirkju... ég var búinn að tala um það líka.. og vitið menn :)

Ég fer ekki í neitt himnaríki eða helvíti, það gerið þið ekki heldur; Við verðum DAUÐ... The end is the end.

Við erum apar... apar sem þola ekki vitneskjuna um eigin endalok.. því kaupa aparnir falskan flugmiða til ofurapans ógurlega, þetta kaupa þeir af öðrum öpum sem segjast vera í sambandi við ofurapann, að þeir séu búnir að lesa súperofurapabókina skrilljón sinnum, komnir í ofurapabúning og alles...

En rétt eins og peningar eru ekki til í Nígeríusvindli.. ekki nema peningar fórnarlambsins.... þá eru engir ofurtöfraapar.... Svindlið hefur gengið svo lengi vegna þess að það getur enginn kvartað yfir að hafa ekki fengið extra lífið sitt.. því menn eru dauðir þegar þeir eru dauðir.
A-men

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 08:41

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Björn; Samkvæmt DoctorE er ótti og græðgi náttúrulegar kenndir og þess vegna ekkert við þær að athuga. Hvað ætu þær annars að vera annað en náttúrulegar kenndir?

Óskar. Einmitt, en hvers vegna á að berjast gegn einhverju sem er manninum greinilega eðlilegt og væri ekki til staðar ef það væri það ekki? Það er eins og fólk fatti ekki að ef maðurinn er eingöngu og einungis dýr, og sem slíkt hefur það þróað með sér það sem er líklegast til að verða því og genum þess til framdráttar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 10:16

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll DoctorE.Þakka þér fyrir að staðfesta allt sem ég sagði um þig. Hvernig væri nú að svara spurningunni um hvers vegna þú ert að agnúast þetta út í hina apana sem eru bara að reyna að komast af eins og þú?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 10:20

8 identicon

Þessi doctore hljómar mjög eins og Óli hjá Vantrú...

Þetta er allt í rauninni einfalt og þá ekki eins og einhvur sagði "ég hugsa, því er ég" heldur það að til að geta framkvæmt hugsun þarf a-o fyrst að trúa og/eða efast... s.s. "ég trúi, því er ég".

Það er svo spurning hverju menn trúa.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 10:35

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér þykir sýnt, DoctorE, að þú hafir sem betur fer aldrei misst barn.

Til að lifa af barnsmissi er manni nauðsynlegt að trúa því að eitthvað annað og æðra taki við eftir dauðann.  Öðruvísi kemst maður ekki í gegnum sorgina. 

Samfélaginu er nauðsynlegt að fólk hugsi EKKI eins og þú, DoctorE, vegna þess að  þeir sem það gera - þeim finnst allt í lagi að ljúga og stela - bara ef það kemst ekki upp af því að þeir trúa því að rándýrshegðun sé það sem kemur þeim áfram í þessu lífi - sem nota bene er það eina sem hafa þarf áhyggjur af skv. kenningu þinni.

Ekki veit ég hver þú ert en velti því fyrir mér hvort þú sért einn gerandinn í efnahagshruni Íslands ? 

Anna Einarsdóttir, 20.8.2010 kl. 11:26

10 identicon

Jæja Anna... er nauðsynlegt að kaupa hughreystandi lygasögur um galdra og galdrakarla ef maður missir barn... Kaupa lygasögu af mönnum sem selja þér það að barnið þitt sé með honum Sússa... hvernig er það EKKI sýndargísling á látnu barni?
Er eitthvað ógeðslegra en það að ganga að foreldrum í sorg og selja þeim lygasögu... það er VIÐBJÓÐUR

Menn sem hugsa eins og ég eru bara steluþjófar og svona... allt annað er að segja td um fyrrverandi biskup íslands.. eða klerkana sem tóku þátt í að fela naðganir hans.

Ég heyri oft mikið af vitleysu úr trúuðu fólki Anna... þú ert samt einna verst

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:12

11 identicon

Doktor E telling it as it is...

Trúfólk, verður að gera sér grein fyrir að allt þeirra kukl stenst enga skoðunn og er utan raunheimsins. Sem slíkt er það þó kannski ágætt í hófi, kannski spurning um hvar eigi að draga mörkin frá kærleika og samlyndi í samfélagi mannanna yfir í fundamentalíska monovision. Hitt er ljóst að gott siðferði kemur ekki bara frá Guði, þótt það sem að þaðan komi geti verið stórfínt (pilla til Önnu).

Pétur Henry Petersen (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:18

12 identicon

Svanur spyr mig: Hvers vegna ert þú að agnúast út í trúarapana.

Well Svanur.. .ég hef alltaf sagt að fólk sem er með sinn galdrakarl private með sjálfu sér... að ég segi EKKERT við því... EN ég segi mikið við því þegar trúarhópar eru með pólitíska pressu með galdralög, þegar þeir selja fólki lækningar, þegar þeir láta fólk borga fyrir að trúa...

Alveg eins og ég vara alla við að senda peninga til Nígeríu... en trúmenn eru svo gráðugir í það sem þeir geta ekki fengið, eilíft líf í lúxus... að þeir sjá ekki sannleikann fyrir glópabulli

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:20

13 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þessi ofurtrú á trúleysi væri næstum því fyndin ef ekki skini í gegn þessi mannfyrirlitning sem mér finnst einkenna málflutning þeirra sem prédika trúleysi.

Gaman að vita á hvaða tímapunkti doctore sá ljósið og fór að trúa að trúin og trúariðkunin væri heimskuleg. Burt séð frá því um hvaða trú er að ræða þá þykir mér með ólíkindum ef mannkynið hefur farið gegnum þróunina í einni stórri blekkingu og heimsku. Sá blekkingarleikur hefur þá farið ansi snemma af stað í sögu mannkyns.

Staðreyndin er sú að flestir jarðarbúar bæði fyrr og nú hafa alltaf fundið hjá sér hvöt til að trúa og fundið trú sinni farveg með ýmsum hætti, meira að segja doktore.

Hjalti Tómasson, 20.8.2010 kl. 12:27

14 identicon

Ég man vel hvenær ég sá í gegnum trúarbrögð Hjalti... ég var á litlu jólunum í skólanum.. ég var um 6 ára gamall; Ég man vel að ég hugsaði: Ætlast þetta fólk virkilega til að ég trúi þessu rugli.
Ég var einnig í sunnudagaskóla... ég man vel að ég taldi trúboða þar vera geðsjúklinga.

Við fórum í gegnum þetta á heimsku og blekkingum... um leið og apamenn gerðu sér grein fyrir eigin endalokum... þá spruttu fram útrásarhallelújaistar sem seldu fólki lausn frá dauðanum... síðar komust þessir menn í lykilstöður... skrifuðu hitt og þetta dogma fyrir yfirvöld... oft voru fyrirmælin sú að fara í stríð til að berja á öðrum þjóðflokkum í nafni einhverra himnadrauga... best af öllu var að deyja á vígvellinum... þá stóðu hliðin að vellystingum eftir dauðan opin.

Trúarbrögð eru pólitík... hver sá sem segir annað er einfaldega algerlega gaga.


doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:37

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað gerist eftir dauðann er ekki vitað.

Hvað fær þig til að halda, DoctorE, að þú vitir eitthvað sem enginn annar veit ?

Og fyrst þú ætlast til að aðrir séu ekki að predika trú yfir þér, hver vegna ætlast þú ekki til þess af sjálfum þér að þú predikir ekki trúleysi yfir öðrum ?

Anna Einarsdóttir, 20.8.2010 kl. 12:45

16 Smámynd: Odie

Nígeríusvindl er ágætasta lýsing á þeirri upplifun sem ég hef upplifað að samskiptum við trúarhópa og þá sem ota hindurvitnunum að fjölskyldu minni.

Mér er enn minnisstætt þegar amma mín greiddi hjónum hér á landi til að biðja fyrir sig þegar hún þurfti að fara í hjartaaðgerð.  Ég man en hvað ég hvar hissa á konunni að vera að þessu.  En hún var sannfærð að þetta fólk væri svo gott og í góðu sambandi við önnur máttarvöld að þeim veiti nú ekki að greiðslu fyrir greiðan.  Til að gera langa sögu stutta þá var samband þessara hjóna ekki eins gott og hún hélt gamla konan eða það var á tali.  Alla veganna dó hún eftir þessa aðgerð.

Síðan hef ég einnig séð hvernig lyfleysum (homeopathy) er prangað að veiku fólki og það haft að féþúfu.

Eitt það sem mér finnst einstaklega fyndið en er þó sorglegt á sama tíma þar sem þetta er manneskja sem er nákomin mér.  Er hvernig viðkomandi hefur verið talið trú um að vatni hér í Reykjavík (sem annars staðar reyndar), sé svo óhollt að það þarf sérstaklega að af jóna vatnið áður en það er drukkið.  Já afjóna.  Og til þess þarf að kaupa sérstakt tæki.   Ég þekki því miður mikið fleiri dæmi og væri full langt mál að rekja þau öll hér.

Nú skulum við athuga hvernig trúarbrögðin hafa verið í gegnum tíðina.  Sumir muna ef til vill eftir að hafa lært um aflátsbréfin margfrægu.  En í dag er þessi félagsskapur kominn á spenann hjá ríkinu.  Þægilegra getur það varla orðið en þetta má rekja aftur til tíundarinnar, sem var sérstök skattlagning til handa kirkjunni.  Allir sem áttu eitthvað fengu heldur betur að blæða til hefðastéttarinnar.  Í nokkurn tíma hefur verið rætt um aðskilnað þjóðkirkjunnar og ríkisins, en hvar stendur hnífurinn í kúnni, jú í þeim jörðum sé kirkjan hefur í gegnum aldirnar fengið með ýmsum hætti og hún mun seint geta sagt að allar hafi verið fengnar með heiðarlegum hætti.  Hvað ætli mörgum Íslendingnum hafi verið hótað víst í neðra eða hugsað sér að kaupa sér leið til himna með eignum sínum.

Já  Nígeríusvindl er gömul lumma.

Odie, 20.8.2010 kl. 12:50

17 identicon

Ímyndid ykkur, 6.ára gamall sá hann í gegnum svindlid. Hvad varstu gamall Doktor E thegar thú uppgotvadir svindlid med jólasveininn.

Leifur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:58

18 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gáfaður alltaf Svanur Gísli.  Ég held að við sjáum öll gegnum svindlið einhvern tímann en sumir stoppa þar.  Er ekki  ekki DoktorE viðurkennd stytting á Doktor errum est.  (Annars er hann sæmilega kurteis doktórinn). BKv.  B

Baldur Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 13:20

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Pétur Henry Petersen reit;

 Hitt er ljóst að gott siðferði kemur ekki bara frá Guði, þótt það sem að þaðan komi geti verið stórfínt (pilla til Önnu).

Hvað kemur siðferði þessu máli við Pétur. Siðferði er samkvæmt lífsskoðunum DoctorE sprottið af náttúrulegum ferlum og liður í þróun mannsins. Siðferði sem er að þínu mati gott kann að vera vont í huga annars. Siðferðisstaðlar trúarbragðanna hljóta að tilheyra Nígeríusvindlinu og eru ekki til í raunveruleikanum frekar en aðrar ímyndanir mannsins um að hann sé eitthvað yfir lögmál annarra dýra hafinn. Við bara köllum eitthvað gott og annað illt, eftir því hvar þú stendur við trogið.

 Þannig er heimurinn í augum DoctorE, ekki satt doksi?

DoctorE reit;

EN ég segi mikið við því þegar trúarhópar eru með pólitíska pressu með galdralög, þegar þeir selja fólki lækningar, þegar þeir láta fólk borga fyrir að trúa

 Samkvæmt þínum hugsanagangi  flokkast þetta allt undir hegðun sem náttúrulegir ferlar stýra, enda ekki um annað að ræða. Hversvegna ertu að ybba gogg yfir því sem fólki er eðlilegt að gera og vera? Ef að fólk lýgur og selur lygi er það aðeins að beita þeim ráðum sem þeim gefst best til að bjarga sér og sínum. Ekkert óeðlilegt við það.

Þegar fólk reynir að koma ár sinni fyrir borð og hlíða eðlilegum hvötum er ekki hægt að abbast upp á það. Þú verður bara að beita því sem þú telur best fyrir þig. Það er í raun skelfilegt að vera ásaka folk um eitthvað sem þeim er eðlilegt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 14:01

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hjalti Tómasson reit;

Burt séð frá því um hvaða trú er að ræða þá þykir mér með ólíkindum ef mannkynið hefur farið gegnum þróunina í einni stórri blekkingu og heimsku. Sá blekkingarleikur hefur þá farið ansi snemma af stað í sögu mannkyns.

Þetta er auðvitað mergur málsins Hjalti.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 14:24

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Baldurog þakk þér kveðjuna.

Sæl Anna.

Veraldarsýn DoctorE krefst þess að allir beri ískaldan, volgan eða funheitan raunveruleikann á hverju sem dynur. Trú á líf eftir þetta líf er í hans augum hækja þar sem þú fórnar raunveruleikanum fyrir lygi. Um hvernig hann sjálfur dílar við merkingarleysu þessa heims er hann fáorður. Helst er á honum að skilji að hann finni fróun í því að eltast við fólk sem er trúað, þótt það sé eins og fyrr hefur komið fram aðeins að framfylgja sínum hvötum eins og náttúran hefur það úr garði gert, vegna þess að hann er ósáttur við þá tilhögun.

Kannski er það hækja DoctorE að halda að hann sé að gera eitthvað sem skiptir máli með því að ag´núast og gagnrýna annað fólk fyrir sínar lífsskoðanir. Kannski er það einmitt hans persónulega Nígeríusvindl.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 14:33

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka innleggið Odie, en ein spurning. Ef amma þín hefði lfað, mundir þú þá hafa orðið sannfærður um mátt bænarinnar, tilvisst Guðs og réttmæti þess að trúa?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 14:56

23 Smámynd: Odie

Svanur: Þakka innleggið Odie, en ein spurning. Ef amma þín hefði lfað, mundir þú þá hafa orðið sannfærður um mátt bænarinnar, tilvisst Guðs og réttmæti þess að trúa?

Nei það var fermingin sem tók til í kollinum á mér.  Þá varð mér alveg kristal ljóst hvers vegna börnin voru að fermast.  Sjálfið var þó ekki nægjanlega sterkt í mér til að fermast ekki.  

En það var ekki neitt annað en mistök sem í raun leiddu ömmu mína til dauða.  Mannlegir hlutir sem geta alltaf gerst.  Hins vegar verð ég samt að segja að þessi mistök voru stór.  Það var samt alltaf ljóst að aðgerðin var hættuleg og hún hafði nú ekki alveg bestu heilsu til að takast á við hana.  

Enda ef máttur bænarinnar væri einhver þá væri nú ekki þörf á heilbrigðisþjónustu.  En það eru sumir sem hagnast vel á því að telja fólki trú um mátt bænar.  Kraftaverkaloddararnir í kristnu sjónvarpi er nú gott dæmi um slíkt. 

 

Odie, 20.8.2010 kl. 15:08

24 identicon

Jú það er vitað hvað gerist eftir dauðann.. það er allt sem bendir sterklega á það að við séum dauð þegar við erum dauð Anna mín, það er ekkert sem bendir til þess að annað líf taki við... Ekki nema galdrabækur og svo miðlar sem selja fólki sína "þjónustu"
Við förum ekki að taka Pascals wager á dæmið, Pascals wager er fáránlegasta veðmál allra tíma.. að veðja á tölvupóst frá Nígeríu er alls ekki svo vitlaust miðað við að veðja á að það sé galdrakarl að bíða eftir þér þegar þú ert dauð(ur)

Hvað myndi fólk segja ef ég gengi um og segði að Harry Potter biði eftir fólki eftir dauðann.. að allir væru velkomnir í galdraríkið hans svo lengi sem menn fíluðu Harry Potter bækurnar.. og gerðu eins og þær segðu... Ég væri sagður geðveikur... eini munurinn á þessu er að þið eruð VÖN að heyra um kristni, ráðamenn virða kristni, ríkið rekur kristni... enn aðrir eru vanir að heyra um íslam.. og finnst kristnir steiktir.

Þetta er lífið ykkar eina... ekki sóa því á vitleysu eins og trúarbrögð

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 15:24

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE. Ég verð að taka því sem svo að þú getir eða viljir ekki svara margítrekuðum spurningum mínum um hvers vegna þú stendur í þessu þvargi að reyna leiða fólki frá því sem þú telur vera villu vegar en um leið ofur sjálfsagðan og eðlilegan hlut.

Finnst þér þú ekki skulda þeim sem eru að reyna að taka þig alvarlega að þú skýrir þinn málstað að einhverju leiti? Allir vita hver boðskapur þinn er. Nú viljum við vita hversvegna þú er að flytja hann. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 15:32

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég skil ode, bænirnar virkuðu ekki og ekki læknirinn heldur. Misstir þú trú á læknastéttina eða þann lækni sem gerði aðgerðina á ömu þinni?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 15:35

27 identicon

Ég var búinn að svara þér Svanur... ég sagði að ég léti það eiga sig ef fólk er að sýsla með himnadrauga eitt og sér.... Ég get ekki skipt mér af slíku... EN skipulögð trúarbrögð eru skipulögð glæpastarfssemi; Þetta eru líklega einu glæpasamtökin sem til eru þar sem helstu meðlimir og stjórendur gera sér ekki grein fyrir að séu glæpasamtök.

Ef þú skilur ekki þetta sem ég sagði... þá segi ég það á einfaldari máta: Ég er að berjast fyrir mannréttindum ,gegn svikamyllum...
Öll trúarbrögð eru svikamyllur, öll yfirnáttúruleg starfssemi er glæpsamleg... og því mun ég berjast gegn.. ásamt þarmasugum og öðru skottulækningadóti.

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:01

28 identicon

P.S. Ég er ekki að reyna að fá ykkur í neinn klúbb... ég er ekki með neitt batterí.... ég er bara að biðja ykkur um að HUGSA og hætta í þeim galdraklúbb sem þið eruð í, because it's FAKE.
Thats all

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:04

29 Smámynd: Odie

Nei ég hef ekki misst trúna á læknastéttinni, enda er ég meðvitaður að allir geta gert mistök.  Ég veit síðan ekki hver læknirinn er og vill ekkert sérstaklega vita það.  Það var annarra að meta verk hans (þeirra).  Ég myndi ekki líta á bænir sem ekki virka sem mistök.  Við eigum nú öll okkar óskir og von.  Það er loddaraskapurinn og undirferlið sem fær mig til að ergja mig á trúboði og trúarbrögðum.  

Þannig að ég skil vel hvern þann sem óskar sér einhvers eða vil breyta einhverju, en að setja þá ósk fram sem bæn til einhverjar yfirnáttúru eða frumorku er ekki gáfulegt að mínu mati.  Hvað þá þegar búið er að búa til költ til að soga fjármagn og hollustu til sín.  

Þannig að niðurstaðan er læknir gerir sitt besta en er mannlegur.  Guð gerir ekkert enda ekki til.

Odie, 20.8.2010 kl. 16:15

30 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst það ósanngjarnt að bera það upp á Doksa að hann hafi greinilega ekki mistt barn. Því þá mundi hann trúa. Málflutningur af þessu tagi á hvergi rétt á sér. Auk þess hefur fólk komist i gegnum barnsmissi og margt annað án þess að gera ráð fyrir öðru lífi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.8.2010 kl. 19:02

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

En herra DoctorE. Þú segir mér aðeins hvað það er sem þér mislíkar en ekki hvers vegna. Það sem þú kallar skipulagða glæpastarfsemi er hluti af mannlegri hegðun. Á hvaða forsendu er hún slæm? Að skipuleggja starf sitt, hvert sem það er, er einmitt hluti af þeim eiginleikum mannapans sem gera hann æfari til að komast af.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 20:03

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Odie; Bænirnar hafa þá ekki haft nein bein áhrif og peningarnir hafa væntanlega aðeins keypt henni einhverja von og frið síðustu stundirnar, fyrst hún trúði svona sterkt á þær.

Persónulega er  ég er sammál þér um að það er ósæmileg hegðun að fólk lofi himnaríki fyrir peninga. En af hverju finnst þér það ósæmilegt? Hvers vegna má ekki plata fólk. Það sem ég á við er, kannski að þú hafi svör við því sem DoctorE virðist ekki vilja eða geta svarað. Hvað er rangt við að ljúga og lofa öðrum einhverju ef það kemur þér til góða og kannski  að einhverju leiti þeim sem logið er að?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 20:19

33 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eftirfarandi myndband var tekið upp af trúmálaumræðum við DoctorE:

http://www.youtube.com/watch?v=TugslL45aXk

DoctorE er hægra megin á myndskeiðinu.

Theódór Norðkvist, 20.8.2010 kl. 21:05

35 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurður Þór.

Ég sé að þrátt fyrir að hin venjulega hjörð vantrúaðra sé sjaldan fjarri þegar að trúmál ber á góma, hafa þeir greinilega ákveðið að láta DoctorE einan um að svara fyrir sig í þetta sinn.

Ég ber virðingu fyrir að þú skulir sjá þér fært að taka upp hanskann fyrir drenginn og bendir meira að segja að mínu viti á algerlega réttmætan punkt, þótt ég viti að Anna hafi ekki haft annað en gott eitt í huga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 21:09

36 identicon

Svanur minn.. margt í okkar eðli er náttúrulegt EN ekki eftirsóknarvert...
Trúarbrögð hafa alltaf verið okkur fjötur um fót... it's time to stop.  Það á ekki að ljúga að fólki... það á ekki að líðast að hér séu trúarbragðamafíur sem halda sér við með að heilaþvo börn með fávisku og rugli... halda látnum ástvinum í sýndargíslingu með einhverjum fáránlegum himnadraugum.

Rosalega var þetta barnalegt hjá þér Theódór... kannski ekki skrítið þegar fullorðin maðurinn er að leika sér í galdrakarlaleik

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:12

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Teddi,  þetta var gaman. Ég veltist um af hlátri út allt myndbandið

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 21:15

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE;

Hvernig getur nokkuð dýr gengið í hegðun sinni egn eðli sínu?

 Hvernig er hægt að tala um það sem manninum er eðlilegt sem óæskilegt?

Getur þú sagt mér af hverju ákveðnir hlutir í eðli okkar sem að náttúran sjálf kom þar fyrir  og eru greinilega nauðsynlegir þættir í framþróun okkar, eru ekki eftirsóknarverðir.

Trúir þú ekki á viljalaust náttúrval og að þeir eðlisþættir sem gagnast tegundinni best lifi áfram í lífverunum? 

Hversvegna ættum við að reyna að brjóta gegn okkar eigin eðli? Það gera ekki nokkur önnur dýr né geta þau það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 21:25

39 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta myndband frá Theódór um ibexinn er alveg miljón! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.8.2010 kl. 22:28

40 identicon

Samkvæmt hans lífsskoðun og heimsmynd er hverjum manni eðlilegt að gera hvað það sem hann metur að sé honum og hans genum fyrir bestu

Elsku kallinn minn, ég held að þú sért aðeins að misskilja.

Hverjum manni þarf ekki að vera eðlilegt að gera það sem sé SÉR fyrir bestu og HANS genum, heldur það sem er mannkyninu fyrir bestu.

Nú erum við það þróuð að okkar "veiku einstalingar" geta lifað, í náttúrunu getur fótbrot þýtt dauði, hjá okkur 8 tíma bið á heilsugæslunni.

Við eigum að passa hvort annað og halda lífi í okkur öllum svo við eigum sem best tækifæri á að þróast.

Enda á ekki að tengja þróunarkenningu Darwins við einstaklinga, persónur eða kynþætti, við erum öll sama tegund sem komum frá sömu uppsprettu, alveg eins og allt í kringum okkur.

Snjokaggl (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 22:47

41 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Guð minn mun hefna sín á þér Svanur, því þú svaraðir mér ekki , en hlærð bara í staðinn með Sigurðir Þór að einhverri syndahafur sem hóstar og hrækir á útsendara frá rannsóknarréttinum. Guð getur reiðst, bara að þú vitir það. Enda skapaði hann okkur í sinni mynd.

DoktorE er svona, eins og hann er, að vilja Guðs, sama hvort hann vill það eður ei. Guðdómlega vitlaus, reiður og afskiptasamur, eins og Doktor E.

Guð gefur mönnum bara mismunandi andargift. DoktorE fékk minna en aðrir. En hann er þó í vafa, annars myndi hann ekki nota svo óhemjulega mikinn tíma í að elta ólar við fólk sem er með einhvers konar samning við hið himneska, hankípankíið ef notaðar eru hans slettur.

Ég hef aldrei hitt hann, hvorki Guð né auðmjúkan son hans, DoktorE. En ég tek þátt í hópæsingunni meðan rök afneitunarsinna og trúaðra eru ekki betri en hjá Guði og DoktorE.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2010 kl. 23:06

42 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Snjókaggl.

Þú skrifar;

Nú erum við það þróuð að okkar "veiku einstalingar" geta lifað, í náttúrunu getur fótbrot þýtt dauði, hjá okkur 8 tíma bið á heilsugæslunni.

Hvaða þróunarþættir gera stofn sterkari með varðveislu hinna veiku, sem tegundar eða einstaklinga. Þetta er andstætt náttúruvali enda ekki hægt að heimfæra þessa hegðun, og á kannski ekki að gera, eins og þú reyndar bendir á, upp á Darwinískt þróunarferli.

En hvaðan kemur þessi hugmynd að okkur beri að ala önn fyrir hinum veiku ef hún er ekki afleiðing þeirra náttúrlegu ferla sem við getum skýrt hegðun annarra dýrategunda með?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 23:08

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jú, afsakaðu ókurteisina Vilhjálmur. Komdu því til skila fyrir mig :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.8.2010 kl. 23:14

44 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"einhverjum syndahafur" átti þetta að vera - eða "syndahafri". Hvernig beygir maður hafur? Líklegast er best að stanga hann fyrst.

Hér hjálpaði Guð mér ekki, enda gaf hann mér orðabók Menningarsjóðs, sem er í öðru herbergi en tölvan, sem aðeins væri til ef til hefðu komið smábitar og hugvit frá Landinu Helga, sem er Guðs gjöf sem ég nenni ekki alltaf að nota að fullu (sé Allah mér náðugur), því hægt er að læra að beygja hafur á veraldarvefnum, sem Guð notar líka, þegar hann fær Doktor E um að blogga til að skemmta skrattanum. Hvað gerðum við ef við hefðum ekki Nígeríusvindlarann DoktorE? Hann gefur Svani tilgang með lífinu, því Svanur er mikið fyrir gátur og vill svipta hulunni af DoktorE.

Það mun aldrei takast! DoktorE er draugur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2010 kl. 23:20

45 identicon

Það er soldið merkilegt að menn sem trúa mestu fásinnu allra tíma.. skuli segja þá sem ekki trúa vitleysunni vera verr gefna.... En svona er þetta Villi minn.. þeir sem eru fávísir halda alltaf að þeir séu betri en ... tja klárustu menn evar.

Auðvitað trúi ég á náttúruval... en ég veit líka að menn eru á því stigi að við höfum eitthvað um það að segja sjálf... hver þróunin verður.

Mjög mörg dýr bera umhyggju fyrir hvort öðru.. það kom til með náttúruvali.. á miklu minna eigingjarnan máta en mannkynið....  hagur minn er hagur þinn og visa versa...veit ég vel að þið himnaleikfimismenn viljið meina að slík hugsun sé ekki möguleg nema þið verðið hræddir við einhvern galdrakarl og hefnd hans...

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:26

46 identicon

Satt að segja þykir mér þú gera doktore heldur hátt undir höfði, með því að elta ólar við hann. Ég vona þó að þér gangi gott eitt til, Svanur.

Í sömu von er hér ítarefni fyrir doktorinn:

http://www.youtube.com/watch?v=8fILqMdiBZ8&feature=related

...en ég veit að hann nennir ekki að horfa á þetta til enda.

Jóhann (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:27

47 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég sendi Guði línu á morgun og nefni þig og afsökunarbeiðni þína, en ég lofa ekki svari, því hann fær svo mörg bréf frá reiðum Doktor E, sem segir honum til syndanna. En ef ég þekki hann rétt, hefu hann (Guð) líklega þegar tekið eftir iðran þinni.

En gaman til hliðar, ég held að DoktorE sé geðklofa og geymi innan með sér trúaða sem og vantrúa persónuleika, sem brjótast út við hentugleika.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2010 kl. 23:30

48 identicon

Það skemmtilega við þessi svör ykkar er að þetta er trúarheilkenni.. hver einasta setning sem þið eruð að skrifa um mig... en ekki málið; það er trúarheilkenni sem brýst fram hjá trúmanninum þegar hann er króaður úti í horni með galdrasöguna sína..

Flettið þessu upp strákar mínir :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:34

49 identicon

Nú tökum sem dæmi Stephen Hawking.

Hefði hann fæðst nokkrum áratugum fyrr væri ekki víst að hann hefði lifað það af, en með þróun okkar höfum við gert fólki eins og honum kleift að lifa af og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Ég trúi að þróunarkenningin sé sönn, samt hefði ég ekki leift honum bara deyja því hann er veikur, hann er merkur maður vísindana og hefur þróað margar merkar kenningar í stjarneðlisfræði sem hann hefði ekki getað tjáð sig um nema með tilkomu tölvu sem hann notar til að tjá sig.

Að þeir veiku lifi gerir okkur að sterkari stofni.

Snjokaggl (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:36

50 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú, DoktorE, ert málið og það er flókið, sagði þessi trúður.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2010 kl. 23:37

51 identicon

P.S. Svo þið skiljið málið.. málið er ekki ég eins og Svanur skrifar.. . ég er bara með eitt blogg, set athugasemdir við trúmál... Þá koma litlu galdrapabbamennirnir sem eru með himnadildóa á næstum hverju götuhorni, syngja um galdrakarlinn í þjóðsöngnum, eru á spena ríkisins upp á þúsundir milljóna... endalaust peningaplokk og bull.

Svo koma trúmenn... Hvað er eiginlega að honum DoctorE.. getur hann ekki látið okkur í friði inni í ímyndaða bómullarhnoðranum okkar... hann er alltaf að segja okkur að galdrasagan okkar sé Nígeríusvindl...

Þið eruð ferlega lame sko... vonandi þroskist þið upp úr þessu.. sjáið raunveruleikan en ekki bara súpergauradrauma í Lalalandi

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:38

52 Smámynd: hilmar  jónsson

Svanur: Góðu heilli er maðurinn í stöðugri þróun. Einu sinni trúði hann því að jörðin væri flöt, stundaði galdrabrennur og áleit tækniframfarir vélarbrögð djöfulsins.

Sá dagur mun koma að maðurinn mun horfast í augu við og sætta sig við það, að hann er ekki merkilegra en hvert annað dýr eða jurt jarðarinnar. Ákveðnar aðstæður urðu til þess að líf kviknaði á jörðinni, og þær hafa ekkert með æðri máttarvöld að gera.

Þá og fyrst þá getur hann farið að lifa samkvæmt sínu eðli, án þrælslegrar undirlægju við eitthvað mambó jambó, se, nóta bene: ríkjandi valdhafar hverju sinni hafa kynt undir og upphafið í augum almúgans, til að halda honum niðri.

Ég er að verulegu leyti sammála doctore..

hilmar jónsson, 20.8.2010 kl. 23:40

53 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

En nú ætla ég að fara að bursta tennurnar og biðja bænirnar mínar og ég ætla að biðja sérstaklega fyrir þér DoktorE, svo þú lendir ekki í helgráu helvíti, eftir að hafa lifað á Íslandi meðan andi þinn var klæddur kjöti og blóði. Það væri óréttlátt. Kannski hefur Drottinn heyrt um þig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2010 kl. 23:46

54 identicon

Hvað ætlar þú að segja næst Villi.. Lok lok og læs allt í stáli..

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:47

55 identicon

Villi ætlar sem sagt að fara og tala við sjálfan sig um mig... Kæri master of the universe... plís ekki brenna DoctorE rosalega mikið fyrir að hlægja að þér og bókinni þinni....
Ugga bugga, abcadabra hellelujah
Amen

Hafið þið annars spáð í því að það að trúa þessum galdrabókum ykkar hlýtur að vera mesta guðlast evar... það er gaurnum lýst sem algerum fávita og vitleysing... geðsjúkum fjöldamorðingja sem þráir það eitt að láta skríða í ræsinu fyrir sér.

Lesa biblíu ef þið trúið mér ekki... það að lesa biblíu er einmitt besta leiðin til að hætta að trúa... verðið að lesa sjálf, ekki láta mata ykkur.
Check it

Doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:54

56 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það var Ómar sem sagði það. Ég er opinn fyrir öllu, en mér finnst trúarafneitun þín infantíl, afar barnaleg (stráksleg). 

Hvað færðu eiginleg út úr því að sletta frösum úr Dirty Harry og Bruce Willis myndum? Leyfðu þeim sem trúa að gera það í friði, og haltu fullvissu þinni fyrir sjálfan þig. Svo getum við séð hvort þú vinnur í happadrættinu mikla þegar þú deyrð. Vinningslíkur eru ekki stórar. Þú gætir lent í Disneylandi, sem væri fínt með þinn orðaforða (og só what). Þú gætir rotnað upp á öskuhaugum, og enginn syrgði þig, því allir í nánast umhverfi þínu tryðu ekki á sálarflakk eftir dauðann. Börn þín,  ærlega heilaþveginn, myndu bara segja "pabbi er dauður, við hittum hann aldrei aftur". Þú gætir lent í helvíti eða limbói eða orðið ormamáltíð.

Reyndu að lifa eins og maður og bera virðingu fyrir öðrum í stað þess að vera með þessar heift í garð okkar "vitleysinganna" sem þú lítur niður á, fyrir að vera ekki eins vissir í okkar sök og þú.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.8.2010 kl. 00:02

57 identicon

Að bera virðingu fyrir trúarbrögðum er vanvirðing við manneskjur.
Ég ber fulla virðingu fyrir ykkur sem manneskjur... þess vegna geri ég það sem ég geri....

Og muna Villi.. ég er með eitt blogg... hvað eruð þið trúmennirnir með, margir ykkar vinna við þetta fulltime hahaha láttu okkur í friði, góður þessi

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 00:09

58 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um frasa úr Hollywood Vilhjálmur....

hilmar jónsson, 21.8.2010 kl. 00:09

59 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú gætir rotnað upp á öskuhaugum, og enginn syrgði þig, því allir í nánast umhverfi þínu tryðu ekki á sálarflakk eftir dauðann. Börn þín,  ærlega heilaþveginn, myndu bara segja "pabbi er dauður, við hittum hann aldrei aftur"

Pabbi minn er dauður. Ég hitti hann aldrei aftur. Það þýðir ekki að ég sakni hans ekki eða syrgi hann ekki. Ég er samt afskaplega fegin því að enginn sagði mér að ég myndi "hitta hann á himnum" eða að hann væri "bara sofandi".

Það er gott dæmi um mannskemmandi áhrif trúar að þú skulir halda að þeir sem trúa ekki á líf eftir dauðann séu tilfinningalausir.  

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2010 kl. 00:24

60 identicon

Lesa biblíu ef þið trúið mér ekki... það að lesa biblíu er einmitt besta leiðin til að hætta að trúa..

 So true.....

Það er hræðsla og óvissa sem kemur fólki til að trúa þessari bölvuðu vitleysu...t.d eins og Anna bendir á þá getur það eitt að missa ástvin haft veruleg áhrif á skoðanir á trúmálum. Mér er svo sem sama ef þið trúið á einhvern persónulegan guð en af hverju guð biblíunnar?.....hann er ekki einhver sem á skilið ykkar ást og stuðning, af hverju ekki að trúa bara á almenna kurteisi og umhyggju á einstaklingnum.

Yfir höfuð finnst mér kristinn trú ógeðfelld í flesta staði en sem betur fer er ekki að finna marga alvöru kristna einstaklinga á Íslandi, meira segja flestir prestarnir okkar fara ekki eftir lögmáli biblíunnar og eru rosalegar frjálslyndir þegar það kemur að því að túlka biblíunna. 

Þú gætir rotnað upp á öskuhaugum, og enginn syrgði þig, því allir í nánast umhverfi þínu tryðu ekki á sálarflakk eftir dauðann. Börn þín,  ærlega heilaþveginn, myndu bara segja "pabbi er dauður, við hittum hann aldrei aftur".

Er betra að kenna börnunum sínum að elska manninn á himninum sem elskar þig á móti en ef þú brýtur gegn hans lögum þá mun hann senda þig á stað þar sem þú brennur að eilífu, talandi um heilaþvott...

Þótt ég sé sammála DoctorE í mörgum málum er ég sammála að hann getur verið frekar "aggressive" en ég meina þegar þú ert að reyna að berjast gegn svona svikamylla(mín skoðun) þá þarf maður að láta aðeins í sér heyra.

Villi, ég ætla bursta í mér tennurnar líka en ég held ég hringi bara í mömmu og spjalla við hana aðeins....ég veit að hún er til og hún svarar mér alltaf.  

CrazyGuy (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 00:55

61 identicon

Málið er, illu heilli fyrir trúfólk; að DoctorE er með þetta rétt að öllum líkindum. Engin trúarbrögð þola gagnrýna skoðun. Sannleikurinn svíður oft sárast.

Messías sjálfur boðaði endurkomu sína áður en hann var hengdur upp á rómverska pyntingartækið. Væntanlega eftir að Pílatus og co. fengu nóg af afrekssögum þess merka smiðs að hætti Münckhausens. Hversu lengi ætla menn að bíða eftir smiðnum Jósefssyni og lepja upp vitleysu sem heilagan sannleik? 2000 ár í viðbót og púkka upp á tengiliði hans yfir meðallaunum á meðan; í boði ríkissins?

Það er fyrir löngu nóg komið af þessari vitleysu. Grow up people.

Einar K (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 01:08

62 Smámynd: Billi bilaði

Doctor E bara góður núna...

... nema, ég viðurkenni bara alls ekki að vera bara api. Ekki frekar en að ég viðurkenni að fugl sé bara risaeðla.

Billi bilaði, 21.8.2010 kl. 01:10

63 identicon

Þangað til þið sannið guðinn ykkar þá flokka ég þetta sem nígerusvindl.

goldberg (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 01:25

64 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Villi, voru Ísraelssmenn ekki með átrúnaðinn hans Svans á geðveikrahæli og í fangelsi megnið af ævi hans?  Er samviskan eitthvað að naga.

Nei ég er ekki að tala um Jesú, enda var hann aldrei til, frekar en Betlehem, Nasaret, Emmaus, Arimathea, Getsemane, Golgatha eða hver sá staður, sem nefndur er utan Jerúsalem í skáldverkinu.

Svanur, hvað ertu að væla? Þið eruð eins og samfélag sígauna sem lifir á spádómum, blekkingum og töfrabrögðum og svo þegar einn í götunni rís upp og tjáir skoðun sína á ruglinu, þá verðið þið stúrin, farið í fórnarlambadressið og segið: "Aldrei má maður ekki neitt."

Þetta er gersamlega tilgangslaus, andsnauð og aum grein, sem sennilega er ætluð til að auka aðsóknina á bloggið þitt, svo sjálfmiðað sem það nú er og ólíkt þér.

Anna: Það veit enginn hvað skeður eftir dauðann. Það er rétt. Enginn hefur ennþá orðið til frásagnar, sem aftur á móti bendir til ýmisllegs.  Þú spyrð Doctorinn hvers vegna hann sé svo cocky að láta sem hann viti það. Mættir þú ekki spyrja sjálfa þig sömu spurningar?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.8.2010 kl. 02:51

65 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

DoctorE er langflottastur og má ég heldur biðja um 10 hans líka en efasemdarefasemdarmanninninn Hjalta í Vantrú, með fullri respekt fyrir honum þó.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.8.2010 kl. 02:56

66 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr Jon

Óskar Þorkelsson, 21.8.2010 kl. 05:01

67 Smámynd: Óskar Arnórsson

DoktorE er alveg bráðnauðsynlegur í allri trúarumræðu. Hann bendir fólki á að hugsa sjálft og kópera ekki annara hugsanir eins og algengt er innan trúarbragða. Þessi rök sem DoktorE eru mjög sterk. Þau minna á að "hóptrú" er gamaldags og byggð á misskilningi.

Jón Steinar segir að engin viti hvað skeður eftir dauðan. Það er staðreynd að engin veit hvað skeður á morgun. Við bara gerum plön fyrir morgundagin en að sjálfsögðu vitum við ekkert hvað skeður.  Og hvort morgundagurinn sé til nenni ég ekki að útlista nánar....

Menn eru búnir að gera "svört/hvít trúarbrögð um að annaðhvort er líf eftir dauðan eða ekki. Ætli smábörn trúi á dag eftir þennan dag? Eða viku eftir þessa viku...menn gera ráð fyrir að tímin sjálfur sé staðreynd.

Menn hala að einhver tími sé til sem haldi áfram endalaust. Það er ekki til neinn tími sem líður.Það eru bara til endalausar breytingar og efni hættir aldrei að vera til. það bara breytist.

Þeir sem gera það trúa á stjörnuspeki. Og verða að stara upp í loftið til að vita hvaða dagur er. Allt þetta er ímyndun sem þykir sönnuð með að reikna út stöðu pláneta.

Það þarf sterkan ímyndunarkraft að vera sannfærður um að Guð sé ekki til. Enn hugmyndin um Guð og hvað meinast með því, þyrftu margir að leiðrétta. Það gerir fólk best með að hugsa sjálft og berjast ekki móti gömlum hóphugsunarhætti...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 07:36

68 Smámynd: Rebekka

"Leyfðu þeim sem trúa að gera það í friði..."

Þetta myndu flestir trúleysingjar gera með mestu ánægju, ef bara trúaðir gætu látið þá sem trúa ekki, í friði.  Svo lengi sem það er bannað að spila bingó á Hvítasunnu, farið með bænir í Ríkisútvarpi, bannað með lögum að guðlasta o.s.frv (þetta eru bara íslensk lög, það er margt verra til í öðrum löndum), þá sé ég ekki af hverju ætti ekki að gagnrýna það. 

DoktorE segir bara hlutina hreint og beint.  Ekki mjög kurteislega, en er einhver grundvallarmunur á að segja "Guð er líklega ekki til, hann er manngerð lygi" og "Guð er bara Nígeríusvindl"?  Hér er bara mishart tekið til orða.  Trúfólk æmtir undan gagnrýninni bara vegna þess að það getur ekki þaggað niður í henni með sönnunargögnum.  Ég sver að ef hægt væri að finna fyrir guði jafn vel og t.d. sólinni (vel sjáanleg, heit, hefur mælanleg áhrif á lífverur og hægt að mæla hana sjálfa), þá væri a.m.k. einhver fótur fyrir trúarbrögðum.

Öll börn fæðast trúlaus.  Skemmtilegt að þá eru þau einnig talin hvað saklausust og alveg óflekkuð...  

Ég sé trúarbrögð sem framlengingu á vel þekktum uppeldisaðferðum: "Pabbi þinn kemur og rassskellir þig þegar hann kemur heim ef þú ert óþekk/ur",  "Hún Grýla kemur og étur óþekk börn, en jólasveinarnir gefa þægu börnunum gott í skóinn", "Hún Kisa litla er bara sofandi núna, við sjáum hana seinna", "Ef þú ferð út með ruslið, ferð snemma í háttinn og burstar tennurnar, þá færðu stjörnu á blaðið þitt"

Ekki kenna DoktorE um, ekki er það honum að kenna að keisarinn sé nakinn. 

Rebekka, 21.8.2010 kl. 10:04

69 identicon

Sammála DoctorE um að trúarbrögð séu Nígeríusvindl það þarf bara að horfa á Omega og þar eru þeir strax byrjaðir að sníkja pening.

Fólk er oft að skipta um trú. Dæmi í Alexandríu réðu einu sinni Gyðingar svo Kristnir og núna Múslimar. Hvað myndu margir fylgja mér ef ég myndi stofnaði ný trúarbrögð sem sagði það væri ekki líf eftir dauðan?

Svanur þín trú er talinn byrja 1844. Ég held að elstu sé Hindúartrú. Trúarbrögð er stofnuð af karlmönnum og eru landafræðilegastaðsett.

Þeagar ég var krakki þá voru það ekki foreldrar mínir sem voru að troða biblíuna á mig það var gert í Vatnaskógi.

Mér finnst Anna vera með ömurlega tilraun til tilfinningakláms.

Ekkert er jafn hræðilegt að missa barnið sitt sérstaklega þér um sjálfsvígs er að ræða.

En samt verða trúaðir jafnvel trúara fyrir vikið.

Arnar (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 12:26

70 identicon

Ég veit ekki hvort Anna hefur misst barn.. ef hún hefur gert það og snúið sér til Sússa... þá er hún ekki að vinna úr sínum málum; Málið er í limbó í höfði hennar...

Ég hef reyndar misst nokkra vini og ættingja... sem mér þótti mjög vænt um; Aldrei myndi mér detta í hug að taka á móti lygasögu og þar með gera minningu ástvina minna að engu... .

En það er náttlega erfitt að tjónka við fólk sem trúir því að maður hafi búið inni í fisk(Hval), að master of the universe hafi faktískt nauðgað Maríu "mey", að fólk dýrki fyrirbæri sem stærir sig mest af því að hafa myrt ótal persónur, já konur og börn; Saklaus dýr... Að master of the universe hafi teleportað sig í gegnum hreina táningsstelpu... til að senda sjálfan sig sem son sinn... til að fórna sjálfum sér svo hann geti fyrirgefið eplaát Adams og Evu.
Og blessaðir rétttúnaðargyðingarnir sem eru alla lifandi að drepa Ísrael, pynta börn vegna trúrinnar...

Með fyrirmynd eins og Gudda... þá er ekki von á góðu

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 13:09

71 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef misst tvö börn.

Mér þætti vænt um ef þið slepptuð mér úr umræðunni.   

Eigið góðan dag.

Anna Einarsdóttir, 21.8.2010 kl. 13:30

72 Smámynd: Vendetta

"Skoðanir DoctorE á trúmálum eru ekki flóknar. Öll trú er vond."

Svanur: DoctorE er á móti skipulögðum trúarbrögðum eins og allt skynsamlegt fólk. Öll skipulögð trúarbrögð eru af hinu illa og er beitt til misbeitingu valds og til að kúga frjálsa hugsun. Uppnefnið Nígeríusvindl er réttnefni, því að eins og með peningaþvættissvindlið, þar sem trúgjarnt og bláeygt fólk gekk í gildru af því að það hélt að manneskjan sem stóð að baki var í raun og veru ekkja eftir látna frelsishetju eða einhver alls ókunnugur og óþekktur milljónamæringur sem hefði arfleitt einmitt það að öllum auðæfum sínum. Á sama hátt eru gylliboð og goðsagnir eingyðis- og fjölgyðistrúarbragða notuð til að slá ryki í augu einfeldninga.

"Hvað myndu margir fylgja mér ef ég myndi stofna ný trúarbrögð sem sagði að það væri ekki líf eftir dauðann?"

Arnar: Ég hef sjálfur stofnað trúfélag, sem kennir það, að það er ekkert líf eftir dauðann og að alheimurinn byggi á náttúrulögmálunum og að lífið byggi á þróun. Þetta trúfélag stundar ekki trúboð, það er hvorki auglýst né umtalað, ég og kona mín erum einu meðlimirnir og engir nýir meðlimir eru teknir inn. Ástæðan fyrir þessu er að við erum á móti skipulögðum trúarbrögðum og trúboðum í sérhverri mynd og sú sannfæring okkar, að trú sé persónuleg. Sem kallar enn á ný fram spurninguna: "Er trúleysi trú?", sem átti að verða bíómynd með Kristni Theódórssyni og Greflinum í aðalhlutverki, en sem komst aldrei á hvíta tjaldið.

Vendetta, 21.8.2010 kl. 13:43

73 identicon

Ég samhryggist þér með börnin Anna... En þú byrjaðir á að blanda því inn í málið.. að auki sakaðir þú mig um að vera útrásarvíking, að ég væri siðlaus með öllu.

Ég ætla að gefa þér hint Anna: Þarna varst þú að sýna trúarheilkenni, börnin þín eru látin.. trúin kom og vélaði þig inn, BANG í einni hendingu er trúin orðin að börnum þínum... þess vegna ræðst þú að mér að ósekju.
Þú átt að taka á þeim sem buðu þér upp á hughreystandi lygar, settu börnin þín í gýslingu með himnapabba.

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 13:47

74 Smámynd: Halla Rut

Af hverju halda mann að Ólafur hafi orðið prestur?  Var það til að hjálpa og hughreysta aðra, gefa af sér, gefa líf sitt Guði? Nei, það var til að hylma yfir óeðlilegar kenndir sínar og til að hafa andlegt vald yfir konum og börnum þannig að hann gæti misnotað þau kynferðislega. Ekki sá fyrsti, ekki sá eini og alls ekki sá síðasti.

Kirkjan vissi af þessu löngu áður en fyrstu konurnar komu fram opinberlega. Kvartanir höfðu áður komið fram. Kirkjan þagði og gerði manninn að biskupi. Allir þeir sem vissu en ekkert sögðu er jafn sekir og sömu pervertarnir. Það á að sækja þá til saka alla saman, þessa menn sem telja sig yfir alla menn og lög hafna. Lifa svo á ríkinu eins og sveitaómagar lifðu á sveitinni hér áður og sem ómagarnir gagnlausir með öllu.

Og ballið heldur áfram. Núverandi biskup segir Ólaf verða dæmdan af Guði, segir engar handbærar sannanir liggja fyrir og með því dregur hann úr sekt Ólafs og setur við hana spurningamerki. 

Ef Guð væri til þá væri hann búin að útríma jafnt barnaníðingum sem prestum. 

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 15:17

75 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir hvert einasta orð sem Halla Rut segir. Mér hefur alltaf fundist skræfur og aular sækja í að verða prestar. Mitt álit er að Guð er ekkert innblandaður í neina presta og því síður kirkjur, hvergi í heiminum...

Í Breiðuvíkurmálinu t.d. vissi aragrúi af fullorðnu fólki um hvað var í gangi þar. Og þagði sem fastast. Barnavernadarnefnd lét sem málið væri ekki til.prestar og bændur.

Meira var talað um hverslags lygalaupar börnin voru sem þorðu að kvarta og voru barin af þessu "heilbrigðu" fullorðnu og voru mörg hver farin að efast um hvort nokkuð hafi skeð.

Algengt var að "ruglið" í þessum börnum var lamið úr þeim. Þau voru jú haldin djöflinum fyrst þau lugu svona mikið. Þessa skýring kom frá sjálfu heilögum prestinum svo það hlaut að vera satt...

Enn er fólk á lífi frá Vestfjörðum sem voru kölluð "prestson" og "prestdóttir" því það var það nafn sem þau þurftu að hafa þangað til einhver "guðhræddur" bóndi aumkvaðist yfir ástandinu og feðraði þau...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 15:40

76 identicon

Það þýðir lítið að segja þetta við trúaða Halla... trúaðir eru forritaðir á sérstakan máta... sú aðferðafræði skilar Gudda alltaf út í plús, sama hvað gerist..

Td... tökum flugslys... allt í rúst, brennt flak.. 150 manns látnir... svo finnst einn á lífi BANG trúaheilkennið kikkar inn: Kraftaverk, kraftaverk... sjáið hvað Guddi er æðislega geggjað góður... hann bjargaði þessu...  Á sömu stundu eru þeir látnu farnir úr huga þess trúaða... aðeins "krafraverkið" með þann sem bjargaðist lifir áfram í huga þeirra...

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 15:56

77 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég veit a Guð er til DoktorE...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 16:16

78 identicon

Það er allavega ljóst að Doktor E er til En Guð? Veit það bara ekki. Hann hefur allavega ekki sett nein komment hér ennþá.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 16:28

79 identicon

Það er algerlega ljóst að flestir menn sem hafa heila og lesa biblíu geta bara komist að 2 niðurstöðum
1 Hinn kristni guð er ekki til
2 Hinn kristni guð(ásamt íslam,gyðingdóm) er faktískt skrattinn.

Satan í biblíu drap hvað marga... man það ekki.. 2-3.. og þessa menn drap hann að áeggjan guðs.... Hvað drap guð sjálfur marga... well hann drap næstum allt líf á jörðinni... hann var alltaf í leiðöngrum með að myrða börn...

Hér í árdaga voru einmitt hópar sem sögðu að guð biblíu væri faktískt skrattinn sjalfur... svo kom kaþólska kirkjan(The creator of Jeebu$) og drap þessa menn.

Endilega hafið einhvern guð... ykkar einkaguð... ekki taka tilbúna guði sem eru ekkert nema tól til að stjórna ykkur..

Tökum söguna af Adam og Evu.. skoðum hana í myndlíkingarformi

Tréð í Eden er trúarbrögðin... sem skiptast niður í ótal greinar... trúarritin eru eplin á trénu... snákurinn er trúboðinn...

Getur það verið að kristnir og aðrir í skipulögðum trúarbrögðum séu faktískt að dýrka djöfulinn :)

Disclaimer
Það eru engir guðir eða skrattar...


doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 16:45

80 Smámynd: Vendetta

Hvort sem guð er til eða ekki, þá er það öruggt að hann/hún/það veit ekkert af mannfólkinu á jörðinni og heyrir því síður í því. All worship is futile.

Vendetta, 21.8.2010 kl. 16:58

81 Smámynd: Óskar Arnórsson

Trúarbragðaguðir er ekki það sama og persónulegur Guð...Ef Guð á eitthvað vantalað við Djöfulinn sjá þeir ágætlega um málið sjálfir.

Djöfullinn var einu sinni hægri hönd Guðs og honum á aldrei að fyrirgefa uppreisninna sem hann gerði víst.

Kanski eru þeir búnir að gera upp sín mál fyrir löngu og orðnir bestu vinir, enn fréttirnar hafa ekki náð til prestana og kirkjunar....

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 17:01

82 Smámynd: Odie

Svanur Gísli: Persónulega er ég er sammál þér um að það er ósæmileg hegðun að fólk lofi himnaríki fyrir peninga. En af hverju finnst þér það ósæmilegt? Hvers vegna má ekki plata fólk. Það sem ég á við er, kannski að þú hafi svör við því sem DoctorE virðist ekki vilja eða geta svarað. Hvað er rangt við að ljúga og lofa öðrum einhverju ef það kemur þér til góða og kannski að einhverju leiti þeim sem logið er að?
 

Það er gott að þú ert sammála.  En þetta loforð er alltaf tengt peningum.  Litu nú t.d. á hvernig þjóðkirkjan er að berjast gegn aðskilnaði við ríkið.  Þeir vilja ekki af spenanum, því þá vita þeir að þá þarf að fara í harðari aðgerðir og byrja að hóta helvítisvist aftur.

Þú spyrð hvað er rangt við það að ljúga.  Það að ljúga getur verið í lagi því hvít lygi á ýmsum tímum getur verið rétta aðgerðin.  Hins vegar er lygi sem framkvæmd er til auðsöfnunar (launa prestum eða til handa útrásarvíkingum) ekki góð.  Það má vel líta á það sem þjófnað.  Nú vitum við til dæmis að margir eigendur banka og stjórnendur lugu að viðskiptavinum þeirra.   Ég held að ég þurfi ekki að útskýra hvers vegna það var rangt.

En hvað með aðrar lygar, eins og trúmál?  En það er nokkuð auðveld að sýna fram á að það er lygi en það er ekki hægt að sanna það 100%.   Ein rökin eru bara fjöld þeirra guða sem mannkynið trúir á.  Olympus, Seifur, Óðin, ... og listinn heldur áfram nokkrar blaðsíður.   Það er alveg ljóst að ekki geta þeir allir haft rétt fyrir sér.  Við getur með réttu sagt að allir hafi rangt fyrir sér.  

En þú spyrð hvað er að hvítu lyginni?  Þessari saklausu sem ekki skaðar nokkurn.  Svarið er ekki jafn auðvelt.  Því það er í raun ekkert að þessari hvítu lygi.  En þessari lygi fylgir pakki.  Þessi pakki er stór og það er í honum sem allir skaðinn er.   En þú getur ekki bara haft þessa litlu saklausu lygi.  Því verður hún brátt að stórri síðlausri lygi sem veldur skaða.   

 

Odie, 21.8.2010 kl. 17:37

83 identicon

Burtséð frá því hvort Guð sé til eður ei þá hafa oft verið uppi umræður um aðskilnað ríkis og kirkju, En væri ekki mun réttara að aðskilja presta frá sóknarbörnum í ljósi sögusagna undanfarna daga?

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 17:48

84 identicon

Það er soldið fyndið í sjálfu sér að guð Abrahams er núll og nix án skrattans... meira að segja er skrattinn forsenda þess að guddi láti sjá sig..

Í ljósi þessa er hreint ótrúlegt að trúhausar séu að berjast á móti synd, á móti skrattanum, á móti trúleysi, á móti samkynhneigðum... ofl ofl ofl ofl.

Í hvert skipti sem kristinn maður berst á móti meintri "synd"... þá er hann að berjast gegn "endurkomu" Sússa

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 18:07

85 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Í hvert skipti sem kristinn maður berst á móti meintri "synd"... þá er hann að berjast gegn "endurkomu" Sússa

Þessi setning er meinfyndinn því hún er svo sönn í sjálfri sér :D

Óskar Þorkelsson, 21.8.2010 kl. 19:01

86 identicon

Jóhann Kristjánsson

Það er ekkert í biblíunni sem bannar prestum að hafa samræði við sóknarbörnin sín. :)

Djöfullinn = Guð

Guð = Djöfullinn

Vakniði!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 19:57

87 Smámynd: Guðmundur Geir Sigurðsson

Verðið þið ekkert þreytt á þessu stagli? Fridrich Nietze gaf það út fyrir um 100 árum að Guð væri dauður og skirfaði mikið rit um þann úrskurð en á dánarbeði heiktist hann á þessari sannfæringu sinni og viðurkenndi að hann hafi verið í stríði við þann sama Guð sem hann taldi dauðann. Hér er framhald á þessari umræðu, sérstaklega hjá Doctor E, og þið sem eruð svona viss um að  enginn Guð sé til og allt það þá ætla ég að benda ykkur á að heift út í kristnina er jafn gömul henni sjálfri og Biblían sjálf segir meira að segja að fagnaðarerindið sé heimska í augum Grikkja og hneikslun í augum Gyðinga og samt stendur boðskapurinn óhaggaður eins og ekkert sé endar ver hann sig sjálfur.

Guðmundur Geir Sigurðsson, 21.8.2010 kl. 20:01

88 identicon

Jæja Sigurður.. Menn á dauðastund eru ómarktækir....

Heift gegn kristni eða öðrum trúarbrögðum skilar engu.. boðskapurinn stendur ekki óhaggaður... hann byrjaði að falla þegar fyrsti maðurinn utan prestastéttar fékk að lesa ósköpin... Auðvitað lásu margir og féllu fyrir setningum eins og "Sá sem trúir ekki á Gudda er fífl"... en auðvitað voru það bara fíflin sem trúðu þessu.

Ekkert ver boðskapinn verr en boðskapurinn sjálfur... Þess vegna berjast kristnir við að breyta bókstaflegum merkingum yfir í myndlíkingar... Nema menn eins og Mofi.. sem notar ekki einu sinni biblíu til að búa til auka draugasögur og hugsýkisvísindi

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 23:53

89 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég hef alltaf sagt að DoktorE er sendur af Guði sem erum svo vitlausir að trúa og treysta Guði. Ég er bara að reyna að skilja af hverju Guð er í felum við DoktorE?

Ætli Guð og Doktorinn séu í einhverjum leik sem við hin skiljum ekki?... skrítið...

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 00:24

90 Smámynd: hilmar  jónsson

doctore má alveg að skaðlausu, haga orðum sínum á tillitssamari hátt gagnvart þeim sem syrgja.

hilmar jónsson, 22.8.2010 kl. 00:33

91 identicon

Ég hef misst ástvini Hilmar... ég er sjálfur einn af þeim sem syrgja.. Ég get stigið fram sem syrgjandi... ég get tekið á móti samúðarkveðjum... það sem ég get ekki tekið á móti er að trúarbrögð X segi mér að missir minn sé ekki missir.. að ástvinur minn sé faktíkst lifandi hjá bossinum í trúarbrögðum X.. Það finnst mér vera hámark tillitsleysiins.

Við sjáum fólk merkja við staði þar sem fólk hefur látið lífið í umferðarslysum... það setur upp kross.. hvers vegna er settur upp kross, hvað er kross nema auglýsing fyrir kristna trú... Hvers vegna ekki að setja upp minnismerki um þann látna... án auglýsinga..

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 01:09

92 identicon

Reiði forritarinn með gítarinn að vopni , ég verð að viðurkenna að ég var svolítið lengi að kveikja, en hvers vegna að koma fram undir dulnefni ef maður skammast sín ekki fyrir skoðanir sínar?

Kannski vegna þess að maður er opinber persóna sem vill ekki ganga fram af of miklum krafti en þarf vettvang fyrir útrás reiði sinnar og bloggið er ágætis vettvangur fyrir þannig útrás.

DoktorE, ja sei sei, ég vanmat þig svei mér

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 02:43

93 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Er þetta ekki dásamlegt ! Ég bið guð almáttugan að blessa DR- E enda væri ekkert fjör án-hans í bloggheimum. Er það mín tillaga að hann verði settur í dýrðlingatölu og tilbeðinn sem slíkur í daglegu lífi.

Eða nei nei- Svona án gríns. er virkilega einhver á móti þessum lífviðhorfum hans ? Hann talar þó bara hreint út og segir hlutina eins og þeir eru. Málið er að ég er nefnilega fáranlega oft sammála honum. T.d er gagnríni hans á kristin trúarbrögð oft eins og töluð frá mínu hjarta- því ég rek stundum upp stór augu er ég les biblíuskáldsskapinn og ríni í innihaldsleysið sem þar er skrifað. 

ég tala nú ekki um helgipostuluna- og hverskonar imbar veljast til valda innan kirkjunar. En Þökk sé Karli Sigurbjörnssyni og Geir Waage ... hef ég áhveðið að fara niður í hagstofu og segja mig úr þjóðkirkjunni. Segir það sem segja þarf um hversu mikla óbeit ég sé komin á kristinni trú - þó ég sé trúaður sjálfur á eitthvað mér æðra.

Brynjar Jóhannsson, 22.8.2010 kl. 05:45

94 Smámynd: Óskar Arnórsson

tek undir með Brynjari...ég mæli með fálkaorðunni bara svona til að byrja með....

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 06:16

95 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Heift gegn kristni eða öðrum trúarbrögðum skilar engu.. boðskapurinn stendur ekki óhaggaður... hann byrjaði að falla þegar fyrsti maðurinn utan prestastéttar fékk að lesa ósköpin"

Neei, þetta er ekki rétt.  Það sem gerðist var að upp vöknuðu ýmsir hópar sem höfðu hver sinn skilning og túlkun á efni bókar.  Í rauninni má segja að trúarvakning hafi fylgt er almenningur fór í auknum mæli að lesa sjálfur.

En í rauninni er afstaða þí til trúarlegra mála ekkert svo galin að mínu áliti) Þú telur að hver og einn eigi að hafa milliliðalaust samand við Almættið  (Himnadrauginn) og að ekki eigi að mynda neitt skipulag eða samök um slíkt samband.  Þetta er alveg athyglisvrð kenning út af fyrir sig.

Tekur í raun hálfpartinn undir með Kristi er hann mælti:  ,,En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum..."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 11:05

96 identicon

Eitt sem kemur ekki heim og saman í þessu.  Ef DoktorE er sá sem ég held að hann sé, þá er hann búin að vera meðlimur í Vantrú síðan árið 2008 en þeir í Vantrú virðast keppast við að sverja hann af sér þó svo að þeir virðist vera sammála honum í flestu.  Kannski er það nafnlausi offorsinn sem þeir vilja vera lausir við.

Varðandi Nígeríusvindlið, viltu frekar að við eyðum peningunum okkar í plöturnar þínar, drykkina á barnum sem þú spilar á og leigubílana sem flytja okkur þangað, DoktorE?  Væri ekki best ef þetta yrði allt eins og það var í gamla daga, allir gömlu aðdáendurnir myndu affrelsast og koma aftur í ruglið?  Heldur þú að ef tilvist Guðs yrði afsönnuð að þá yrði svo, DoktorE?

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 14:41

97 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða máli skiptir hver DoktorE, er? Alveg furðulegt í næst landi við hliðina er maður spurður af hverju maður skrifi undir nafni? Það er ekkert sjálfsagt mál að koma undir nafni því það er misnotað svo herfilega, þó ég viti ekki um það á Íslandi.

Vonandi heldur DoktorE áfram að vera nafnlaus og lætur ekki forvitni fólks raska ró sinni. Hann gæti verið Frímúrari,  Vantrúarmeðlimur, Illuminat meðlimur, Kommúnisti eða Sjálfstæðismaður, eða hvað sem er. Hann er fínn eins og hann er...hvort sem hann selur plötur eða brennivín...

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 15:16

98 Smámynd: Vendetta

Þetta er rétt hjá þér, Óskar. Það er hvers manns réttur að vera nafnlaus.

Vendetta, 22.8.2010 kl. 15:36

99 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég hef ekkert út að það að setja að DoctorE skrifi undir dulnefni. Ef að einhver telur sig vita hver hann er og að málflutningur hans falli ekki alveg saman við gjörðir hans, er það mál út af fyrir sig, sérstaklega í ljósi þeirra predikunarstellinga sem doctorinn setur sig stundum í.

Doctorinn álítur að heimurinn yrði betri trúlaus. Sjálfur er hann trúlaus og boðar óspart trúleysi. Samt reiðir hann sig á trú fólks í málflutningi sínum. Hann talar um persónulega reynslu sína af því hvernig trúleysi hjálpar honum að mæta raunveruleikanum. Auðvitað vitum við ekkert um hvort hann er að búa þessa reynslu sína til og  hvort að baki leyninafninu sé raunverulegur einstaklingur og tilfinningavera. Hver og einn ræður í þessu tilfelli hverju hann trúir um DoctorE. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 15:52

100 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Auðvitað vitum við ekkert um hvort hann er að búa þessa reynslu sína til og  hvort að baki leyninafninu sé raunverulegur einstaklingur og tilfinningavera."
 

A) Þú getur ekkert frekað vitað hvort reynsla DrE sé raunveruleg þó þú vitir nafn hans. 

B) Auðvitað er raunverulegur einstaklingur og tilfinningavera að baki skrifum DrE, hvað annað ætti það að vera? Miðað við málnotkun er hægt að útiloka bæði tölvuforrit og dýr. Ekki ertu að gefa í skyn að maðurinn sé róbóti?

Þú virðist reyndar halda að trúleysingjar bindist öðrum ekki tilfinningaböndum og syrgi ekki látna ástvini, svo það er aldrei að vita hvað þér dettur í hug.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.8.2010 kl. 15:59

101 identicon

Hvaða máli skiptir hver DoktorE, er?

Ef þið viljið hafa DoktorE nafnlausan áfram, þá skal ég ekki eyðileggja þetta fyrir ykkur.  Þetta nafnleysi er sársaukalaust af minni hálfu en hræsnin í þessu öllu er augljós.  Ég veit ekki hvort þeir í Vantrú viti hver DoktorE er, en ef þeir vita það þá eru þeir náttúrulega bara hræsnarar.  Nú, DoktorE er sjálfur í Vantrú og veit væntanlega (eða vonandi) hver hann er, þannig að hræsnin hjá honum sjálfum er augljós.

Það er nokkuð ljóst að hann talar þeirra máli, þó svo að hann geri það óheflað og án allrar virðingar.  Þannig að hann er öflugur bandamaður, en málefnalausar og hræsnisfullar yfirlýsinar eru ekki alveg nógu góð auglýsing fyrir félagsskapinn svo það er betra að hafa hann svona að nafninu til utan hans.

Varðandi þá lífsýn sem DoktorE boðar þá er augljóst, ef maður veit hver hann er, að hann hefur fjárhagslega hagsmuni af sem eykur enn meira á hræsnina.  Ekkert skrítið að það hugnist honum vel að koma fram undir dulnefni því boðskapurinn yrði hjáróma mjálm ef allir vissu hver skrifaði.

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 16:35

102 Smámynd: Vendetta

Valur, er DoctorE nokkuð biskup eða prestur? Ég er að deyja úr spenningi. Þú setur þetta kannski á Wikileaks.

Vendetta, 22.8.2010 kl. 16:40

103 identicon

Valur, er DoctorE nokkuð biskup eða prestur? Ég er að deyja úr spenningi. Þú setur þetta kannski á Wikileaks.

 nei nei, hann er tónlistamaður, nokkuð góður meira að segja, ég hef bara gaman af honum.

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 16:44

104 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það væri kanski ekki svo vitlaust að byrja að blogga sem nafnlaus líka og lenda svo í hörkuriflildi við sjálfan sig! hehe..

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 17:01

105 identicon

Góð hugmynd Óskar

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 17:02

106 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Tinna. Þú skrifar

Þú virðist reyndar halda að trúleysingjar bindist öðrum ekki tilfinningaböndum og syrgi ekki látna ástvini, svo það er aldrei að vita hvað þér dettur í hug.

Af hvaða ummælum dregur þú þessar ályktanir?

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 17:17

107 identicon

DoctorE er sem sagt Bubbi Mortens.

Arnar (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 17:22

108 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei DoktorE getur ekki verið Bubbi Mortens. Ég veit ekki hvort Bubbi trúir á Guð, enn ég veit að Guð trúir á Bubba, svo það getur ekki verið hann...hmm...

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 17:27

109 identicon

Arnar, prófaðu að fara á spjallborð Vantrúar og sjáðu hvort þú finnir forritara þar sem á uppkomin börn og notar mikið orðið "yfirnáttúra".  Þessi aðili skrifar á mun mildari hátt en DoktorE en skoðanirnar eru nákvæmlega þær sömu.  Það vita það held ég allir hér að Bubbi er ekki forritari og býr ekki yfir djúpstæðu hatri á Kristna trú.

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:24

110 identicon

Í fyrsta lagi þá hatar DoktorE öll skipulög trúarbrögð.

Valur þú ert sjálfur hræsnari. Þú trúir á biblíuna sem hatar konur,samkynhneigða,styður þrælahald. Þið kristinir getið ekki einu sinni ákveðið hvaða trúarreglu á að fara eftir enda til haugur af þeim.

Hvaða hagsmuni á DoctorE að gæta?

Arnar (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:44

111 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég biðst forláts, Svanur, ég ruglaði þér þarna saman við Vilhjálm. Punktar A og B standa.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.8.2010 kl. 19:17

112 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl aftur Tinna. Þú ritar;

A) Þú getur ekkert frekað vitað hvort reynsla DrE sé raunveruleg þó þú vitir nafn hans. 

B) Auðvitað er raunverulegur einstaklingur og tilfinningavera að baki skrifum DrE, hvað annað ætti það að vera? Miðað við málnotkun er hægt að útiloka bæði tölvuforrit og dýr. Ekki ertu að gefa í skyn að maðurinn sé róbóti?

A) Það væri nú frekar hægt að gera sér grein fyrir hvernig og hvers vegna hann sér hlutina eins og hann sér þá, ef að ég t.d. þekkti hann.

B) Ég veit um fólk sem hefur einskonar gervi á netinu og skapar sínar persónur eftir hentugleikum. Kannski er Doctorinn einn slíkur. En þú virðist geta fullyrt að svo sé ekki. Hann er sem sagt hvorki Borat eða Bruno?

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 19:51

113 identicon

Arnar, þú og DoktorE hatið Kristna trú, eingöngu Kristna trú, því það er sú trú sem ykkur stafar ógn af (að ykkar áliti).  Ykkur er alveg sama um önnur trúarbrögð, allt annað er bara show off hjá ykkur.

Ef þér líður betur yfir því að draga mig niður á skítasvaðið ykkar þá er það í lagi mín vegna, en það gerir ykkar aumkun ekkert skárri.

Þetta innlegg þitt er einmitt dæmigerður útúrsnúningur og greinilega æft innan ykkar félagsskapar, þú getur komið með svona ótal útúrsnúnings yfirlýsingar, órökstuddar mín vegna, þið verðið samt sem áður ávalt aumkunarverðir hræsnarar í mínum augum.  Ég merki það á svari þínu að þú vitir hver DoktorE er.  Ég veit hins vegar ekki hvort þú ert meðlimur í Vantrú, tel það mjög líklegt.

Þú spyrð hvaða hagsmuni DoktorE á að gæta, ég varpaði spurningu til hans hér að ofan, sem hann hefur ekki svarað (hvernig skildi standa á því?)  En ég sé að þú ert kominn hingað honum til hjálpar, eigum við ekki bara að bíða og sjá hvað hann segir. Ég skal koma með spurninguna aftur:

Varðandi Nígeríusvindlið, viltu frekar að við eyðum peningunum okkar í plöturnar þínar, drykkina á barnum sem þú spilar á og leigubílana sem flytja okkur þangað, DoktorE?  Væri ekki best ef þetta yrði allt eins og það var í gamla daga, allir gömlu aðdáendurnir myndu affrelsast og koma aftur í ruglið?  Heldur þú að ef tilvist Guðs yrði afsönnuð að þá yrði svo, DoktorE?

Annað sem er eftirtektavert, DoktorE hefur ekki komið með eitt einasta innlegg á spjallborð Vantrúar.

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 19:55

114 Smámynd: Óskar Arnórsson

..."Miðað við málnotkun er hægt að útiloka bæði tölvuforrit og dýr. Ekki ertu að gefa í skyn að maðurinn sé róbóti?"..HERREGUD! á AÐ DREPA MANN ÚR HLÁTRI NÚNA?

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 20:19

115 identicon

Endilega haltu áfram að ágíska. Ég hef ekki hugmynd hver DoctorE er. Ég reyni að rökstyðja hlutina þú bullar bara.

http://topdocumentaryfilms.com/muslim-jesus/

Rosleg ógn sem kristinn trú stafar á. Lmao.

Gyðingdómur kom á undan Kristni og Islam.

You don't have to wait 2,000+ years for a second beer

Arnar (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 20:21

116 identicon

 rökstyðja, þú þekkir ekki hugtakið Arnar minn

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 20:30

117 identicon

Says the religious one who believes in a 2000 year old fairytalebook.

Arnar (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 20:37

118 identicon

.....og hérna er hægt að sjá samhljóminn, hvernig er það Arnar, fór DoktorE og komst þú í staðinn?  Hvað eruð þið margir persónuleikarnir, viltu að ég nefni yfir-sjálfið hér?  Þið eruð kannski allir einn og sami maðurinn?

Skrítið, þú komst hérna inn með einhverskonar tillögur að því hver DoktorE væri en endaðir svo á því að ráðast að Kristinni trú og náttúrulega Kristnu fólki og sá viðsnúningur á sér stað þegar ég bendi þér á það hver hann er, snerti ég viðkvæmar taugar hér?  Svo er þetta náttúrulega priceless:

Gyðingdómur kom á undan Kristni og Islam.

Varstu að uppgötva þetta núna Arnar?

Valur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 23:02

119 identicon

Nei. Og aftur nei. Ég er að útskýra afhverju kristinn trú er bullshit eins og margt annað. Ég var að grínast með að gíska hver DoctorE er eins og þú gerir nema ég kalla hann ekki hræsnara án þess að hafa hugmynd hvað hann gerir.

Nei ég er ekki með viðkvæma taug. Nei að sjálfsögðu ekki.

Mæli með að fólk horfi á myndina Agora.

Arnar (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 23:38

120 identicon

Thad er stórfurdulegt ad fólk sem getur skrifad pistill eins og thennan skuli trúa á "Gud".  Thad tharf thekkingu og góda rökhugsun til thess ad skrifa svona pistil.  Allar setningar í pistlinum eru vel settar saman og skipulega.  Öll ord eru rétt og hugsun höfundar pistilsins kemst vel til skila.

Hvernig stendur á thví ad madur sem svo augljóslega er óvitlaus kemst ekki ad theirri sólkláru nidurstödu ad "Gud" er ekki til.  "Gud" er einungis tilbúningur.

Hefur eitthvad dagblad t.d. skrifad um hvar "Gud" greip inn í atburdarás s.l. öld?

Hvers vegna er "Gud" alltaf í felum?  Ja....svipad og Leppalúdi.  

Nei...góda fólk...allt sem DoctorE hefur skrifad um thessi mál er satt og rétt.

Thad hugsa hins vegar ekki allir á sama hátt.  Ég veit thad.  Ég veit thess vegna ad thad á ekki ad koma mér á óvart thrátt fyrir hve augljóst thad er í mínum huga ad "Gud" er "man made" ad fólk trúi á ruglid.  Mér finnst thad samt furdulegt ad menntad og vel gefid fullordid fólk trúi ruglinu.

Hlaegilegt reyndar....halló....HALLÓ....vid erum ad tala um fullordid fólk!!  HALLÓ!!

Gaman gaman (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 01:08

121 identicon

Arnar,

Innkoma þín hingað gerir ekkert annað en að styðja við mál mitt.  Ef þú ert í Vantrú (sem þú virðist eiga í vandræðum með að viðurkenna) þá veist þú jafn vel og ég hver DoktorE er.  Þessi tilraun þín til þess að afvegaleiða umræðuna, með því að nefna Bubba Morthens, var náttúrulega bara hlægileg.  Þegar sú tilraun mistókst hrapalega, þá fórstu bara í gamla fasann, níða stakkinn af Kristnum og Kristinni trú, eins og þú ert þjálfaður í að gera af þínum yfirdrottnurum.

DoktorE er ykkur greinilega mjög mikilvægur, það verður gaman að sjá hvert næsta útspil verður.

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 08:32

122 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guð er ekki persóna í felum...hehe.. Alltaf gaman að sjá hugmyndir þeirra um Guð, sem trúa ekki að Guð sé til. Bara einföld jólasveinahugmynd, bara einföld "ruglhugmynd" eða ranghugmynd.

"þYngdaraflið er ekki til". Engin hefur sannað það fyrir mér persónulega og þess vegna trúi ég ekki á það....

Guð er súrefnið sem við öndum að okkur. Ég sé ekki súrefnið enn get eiginlega ekki án þess verið...gott að geta andað án þess að trúa á loft. Jafnvel éir sem ekki trúa á loft anda allir eins og hinir...stundum er Guð svo einfalt að "gáfaðir" menn missa af öllu saman....

Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 10:55

123 identicon

Nei ég er ekki í Vantrú og þjálfaður? Rosalega fer í taugarnar á þér Valur þegar Kristinn trú er gagnrýnd.

Hvering væri að lesa það sem ég skrifa í staðinn fyrir að hunsa það. Segir að ég sé hlægilegur líttu í spegil.

Ég þarf víst að skrifa það aftur ég hef ekki hugmynd hver DoctorE er?

Arnar (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:11

124 identicon

Nei Arnar minn, taugar mínar eru rólegar sem smjör á heitum sumar degi

Hins vegar finnst mér hlægilegt þegar fólk sem veit ekkert um Kristna trú reynir að tjá sig um hana, eins og þú gerir hér Arnar minn

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:09

125 identicon

Segir sá sem heldur að Vantrú sé að þjálfa hermenn gegn Kristni trú :-)

Nei ég veit ekkert um kristna trú t.d að jól, afmælisdagar, páskar eru heiðingjarhátiðir. Kristnir taka hluti úr öðrum trúarbrögðum alveg eins Islam gerir og flest önnur trúarbrögð.

Arnar (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:37

126 identicon

Nei ég veit ekkert um kristna trú t.d að jól, afmælisdagar, páskar eru heiðingjarhátiðir.

 Þú hlýtur að vera að grínast

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:43

127 identicon

Hvernig er hægt að taka þig alvarlega þegar eina sem þú gerir er að setja broskalla.

Easter comes from the name goddess Éostre of Angelo-Saxon Paganism. Afhverju heldur þú að Jehovah Witnesses halda ekki páska?

Arnar (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:54

128 identicon

Pesach er Hebreska og þýðir "framhjáganga" eða vernd.

Ísrelsmönnum var skipað að slátra páskalambinu og taka blóð lambsins og rjóða á dyrastafi og dyratré. Þá færi engill dauðans framhjá hverju því húsi sem hefði blóðið á hús dyrum. Þeir sem ekki höfðu blóði á dyrum hússins misstu frumgetning (fyrsta barn sem opnaði móðurlíf).

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:03

129 identicon

Ég hef kannski verið svolítið vondur við þig Arnar minn, þú ert kannski ágætis strákur, en hérna er smá fróðleikur um þetta efni:

http://en.wikipedia.org/wiki/Passover

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:08

130 identicon

Varðandi broskallana, Arnar, þá bara ræð ég ekki við mig, þetta samtal er mér hin besta skemmtun hvort sem þú ert að reyna að vera fyndin eða ekki.

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:17

131 identicon

Ekkert mál. Fyrir mér er trúarbrögð fyndin. Peace.

Arnar (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:22

132 identicon

Peace brother

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:34

133 identicon

Ég var að lesa skemmtilegan fróðleik á vísindavefnum um sama efni:

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1486

Þar kemur fram að það megi líka þýða pesach sem einhverskonar hlaup, stökk eða hökt og hátíðin einhverskonar þjóðhátíð Hebrea (Ísraelsmanna) þar sem dansað hafi verið og haldið uppá uppskeru sauðburðar, fram að því hafi verið bannað að slátra sauðfé (þegar sauðburður nálgaðist).  Svo kemur þessi setning sem ætti að vera ykkur trúleysingjunum huggun:

Í 12. kap. 2. Mósebókar má hins vegar lesa um upphaf páskanna eins og Gyðingar túlkuðu hátíðina.

Mér finnst reyndar alltaf sjálfum persónulega betra að lesa "hlutlausar" heimildir, t.d. þegar ég les Biblíuna þá les ég "Bókina um Biblíuna" samhliða, en hún er skrifuð af trúlausu fólki.  Þetta geri ég til þess að sýna fyrir sjálfum mér að mín persónulega sönnun er nóg fyrir mig ein og sér.

Valur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:49

134 Smámynd: Vendetta

Valur, lestu þá ekki líka merkilegt rit Barböru Thiering, "Jesus the Man"? Ef ekki, þá ættir þú að gera það samhliða biblíunni. Barbara Thiering er guðfræðingur og fornfræðingur, sem varði 20 árum í að rannsaka öll rit biblíunnar og Dauðahafsrollurnar (Dead Sea scrolls) sérstaklega. Í þessari bók sýnir hún fram á, að Jesús:

... fæddist í bænum Qumran, sem nú er í eyði, en ekki í Bethlehem. Hins vegar fóru María og Jósef til Bethlehem til að skrá fæðinguna.

... dó ekki á krossinum

... giftist Maríu Magdalenu og þau áttu börn saman

... dó einhvern tíma eftir árið 64 (A.D.)

... fæddist eðlilega, og líffræðilegur faðir hans var Jósef, en fæddist meðan Jósef og María voru trúlofuð.

... framkvæmdi engin kraftaverk.

Í þessari bók er margt fróðlegt og sýnir svo ekki verður um villzt, hvernig þeir sem rituðu Nýja-Testamentið á sínum tíma misskildu nánast allt sem hægt var að misskilja vegna fáfræði um siði þess trúflokks og ættar sem Jesús tilheyrði. T.d. voru nöfnin Gabríel erkiengill og Satan uppnefni á raunverulegum persónum. Þannig að þegar stendur í biblíunni að Gabríel erkiengill kom yfir Maríu, þá þýddi það að sá ráðgjafi sem var uppnefndur engillinn Gabríel kom að gefa Maríu, sem var orðin ólétt gegn reglunum, góð ráð. Enda útlit fyrir að Jesús yrði óskilgetinn og það myndi þýða að Jesús yrði ekki arftaki föður síns. Á þeim tíma var siður að kalla ógiftar konur jómfrúr (virgins). Þannig að í staðinn fyrir nafnið Virgin Mary, þá ætti að kalla hana Miss Mary. Annað sem er athugavert er að Jósef, faðir Jesú var mjög mikilvægur og virkur í samfélaginu, en samt er aðeins minnzt á hann tvisvar í biblíunni í tveim setningum.

Auk þess hefur verið sýnt fram á það í Zeitgeist, að krossfesting og uppria Jesú eftir þrjá daga er ekki annað en goðsögn (í bókstaflegri merkingu). Annars hef ég skrifað um þetta áður á öðrum þræði á bloggsíðu einhvers (man ekki hvers), en sennilega var enginn sem las það.

Vendetta, 23.8.2010 kl. 18:31

135 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er mjög merkilegt Vendetta og afar fróðlegt. Ég held að allir kristnir verði uppljómaðir af þeirri opinberun að lesa þessi miklu fræði þessarar miklu fræðikonu.

----

Thiering hlýtur augljóslega líka að hafa komist að því að Jósef, maður Maríu, hafi verið bifvélavirki og dáið árið 1907? Eða að Páll postuli hafi verið uppistandari og hann hafi dáið árið 1209 í Þingeyrarklaustri? Hún hlýtur líka að hafa fundið út að Nói var Móses og Eden hafi í raun verið skemmtigarður í Hveragerði? Thiering er greinilega afbragðs fræðimaður! Það verður ekki um villst. Hvílík snilligáfa...

Guðmundur St Ragnarsson, 23.8.2010 kl. 19:35

136 Smámynd: Vendetta

Ertu eitthvað ósáttur við að heyra sannleikann, Guðmundur?

Vendetta, 23.8.2010 kl. 20:12

137 identicon

af Wikipedíu:

It is safe to say that no serious scholar has given this elaborate and fantastic theory any credence whatsoever. It is nearly ten years since it was published; the scholarly world has been able to take a good look at it: and the results are totally negative.

Jóhann (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 20:53

138 Smámynd: Vendetta

Johann, þetta er mikið sennilegra en endemisbullið í Nýja-testamentinu.

Vendetta, 23.8.2010 kl. 20:56

139 Smámynd: Vendetta

Og ef einhver sköpunarsinni, sem af misskilningi kallar sig "serious scholar" er ósammál henni, þá styrkir það staðhæfingar hennar.

Voru það ekki svona "serious scholars" eins og þú vitnar í sem þóttust vera vísindamenn og sögðust hafa fundið Örkina hans Nóa, en það mátti engir aðrir en sköpunarsinnar sjá hana.

En Barbara Thiering er ekki ein um að leita sannleikans. Bókaforlag Vatíkansins gaf líka út bók fyrir mörgum árum, þar sem allar lygasögurnar í Gamla-testamentinu voru aflífaðar.

Vendetta, 23.8.2010 kl. 21:03

140 identicon

Þú ruglar saman sennileika og sannleika. Og ég ráðlegg þér að halda þessari þvælu ekki á lofti. Annars gætir þú verið réttilega bendlaður við það sem þú ert að berja af þér. Þú getur ekki reitt þig á samfélag fræðimanna eftir hentisemi þinni einni saman.

En hvað varð annars um doktorinnE? Skyldi hann vera að forrita á gítarinn einhverja guðleysuna?

Jóhann (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 21:05

141 identicon

Hættu nú þessari vænsýki.

Hvað fær þig til að ætla að "serious scholar" þurfi að vera sköpunarsinni?

Lestu þetta aftur yfir, nú hægt og rólega:

It is safe to say that no serious scholar has given this elaborate and fantastic theory any credence whatsoever.

Jóhann (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 21:08

142 Smámynd: Vendetta

Hérna er eitt af netinu: 

"Nicholas Thomas Wright has called her work one of the strangest books he has read on the life of Jesus and that no serious scholar has given her "fantastic" theory any credence." 

Ok, en síðan þegar maður fer að athuga hver þessi náungi Nicolas Thomas Wright sé, bingó!: Hann er guðfræðingur sem trúir á allt það sem stendur í biblíunni. Ekki hlutlaus, þar af leiðandi ekki marktækur í þessari umræðu.

Viðurkenndu það bara, Jóhann, Nýja-testamentið (og stór hluti af Gamla-testementinu) er að mestu leyti uppspuni. Allt sem fjallar um Jehova og kraftaverk er uppspuni.

Vendetta, 23.8.2010 kl. 21:26

143 identicon

Vafalítið er margt fært í stílinn í gömlu bókinni. Sjálfur er ég ekki í þjóðkirjunni og ekki hugnast mér megininntak kristni. Það þurfti samt ekki þessa þvælu Barböru Thiering til.

Ef þú vilt halda þessari vitleysu til streitu, þá skaltu leggja þitt af mörkum til að leiðrétta þessa "serious (sköpunarsinnuðu) sholars" á Wikipedíu.  Ef þér tekst að fá nægjanlega marga í lið með þér þá getið þið jafnvel stofnað trúarhóp um þennan skilning Barböru og sótt um styrk frá ríkinu.

Gangi vel.

Jóhann (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 21:47

144 Smámynd: Vendetta

Þakka fyrir vingjarnlegar heillaóskir.

Vendetta, 23.8.2010 kl. 22:05

145 identicon

Goldberg (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 01:19

146 identicon

Mig langar bara að svara Önnu Einarsdóttur varðandi þar sem hún segir:

"Til að lifa af barnsmissi er manni nauðsynlegt að trúa því að eitthvað annað og æðra taki við eftir dauðann. Öðruvísi kemst maður ekki í gegnum sorgina."

Ég samhryggist þér innilega með börnin þín en þú getur samt ekki komið með svona staðhæfingu. Foreldrar mannsins míns misstu 12 ára gamalt barn sitt og þau hafa ef eitthvað er orðið sterkari í trúleysi sínu. Á sínum tíma létu þau jarðsetja hann í kirkjugarði en eru í dag alveg trúlaus. Það er mismunandi hvernig fólk vinnur sig í gegnum sorgir sínar; þetta er þinn háttur en maður getur ekki, út frá sínum hætti, alhæft um alla aðra. Maður þarf ekki trú til að vinna sig í gegnum sorgir.

Sem annað dæmi langar mig að nefna að ég var misnotuð kynferðislega þegar að ég var lítil. Ég bað til Guðs um að það myndi hætta, ég bað til Guðs um mikið varðandi það mál. Það gerðist aldrei neitt. Ég varð reið út í Guð, síðan varð ég hrædd og leitaði hjálpar hjá Guði á minn eigin hátt, en það hjálpaði aldrei neitt.

Í dag verð ég að segja að ég er hreint ekki trúuð á þann guð sem biblían boðar og ég hefði viljað INNILEGA að ég hefði ekki verið alin upp í kristinni trú (eins og ég var mjög svo) og að leita hjálpar til Guðs...því að ef að ég hefði ekki falið mig í bænunum á hverju kvöldi, hefði ég kannski frekar haft kjark til að trúa ALVÖRU fólki fyrir vandræðum mínum fyrr (Sem hefði leyst misnotkunarmálilð) en ekki beðið eftir því að Guð myndi koma og redda málunum....sem að hann gerði jú aldrei.

Mrs X (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 06:46

147 identicon

Það eru mjög margir biblíufræðimenn í dag sem segja að krossfestingin hafi ekki átt sér stað....
Ég get líka sagt ykkur með fullri vissu að Sússi gekk ekki á vatni... reisti ekki menn upp frá dauðum... Gaman að segja ykkur frá því að einn prestur í USA segist hafað reist 25 manns upp frá dauðum.. sauðaflokkurinn hans er algerlaga sannfærður um þettta...
Þetta fólk gæti skrifað biblíu og sagt að Mega-sússi væri kominn... ótal vitni og svona

Autðvitað er það skipulögð glæpastarfssemi að selja fólki eitthvað bull sem stendst enga skoðun... meðlimir í glæpagenginu þurfa ekki einu sinni að vita að þeir eru í glæpagengi.....

DoctorE (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 11:10

148 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þjóðsögur og ævintýri. Maður les biblíuna með sama hugarfari og 1001 Nótt.

Jón Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 11:41

149 identicon

DoktorE,

Ætlar þú að skella þér með þetta veganesti á stjórnlagaþing?

Ég sá að það gekk ekki nógu vel hjá þínum mönnum í boltanum í gær, en þið eruð í öðru sæti, engin ástæða til að örvænta, gengur bara betur næst.

Valur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 16:57

150 Smámynd: Vendetta

"Guð bjó ekki til jörðina samkvæmt þessari."

Goldberg: En samkvæmt þessu þá á Guð samt að hafa skapað allt líf á jörðinni. Það er ekki í anda vísindalegrar hugsunar. Þannig að þessi nýja þýðing er ekki áhugaverð fyrir þá sem ekki trúa á Genesis eins og hún leggur sig.

Samt er klausan varðandi "narration" áhugaverð. Því að það þýðir, að setningin: "Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði" þýðir ekki neitt hókus-pókus eða alheimsregla Guðs (God's World Order), heldur þýðir það bara: "Nú hefur Guð fengið orðið og byrjar að ræða hlutina". Það er líka mikið meira kammó þannig.

Vendetta, 24.8.2010 kl. 17:40

151 identicon

Valur, hvað ertu að vilja með þessum stöðugu ýjunum að því hver doctorE sé? Eiga þetta að vera einhversskonar hótanir eða hvað? Skiptir það yfirhöfuð máli hver maðurinn á bakvið nikkið er?

Einar Þór (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 17:53

152 identicon

Það skiptir þig greinilega máli, Einar minn

Valur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 17:55

153 identicon

Nei, elsku Valur minn kæri kallinn, það skiptir mig engu máli hver hann er. En mér finnst furðulegt hvað þú leggur mikið uppúr því. En ég árétta spurninguna: Af hverju ertu alltaf að ýja að því að þú vitir hver hann er?

Einar Þór (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 19:07

154 identicon

Einar Þór,

Ég varpaði til hans spurningu, hana finnur þú hér að ofan í tvígang.  Hann hefur kosið að svara henni ekki.  Hún inniheldur ástæðuna.

En spurning til þín Einar, why do you care?

Kannski langar mig bara til þess að spjalla við hann um fótbolta, er það svo skaðlegt?

En ég efast um að hann sé til í það þar sem hann lítur á mig sem glæpamann, m.v. innleggið hans.  Ef svona maður kemst til áhrifa, sem ég tel afar líklegt, þá verður mér trúlega hent í jailið og fleirum hér.

Valur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:51

155 identicon

Valur minn, ertu að meina þetta:

"viltu frekar að við eyðum peningunum okkar í plöturnar þínar, drykkina á barnum sem þú spilar á og leigubílana sem flytja okkur þangað, DoktorE?"

sem þú endurtekur með þessu:

"Varðandi þá lífsýn sem DoktorE boðar þá er augljóst, ef maður veit hver hann er, að hann hefur fjárhagslega hagsmuni af..."?

Ef svo er, er ég þá að skilja þetta rétt:

Að vegna þess að hann er (meintur) tónlistarmaður, þá hefur hann hagsmuna að gæta í því að fólk sé ekki í trúfélögum, því fólk sem ekki trúir á gvuð sækir frekar tónleika, og er þar með líklegra til að sækja tónleika hjá honum?

Er ég að skilja röksemdafærsluna rétt? Og að þetta sé hræsni? Og þess vegna ertu stöðugt að ýja að því að þú vitir deili á manninum?

Vinsamlegast leiðréttu það sem ég hef misskilið. (btw, þú segir ofar í þræðinum að hann sé forritari?!?)

Svo ég svari þinni spurningu, þ.e. "hví er þér ekki sama?" (þýðing mín): Mér er alveg hreint nákvæmlega sama hver doctorE er. Alveg. En mér fundust þessar stöðugu "ýjingar" (sem er sennilega ekki orð) vera farnar að lykta svolítið eins og hótanir; eins og þér fyndist þú hafa höndlað vald yfir honum og værir að hóta því að eyðileggja nikkið hans ef hann hefði sig ekki hægan. Þetta þætti mér verulega ömurleg framkoma ef rétt reyndist. Síðasta innlegg þitt styrkir reyndar þessa skynjun mína.

Nú er ég alveg opinn fyrir því að ég hafi lesið eitthvað á milli línanna sem ekki átti að vera þar, og því spurði ég hvers vegna þú legðir ítrekað slíka áherslu á að þú værir búinn að komast að því hver hann væri.

Einar Þór (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:23

156 identicon

Einar, 

Þú gleymir alveg þessu með Nígeríusvindlið, en það er einmitt það sem þráðurinn fjallar um, hvers vegna skildi það vera?

Hvernig er það meira Nígeríusvindl að "heilaþvo" fólk af Biblíunnar orði meðan því líður vel í návist einhvers sem það skilgreinir sem Heilagan anda, allir blá edrú, en að "heilaþvo" fólk með trúleysi í gegnum tónlist meðan það er útúrdrukkið og þaðan af verra?

DoktorE er duglegur að benda á alla þá peninga sem fólk eyðir í trúarbrögð, ef það veitir fólki lífsfyllingu, hvað er þá athugavert við það?

Fólk kaupir plöturnar hans DoktorE, eyðir peningum á barnum, sem er forsenda fyrir því að hann megi spila á staðnum, þetta er kannski lífsfylling fyrir einhvern, ég á samt erfitt með að trúa því að þetta sé raunveruleg lífsfylling og þekki það af eigin raun, m.a. vegna minnar eigin fortíðar.  Það er ekkert að tónlistinni, það eru textarnir sem eru yfirleitt neikvæðir eða fjalla um eitthvað sorglegt eða neikvætt, þetta hefur áhrif á sálina og yfirleitt ekki til góðs.

Það eru til vísindalegar rannsóknir sem tengja saman hækkandi sjálfsmorðstíðni við hlustun á neikvæða tónlist og ákveðnar gerðir kvikmynda.

Varðandi þetta með að DoktorE væri í samkeppni við kirkjurnar þá tel ég ekki svo vera í raunveruleikanum en miðað við hvernig hann skrifar þá virðist hann vera á því.  Því fleiri sem frelsast, því fleiri fara frá þeirri aumu lífsfyllingu sem tónlist hans og umhverfi hennar bjóða uppá.

Áttu erfitt með að sjá hræsnina í þessu, Einar minn?  Er það kannski vegna þess að þú þekkir DoktorE og ert að reyna að verja hann hér?  Hann gerir a.m.k. ekki tilraun til þess sjálfur.  Það er reyndar ótrúlegt að ég þurfi að útskýra þetta alveg uppá nýtt en þið Vantrúarmenn eruð algjörir snillingar í því að snúa öllu á hvolf ykkur í hag.  Hvað kemur næst?  Hræsnisfullar yfirlýsingar um Biblíuna, kæmi mér ekki á óvart, allt til þess að afvegaleiða umræðuna.

Valur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:57

157 identicon

Valur ertu þá að tala um myndina Avatar?

Og hvernig neikvæðni tónlist ertu að tala um.

Arnar (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 23:52

158 identicon

Ég er ekki í og hef aldrei verið í Vantrú.

Ég þekki ekki og hef aldrei, að mér vitandi, hitt DoctorE.

Ætla ekki að svara restinni; hún er of vitlaus.

Einar Þór (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 09:09

159 identicon

Einar,

Eitt sem ég tek eftir í skrifum þínum sem er athyglisvert, svo við reynum að halda okkur innan siðferðislegra marka!

En mér fundust þessar stöðugu "ýjingar" (sem er sennilega ekki orð) vera farnar að lykta svolítið eins og hótanir; eins og þér fyndist þú hafa höndlað vald yfir honum og værir að hóta því að eyðileggja nikkið hans ef hann hefði sig ekki hægan. Þetta þætti mér verulega ömurleg framkoma ef rétt reyndist. Síðasta innlegg þitt styrkir reyndar þessa skynjun mína.

Við skulum fókusa á þetta með, ömurlegu framkomunni.  Þér finnst náttúrulega ekkert að því sem DoktorE gerir iðulega á vefnum.  Hér kemur inn kona sem hefur misst barn sitt og trúin hjálpaði henni til þess að komast yfir missirinn, en hvað gerir DoktorE, byrjar á því að hrauna yfir trú hennar og tilfinningar með ónærgætnum og skítlegum athugasemdum.  Þetta finnst þér náttúrlega ekki vera ömurleg framkoma, Einar, eða er það?

Við skulum horfa á það sem þessi maður gerir hér dags daglega.  Hann kallar trúað fólk alls konar nöfnum, eins og glæpamenn, svindlara og ýmislegt sem ekki er hafandi eftir.  En þetta finnst þér náttúrulega bara í lagi því þú ert væntanlega innst inni sammála honum Einar minn, eða getur það ekki passað?

Hvernig finndist þér ef einhver hér á netinu, myndi í skjóli nafnleysis, hrauna yfir þig og þína líka með slíkum aðdróttunum?  Börnin þín koma hingað inn og sjá þann ósóma sem er skrifaður um þau og þig.  Ef þú vissir nafn hans (árásarmannsins), myndir þú þá ekki nota það vopn gegn honum til þess að stöðva hann í ósómanum?

Reynd þú ekki að koma hingað og dæma mig lítilsvirði hræsnari!  Þú ættir kannski að endurskoða þín siðferðisviðmið og reyna að toga hausinn úr moldarhaugnum sem þú hefur greinilega fest hann í!

Valur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:39

160 identicon

Arnar,

Tónlist getur aldrei orðið neikvæð, að mínu mati, aðeins textar.  Ég þekki það sjálfur sem laga- og textasmiður.  Textarnir mínir voru reyndar mun neikvæðari og grófari en textar DoktorE, en ég stóð ekki í opinberum ofsóknum gegn trúuðu fólki þann stutta tíma sem tónlistarferill minn spannaði þó svo að textar mínir hafi fjallað með neikvæðum hætti um trú og þá aðallega Kristna trú.

Valur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 11:43

161 identicon

Vantaði inní þetta "stundum"

þó svo að textar mínir hafi stundum fjallað með neikvæðum hætti um trú og þá aðallega Kristna trú.

Valur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:35

162 identicon

Takk Valur. Þú svaraðir hérna upprunalegu spurningunni minni.

Endilega flettu líka "hræsni" í orðabókinni og spurðu svo sjálfan þig hvort þú ættir ekki að gefa upp fullt nafn og kennitölu í næsta innleggi þínu.

Einar Þór (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 14:12

163 identicon

Þú sérð sem sagt ekkert athugavert við það, Einar, að verja þetta ómenni m.v. hvað á undan er gengið?

Ég get ekki séð að kennitölur séu látnar fylgja í athugasemdakerfinu, ef það væri reitur fyrir hana þá myndi ég skrá í hann samviskusamlega, hér er beðið um nafn, netfang og vefslóð.  Þetta hef ég samviskusamlega fyllt út, ég er ekki með vefsíðu þannig að sá reitur er auður hjá mér.  Ég þarf ekki að fletta uppá orðinu "hræsni" meðan ég hef þín skrif hérna fyrir augum mér.

Talar um ömurlega framkomu hjá mér fyrir að stoppa manninn sem með sínu netofbeldi ræðst að Kristnu fólki og börnum þeirra.  Þvílíkt ómenni, ég held að þú ættir að hugsa þig tvisvar um Einar minn áður en þú ræðst aftur til varnar.

Valur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 15:09

164 identicon

Valur

a) Hræsni er að gagnrýna og ráðast á fólk fyrir eitthvað sem maður gerir sjálfur. Að gagnrýna doctorE fyrir nafnleysi á meðan þú kemur fram undir gælunafni er hræsni.

b) Ég hef doctorinn. Ég aftur á móti styð rétt hans til að vera nafnlaus á bloggi þar sem nafnleysi er leyfilegt.

b) Ég get alveg tekið undir að doctorinn sé dónalegur og ónærgætinn og hef enga sérstaka löngun eða ástæðu til að verja hann, en styð rétt hans til að vera nafnlaus á bloggi þar sem nafnleysi er leyfilegt. Í því samhengi vil ég bendi þér aftur á að lesa þig til um hræsni í orðabók og kíkja svo á hvað þú ert nýbúinn að skrifa um mig.

Einar Þór (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 17:00

165 identicon

Augljós copy/paste villa þarna. Biðst velvirðingar...

Einar Þór (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 17:01

166 Smámynd: Óskar Arnórsson

Valur! Þú ert greinilega kristin og ert að verja kirkju og biblíunna. Ég er trúaður, enn bara á Guð og ekki biblíu, kirkjur eða söfnuði. Þú talar um nafnleynd og l´tur í það skýna að það sé neikkvætt. Það er það alls ekki og þetta með kennitölur á bara alls ekki að vera fyrir allra augum.

DoktorE endurspeglar ruglið í kirkjunni. DoktorE með allan sinn munnsöfnuð og allt sem hann hefur sagt, kemst aldrei nálægt þeim hryllingi sem biblíubókmentir eru að bjóða upp á. Biblíu ætti hiklaust að banna börnum vegna skaðsemi lestursins og hafa viðvörunartexta fyrir fullorðna.

Það er alveg rétt að allir eiga rétt á lífsfyllingu eftir sínum smekk. Ég hef ekkert á móti því að þeir sem hafa áhuga á kirkju sem hobbyi, stundi það hobby. Enn það á ekki að þurfa að borga lífsfyllinguna fyrir ykkur. Gerið það sjálfir eins og allir aðrir.

DoktorE segir það sem margir vilja heyra. Hann segir það sem finnst óþægilegt að segja. Hann talar fyrir fullt af fólki því það eina sem er hægt að seigja um íslenska kirkju í dag er ekki prenthæft. Reyni maður að segja sannleikan er loka á mann hjá mbl.is umsvifalaust. Svo langt gengin er viðbjóðurinn í kringum kirkjunna...

Óskar Arnórsson, 25.8.2010 kl. 17:21

167 identicon

Einar minn enn og aftur kemur hér fram í fáfræði og rugli, ég heti Valur það er mitt nafn.  Ég heiti ekkert annað en Valur, fullt nafn mitt er Valur, getur þú ekki skilið það?

Nafn DoktorE er ekki DoktorE, það ætti að vera öllum ljóst.

Hann kemur hér fram með sínar ofbeldisfullu skoðanir í nafnleynd, þetta myndi hann aldrei skrifa undir nafni.  Það er nafnleyndin sem gerir honum kleyft að skrifa það sem hann skrifar.  Hann getur níðst á fólki vegna nafnleyndar sinnar.

Þessi sjónarmið hér eru mjög sorgleg.  Ef ykkur finnst skrif DoktorE réttlætanleg á einhvern hátt þá ættuð þið að endurskoða siðferði ykkar.

Einar Þór, þú kemur honum til varnar en gagnrýnir hann ekki fyrir svínaríið, heldur gagnrýnir þann sem reynir að stoppa hann, það er nákvæmlega þetta sem gerir þig að siðlausum hræsnara!  Ég hef ekki gert neitt til þess að gera þig að þessum hræsnara, þetta hefur þú gert sjálfur með þínu undarlega siðferði.

Ég ætla að varpa þessari spurningu fram aftur, vegna þess að það virðist vera á einhvern hátt samkvæmt t.d. Óskari réttlætanlegt að ráðast að fólki og börnum þess bara vegna þess að það er trúað og tilheyrir einhverri ákveðinni Kirkju.

Ef einhver myndi í skjóli nafnleyndar, ráðast að þér, börnum þínum og þínum líkum með óhróðri og ofbeldi og þú fengir svo vitneskju um nafn hans.  Finndist þér þá óeðlilegt að nota þá vitneskju þína til þess að stoppa hann í viðbjóðnum?

DoktorE hefur hér kallað trúað fólk glæpenn, svikara o.fl.

Valur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 17:44

168 identicon

Einar Þór,

Mér virðist lífsins ómögulegt að skilja þig á nokkurn hátt.  Ég ætla að vitna hér í orð þín:

Ég get alveg tekið undir að doctorinn sé dónalegur og ónærgætinn og hef enga sérstaka löngun eða ástæðu til að verja hann, en styð rétt hans til að vera nafnlaus á bloggi þar sem nafnleysi er leyfilegt. Í því samhengi vil ég bendi þér aftur á að lesa þig til um hræsni í orðabók og kíkja svo á hvað þú ert nýbúinn að skrifa um mig.

Þú getur tekið undir það að DoktorE sé dónalegur og ónærgætinn en þú styður rétt hans til þess að vera nafnlaus á blogginu.  Ef hann er dónalegur og ónærgætinn einmitt vegna þess að hann er nafnlaus, er þá ekki réttlætanlegt að hann annaðhvort hætti að vera dónalegur og ónærgætinn eða að hann hætti að vera nafnlaus?  Meikar það ekki sens?

Ég veit alveg hvað ég hef skrifað um þig og þú veist hvers vegna.  Fyrst gerðir þú tilraun til þess að snúa útúr orðum mínum og síðan kallaðirðu framkomu mína ömurlega, vegna þess að ég er ekki tilbúin til þess að sitja undir svívirðingum frá DoktorE, vegna þess að ég er ekki tilbúin til þess að horfa uppá hann ausa svívirðiðingum til annara.  Vegna þess er framkoma mín ömurleg að þínu mati.  Gætir þú ekki tekið undir að þetta sé hræsnisfull framkoma, sérstaklega í ljósi þess að þú hefur aldrei gagnrýnt DoktorE fyrir nokkurn skapaðan hlut, en þér fannst þú gríðalega knúin til þess að kalla framkomu mína ömurlega, ótrúlegt!

Valur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 18:37

169 identicon

Gaur, "Valur" er alveg jafn mikið nafnleysi og "doktore". Varla þætti þér það einhver munur ef hann skrifaði undir nafninu "Sigurður"? Hvers son ert þú? Hvar áttu heima? Hvernig þekki ég þig á öðrum vettvangi en í þessum þræði? Skilur þú hvað ég meina?

Ég hef hvergi komið doctore til varnar í mínum innleggjum, og m.a.s. tekið fram að ég hafi enga löngun til þess og ennfremur lýst þeirri skoðun minni að hann sé dónalegur og ónærgætinn.

Ég myndi að sama skapi gagnrýna hann ef hann færi á einhvern hátt að hóta því að grafa upp eftirnafn þitt og heimilsfang til að bauna á þig í trúarumræðum. Það er nefninlega rétt sem þú segir að nafnleyndin gerir fólki, líka þér og mér, kleyft að skrifa sína skoðun óritskoðaða og það er mikilvægt í allri viðkvæmri umræðu. Mikilvægara en kurteisin að mínu mati.

Einar Þór (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 18:38

170 identicon

Einar minn, vertu nú ekki með þessa útúrsnúninga.  Þú veist vel að það er beðið um nafn en ekki föðurnafn.  Ég heiti ekki nafni föður míns, föðurnafnið segir aðeins til um að ég sé sonur föður míns.  Svanur hér á blogginu sér væntanlega e-mailið mitt og sér að það er tengt mér og mínu fyrirtæki.

Við erum ekki að tala um að DoktorE þurfi að vera kurteis, heldur sýna tilfinningum fólks lágmarks virðingu, eins og hann myndi gera ef hann kæmi fram undir sínu rétta nafni.

Ég get alveg sagt þér föðurnafnið mitt ef þú vilt endilega vita það en ég sé bara ekki að það komi málinu við.  Reyndar finndist mér alltí lagi að fólk þyrfti að gefa upp fæðingarár vegna þess að maður vill vita hvort maður sé að tala við fullorðið fólk, börn eða óharðnaða unglinga, maður þarf náttúrulega að vera nærgætnari þegar talað er við ungviðið.  Ég er fæddur árið 1973.  Ég hélt t.d. fyrst að DoktorE væri unglingur, áður en ég komst að því hver hann væri, þess vegna passaði ég mig á því að svara ekki þessu rugli sem hann blammeraði hérna stöðugt fram.  En ég veit betur núna, hann er víst mikið langt frá því að vera unglingur og örugglega margur unglingurinn þroskaðari en hann miðað við hvernig hann skrifar hér.

Valur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband