"Floti haturs" stöðvaður - stutt yfirlit

Meðlimir öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna hafa fordæmd gjörðir Ísraela áður en ráðið sjálft hefur fundað um málið, eftir að ráðist var á skipið Mavi Marmara sem sigldi ásamt nokkrum öðrum skipum með hjálpargögn til Gaza. Sumir, þ.á.m. neitunarvaldshafar eins og Frakkar, Rússar og Kínverjar hafa kallað eftir því að herkví Ísraela um Gazaströnd verði aflétt.

A.m.k. níu andófsmenn um borð í Mavi Marmara,  sumir hverjir tyrkneskir, létu lífið í átökum við ísraelska hermenn þegar þeir réðust um borð í skipið sem statt var á alþjóðlegri siglingaleið.

Flotin, sem talsmaður Ísraelsstjórnar kallaði "flota haturs," samanstóð af þremur vöruflutningaskipum og þremur farþegaskipum.

Dauðsföllin urðu um borð í Mavi Marmara sem er farþegaferja, eitt af þremur skipum frá Insani Yardim Vakfi (IHH) . IHH eru tyrknesk hjálparsamtök sem njóta mikils stuðnings stjórnarflokksins í Tyrklandi en eru bönnuð í Ísrael vegna tengsla sinna við Hamas og al-Qaeda.

Hin skipin eru frá Free Gaza Movement sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök fyrir andófsfólk sem styður Palestínuaraba. Um borð í þeim skipum var ýmis varningur; sement, hjólastólar, pappír, og vatnshreinsunarefni svo dæmi séu nefnd.

Um borð í farþegaskipunum voru meira en 700 farþegar, aðallega frá Tyrklandi en einnig frá Bandaríkjunum, Kanada, Grikklandi, Belgíu, Írlandi, Svíþjóð, Bretlandi, tveir blaðamenn frá Ástralíu og tveir þingmenn  frá þýskalandi.

Í Tel Aviv, sagði talsmaður Ísraelska sjóhersins sem stjórnaði aðgerðunum að hermenn hefðu farið um borð í fimm skip en aðeins mætt mótspyrnu í  Mavi Marmara.

Þeir sem skipulögðu flotann fullyrða að meira en 30 mans hafi særst. Ísraelsmenn segja að tíu hermenn hafi særst og þar af einn mjög alvarlega.

Ísraelsmenn hafa fært skipin til hafnar í hafnarborginni Ashdod.

Tyrkneski utanríkisráðherra hefur kallað gjörðir Ísraelsmanna "morð á vegum ríkisins".

Talmaður Ísrael hjá sameinuðu þjóðunum segir að hermennirnir hafi snúist til varnar þegar á þá var ráðist. Þessu neita andófsmenn.

Særðir andófsmenn hafa verið fluttir á sjúkrahús í Ísrael, 12 þeirra hafa verið handteknir en aðrir bíða þess að verða vísað úr landi.

Ísrael hefur komið á upplýsingabanni í tengslum við atburðina sem gerir það erfitt að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um þá.

Um borð í skipunum voru um 10.000 tonn af hjálpargögnum en ætlunin var að landa varninginum á Gaza strönd sem Ísrael hefur haft í herkví í meira en þrjú ár.

Flestir andófsmannanna sem létu lífið voru Tyrkneskir. Tyrkland hefur haft sig mest í frammi við að mótmæla gjörðum Ísraela.

Líklegt er að þessir atburðir hafi mikil diplómatísk eftirköst fyrir Ísrael. Þrýstingurinn á að enda herkvína um Gaza mun aukast, bæði frá samherjum Ísraela og óvinum þeirra.

Það sem eftir var af sambandi Ísraels við Tyrkland hefur beðið mikinn hnekki. Tyrkland hefur hingað til verið í lykilhlutverki við að miðla málum meðal Íslamskra ríkja og Ísrael. Ólíklegt er að þau samskipti haldi áfram í bráð.

Spurningin er hversu mjög Bandaríkin munu reyna að útvatna sín viðbrögð. Samband þeirra við Ísrael hefur verið frekar stirt upp á síðkastið. Viðræðurnar sem þeir hafa stýrt milli Palestínu og Ísrael munu líklega halda áfram, þótt yfir þær hafi óneitanlega fallið dimmur skuggi.

Talmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna  Philip Crowley sagði um atburðina að Bandríkin hörmuðu mjög þau líf sem höfðu glatast en að búist væri  fastlega við fullri og marktækri rannsókn Ísraela á atburðinum.


mbl.is Sakar Ísrael um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Svanur. Hvað er þetta með tyrki varðandi Palestínu? Eru afskipti þeirra eingöngu á mannúðlegum nótum eða byggt á gömlum væringum Ottómansveldisins sem tapaði svæðinu til breta í WW1 eftir árhundruða yfirráð?

Kolbrún Hilmars, 1.6.2010 kl. 18:37

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú átt kollgátuna Kolbrún. Samskipti Tyrkja og Ísraela hafa verið heldur skrykkjótt eftir að Ísraelríki var endurreist eftir seinni heimstyrjöldina. Undanfarið eftir að Tyrkir byrjuðu að halla sér meira að Evrópu hefur verið þýða í samskiptum þeirra og Tyrkir sem þjóð múslíma verið í aðstöðu til að miðla málum milli Ísraels og annarra Íslamskra landa.

En að mannúðin ein ráði ferð þeirra Tyrkja sem þarna voru á ferð tel ég afar vafasamt. Þeir ætluðu sér og  tókst að veiða Ísraela í gildru (sem var svo sem ekki erfitt miðað við hvernig Ísraelar haga sér undir svona kringumstæðum) og nú fordæmir heimsbyggðin þá fyrir að hafa fallið í hana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband