Er andi í glasinu?

Draugaveiðarar og (fjöl) miðlar fjölmenna nú til The New Inn í Gloucester. Ástæðan er sú að fyrir fáeinum dögum tóku sjálfvirkar öryggismyndavélar staðarins myndir af ölglasi sem fer af stað af sjálfdáðum að því er virðist og skellur á gólfinu eins og sjá má hér. 

Myndbandið er talið vera óbreytt.

Þrátt fyrir nafnið er "The New Inn" alls ekki ný krá. Húsið var upphaflega byggt á 14 öld til að hýsa pílagríma sem komu til að heimsækja gröf Eðvarðs konungs II  sem er í dómkirkju staðarins.

Eigendur krárinnar halda því fram að reimt sé í kránni og að óútskýranlegir atburðir séu þar daglegt brauð.

Kráin býður enn upp á gistingu en þetta kvöld sem andinn hljóp í glasið var verið að undirbúa spurningakeppni á barnum. Við sjáum hvernig spurningakeppnisstjórinn setur glas sitt fullt af bjór niður á borð og fer síðan burtu. Eftir skamma stund hendist það af stað út af borðinu og mölbrotnar á gólfinu og gestirnir stara á í forundran.

PS. Eitthvað finnst mér fámennt á spurningarkeppniskvöldinu. En það er fátt sem trekkir meira en krassandi draugasaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef nú séð þetta gerast í tvígang, sem barþjónn.  Líklegast er að þetta hendi ef glasið er blautt og einhver sápa á borðinu eða á glasbotninum, eð jafnvel bara bjór. Þetta myndar loft undir glasinu, em fleytir því af stað.  Raunar henti þetta mig í þriðja sinn í vitna viðurvist á Grandrokk.

Menn geta gert tilraunir með þetta heima hjá sér og framkallað þetta. Prófið t.d. að setja heitt og blautt glas á hvolf á slétt borð, eða glas með hvolfum botni réttsælis. Líkurnar á að það fari á flakk eru líklega 1 á móti tíu. 

Annars gaman að því hvernig fólk kýs ávallt að stökkva á langsóttustu skýringarnar á einfölum og auðskýranlegum fyrirbrigðum.  Trúaðir hafa sérstakan tendens til þess með sinn barnaheila.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.5.2010 kl. 18:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki skemma góða draugasögu Jón Steinar með skynsemi!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2010 kl. 18:56

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jón Steinar. Þeir hjá BBC drifu sig á staðinn og gerðu nokkrar óformlegar tilraunir, m.a. með að bleyta borðið með bjór og hrista það svo. Glasið hreyfðist en ekki með þessum ógnarhraða eins og gerðist á myndbandinu.

Sigurður; Ég er alveg viss um að það var andi í glasinu að hluta. Vínandi!

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2010 kl. 19:09

4 Smámynd: Brattur

Þjótandi Vínandi -

Brattur, 27.5.2010 kl. 20:32

5 identicon

Ég trúi Jóni Steinari.

Það þarf aðeins eftirfarandi:

1. Heitt og blautt bjórglas.

2. Vel slípað og lakkað barborð, samt ekki alveg 100% lárétt.

Þar sem hitinn í glasinu nægir til að lyfta lítillega upp sjálfu glasinu, þá er komið að öðrum þætti: Hvort borðið er algerlega planað lárétt.

Ef svo er ekki, þá "skríður" glasið af stað.

---

Annars þykir mér alltaf jafn furðulegt að menn leyti í svona sögur til að sýna fram á skringileika veraldarinnar.

Skýringar vísindanna eru þannig að maður álíka flabbergasted.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband