Söguleg helgi framundan

Það gæti gerst að draumar íslensku þjóðarinnar rættust á næstu dögum. Það gæti hæglega gerst að borgarstjórinn verði ópólitískur og borgarfulltrúarnir sem styðja hann líka. Það yrði gaman. Allt í einu mundi skapast möguleiki á að taka ákvarðanir í borgarstjórn sem ekki byggjast á flokkspólitískum forsendum.

Ekki er verra að hafa borgarstjóra sem hefur skopskyn og tekur þessu öllu létt. Íslendingar kunna að meta léttlynt fólk. Með uppskáldaðri vitleysu fær fyndna fólkið okkur hin til að gleyma alvöru vitleysunni. Svoleiðis getur það orðið næstu fjögur árin a.m.k.

Svo gæti það líka gerst strax á eftir að Jón Gnarr er orðin borgarstjóri að Íslendingar vinni Júróvisjón. Það mundi sko gera gera þessa helgi framundan verulega sögulega.  Eftir 24 ára vonbrigði mundi það verða sætt að vinna loks og að halda upp á 25 ára afmæli Gleðibankans í Egilshöll að ári.  Þá gæti  Jón Gnarr boðið alla Evrópu velkomna fyrir framan skjáinn og við fengjum Pálma, Siggu Bein og Eirík big red til að brillera eina ferðina enn. Það væri gaman. Þau eru svo léttlynd og skemmtileg.


mbl.is Jón Gnarr vill stólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi rætist spá þín

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 01:30

2 identicon

Svo væri fínt að fá Kötlugos á sunnudagsmorgun. Segi bara svona.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband