Færsluflokkur: Lífstíll

Smartland til sölu

Mér finnst það góð hugmynd að fjalla um tísku, fegurð og alla fylgihluti kvendómsins, sem hluta af stóru vefsvæði eins og mbl.is er. Mér finnst það aftur á móti afar slæm hugmynd að selja greinarnarnar sem birtast í slíkri umfjöllun, hæstbjóðanda.  

Greinar sem birtast og forsíðu mbl.is frá Mörtu í Smartlandi eru margar með því markinu brenndar. Þær eru ætlaðar til að villa ungum stúlkum og auðtrúa konum sýn á hvað eru góð og holl ráð og hvað eru svæsnar auglýsingabrellur.  

Sharon StoneÞað á að vera auðvelt fyrir almenning að greina auglýsingar frá hlutlausri umfjöllun. Það á að taka það fram í upphafi greinar að greitt hafi verið fyrir eftirfarandi umfjöllun, ef svo er.  Sem dæmi má taka þessa umfjöllun um hvaða farða Sahaorn Stone og Natalie Portman noti. Hún sannar svo ekki leikur lengur nein vafi á, að Marta smarta  hefur selt sál sína og skrif snyrtivöruframleiðendum og skammast sín greinilega ekkert fyrir það.

Myndirnar sem hún birtir af kvikmyndastjörnunum eru sjoppaðar og gefa engan vegin til kynna raunverulegt útlit þeirra, með eða án farða, þannig að það er engin von fyrir íslenskan "kvenpening" að öðlast þetta útlit, hvað sem hann kaupir mikið af þessum snyrtivörum sem Marta er að pranga með.

Nokkrum dögum áður hafði Marta skrifað grein um að konum bæri að farða sig eins og Elizabeth Taylor og Michelle Pfeiffer og vitnað til útlits þeirra í ákveðnum kvikmyndum. Önnur kvikmyndin fjallaði um egypska drottningu sem framdi sjálfsmorð þegar að fegurð hennar nægði ekki lengur til að tæla mikla herforingja til lags við sig, en hin um uppkókaða diskópíu sem gekk á milli eiturlyfjabaróna eins og hver annar varningur. - Förðun og útlit beggja kvenna í þessum kvikmyndum var mjög í samræmi við persónugerðina. - Hvaða skilaboð er Marta smarta að senda? 

 

 


mbl.is Sharon Stone notar þennan farða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rót alls ills er ekki peningar, heldur leiðindi.

Já, mikið hefur þessi norðræna partýstelpa mátt þola af heiminum og því alls ekki of mikið í borið að Hilton mæðgurnar brynni músum saman í sjónvarpinu yfir örlögum Parísar.

paris_hilton99Fáar ungar konur hafa lifað lífi sínu jafn opinberlega og hún. Einkalíf hennar sem aðallega samanstendur af gjálífi með nýjum kærustum sem koma og fara eins kúkúfuglar á klukku, hafa verið helsta að ferð Parísar við að halda athygli fjölmiðlanna við að öðru leiti heldur viðburðasnautt líf sitt.

Eða eins og París orðaði það sjálf, "ég er hrifin af Barbídúkkunni sem gerir sjálf ekki mikið en lítur samt ansi vel út við það."

Og nú grætur hún að stóra trompinu hennar, sem hún hafði hugsað sér að nota einhvern tíman seinna þegar hún virkilega þurfti á að halda,  var sóað af einhverjum strákasna sem setti myndband af henni og sjálfum sér við rúmbragðaglímuiðkun á netið, ENDURGJALDSLAUST!!!

Ekkert getur sviðið París sárar en að fá ekki borgað fyrir að sýna sig, enda ekki margar blondínur í heiminum sem þjéna eina milljón af dollurum á ári bara fyrir að mæta í nokkur partý og sýna sig

Þegar hafa hrotið af munni Parísar nokkur fleyg gullkorn sem eiga að lýsa henni vel. Eitt þeirra notaði ég í fyrirsögnina á þessum pistli; Rót alls ills er ekki peningar,  heldur leiðindi. Ef einhver fer í einhverjar grafgötur með djúphyggni þessarar dömu fylgja hér nokkur í viðbót.

Ef þú hefur fagurt andlit, þarftu ekki gervibrjóst til að ná allra athygli.

Fólk heldur að ég sé heimsk. En ég er gáfaðri en flest annað fólk.

Það er engin í heiminum eins og ég. Ég held að hver áratugur hafi sína ofur-ljósku, eins og Marilyn Monroe og Diana prinssessa, og nú er ég það.

Það besta við að hafa eigin næturklúbb er að allt er frítt og þú getur sagt plötusnúðnum að spila hvað sem þig langar.

Klæddu þig krúttlega hvar sem þú ferð. Lífið er of stutt til að láta ekki taka eftir sér.


mbl.is Paris Hilton miður sín vegna kynlífsmyndbandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marta María í Smartlandi á villigötum

Katrín í brúðkaupsferðFyrir nokkrum dögum birtust myndir af Katrínu Middleton sem gáfu sterklega til kynna að stúlkukornið hefði lagt enn meira af í brúðkaupsferðinni og var hún þó grönn fyrir.

Leiddar voru getur að því að Katrín væri nú komin langt undir eðlilega líkmasþyngd.

Þessi mynd af henni í sama kjól og Lydía Bright sem frétt Mörtu Maríu fjallar um, sýnir svo ekki er um að villast að Katrín á við verulegt vandamál að stríða. -

Á meðan raunveruleikaþáttastjarnan  Lydía fyllir vel útí kjólinn sinn á öllum stöðum, hringlar Katrín inn í sínum, brjósta, rass og mjaðmalaus. -

Ég er því á fullkomlega öndverðum meiði við Mörtu Maríu í Smartlandi sem virðist telja að lystarstolslegt útlit Katrínu sé eftirsóknavert og að hún taki sig betur út í  kjólnum en Lydía. -

Það er greinilega að Marta er eitthvað smituð af horrenglutískunni og lætur sér í léttu rúmi liggja þá skaðsemi sem hún hefur valdið konum og ungum stúlkum sem talið er trú um að stærð 0 sé eftirsóknarverð.


mbl.is Þessi kjóll er ekki flottur á öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellismellurinn Jane Fonda

Jane Fonda 2007Þegar að Michael Jackson lést, skrifaði Jane Fonda þetta um hann á blogginu sínu;

"Ég hugsa stöðugt um dauðann. Ég æfi dauða minn. Mér finnst það mjög heilbrigt. Dauðinn er einu sinni það sem gefur lífinu merkingu líkt og hávaði gefur þögninni merkingu. Æ æ , hugsaði ég með sjálfri mér, Michael á eftir að það eiga erfitt þegar hann eldist. Hann mun eyða allri orku sinni í að flýja hið óumflýjanlega. Og nú hefur það gerst. Sem betur fór tók að fljótt af. Stórkostleg hjartaáföll sem fólk nær sér ekki af, taka venjulega fljótt af. Þú veist ekki einu sinni hvað er að gerast. Þetta var líklega besti dauðdaginn fyrir Michael. Það var erfitt að ímynda sér hann hamingjusaman þegar aldurinn færist yfir hann."

Jane veit greinilega hvað hún er að segja því fáar konur afa lagt jafn mikið á sig og hún til að flýja ellina. Og á þessum myndum af henni 73 ára sem fylgja fréttinni, er ekki hægt að segja annað en að henni hafi tekist bærilega vel til.

Síðustu 30 árin hefur hún stundað líkamsrækt og heilbrigt líferni. Og þegar það dugði ekki til hefur hún látið undan hégómanum og lagst undir skurðhnífinn til að láta fjarlægja mestu hrukkurnar. (Sjálf segist hún ætíð vera treg til þess af því henni þyki í raun vænt umhrukkurnar sínar)

En hún lítur glæsilega út í Emilio Pucci kjólnum sínum þarna í Cannes. Henni tókst greinilega í þetta sinn að finna kjól sem enginn annar klæddist og komast hjá sem sagt er að sé pínlegasta stund í lifi hverrar konu, þ.e. þegar einhver önnur mætir í alveg samskonar kjól, eins og gerðist hjá Jane einmitt í Cannes árið 2007. (Sjá mynd)


mbl.is 73 ára og stal senunni á rauða dreglinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar elska Ísland um þessar mundir

Ég hef grun um að Bretar hafi hringt grimmt inn til að kjósa lagið hans Sjonna. Breski þulurinn sagði söguna af laginu á þann hátt að það smellpassaði við stemmninguna hjá strákunum á sviðinu. Ef að þulir annarra landa hafa gert hið sama, og halda áfram uppteknum hætti á laugardaginn verður íslenska lagið ofarlega.  - Að auki er lagið sjálft ágætis hvíld frá öllu teknósuðinu frá flestum hinna landanna. -

Annars er Ísland að gera það virkilega gott í Bresku sjónvarpi þessa dagana, ef hægt er að taka þannig til orða.

BBC ákvað að efna til íslenskrar viku á BBC 4 og þar er verið að sýna íslenskt efni upp á hvern dag. Vikan hófst með Jar City, í gærkveldi var sýnd einhver heimildarmynd um og með Ragnari Axels ljósmyndara, og í kvöld heimildamynd gerð af BBC um Íslendingasögurnar. 

Þá hafa þættir af Næturvaktinni með Jóni Gnarr einnig verið sýndir á hverju kvöldi. Mér heyrist fólk vera hrifnast af þeim. Gnarrinn er að slá í gegn á Bretlandi líka.  Myndin um Raxa var tilgerðarleg og fékk ekki sérlega góða dóma. Fólk var á því að það hefði verið fróðlegra að heyra meira í fyrirsætum ljósmynda hans en honum sjálfum.

Álit fólks um annað á eftir að koma í ljós.


mbl.is „Þetta var stríðnin í Sjonna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú mátt fá hana því ég vil ekki sjá hana

Stephanie NaumoskaÞað er vandlifað i heimi tísku og fegurðar. Fegurðarsamkeppnir eru ein leiðin fyrir ungar stúlkur til að gerast þátttakendur í því "rottukapphlaupi" og ef þær ætla að ná árangri, verða þær að skilja að líkami þeirra tilheyrir þeim ekki lengur.

Fyrir tveimur árum þótti hin ástralska Stephanie Naumoska  of mjó og vannærð til að geta verið fulltrúi álfunnar í Fröken Alheimur, þrátt fyrir að hún hafi borið sigurorð að meira en 7000 keppendum. Stephanie reyndi að afsaka sig með því að hún væri af makedónskum uppruna og þar væru konur svo grannar.

Domonique Ramirez þótti of feit eins og fréttin ber með sér, þótt hún hafi unnið titilinn aftur fyrir dómsstólum.

Domonique RamirezÍslenskar stúlkur, og þær eru nokkrar, sem fetað hafa þessa slóð og náð þar talverðum árangri, hafa fæstar enst lengi í alþjóðlega fegurðarbransanum, einmitt vegna þess hve miklar kröfur hann gerir til ákveðinnar lágkúru.

Þótt kvikmyndin Litle MISS SUNSHINE fjalli um fegurðarsamkeppni telpna, tekur kvikmyndin á frábæran hátt á þeim tvískinnungi sem fegurðarsamkeppnir yfirleitt eru þekktar fyrir.

Gott dæmi um hann er þegar að fyrsta svarta ameríska fegurðardrottningin (1983) Vanessa Lynn Williams þurfti að segja segja af sér embættinu vegna þess að í ljós koma að til voru af henni nektarmyndir.  - Skelfilegt fyrir konu sem vinnur keppni þar sem skylda er fyrir keppendur að koma fram svo til naktir.

Engin stúlka hefur nokkru sinni verið svipt titlinum fyrir að vera ekki nógu falleg "innanfrá", eða fyrir að vera of heimsk.


mbl.is Svipt titli fyrir að vera of feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakkaföt að eilífu

Chicago_woolen_mill_suits1Hver segir að karlmenn séu íhaldsamir þegar kemur að klæðaburði. Jakkaföt hafa t.d. aðeins verið í tísku í ca. 300 ár. 

En einhverju verða menn líklega að klæðast. Það er fáheyrt að naktir karlmenn hafi mikil áhrif í samfélaginu.

Til að geta kallast jakkaföt, verða buxur og jakki að vera úr nákvæmlega sama efni.  

Þessi tiltölulega einsleiti einkennisbúningur hins siðaða vestræna manns er sprottinn upp úr klæðnaði evrópskra aðalsmanna á 17 öld.

Eftir frönsku byltinguna, sem umbylti klæðnaði almennings í Evrópu, eins og öllu öðru,  hófu breskir klæðskerar að nota tiltölulega grófofin ullarefni.  

Þeir saumuðu jakkaföt sem voru efnismikil og höfðu jafnframt afar stífar og staðlaðar útlínur. Buxurnar voru síðar og jakkinn stuttur og án lafa, enda eru löfin aðeins gagnleg þeim sem hafa gat á rassinum eins og einhver tískufrömuðrinn orðaði það.  (Þegar maður hugsar um það, hafa reyndar flestir slíkt gat)

Þegar í  upphafi Viktoríutímabilsins voru jakkafötin í aðalatriðum orðin  eins og þau eru enn þann daginn í dag. 

Sniðið undirstrikaði borgarmenninguna og hentaði fyrst og fremst karlmönnum sem unnu litla sem enga líkamlega vinnu. Fötin fela vel bæði væskilslegt og skvapholda vaxtarlag mektarmannsins, sérstaklega ef vesti er notað með þeim. Það virkar þá eins og lífstykki eða bumbustrekkjari.  

Verkamenn um 1930Þeir sem vinna erfiðisvinnu hafa breiðari axlir og stærri vöðva en skrifstofublækurnar. Þegar að verkamaður kaupir sér jakkaföt beint af herðatrénu, passa  þau yfirleitt illa. Þau eru annað hvort of þröng eða of síð. Þau gera því lítið annað en að undirstrika ójöfnuðinn sem þeim var ætlað að fela.

Fræg er sagan um manninn sem kom inn í herrafataverslun og bað um að fá að sjá jakkaföt. Afgreiðslumaðurinn sýni hinum föt sem kostuðu 100.000 krónur. Þetta þótti manninum of mikið og bað um eitthvað ódýrara. Búðingurinn kom þá með föt sem kostuðu 50.000. En þótt vini okkar fötin of dýr. Loks kom maðurinn með málbandið með jakkaföt sem kostuðu 5000 krónur sem mannsa þótti ásættanlegt verð. 

En þegar hann mátaði fötin kom í ljós að önnur ermin jakkans var nokkru styttri en hin. "Dragðu bara handlegginn inn og skjóttu upp annarri öxlinni" ráðlagði afgreiðslumaðurinn, sem viðskiptavinurinn og gerði.

Þá sá hann að jakkakraginn var nokkuð skakkur. "Ekkert vandamál" sagði afgreiðslumaðurinn, "teigðu vel úr hinni hendinni og beygðu hana aftur á bak eins og væng". Þetta gerði vinurinn en tók þá eftri því að önnur buxnaskálmin var styttri en hin. "Þú verður bara að ganga með annan fótinn stífan, þá tekur enginn eftir þessu" ráðlagði búðarblókin.

Maðurinn keypti nú jakkafötin og gekk út á götuna hýr í bragði. Hinum megin við á kaffihúsi sátu tveir bæklunarskurðlæknar og sötruðu kaffi. Um leið og maðurinn í nýju fötunum kom gangandi yfir götuna, sagði annar þeirra. "Þetta er einhvers verst bæklaði maður sem ég hef séð um ævina". "Já", svaraði hinn. "En skratti er hann í flottum jakkafötum."

Sagt er að jakkaföt endurspegli einnig þá údbreiddu skoðun (sumir kalla það misskilning) að karlmenn eigi að vera staðfastir og einlitir persónuleikar. Fjölbreytileiki í litum og tegundum búninga passa illa við þá skoðanafestu og stöðugleika sem karlmenn eiga að prýða.

Króatískur málaliði með hálsbindiÓmissandi hluti þessa langlífa karlabúnings er kragaskyrtan og hálsbindið. Það er einna helst í litum hálsbindisins sem karlmenn geta brugðið á leik með liti og munstur. Hins vegar má vel spyrja hvað sé svona eftirsóknarvert við að hefja hvern dag á að hnýta snöru um hálsinn á sér.

Hálsbindið má líklega reka til búnings króatískra málaliða í 30 ára stríðinu. (1618–1648) Það er oft nota til að gefa til kynna skap og jafnvel afstöðu, notandans, til manna og málefna. 

Ef allt fer sem horfir munu karlmenn halda áfram að klæða sig í jakkaföt um ófyrirsjáanlega langa framtíð. Í bókum og kvikmyndum sem fjalla um framtíðina eru karlmenn ætið klæddir í jakkaföt. (OK, í örfáum óvinsælum kvikmyndum eru þeir i samfestingum)  Hugmyndaflug höfundanna nær sjaldan lengra enn að þrengja buxurnar dálítið eða hafa jakkann með bítlakraga.


Jólahald fátækra

RjúpaFlestar af núveandi matarhefðum Íslendinga á jólum, hafa borist til landsins frá nágrannalöndunum. Nokkrar eru samt heimatilbúnar og eiga það að auki sameiginlegt að verða viðteknar vegna fátæktar og sparnaðar ólíkt því sem gengur og gerist meðal annarra þjóða þar sem jólamatar-hefðirnar hafa mótast af því besta og dýrasta sem völ er á.

til dæmis er Rjúpa hvergi etin sem Jólamatur, nema á Íslandi. Haft er fyrir satt að neysla hennar á jólum hafi eingöngu komið til vegna þess að fátæktin hafi verið svo mikil sumstaðar á norðurlandi  þaðan sem siðurinn ku ættaður, að ekkert annað kjötmeti hafi staðið þar til boða á Jólum. -

LaufabrauðÞá er það alkunna að laufabrauðið, sem einnig finnst hvergi nema á Íslandi, varð til vegna skorts á mjöli. Ekki þótti stætt á því að sleppa brauðmeti algjörlega um jól, þótt hráefnið væri bæði  illfáanlegt og dýrt.

Jafnvel á tuttugustu öld móta sparnaðaraðgerðir landans matar-neysluvenjur hans á jólum.

Appelsín og MaltUm 1940 kemur hið gómsæta Malt á markaðinn. Það varð þegar vinsæll drykkur en þótti tiltölulega dýr. Fljótlega fór fólk að drýgja maltið með  gosdrykkjum og þegar Egils appelsín kom á markaðinn 1955 þótti það fara betur saman en nokkuð annað með Maltinu. Fimm árum síðar var siðurinn orðin útbreiddur um allt land og hefur síðan verið óformlegur jóladrykkur íslenskra heimila.

Vafalaust eru dæmin fleiri þótt eg muni ekki eftir fleirum bráð. 


Eins og hræða í melónugarði

Jóla-tréhöggÁ flestum íslenskum heimilum sem öðrum meðal kristinna þjóða, þykja engin jól, nema að jólatré standi uppi í stofunni ljósum skreytt og prýtt silfur og gullglysi.  Flestir vita að jólatré tengist ekki beint fæðingarhátíð frelsarans og að siðurinn á rætur sínar að rekja til heiðni. Reyndar tók Marteinn Lúther jólatréð upp á sína arma og sagði það vera táknrænt fyrir lífsins tré í aldingarðinum Eden og vera þannig mótvægi við eftirlíkingu og uppstillingu kaþólskara af fæðingu Krists þar sem hann liggur í jötunni.

Fæstir veita því nokkra eftirtekt eða finnst það skipta nokkru máli, úr því sem komið er, að Biblían sjálf sýnist tala á móti þessum sið og vara við honum.

Gullið JólatréJeramía 10:1-5

"1Heyrið orðið, sem Drottinn talar til yðar, Ísraels hús! 2Svo segir Drottinn:

Venjið yður ekki á sið heiðingjanna og hræðist ekki himintáknin, þótt heiðingjarnir hræðist þau.

3Siðir þjóðanna eru hégómi. Menn höggva tré í skógi, og trésmiðurinn lagar það til með öxinni, 4hann prýðir það silfri og gulli, hann festir það með nöglum og hömrum, svo að það riði ekki.

5Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki, því að þau geta ekki gjört mein, en þau eru ekki heldur þess umkomin að gjöra gott. "


Hinn laglausi, sú afkáralega og sú skelfda

Vinsælustu sjónvarpsþættirnir í Bretlandi,  The X Factor, Strictly come dancing og I’m A Celebrity... Get Me Out Of Here,  eiga það sameiginlegt að almenningur ræður nokkru um framvindu þáttana.

Í X factor ráða símakosningar því hvorn af tveimur neðstu,  dómararnir fá að velja um að reka heim. 

Í Strictly come dancing, ræður atkvæðafjöldi algerlega hver fer heim.

Í I’m A Celebrity... , ræður almenningur hver þátttakenda verður að takast á við að leysa þrautirnar sem ræður fjölda matarskammtanna til hópsins.

Í öllum þessum þáttum sem nú eru í sýningu í Bretlandi og víðar, hefur almenningur tekið völdin og gert alla þættina heldur pínlega á að horfa. Afkáraleikinn er greinilega mun vinsælla sjónvarpsefni en hæfileikar og atgervi.

WagnerÍ X factor nær Simon Cowell varla upp í nefið á sér fyrirvandlætingu yfir því að Wgner Carrilho 54 ára gamall einkaþjálfari,sem er upprunalega frá Brasilíu skuli komast áfram á kosnað frambærilegra söngvara. Simon hefur nokkuð til síns máls, því Wagner getur tæpast haldið lagi. Fram að þessu hefur hann ekki lent einu af  tveimur neðstu sætunum og þess vegna fær Simon ekkert að gert.

Almenningur heldur Wagner inni og mann grunar að hann geri það bara til að gera Simon gramt í geði.

AnnaSama er upp á tenngnum í danskeppninni Strictly come dancing. Þar greiðir almenningur Önnu Widdecombe, 63 ára fyrrum þingmanni Íhaldsflokksins atkvæði sín, þrátt fyrir að konan sé vita taktlaus og stirð fram úr hófi.

Dómararnir gefa henni alltaf lægstu einkunnir sem sést hafa í keppninni, en hún kemst ætíð áfram. Reyndar gerir hún sjálf út á afkáraleikann og hefur gaman að. Dómararnir sem líta á þetta sem "alvöru" danskeppni, vita ekki sitt rjúkandi ráð.

GillianI’m A Celebrity... Get Me Out Of Here þættirnir eru búnir að vera í gangi í viku að þessu sinni. Sama konan hefur á verið valin á hverjum degi til að gangast undir ógeðslegar þrautirnar sem þeir bjóða upp á í þeim þáttum. Hún heitir Gillian McKeith og er 52 ára næringarfræðingur.

Gillian í yfirliðiGillian er haldin mikilli skordýra-fóbíu og er grænmetisæta þar að auki. Þrautirnar fela það gjarnan í sér að skríða á meðal fjölda skordýra, nagdýra og skriðdýra, nagdýra og leggja þau sér til munns, ósoðin blönduð saman við leðju og drullu. (Spurning hvað hún er að gera í þætti sem þessum.)

Gillian varð svo miður sín í gærkveldi að hún fékk aðsvif og hné niður meðvitundarlaus í beinni útsendingu. Hún var borin burtu en fréttir herma að hún ætli sér ekki að gefast upp.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband