Nóg komið

Ágætu lesendur.

Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að blogga hér á blog.is.

Ég þakka bloggvinum mínum skemmtilega samleið í þessi tvö ár sem ég hef verið að og þeim fjölda sem skrifað hafa athugasemdir við bloggið mitt.

Umhverfi og viðmót blog.is er að mínu viti afar gott og ekkert út á það að setja. Ég er hins vegar ósáttur við ýmsa aðra þróun mála á mbl.is sem ekki er nauðsynlegt að tíunda hér.

Bestu kveðjur,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvert ´´a að fara?

ELÍAS RÚNAR (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 13:30

2 identicon

Mæli með wordpress... en þú vilt kannski halda þig á "heimaslóðum"

Vonandi á maður eftir að sjá þig í framtíðinni.

Good luck!

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Vá þetta er að verða eins og í Pakistan, fólk hverfur umvörpum, verð að ræða þetta við AI. Þakka þér fyrir bloggvináttuna Svanur minn og góðar greinar. Vona að þú haldir samt áfram á Facebook.

Kv. Tara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 31.10.2009 kl. 14:02

4 identicon

Skil þig vel.  Tími bloggara er liðinn en tími strigakjafta sem hafa ekki áhuga á neinu nema að ata annað fólk aur, rann upp í kjölfari hrunsins.  Því að hrunið var ekki síður siðferðislegt en efnahagslegt.

Þ (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:14

5 identicon

hæ ertu til í að hringja snöggvast í mig, verð að ná um þig 699 5551 og eyða svo þessari missnotkunnar færslu minni

kv

Grétar

Gretar Eir (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Eygló

Missir af þér. Langflottastur. Takk.

Eygló, 31.10.2009 kl. 14:36

7 identicon

Já blessuð sé minning mbl blog.is erfið var ritskoðunninn hér áður fyrr en Guð minn góður núna með vægast sagt undarlegu frétta mati eða framsettningu !

Gretar Eir (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:39

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Betra að láta sig hverfa áður en aðrir láta þig hverfa :)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2009 kl. 15:24

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Far vel, takk fyrir góða pistla.   Sífellt hrannast upp fleiri og fleiri ástæður fyrir því að hefja lestur góðra bóka, eða fara út í sólskinið.  Sakna bloggvináttu margra sem horfið hafa og eru að hverfa.  Hann er máttugri en ég hélt, þessi dæmalausi Davíð.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.10.2009 kl. 16:15

10 identicon

Ég póstaði á MBL og spyr hvers vegna Loftur fær að vera inni fyrir að gefa í skyn að aftökur án dóms og laga séu mál málanna... en ég bannaður fyrir að segja að sjáandi sé geðveik eða glæpakvenndi.. sannleikurinn sem sagt.

Skemmst er frá því að segja að mbl svarar ekki... enda er mbl og sjálfstæðisflokkur allur í að mismuna fólki...

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 17:02

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Svanur, það er leiðinleg að þú skulir vera að hætta hér á blogginu. En ég þakka þér fyrir þennan tíma sem við höfum verið bloggvinir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.10.2009 kl. 17:34

12 identicon

Gaman vaeri ad vita hve margir hafi haett áskrift.  Good luck! 

Ummi (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 18:11

13 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Afskaplega leiðinlegt að heyra Svanur. Vonandi rekst maður á þig áfram á vefnum.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 31.10.2009 kl. 19:24

14 Smámynd: Kama Sutra

Þeir týna tölunni hratt þessa dagana góðu bloggararnir hérna á moggablogginu.  Núna eru aðeins örfáir moggabloggarar eftir sem ég les.

Kama Sutra, 31.10.2009 kl. 19:29

15 identicon

Mun sakna þín og mun ekki lesa neitt annað blogg en http://stjornuskodun.blog.is/blog/stjornuskodun/

kveðja Ingó

Ingó (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:13

16 Smámynd: Einar B  Bragason

Líkt og mý á mykjuskán hrúguðust þeir gasprandi á Mogga bloggið, En nú ber nýrra við, mývargurinn ekkert er nema Saur og hland og kannski smá sperringur að morgni... 

Ég er þó ýmsu fróðari um hve lágt mann skepnan getur lagst eftir lestur hér á blögginu, hafðu takk fyrir... og lifðu heill.

Einar B Bragason , 31.10.2009 kl. 22:01

17 identicon

Sæll Svanur.

Þótt ég sé sjaldan sammála þér,  er ég þó á þeirri skoðun að moggabloggið hafi misst góðan einstakling úr sínum röðum !!

Gangi þér allt í haginn vinur...

kveðja..

runar (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 22:14

18 identicon

Og farið hefur fé betra. Gangi þér betur í nýjum heimum. Það er aldrei svo að ekki komi maður í manns stað og nokkuð víst er að auðveldlega verður að fylla svo lítið skarð sem þú skilur eftir.

Magnús (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 22:55

19 Smámynd: Gústaf Níelsson

Viltu ekki deila með okkur ósætti þínu við þróun mála eða er svanurinn frá Suðurnesjum nár? En allir verða auðvitað að þjóna lund sinni.

Gústaf Níelsson, 31.10.2009 kl. 23:55

20 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli - líka sem, og þið önnur, hér á síðu !

Fremur; þykir mér kasta tólfum nokkrum, þá enn einn; gamalgróinn spjallvinur hverfur á braut - þó; orsaka megi rekja, til vaxandi flysjungs skapar frjáls hyggju ómyndarinnar, hér á síðum, svo sem.

Heldur hvimleitt; má kalla, þéttari og sífellt smeðjulegri skrif, hins hvimleiða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar - sem ýmissa bómullar veraldar hnoðra, af svipuðum meið - eflir ei; þrótt, né nennu sæmilega skikkanlegs fólks, til við verunnar hér, skiljanlega.

Þó; munum við þvergirðingar ýmsir, enn þrjóskast við, um hríð, unz nýja brum Mbl. verði okkur svo ofvaxið leiðindum; mögulegum, að frá yrðum að hverfa, sökum þeirra, jafnvel; einungis. 

Farnist þér vel; á nýjum brautum - og þakka þér; margfaldlega, ánægjulega og einarðlega vináttuna, Svanur Gísli - vonandi; að við eigum eftir að hittast, til frekara skrafs, í raunheimum, síðar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 00:41

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gangi þér vel

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2009 kl. 01:47

22 identicon

Sem almennur blogglesandi get ég ekki orða bundist. Ég hef lesið allar þínar færslur og það er mín sannfæring að blogg þitt hafi borið höfuð og herðar yfir öll önnur slík, það skarð sem þú skilur eftir verður ekki fyllt.

Ég vona svo sannarlega að þú takir upp þráðinn annarsstaðar en sú von stafar sjálfsagt af græðgi og eiginhagsmunum, þorsta í allan fróðleikin, þín ópólítísku, fordómalausu og mannlegu skrif. Hafi einhverjir lesið skrif þín með opnum huga, þá er heimurinn örlítið betri á eftir.

Þakka þér fyrir skrif þín á blog.is

sigurvin (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 03:48

23 identicon

Sæll Svanur.

 Ég las þig oft og þín verður sárt saknað fyrir að það þora að koma við kvikuna,þó ég hafi ekki alltaf verið þér sammála. Hver er það ?

Gangi þér sem best, hvar þú verður !.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 04:50

24 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll og takk fyrir samskiptin hér á blogginu. Leitt að sjá þig hverfa héðan, en svona er lífið. Gangi þér vel.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.11.2009 kl. 07:06

25 Smámynd: Hjalti Tómasson

Leitt að missa þig af þessum vettvangi, hef haft gagn og ánægju af að lesa eftir þig þó ég hafi ekki alltaf verið sammála.

Vonandi finnur þú þér annan stað til að koma skoðunum þínum á framfæri.

Bestu kveðjur og gangi þér allt í haginn

Hjalti Tómasson

Hjalti Tómasson, 1.11.2009 kl. 10:08

26 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sæll Svanur, þá er fokið í flest skjól hér á blog.is.. ekki margir fastir pennar eftir sem talandi er um.  Sæmi og Lára Hanna eru hér enn..

Ég vonast til að fá að fylgjast með skrifum þínum annarstaðar Svanur. Takk fyrir lesturinn síðastliðið ár eða svo :)

Óskar Þorkelsson, 1.11.2009 kl. 13:16

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég mun sakna þess að sjá ekki framar hér á þessum slóðum þín skemmtilegu, fræðandi og íhugunarvekjandi blogg. Þakka þér fyrir ánægjuleg bloggkynni og vegni þér vel hvar sem þig ber niður með lyklaborðið. :)

Kolbrún Hilmars, 1.11.2009 kl. 17:27

28 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þakka marga góða pistla Svanur - vegni þér vel hvað svo sem þú tekur þér fyrir hendur - lít við ef að þú bloggar annarsstaðar

Gísli Foster Hjartarson, 1.11.2009 kl. 19:55

29 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég þakka þér marga góða og fróðlega pistla. Segðu okkur hvert þú ferð ef þú ákveður að blogga annarstaðar. Takk fyrir mig og gangi þér allt í haginn.

Marta Gunnarsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:52

30 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Um mitt ár 2007 var virkilega gaman að vera bloggari hér. 

Í dag finnst mér Moggabloggið vera orðið fullt af öfga- hægrimönnum sem stunda munnsöfnuð sem nánast engin fordæmi eru fyrir á opinberum vettvangi.  Og með tilkomu Davíðs í ritstjórastól virðast þeir hafa hlotið vernd og þurfa engum reglum að hlýta lengur.  

Takk fyrir góða pistla, Svanur.

Anna Einarsdóttir, 2.11.2009 kl. 12:10

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég vil þakka allar þessar góðu kveðjur.

Um skeið mun ég gera hlé á bloggskrifum en síðan vonandi taka til hendinni á öðrum vettvangi.

Margir vita nú þegar að í undirbúningi er nýtt og öflugt bloggsvæði sem mun bera nafnið Bloggheimar.is. Þar mun mig verða að finna um leið og sú veita kemst í gagnið.

Um ástæðurnar fyrir hvarfi mínu af blog.is sem virkum bloggara vil ég sem minnst segja, en samt þetta;

Ég hef hvað eftir annað látið í ljósi andúð mína á pólitískum flokkadráttum og mismunun hverskonar. 

Jafnframt hefur mér einnig fundist það ógerlegt að leiða hjá mér þá miklu hlutdrægni sem ráðið hefur ferð á blog.is síðustu vikurnar og  þá miklu hörku sem hlaupið hefur í samskipti sumra bloggverja í framhaldi af því.

Hygg ég að ég endurómi þar marga sem hér hafa gert athugasemdir.

Enn og aftur, bestu þakkir

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.11.2009 kl. 12:46

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er mikill missir af þér Svanur Gísli, þótt við séum algerlega ósammála um flest, þá ertu einstaklega góður penni. Ég kem til að fylgjast með hvar þú hefur aftur kröftug skrif þín, hvar sem það verður.

Guð blessi þig kæri Svanur, og þakka ég ánægjuleg jafnt sem stormasöm samskipti á liðnum árum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.11.2009 kl. 14:52

33 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Sæll Svanur.

Mér þykir það miður að þú skulir ætla að hverfa héðan því að pistlar þínir hafa margir verið fræðandi og flest allir skemmtilegir. Umræðurnar sem pistlar þínir hafa skapað hafa margar hverjar verið ansi fjörugar og skemmtilegar þannig að það verður missir af þér. En gangi þér vel á nýjum slóðum.

Kv.

Aðalsteinn Baldursson, 3.11.2009 kl. 18:57

34 Smámynd: Kama Sutra

Fáum við venjulega fólkið að stofna blogg í Bloggheimum eða verður þar bara einhver blogg-elíta?

Kama Sutra, 3.11.2009 kl. 21:40

35 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Guðsteinn og Aðalsteinn.

Bloggheimar verða öllum opnir Kama Surta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.11.2009 kl. 23:28

36 Smámynd: Kama Sutra

Takk fyrir þetta, Svanur.  Ég þangað!

Kama Sutra, 4.11.2009 kl. 01:41

37 Smámynd: Brattur

Svanur Gísli... blessaður endurskoðaðu þessa ákvörðun... þú ert frumlegur, vandaður og skemmtilegur penni... þetta er að verða svo einlita hallelúja hópur sem (með þó nokkrum undantekninum) bloggar hérna ennþá... látum þá ekki svæla okkur út...

Brattur, 5.11.2009 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband