Eru sjálfstæðismenn Gyðingar Íslands

Gyðingar í Þýskalandi á tímum HitlersHalldór Jónsson fjallar á bloggsíðu  sinni um grein Njarðar P. Njarðvík "Niðurlæging þjóðar" sem birtist í  Fréttablaðinu fyrir skömmu og einnig á bloggi Láru Hönnu hér.  Halldóri finnst Njörður tala um meðlimi Sjálfstæðisflokksins eins og Hitler talaði um Gyðinga. Með öðrum orðum líkir hann meðlimum Sjálfstæðisflokksins á Íslandi við gyðinga í Þýskalandi á dögum Hitlers.

Halldór segir orðrétt;

Nú kemur þessi maður fram og segir að ég sé bara fífl, sem hafi með spillingu minni valdið hruninu. Væntanlega beri þá ábyrgð á falli Lehmansbræðra, alþjóðlegri lánsfjárkreppu, Icesave ‚ Jóni Ásgeiri, Tenghuiz, Kaupthingi  og þar fram eftir götunum.

Fyrir mörgum árum var maður uppi í Þýskalandi sem hét Adolf Hitler. Hann steig ekki í vitið en hafði hæfileika til að láta dæluna ganga svo að menn trúðu stundum heimskuvaðlinum. Hans aðalkenning var að Júðar væru í heild sinni óalandi og óferjandi og skyldu því verða drepnir. Allir ! Hafði ekkert með að gera hvernig þessi eða hinn var innréttaður. Það var nóg að vera fæddur Júði og í gasklefann með hann.


Einhver kann að halda  að tími svona fífla væri liðinn með almennri upplýsingu. En það er greinilega ekki.

Hugsið ykkur ! Prófessor Emeritus !

Afar algeng mælskulistarbrella er að ýkja málflutning andstæðinga sinna og líkja þeim við eitthvað eða einhverja sem flestir hafa andúð á. Fátt vekur upp eins mikli viðbrögð og þegar einstaklingum er líkt við Nasista eða Hitler sjálfan. Rökvillan er svo algeng  að hún hefur fengið nafn Reductio ad Hitlerum.  Þessari brellu beitir Halldór gegn Nirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta fyrirbrigði er einnig kallað Godwins Law og er frámunalega algengt í rökræðum við trúaða.  Þær virðast alltaf rata í þennan farveg og það tiltölulega fljótlega.  Þetta er svona leið í rökþrotum til að henda umræðunni út af sporinu og virðist ekki endilega vera meðvituð. Fyrst minnst er á Gyðinga, þá er þetta æði algengt í þeirra málflutningi. Þeir sem t.d. gagnrýna framferði Ísraelsmanna er einatt líkt við Nazista. Guilt by assosiation, kallast það.( nú rísa hárin væntanlega á rétthugsunarhænsnum þessa lands)

Gott hjá þér að vekja máls á þessu, því þetta er orðið ansi hvimleiður kækur og ég er ekki vis uma að allir átti sig á hvað er á ferli. Mennt er máttur. Vonandi lesa sem flestir þetta og verða einhverju fróðari um mannleg samskipti.

Raunar mætti fólk fræðast betur um Logical fallacies.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég las greinina hans Halldórs í dag og fannst lítið til koma.. maðurinn er haldinn einhverjum óútskýrðum minnimáttarkomplexum sem brjótast út í svona gífuryrðum sem þú nefnir hér að ofan Svanur.  annars er þetta frekar algengur kvilli á "sjálfstæðismönnum"..

Óskar Þorkelsson, 27.10.2009 kl. 21:27

3 identicon

Burtséð frá því hvað Halldóri finnst um þann pistil Njarðar, Njörður á ekki skilið neina vörn.  Hann lagði náinn vin minn, sem hann kenndi fyrir langa löngu, í einelti.  Maðurinn hefur liðið fyrir það einelti síðan.  Og af hverju ætli mér sé farið að finnast að Sjálfstæðismenn séu teknir fyrir á þessari síðu?

Guðmundur J. (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég get ekki betur séð en að þessi ásökun sé svolítið öfugsnúin, og frekar í anda nasista sem vildu gera lítið úr fræðimönnum sem vildu vara við siðferðisskorti þeirra, enda voru fræðimenn meðal þeirra fyrstu í hverju hertöknu landi sem teknir voru af lífi. Ekki það að ég vilji gerast sekur um Reductio ad Nazismum 

Hrannar Baldursson, 27.10.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Guðmundur J.

Ég þekki Njörð ekki neitt og er gersamlega sama hvaða stjórnmálaflokki hann eða Halldór tilheyrir. Ég hef enga ástæðu til að veitast að sjálfstæðismönnum eða öðrum og tek engan "fyrir".

Einelti er slæmt hvar sem það finnst. Aðferðir ribbalda sem beita einelti eru m.a. ýkjur, hæðni, grófar samlíkingar og uppnefni. Síðustu færslur mínar hafa einmitt verið skrifaðar til að vekja athygli á þessu hér á blogginu.

Það er eins og fólk virðist halda að vegna þess að það ritstýrir eigin bloggi og að blogg er enn á mörkum þess að vera opinber miðill, að það geti látið hvað sem það dettur í hug frá sér fara. Ég er annarrar skoðunar og tjái mig um það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.10.2009 kl. 23:25

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst þetta nokkuð góð nálgun hjá þér Svanur varðandi svona alhæfingar. Ég hef nefnilega lengi velt vöngum yfir því hvað gífuryrði íhaldsinns hafa verið út í hött eins og í þessu tilfelli þar sem Halldór Jónsson píslavættisgerir sig sem gyðing sem er nátturulega ekkert nema meinfyndin fyrra sem engin fótur er fyrir.

Brynjar Jóhannsson, 28.10.2009 kl. 00:33

7 identicon

Við íslendingar erum svo gjarnir á að kenna ráðamönnum um þegar illa fer.

En við skulum engan mann dæma fyrr en við erum búnir að ganga sjö mílur í skónum hans. Þó svo að ísl. nýfrjálhyggjan hafi óneytanlega fallið á prófinu.

Var það kenningin sjálf eða mennirnir sem féllu, ég held að þeir megi sjálfir velja.

En við gleymum því gjarnan að góðir stjórmálamenn þurfa oft að glíma við ólýðræðisleg baklönd í eigin flokki, fyrir utan önnur öfl allstaðar ,sem allir vilja fella þá góðu menn , já enn eru til staðar vel meintir menn í duldum ólýðræðis baklöndum flokkana  sem vilja,, með sitt á hvað gylliboðum eða örvæntingar tali-  beinlínis  stela    lífeyrisjóðnum okkar og stinga í eigin vasa.VIÐ SKULUM EKKI GLEYMA ÞVÍ

Að auk lítum við kjósendur sem eru fljótir að dæma, sjaldan  á manneskjuna sem við hittum í baðherbergi speglinum á hverjum morgni, Já láta þá spegil-mynd minna okkur á að í  sköpunarverki alheimsins !!!!!! ef allir væru fullkomnir í kringum okkur væri  ekkert pláss fyrir okkar eigin galla í henni tilveru .Þó fúslega viðurkenni ég og segi aftur að ný-frjálshyggjan hérna heima hafi líklega sett heimsmet í siðleysi gönuhlaupi og óþroska. Uppbygging ísland  á að ná upp undirstöðum okkar, sem er ekki hagkerfið OKKAR  fyrst og fremst, heldur okkur sjálfum andlega gera okkur að betri andlega  félagslega huglægt tilfinngalega og verklega  heilstæðari þjónustu glaðari  þegnum og að sjálsögðu kjósendum ,  og eignast  eðlilega í framhaldinu  óhagsmunategnda foristumenn sem krýndir eru reysn skapgerðarþroskans og stjórna hérna vel um alla framtíð ,---svona þangað til það slokknar á sólinni eins og barnið sagði.

Til þess þurfa íslendingar að taka sig á og engin meira en þú þú lesandi góður!!!!!!!!!!!

Ef sú framangreyndi grunnur kemst í lag, verður allt eðlilegra og gott í framhaldinu. Og alþjóðasamfélagið enn sáttari við okkur en við sjálf.

Var það frekar óvitaháttur og, óþroski og gönuhlaup sem felldi okkur frekar en brotavilji ------spyr sá sem ekki veit,,,,,,alveg?.

Er ísland stórar færeyjar eða lítill noregur- gilda hérna tveir sannleikar á íslandi þ.e. góðæristal og kreppu skilgreiningar hugsun þ.e. þegar fiskast vel og þegar ekki finnst fiskurinn, MÉR FINNST JÚ allt miklu fallegra í  grindavík þegar fiskast vel.

pétur þormar (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 08:20

8 identicon

Það er ósennilegt að óvitaháttur og gönuhlaup hafi orsakað það peningaþvætti sem grunsemdir eru um að gömlu íslensku bankarnir hafi stundað. Það þarf brotavilja í slík verkefni.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:59

9 identicon

Um leið og þakka athyglina sem mér  og mínum rökvillum er sýndar þá vissi ég ekkert um það að lögmálið sem Svanur vitnar  frekar en það sem Jón Steinar vitnar í og erinskonar er brandara útgáfa  ad originalnum. En um þetta má lesa á Wikipediu. Grænmetisætur eru ekki vondar þó að Hitler hafi verið grænmetisæta.

Ég er ekki vitandi vits að beita neinni brellu gegn Nirði. Hann beitir hinsvegar slíkum alhæfingum í níði um tvo stjórnmálaflokka að til pólitískrar mælsulistar verður að telja fremur en vísindamennsku prófessors emeritusar, að ég geri athugasemdir við.

Stjórnmálaflokkar eru hugsjónabandalög fjöldans. Það sem einstakir flokksmenn gera er ekki á kollektív ábyrgð allra flokksmanna. Þetta hljóta þeir að skilja sem vilja skilja. Þjóðverjar eru ekki allir dæmdir af því að Hitler gerðist Þjóðverji frekar en allar grænmetisætur.

HALLDÓR JÓNSSON (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:16

10 Smámynd: Offari

Sæll Svanur. Ég tel að Hitler hafi dæmt marga gyðinga ranglega líkt og mér fannst fyrirsögn þín dæma marga Sjálstæðismenn ranglega.  Ástandið var svipað í báðum tilvikum. Á kreppuárunum um og eftir 1930. virtust margir Gyðingar dafna betur því níska þeirra, sparsemi og viðskiptavit gerði þá ríkari en aðra.

Þeir tímdu ekki að nota sitt fé til að endureisa efnahaginn aftur svo margir urðu þeim reiðir. Ástandið nú á Íslandi svipar mjög líkt. Hér var gífurlegt magn af fjármagni til sem bara hvarf einn góðan veðurdag.  Ljóst er að örfáir hafi dregið til sín fé og látið sig svo hverfa.

Enn í dag er þjóðin klofinn og veit ekki hvort stjórnmálamenn voru með í ráðum eður ei. En meðan stjórnmálamenn liggja undir höggi hlæja ræningjarnir því þeir vita vel að svona sundruð þjóð getu ekki myndað samstöðu gegn þeim.  Rænigjarnir hafa flúið land og falið sitt fé (þ,e,a,s. ef féið var ekki bara loftbóla) og enginn virðist gera neitt í því að sækja þá til saka.

Þótt svo að þessir ræningjar hafi verið í stjórnmálaflokkum og misnotað flokkana og flokksmenn til að aðstoða við ránið. Finnst mér hart að dæma alla flokksmenn fyrir þær sakir. Mér finnst líka hart að dæma þá(stjórnmálamenn) sem ginntust til meðsektar svo framarlega að þeir hafi talið það auka þjóðarhag.

Offari, 28.10.2009 kl. 14:33

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Halldór.

Eins og kemur fram í stuttri grein minni finnst mér alltaf vafasamt þegar fólk notar ýkjur og stóryrði þegar það færir rök fyrir máli sínu. Hitler komst til valda með fáheyrðum lygum, svikum, morðum og kaldrifjuðum bellibrögðum. Á valdatíma sínum náði hann að granda milljónum. Skrum hans og orðfæri verður aldrei skilið frá voðaverkum hans. Þýska þjóðin lét blekkjast af því og margir meðal hennar lokuðu augunum fyrir því.

Samt finnst mér allur samanburður við Hitler og fórnarlömb hans við íslenskar aðstæður í stjórnmálum út í hött.

Þú segir stjórnmálaflokka vera "hugsjónabandalög fjöldans". Ég efast ekki um að þannig var til margra þeirra stofnað. En með tilliti til aturða síðustu missera má segja að sannast hafi að þeir voru orðnir að "hagsmunabandlögum fárra". -

Þeir sem hafa þá aðalhugsjón að sinna sér og sínum frama og eigin hagmunum fyrst og fremst, dragast að þeim flokkum sem eru við völd hverju sinni. Sá hópur hafði hreiðrað um sig í þeim flokkum sem Njörður gagnrýnir svo harkalega. Þetta er hópurinn sem nýtti sér kenningarnar um að til væri "fé án hirðis" sem síðar reyndist aðeins vera "froðupeningar". Ef að aðrir flokkar hefðu verið við völd, trúi ég að það sama hefði orðið upp á teningnum. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.10.2009 kl. 16:04

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Offari.

Fyrirsögnin dæmir ekki neinn. Hún er gerð til að vekja athygli á samanburði sem Halldór gerir á sínu bloggi á því sem honum finnst ósanngirni Njarðar P. í garð sjálfstæðismenna og hvernig Hitler ofsótti Gyðinga.

Söguskýringum þínum um að orsakir langvarandi gyðingahaturs og helfariarinnar sé að finna í "nísku" Gyðinga vísa ég alfarið á bug.

Um misnotkun flokkakerfisins er ég þér sammála. En ég tel að flokkakerfið sé jafnframt ónýt aðferð til að þjóna lýðræðinu. Það býður aðeins upp á sundrungu og flokkadrætti, andstæðu þess sem við þurfum raunverulega á að halda til að komast af sem  sjálfstæð þjóð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.10.2009 kl. 16:20

13 Smámynd: Offari

Ég las ekki bloggið hans Halldórs svo ég skyldi ekki samlíkinguna hjá þér. þessi söguskýring sem ég kom með er bara það sem ég hef heyrt og finnst því miður líkjast óhugnarlega mikið óstandinu í dag.

Offari, 28.10.2009 kl. 16:54

14 Smámynd: Oddur Ólafsson

Hvað skyldi Björn Bjarnason segja um færslu Halldórs?

Það er eins og mig minni að hann hafi einhver tíman sagt að umræðunni sé lokið þegar menn grípa til nasisma- og Hitlertssamlíkinga.

Oddur Ólafsson, 28.10.2009 kl. 20:03

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. svo má benda á færsluna hans Lofts hér í vikunni... sjallarnir eru að fara yfirum þessa dagana..

Óskar Þorkelsson, 28.10.2009 kl. 23:43

16 Smámynd: Ignito

Þó pistill Halldórs hafi verið ívið grófur með þeirri samlíkingu sem gagnrýnd er hér í ofanrituðu bloggi, og á alveg rétt á sér sem slík og er sammála að hluta, þá skil ég hann vel í þeirri afstöðu sem hann tekur.

Það er orðið hvimleitt hversu þessi klisja að kenna einum manni eða einum flokki um ástand það sem nú ríkir er enn vinsæl hjá fólki sem maður veit, eða hefur í það minnsta trú á, að hefur greind ofan meðaltals.  Því kemur sá grunur sterkt inn að pólitísk skoðun ráði mun meira en skynsemi.

Ignito, 29.10.2009 kl. 18:18

17 identicon

Fólk hefur gengið ofstækislega fram við að kenna einum flokki um allan óskapnað allra flokka og ekki að undra að þeir séu farnir að verjast.  Ekki geta þeir verið sekir um óstjórn hinna flokkanna og núverandi stjórnarflokka þó þeir hafi verið duglegir.   

ElleE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband