26.10.2009 | 10:45
Hvað má og hvað má ekki
Eins og flesta bloggara hér um slóðir rekur eflaust minni til var bloggi hins dularfulla DoctorE lokað fyrir ummæli hans um spákonu sem hann sagði geðveikt glæpakvendi. DoctorE tók hús á blogginu mínu í gær og spurði einfaldrar spurningar eða;
"Ég er að spá hvort ég hefði verið bannaður á sínum tíma ef ég hefði gefið í skyn að myrða ætti sjáandann án dóms og laga... í stað þess að segja bara að hún væri annaðhvort geðveik og eða glæpakvendi
DoctorE, 25.10.2009 kl. 21:21"
Athugasemd Doctorsins var vitaskuld í tengslum við umfjöllun mína á afar ósmekklegum athugasemdum Lofts Altice á bloggsíðu Jóns Vals Jenssonar. Jóni fannst greinilega nóg komið og fjarlægði athugasemd Lofts og lokaði þar á eftir alfarið fyrir athugasemdir.
Í framhaldi af birtingum hinna myrku athugasemda Lofts Altice víða á blogginu urðu einhverjir, þ.á.m. Björn Birgisson til að kalla eftir því að bloggi Lofts yrði lokað. Guðmundur 2. Gunnarsson skrifaði af því tilefni;
"Var að benda honum á að ef Loftur verði bannaður, þá er óhjákvæmilegt að hann sjálfur verði það líka fyrir að margbirta texta sem hann vill láta bannfæra mann fyrir. Bendi honum á að hann yrði jafn sekur einhverjum sem birti barnaníð, ef hann myndi endurbirta það til að vekja athygli á glæpnum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 21:09"
Mér finnast þessar tvær athugasemdir umhugsunar verðar. - Hvað athugasemd DoctorE varðar finnst mér hann hafa nokkuð til síns máls. Hvernig er hægt að leyfa blogg manns sem ýjar að því að aflífa beri pólitíska andstæðinga hans, en banna uppnefningar.
Hvort er alvarlegra?
Og sé því borið við að Doctorinn hafi oft áður verið aðvaraður má benda á að Þessi athugasemd Lofts á síðu Jóns Vals er ekkert einsdæmi um grófar duldar hótanir. Á bloggsíðu Lofts Altice er t.d þetta að finna;
"18.4.2009 | 11:49
Landráðamenn allra flokka sameinast !
Er það raunverulega svo, að þessu landráðahjali um innlimun landsins í Evrópusambandið (ESB) eigi ekki að linna ? Eru predikarar Andskotans (ESB) ekki að verða saddir lífdaga ? Þarf þjóðin að losa þessa menn við hausinn á sér, svo að þeir þagni ?"
Athugasemdin frá Guðmundi finnst mér líka áhugaverð. Hvernig er hægt að segja frá því í miðlum að einhver hafi verið ásakaður eða dæmdur fyrir að segja eitthvað ef ekki má vitna í ummælin. Við það eitt að vitna í þau verða ummælin eflaust kunnari sem eykur á skaðsemi þeirra, sérstaklega ef þau eru ærumeiðandi. -
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Athugasemdir
Það er einfaldlega kórrétt hjá Doctornum, að benda á þessa fáránlegu mismunun. Lofti á að henda út öfugum, því hans glæpur er mun alvarlegri en sá sem DoctorE framdi. Annars er amk. ekkert samhengi í refsilöggjöf MBL.is
Kristinn Theódórsson, 26.10.2009 kl. 12:11
Já það eru greinilega brotalamir í brunavörnum bloggheima. Og ég vona að Loftur hafi lært þá lexíu að það getur verið hættulegt að leika sér að eldinum hér í bloggheimum.
Offari, 26.10.2009 kl. 12:20
Auðvitað á mbl að vera samkvæmt sjálfum sér og víkja Lofti frá. Skrif Doctors E voru léttvæg miðað við þann sora sem Loftur bauð upp á
Ja nema Mbl vilji auka við ótrúverðugleika sinn ( sem sennilega hefur aldrei verið minni ) og opinbera hvernig þeir ætli að handvelja þá út sem ekki eru blaðinu þóknanlegir hvað skoðanir varðar.
hilmar jónsson, 26.10.2009 kl. 12:25
Svo það sé ljóst, þá var ég alls ekki aðvaraður oft... á þeim ~3 árum sem ég bloggaði á þessu kerfi.. þá fékk ég kannski 3 aðvaranir, sem ég brást alltaf við.
Ég fékk enga aðvörun vegna sjáandans ógurlega.... enda tel ég að þetta hafi bara verið tylliástæða til að loka á mig.
Árni Matt bjallaði einu sinni í mig vegna aðvörunar sem hann var hissa á að ég hefði ekki brugðist við snaggaralega eins og áður... ég hafði einfaldlega ekki komist í að lesa póstinn minn.
Loftur karlinn er klárlega farinn langt umfram það sem ég hef gert á mínum bloggferli.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 13:15
Man einhver eftir Skúla Skúlasyni??
Maðurinn sem var rekinn af mbl.is fyrir að þýða texta úr fræðiritum.
LS.
LS (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 13:25
Come on strákar þetta er ekki svona flókið.
Loftur Altice tilheyrir náhirð Davíðs Oddssonar og Davíð er einvaldur þarna eins og annars staðar þar sem hann kemur. Reglurnar eiga bara við þá sem eru á móti Davíð en ekki þá sem styðja hann.
P.s. ætli ég verði bannaður fyrir þetta comment?
Andspilling, 26.10.2009 kl. 13:46
Skondið að Loftur talar nú í sinni nýjustu færslu um dólgsleg ummæli félagsmálaráðherra.
Vægast sagt mögnuð ummæli komandi úr penna manns sem nýlega er búinn að láta frá sér sora sem ekki á sér hliðstæðu hér á blogginu, er þó af nógu að taka þar.
Ég gagnrýndi Loft á síðu hans fyrir ummælin, án þess að vera á nokkurn hátt með dónaskap eða annað í hans garð.. Ætlaði að setja smá komment áðan við þessa færslu hjá honum, en hann hefur þá valið að loka á mig og væntanlega þá sem ofboðið hefur sóðaskapurinn hjá honum.
Þvílík reisn...
hilmar jónsson, 26.10.2009 kl. 14:25
Ég er að mörgu leyti sammála Guðmundi, enda er hann afburðagreindur og glöggur maður. Það sem hann er að vísa til er væntanlega effekt, sem tröllríður neti og fjölmiðlum og kallast Streisand Effect. Þetta er afbrigði hans. Ef móðursýki yfir orðum og skoðunum annarra væri látin vera, þá hefði líklega enginn orðið var við ósköpin.
Man eftirágætu dæmi, þar sem ofurbloggarinn Jenny Anna hleypti öllu upp út af bloggi einhverra 15 ára stráka, sem orðuðu sig við nýnasisma. Ef ekki hefði verið fyrir þá auglýsingu, þá hefðu viðhorf þessara pilta kafnað í fæðingu hér og engum dytti í hug að taka slíkan barnaskap alvarlega. Blogginu var lokað af því að umtalið kallaði á það. Pólitísku rétthugsunarhænsnin stukku á þetta gullna tækifærit til að upphefja skinhelgi sína.
Bloggið er tvíeggja sverð Svanur. Það er rétt að hafa það í huga í næstu upprennandi hysteríum.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 20:20
Ég mæli svo um og legg á að DoctorE fái bloggið sitt opnað aftur. Það eina sem hann gerði var að segja satt. Hann berst gegn lygi hjátrú og hindurvitnum og fyrir það hafði bloggið hans göfugri tilgang en flest bloggin á mbl.
Á skrifum hans hefur mátt skynja að sjálfstæðisflokkurinn er ekki á top 10 hjá honum, frekar en meirihluta þjóðarinnar. Fyrir það galt hanng ekkert annað. Spákonuræknið var bara átylla. Trúleysi hans og gagnrýni á biblebashing þingamanna og ráðherra þess flokks í þingsölum, var málið.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 20:27
Algerlega sammála þér þarna Jón Steinar..
hilmar jónsson, 26.10.2009 kl. 20:56
Sæll Jón Steinar.
Eitt er að vera með "móðursýki" og annað að láta sig einhverju varða hvernig að málum er staðið og mótmæla því þegar greinilega er of langt gengið. Gildir þá einu hver málstaðurinn er. Eða eins og þú sagðir sjálfur um ummæli Lofts;
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.10.2009 kl. 21:17
Stend við þau orð. Heimta engar aftökur. Finnst komið gott í bili. Ég skal hinsvegar endurskoða þá afstöðu, ef hann ítrekar svona orðbragð. Hann ætti að vera aðvaraður og ég er nokkuð viss um að hann áttar sig á frumhlaupinu.
Menn missa sig oft í hita leiksins og við ættum að leyfa þeim að njóta vafans, þar til annað kemur í ljós. Eins og ég sagði í öðru kommenti: Loftur mætti hugleiða að skifta yfir í koffeinlaust. Flóknara er það ekki í mínum huga.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 21:23
Ætli þessi sóðakjafur Loftur Altice vinni einhvers staðar? Hann a.m.k. virðist hafa aflögu tíma allann sólahringinn til að blogga um sorpið sem þrífst í hausnum á honum. Kannski hann hafi farið á laun hjá mbl.is eftir að Foringi Davíð tók við!?!
Andspilling, 26.10.2009 kl. 21:29
Mitt trúaða sjálfstæðizhjarta slær fyrir því að ~doktorzEpillertíizónefnið~ fái nú blogg sitt aftur til umráða & fái að 'pezta' okkur hina þaðan sem áður. Dýrið er hvort eð er út um allt sem grá kiza með jútjúbið sitt & gerfigreindarmalið um trú mína & annara, & ég er alltaf á ~malfrelzi~ ...
Steingrímur Helgason, 26.10.2009 kl. 22:35
Láttu ekki svona Steingrímur, þú trúir þessu ekki sem þú segist trúa... þú neitar bara að horfast í augu við sannleikann :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.