22.10.2009 | 02:26
"Agli Helgasyni ber að fara að lögum um RÚV" segir Björn Bjarna
Egill Helgason hefur skoðun á stjórnmálum og jafnvel einhverjum öðrum málum. Egill Helgason stjórnar spjallþætti um stjórnmál og stundum lætur hann í ljósi skoðanir sínar við viðmælendur sína.
Í lögum um Ríkisútvarpið segir m.a.
Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð
Birni Bjarnasyni finnst Egill hafa brotið þessi lög. Björn segir á bloggsíðu sinni;
Hér skal áréttuð sú skoðun, að hlutdrægni Egils Helgasonar í afstöðu hans til manna og málefna geri hann óhæfan til að stjórna sjónvarpsþætti um þjóðmál, eigi þátturinn að lúta lögum um ríkisútvarpið.
Þessi ummæli vöktu miklar umræður um hvort Björn væri að mælast til að reka ætti Egil. Eðal og orku-bloggarinn Ketill Sigurjónsson sendi Birni bréf sem hann birtir á bloggsíðu sinni þar sem hann mótmælir skoðun Bjarna.
Björn sendi honum svar um hæl þar sem hann segir;
hið eina, sem ég er að segja, er, að Agli Helgasyni ber að fara að lögum um RÚV. Ég tel, að hann geri það ekki.
Starfaði hann við aðra opinbera stofnun, yrði slík framganga ekki liðin. Gilda sérreglur um Egil? Eða RÚV? Er slík sniðganga við lög best til þess fallin að auka virðingu Íslendinga fyrir lögum og rétti?
Spurningarnar sem vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi eru t.d;
Hvað mundi B.B. hafa gert ef hann væri enn dómsmálaráðherra?
Mundi Egill e.t.v. hafa hagað orðum sínum öðruvísi ef B.B. hefði verið dómsmálráðherra?
Hvaða önnur opinber stofnun mundi hafa þaggað niður í Agli ef hann starfaði við hana?
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Löggæsla, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Facebook
Athugasemdir
Svörin sem maður veltir fyrir sér, við spurningunum sem þér finnst vert er að velta fyrir þér, gætu verið eftirfarandi:
1. Ef BB væri enn ráðherra dómsmála, þá gengi menntamálaráðherra líklega á svipuðum vegum; Búið væri að kalla saman útvarpsráð í lokuðu herbergi, sem ályktaði að skera þyrfti niður í innlendri þáttargerð, Silfur Egils slegið af.
2. Egill er ekki beint þekktur fyrir að haga orðum sínum í takt við yfirstjórn, stjórn eða forstjóra þess fyrirtækis sem hann vinnur við, þess vegna nýtur þáttur hans vinsælda og trausts.
3. Allar opinberar stofnanir, svo fremi sem opinská umræða færi fram um þær.
Ef þessar vangaveltur eiga sér einhverja stoð, þá má Guð byrja að blessa Ísland núna.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.10.2009 kl. 04:36
Egill var ágætur hér einu sinni
en ég held að almennt sé fólk hætt að horfa á þættina hans
allavega ég og þeir sem ég umgengst
ég kíki þó stundum á bloggið hans enda fljótlegra
Grímur (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 10:25
Björn Bjarnason er barn síns tíma.
Jóhann (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 10:42
Það er ánægjulegt að Björn Bjarnason skuli vilja fagleg vinnubrögð. Hins vegar þegar verk hans eru skoðuð, hvernig hefur hann sjálfur staðið að málum.
1) Ráðningar í Héraðsdóm og Hæstarétt
2) Hótanir BB og félaga gagnvart fólki um starfslok, og síðan margfaldlega gengið í það mál.
3) Ef stofnanir komust að annari niðurstöðu en BB vildi þá lagði BB viðkomandi stofnanir niður sbr stofnun tengdum Mannréttindum. Einnig gerði samstarfsaðili BB Davíð Oddson það sér til skammar að leggja niður Þjóðhagsstofnun.
4) Mismunun BB og félaga vegna stjórnmálaskoðana. Þetta viðhöfðu þeir margfaldlega, einnig faðir BB Bjarni Benediktsson. Ofsóknir gagnvart Halldóri Kiljan Laxness og fjölskyldu. Þjófnaður Sjálfstæðisflokksins og félgaga á "Lakkrísmálinu í Kína" og síðan rógburðarofsóknir í minn garð og minnar fjölskyldu.
5) Þegar allt er samanlagt, þá ætti Björn Bjarnason að skammast sín fyrir sín vinnubrögð og Sjálfstæðisflokksklíkan fyrir glæpsamleg vinnubrögð og ofsóknir gagnvart öllum þeim sem ekki samþykktu bullið í þeim umyrðalaust. Sem fyrrverandi Dómsmálaráðherra, ber Björn ríkari ábyrgð en aðrir, gerði hann það t. d. í mál Árna Johnsen, sem var smámál miðað við önnur þjófnaðarmál flokksins.
: niðurstaða Björn Bjarnason þarf að kynna sér lögmálið um : flísina og bjálkann.
Erlingur Þ (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 12:54
Sæll/Sæl
Svo skal böl bæta að benda á annað, og umræðuefnið slegið út af borðinu.
Persónulega þykir mér Egill vera úti á túni hvað varðar hlutleysi, og hlægilegt að einhver getir verið svo blindur að sjá það ekki. En það er örugglega ekki hægri maður sem sér ekki skóginn fyrir trjánum. Egill er einfaldlega margbúinn að gefa yfirlýsingar um sínar pólitískar skoðanir, eins og á blogginu, og ekki leynt því að hann hefur viðurstyggð á Sjálfstæðismönnum og flokknum, sem er eðlilega hans réttur. En að getað stokkið í hlutleysisbúning er fáránlegt, sem hefur sýnt sig að þegar hann fær einn slíkan, þá er það í líki snjótittlings og þá helst á ská og skjön við flokksstefnur eins og með að vera ESB sinni (eins og Egill) og stilla honum upp gegn hákarlum úr hans deildinni. Hugsanlega hafa alvöru kannónur Sjálfstæðismanna ekki geð í sér að mæta vegna afstöðu Egils? Veit ekki. Og ekki að spyrja að því að vinstrimiðlar Baugslygaveitunnar stukku á málið og lugu til að Björn vildi reka Egil greyið. Mér er ómögulegt að lesa það úr spurningu hans um hvort að búið er að breyta hlutleysisreglum stofnunarinnar, sem þjóðinn verður að borga fyrir þáttagerð sem Silrið? Þáttagerð sem ca. 50% kjósendur þjóðarinnar eru á hægri línunni og 35 - 45% eru þessi viðurstyggð sem Egill vill meina og ábyrgir fyrir hruninu.
Það er engin spurning að Rúv ber skilda að hleypa af stokkunum öðrum pólitískum umræðuþætti sem hefði þá hægri gildin í forgangi, sem einfaldar afskaplega vel val þjóðarinnar að horfa á það sem henni hugnast hvað pólitískan áróður varðar. Eða eins og Skjár1 gerði á sínum tíma að nýta sér krafta fleiri en eins pólitískra stjórnenda, fulltrúa flokkanna. Það gefur augaleið að þar sem hlutleysi má ekki vera neitt vafamál, vegna þess að stofnunin er í eigu almennings sem ekki getur sagt upp á skrift eins og á Mogganum, þá verður þáttastjórnandi að vera óumdeilanlega óhlutdrægur og hafi aldrei tjáð opinberlega sínar pólitískat skoðanir, eða sýna neitt sem getur gefið eitthvað í skin og þá breytir engu hvort að hann nýti sér annan vetvang að drulla yfir skoðanir stærsta pólitíska skoðanahóp þjóðarinnar. Slíkt gengur einfaldlega ekki.
Kv.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 14:57
@ Guðmundur 2
"hann nýti sér annan vettvang til að drulla yfir skoðanir stærsta pólitíska skoðanahóp þjóðarinnar" þín orð ! Ef mér finnst eitthvað þá hefur Egill verið allt of duglegur að bjóða í þáttinn hægra fólki finnst mér. Sérhagsmunapólitík eins og sjálfstæðis og framsókn stendur fyrir er að verða úrelt og barn síns tíma.Að hægri menn skuli ekki þegja og skammast sín eftir allt sem á undan er gengið er ótrúlegt og sýnir aðeins siðblinduna sem grasserar ennþá í þjóðfélaginu.
Samfykling er stærsti flokkurinn. Þó ein skoðanakönnun pöntuð af íhaldinu segi annað. Tími græðgisaflanna er liðinn.
Ína (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 17:30
ég horfi reglulega á Silfrið.
vissulega hefur Egill á stundum látið í ljós skoðanir sínar. hins vegar get ég ekki tekið undir að hann sé hlutdrægur í þætti sínum. það fer eftir málefnum hverja hann dregur í settið. stundum vinstri menn. stundum hægri menn. stundum stjórnarliða. stundum stjórnarandstæðinga. oft fólk utan stjórnmála til að spjalla um tiltekin málefni á málefnalegum forsendum.
það eitt að hafa skoðanir, jafnvel stjórnmálaskoðanir, gerir menn ekki hlutdræga.
það fer allt eftir því hvernig menn haga sér. og ég hef á engan hátt séð að Egill hagi sér þannig.
annars get ég ekki borið saman eplið Egil og appelsínuna Björn. ég hef aldrei séð þátt Björns, á hinni helbláu stöð ÍNN. hef bara séð Ingva Hrafn, með helbláa já-liðinu sínu, endrum og sinnum.
líst nokkuð vel á svar Jennýar.
Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 18:45
Hvaða máli skiptir hvað þessum Birni finnst. Heldur hann að hann sé eitthvað númer. Hann er bara venjulegur bloggari úti í bæ.
Finnur Bárðarson, 22.10.2009 kl. 20:08
Ína. Það hvarlar ekki að mér að vinstri manneskjum þyki Egill hlutdrægur nema vera skal þá til hægri. Gömul saga og ný. Fyrir mér er hann búinn að haga sér í þáttagerðinni seinasta árið, eins og hann væri þjálfari KR í fótbolta og veldi jafnframt lið andstæðingana í leikinn á að leika. Man einhver eftir úr hóp allra hagfræðinga sem hafa tjáð sig um hrunið, að nokkur hafi verið þar sem talsmaður stjórnarandstöðunnar eða jafnvel þeirra sem störfuðu við fræðina fyrir hrunið? Höfum við fengið að kynnast þeirra hlið mála? Ætli það.
Með mörgum arfarugluðum yfirlýsingum sem Egill hefur láti falla hvað varðar skoðanir helmings þjóðarinna, hefur hann einfaldlrga marg skotið sig í fæturnar.
Hvort sem Samfylkingin hafi náð að verða stærsti flokkurinn einar kosningar, þá átti hún langt í land að ná föstu kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins á þeim árum sem hann er gagnrýndur harðast fyrir að hafa verið kosinn að "óþjóðalýð", og öll árin þar á undan sem sögð hafa verið nýtt í alla spillinguna sem kjósendur er verið að gera ábyrga fyrir að hafa treyst frambjóðendum og flokksforystunni. Fylgi Samfylkingunnar hefur að vísu verið í frjálsu ævintýrlegu falli frá kosningunum og virðist bætast á Sjálfstæðisflokkinn í sama hlutfalli. Afturámóti þykir mér afar lélegt og ódýr lausn að ætla að kenna kjósendum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingar um það sem sem grunaðir ódæmdir góðvinir flokkanna kunnu að hafa brotið af sér, og áður en að eiginleg rannsókn er lokið og ákærur kynntar, ef einhverjar verða? Þessar söguskýringar eru full einfaldar og ódýrar fyrir minn smekk. Svona þér til glöggvunar í lokin, þá kýs ég engan meintu hrunsflokkanna þriggja, og hef ekki gert í áratugi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:08
Vonandi er BB algjörlega valdalaus, hann kann ekki með vald að fara.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2009 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.