21.10.2009 | 03:58
"En innrásin í Írak var réttlætanleg" sagði Davíð Oddsson
Á vordögum 2003 réðist Bandaríkjaher inn í Írak. Sér til stuðnings við innrásina höfðu Bandaríkjamenn 10 aðrar þjóðir, sumar hverjar herlausar smáþjóðir eins og Ísland.
Helgi Ágústsson þáverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum var spurður að því á þessum tíma af blaðakonunni Dönu Milbank hvort Ísland hugðist senda hermenn til Írak.
"Auðvitað ekki" svaraði Helgi, "Við höfum engan her. Þessi var góður, já. Við lögðum niður vopn einhvern tíman á 14. öld.....Okkar hlutverk verður enduruppbygging og mannúðaraðstoð".
Upphaflega átti innrásin að heita "Operation Iraqi Liberation". Þessu var breytt í "Operation Iraqi Freedom" vegna þess að hitt hefði verið skammstafað OIL.
Það hefði samt verið meira viðeigandi því allir vissu að stríðið var háð vegna olíuhagsmuna Bandaríkjanna og Bretlands en ekki vegna þess að meiri ógn stæði af Írak en öðrum þjóðum. Í ljós kom að öll gögn sem áttu að sýna og sanna það, voru fölsuð.
Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson nú ritstjóri á Mogga, voru báðir miklir fylgismenn þessarar innrásar Bandaríkjanna í Írak sem leitt hefur af sér dauða yfir hundrað þúsund óbreyttra íbúa landsins og er ann að.
Til Þess að stuðningur þeirra við stríðið yrði Bandaríkjamönnum ljós settu þeir þjóðina á lista yfir stuðningsaðila innrásarinnar sem Bandaríkin notuðu síðan til að flagga framan í þá sem sögðu að þau stæðu þarna í ólöglegri árásarstyrjöld.
Davíð Oddsson flutti ræður í fínum boðum hér heima og erlendis og sagðist þess fullviss að allt væri þetta hernaðarbrölt öllum fyrir bestu. Í Washington sagði hann þetta;
Iceland aligned itself with the nations in the Coalition of the Willing under US leadership before the Iraq war. We are all aware of the problems and difficulties that have arisen after the invasion and which have led to even more claims than before that it was a mistake made on false assumptions.
But the invasion of Iraq was justified. The Iraqi regime was a threat to peace and stability. Under Saddam Hussein, Iraq had attacked its neighbours, and not only produced weapons of mass destruction, but used them as well. Address by Davíð Oddsson, Prime Minister of Iceland
The American Enterprise Institute, Washington DC, 14 June 2004
Í fínni veislu á Bessastöðum sagði Davíð áður en hann skálaði við viðstadda;
"Í mínum huga er ekki vafi á að styrjöldin var í raun óumflýjanlegur endapunktur á þeim aðgerðum sem gripið var til 17. janúar 1991. Hvorki vopnahlésskilmálum né ályktunum hinna Sameinuðu þjóða hafði verið fylgt og ógnarstjórnin söm og áður. Og hvað sem deilum um lögmæti styrjalda líður er ekki vafi á að friðsamlegra er í þessum heimshluta nú en fyrir hana." 27. mars 2004
Spurningin er hvort ekki sé kominn tími til að Davíð Oddson, sem enn er í mikilli ábyrgðarstöðu í íslensku samfélagi, biðji þjóðina afsökunar á þessum skelfilegu mistökum sem öllum eru nú orðin ljós, mistökunum sem honum urðu á þegar hann gerði Ísland og Íslendinga alla siðferðislega samábyrga fyrir öllum þessum skelfingum í Írak.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Athugasemdir
Þú spyrð ekki réttrar spurningar Svanur svo ég endurtaki gamlan DO og HHG frasa úr viðtölum.
Hinn fyrrverandi mikli og ástsæli leiðtogi og núverandi ritstjóri hefur ábyggilega haft rétt fyrir sér að eigin mati. Svo hefur verið í öllum málum öðrum. Hann getur eflaust rifjað margt upp því til staðfestingar. Hafi hann tíma til þess sem er óvíst? Því fáliðaður er sá ástsæli orðinn á blaði sínu DOgganum.
Þó er huggun harmi gegn. Hannes Hólmsteinn fer hamförum á bloggsíðum þessa dagana og skýtur hvarvetna skildi fyrir sérstakan vin sinn og óumdeilanlegan og ástsælan leiðtoga lífs síns.
Sverrir (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 07:48
Þakka þér fyrir að minna á þetta. Ef við byggjum í réttllátum heimi væru DO, HÁ og allir þeir þingmenn og ráðherrar úr þeirra röðum sem voru með þeim í stjórnarmeirihlutanum þegar Ísland lýsti yfir stríði, við uppbyggingarstarf í Írak og búin að vera undanfarin ár. En heigulshátturinn er alger og þessir vesalingar fela sig enn í holum sínum. Sjá "Stríð fyrir þig, anno 2003":
http://almannahagur.wordpress.com/stri%c3%b0-fyrir-%c3%beig-anno-2003/
Kveðja,
Þór Saari
Þór Saari, 21.10.2009 kl. 08:04
góð upprifjun Svanur
Óskar Þorkelsson, 21.10.2009 kl. 09:03
Ég hefi áður ritað á ýmis blogg öðru hvoru ,.að vonandi komi að því að hinir Íslensku Stríðsglæpamenn,þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson,verði handteknir og færðir fyrir Stríðsglæpadómstólinn.
Númi (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:06
Sagan segir að Dabbi og Dóri hafi ráðfært sig við biskup íslands.. að hann hafi sagt að það þyrfti að kristna þessa þjóð.
Sel það ekki dýrara en ég keypti þetta á... en maðurinn sem sagði þetta var mjög mikill þjóðkirkjusinni... og þakkaði og lofsamaði biskupinn
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:11
Það er svosem hægt að réttlæta allan andskotann ef menn leggja sig niður við það, en hitt er annað mál að réttlætingarnar eru ekki alltaf byggðar á sannindum eða raunveruleikanum. Það má túlka teygja og skrumslkæla, svo allt passi, eins og gert var með Írak, en fyrr en síðar kemur sú skrumskæling í ljós.
Nú er lýðræði og frelsi notað til réttlætingar verstu voðaverka samtímans. Trú og trúarbrögð notuð til að réttlæta mannvonsku og hatur. Þetta er svo öfugsnúið og á haus að það er undravert að fólk kaupi slíkar réttlætingar. Þær fitta ekki alveg við Occams Razor...einfaldasta skýringin er líklegast sú rétta. Auður, auðlindir völd og peningar, er ástæðan í öllum tilfellum.
Það má því einnig segja með nokkurri vissu að það sem ekki er nefnt sem ástæða eða réttlæting, sé hin raunverulega ástæða og réttlæting.
Hér létu menn kúga sig í von um að fá að halda í herstöðina. Einnig skiptir miklu máli að efnahagurinn hér var háður Seðlabanka Usa og Peningavaldi City of London. Viðskiptahagsmunir, ótti, græðgi.
Það er lag að hugleiða þetta núna. Var þetta það sem frjáls og óháð fullveldi lagði upp með? Rænir þetta okkur frelsinu og fullveldinu? Ég held það. Við höfðum náð að halda því óspjölluðu í 5 ár, þegar við glutruðum því niður með inngöngunni í Nató. Þar var okkur nauðgað inn með valdi, rétt eins og á nú að gera með inngöngu í Evrópusambandirð, sem mun hafa herskyldu og þáttöku í stríðsrekstri með sér.
Okkar fruhugmynd um Ísland birtist vel í ljóði Huldu, sem ég er með á minni bloggsíðu. Okkur hefur borðið ansi langt af leið síðan þá. Sumir segja "beyond repair".
Takk fyrir þetta. Þetta er mikilvæg ádrepa.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2009 kl. 11:50
Ekki var maður nú stórhrifinn af þessu hernaðarbrölti, og skildi nú reyndar ekkert í því af hverju áhyggjurnar voru ekki meiri af Kóreukallinum til dæmis.
En benda má á, að Saddam var enginn engill, og blóðtakan á hans tíma fullkomlega sambærileg miðað við það sem gerist í dag. Enda vildi hann verða keisari svæðisins og beitti til þess öllum tiltækum ráðum. Og hann reyndi þó eins og hann gat að koma sér upp þróuðum vopnum, svo og að slá sig til riddara með aðgerðum gegn Ísraelsmönnum. En það tókst þó líklega að koma í veg fyrir að kallinn klastraði saman bombu eða reddaði taugagasi, - hvorugtveggja hlutir sem Evrópa og Ameríka voru fær um 1945.
Það voru viðskiptaþvinganir, og mikið um dauðsföll vegna þeirra, enda kallinn með sinn bombuforgang í ríkiskassanum. Og í dag eru það aðallega öfgasinnar og gamlir Saddamistar sem eru að sprengja aðra Íraka í tætlur.
Þetta allt vildi ég nú bara benda á, það er ekki eins og það hafi verið þarna botlaus 17. Júní áður en Kaninn kom þarna inn.
Írak er ekkert risa Olíuríki heldur (no 13 held ég) EN, það má benda á það að þeir eiga mikið í jörðu, og kannski mest af auðvinnanlegri olíu. Þetta er staðreynd.
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:38
Góð upprifjun. BKv. baldur
Baldur Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 14:34
Ég minnist þess ekki að Davíð hafi nokkurn tíma gert nein mistök........að eigin mati að vísu...
Erlingur Þ (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:04
það er mikill misskilningur að við hefðum ekki átt að styðja vini okkar, bandaríkjamenn, í þeirri viðleitni þeirra að stuðla að frelsi Íraka og losna við harðstjórann, Saddam Hussein og hans líka. Davíð gerði rétt ! Sagan á eftir að staðfesta þetta ennfremur, þegar öfgamenn múslima og aðrir harðstjórar hverfa af sjónarsviðinu.
baldvin berndsen (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:59
Auðvitað á að biðja umheiminn afsökunar á því að hér hafa ráðið stríðsglæpamenn í 18 ár samfellt og meir að segja komist í gegnum kosningar með glæsibrag eftir að hafa gerst sekir um herkvaðningu gegn saklausu fólki.
Þar skeit íslenska þjóðin rækilega í buxunar og sýndi svart á hvítu hversu illa gefin hún er og ótilbúin að taka ákvarðanir út frá réttlæti og sanngirni.
Með því að stinga höfðinu í sandinn og fylgja yfirgangsstefnu engilsaxa í utanríkismálum en láta mannréttindi og réttlæti jafnt yfir alla ganga og standa með þeim kúguðu gegn kúgurnum eigum við ekkert gott skilið. Með því bar Íslenska þjóðin líka ábyrgð á Saddam Hussein og hans fólskubrögðum hr. Baldvin Berndsen og væri nú gott að menn eins og þú færir í innhverfa íhugun um orsakir og afleiðingar í framkomu fólks sín á milli.
Við Íslendingar höfum kosið yfir okkur stríðsglæpamenn og gleymum umræðu um að láta rétta yfir þeim á réttum stöðum en álítum þá og um leið 60% Íslendinga saklausa af stríðsglæpum.
Að loka augunum og halda kjafti eins og gert var fyrir tíma þeira DO og HÁ og er gert nú í tíð Vinstri grænna og tækifærissinnanna í Samfylkingunni er blettur á þjóðarsálinni.
Sigurður Haraldsson
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:32
Hverra saga á eftir að staðfesta réttmæti þessa stríðs Baldvin? Er það saga ekknanna, munaðarleysingjanna eða allra hinna fjölmörgu örkumla einstaklinga í Írak sem stríðið bjó til?
Eða saga piltanna frá Bandaríkjunum sem koma heim úr óvinsælu stríði til að kljást við sálrænu vandamálin sem fylgja því að vega saklaust fólk með hátæknivopnum?
Sé það satt að sagan sé skráð af sigurvegurunum, verður hún örugglega ekki skráð af Bandaríkjamönnum vinum okkar. Obamafriðarverðlaunahafi veit að innrásarherinn þarf að fara eins fljótt og hægt er. Eftir skilur hann land og þjóð í rúst. En hann veit að þetta stríð er ekki hægt að vinna. Hvernig er umhorfs í Basra í dag? Það mátti drekka vatnið í sýkjum borgarinnar fyrir 10 árum. Í dag lifir ekki padda í þeim. Í landinu ríkir skálmöld sem engir herir fá ráðið við.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2009 kl. 16:32
Það var ansi magnað að fylgjast með blekkinaleiknum í aðdragana ólíustríðsins og ævintýralegri trúgirni bæði almennings og yfirvalda á skáldaðar upplýsingar CIA og annara, sjaldan hefur lyginni verið beitt jafn blygðunarlaust og í þessu ógeðfelda og siðlausa dæmi og hrikaleg smán Davíðs og Halldórs mun fylgja þeim um aldur og ævi.
Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:36
19 ára Íraki var sendur héðan allslaus í siðustu viku. Hann flúði frá Írak 15 ára gamall eftir að faðir hans var myrtur. Hér var hann búinn að vera á annað ár, verða sér útum íbúð og vinnu og átti loks líf og vini.
Hann var sendur héðan í burtu án viðvörunar, fékk ekki að skipta peningunum sínum og ekki einusinni að taka gsm símann sinn með.
Hvernig væri að byrja á því að biðja hann afsökunar og fá hann hingað HEIM TIL SÍN aftur. Þetta ernú einusinni eina landið þar sem hann hefur átt líf síðan við studdum hernám á landinu hans og eyðilögðum fjölskylduna hans.
Hippastelpa, 21.10.2009 kl. 20:29
Hverjir komu Saddam Hussein til valda.?Það voru Bandaríkjamenn árið 1979.
Númi (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:29
Þú segir að stuðningsþjóðir við innrásina hafi verið 10. Voru þær ekki tæplega 30?
Saddam bar ábyrgð á dauða a.m.k. 800 þúsund manna, kvenna og barna.... og þið verjið það, hræsnararnir ykkar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 22:33
Þetta hefur ekkert með hræsni að gera Gunnar... aftur á móti hafði það allt með hræsni að gera þegar 2 menn hugsanlega í samfloti með hallelúja gaur.. tóku sig saman og studdu 2 af mestu hryðjuverkamönnum síðari tíma, þá Bush og Blair.... hvað ætli þeir 2 hafi mörg líf á sinni samvisku.. .ég efast um það þeir kumpánar hafi samvisku, báðir snargeggjaðir vitleysingar og stórglæpamenn
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 22:56
"Þannig er að af 800 byggðarlögum í Írak er friður í 795 byggðarlögum. Það er mikill óróleiki í 4–5 byggðarlögum. Sú er breytingin sem hefur orðið frá því sem áður var að óttanum hefur verið bægt burtu úr þessum 795 byggðarlögum. Þar á fólkið von, líka litlu börnin sem áður dóu vegna vanrækslu og þess háttar. Þar eiga þau núna von. Vonin var ekki fyrir hendi áður en vonin var sköpuð. Einum versta harðstjóra aldarinnar var bægt í burtu og hýstur þar sem hann á heima. Þess vegna er þar áfram von. Þess vegna hljótum við að vera stolt yfir því að hafa haft atbeina að því að þessi þróun yrði. Konur eiga nú von í þessu landi sem þær áttu enga áður. Allt þetta hefur gerst og menn geta ekki annað en verið stoltir yfir að hafa tekið þátt í því."
(Alþingi 4.okt 2004)
http://www.althingi.is/raeda/131/rad20041004T202929.html
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 23:19
Gunnar Th. Á upphaflega listanum sem Bandaríkjamenn birtu voru 49 nöfn. Loks var listinn skorin niður í 33 þjóðir. Innrásin var gerð af fjórum þjóðum; Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi og Ástralíu. Seinna sendu fjöldi þjóða einhverskonar liða þangað, m.a. Ísland.
Það er rétt að Saddam bar ábyrgð á dauða ótalinna þúsunda, með dyggri hjálp Bandaríkjanna til að byrja með. Þeir létu hinum eftir gasið sem hann notaði á Kúrdanna t.d. og studdu hann dyggilega í stríðinu við Íran þar sem lang-flest fórnarlömb hans féllu.
Hver er að verja þessar gjörðir Gunnar? Ekki nokkur maður á þessari síðu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2009 kl. 23:21
Sæl Hippastelpa.
Mér finnst þessi saga um drenginn mjög átakanleg og tek undir hvert orð sem þú skrifar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2009 kl. 23:26
Ekki ætla ég að verja það hvernig að því var staðið að setja Ísland á þennan lista, en sumir hér (og víðar í bloggheimum) kallið DO og HÁ "stríðsglæpamenn" fyrir að hafa stutt það að koma þessum fjöldamorðingja frá.
Ástæðan fyrir því að Frakkar, Rússar o.fl. vildu ekki taka ráðast inn í Írak, var sú að þessi lönd sættu sig ekki við það að Bandaríkjamenn leiddu innrásina. Ekki vegna þess að þau væru svo hófsöm og friðelskandi. Rússa og Frakkar voru á móti viðskiptaþvingunum á Írak vegna þess að þeir áttu undirritaða olíusölusamninga við Saddam.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 23:28
Það er hárrétt hjá þér Gunnar að olía var og er þrætueplið í Írak. Vegna hennar var ríkið Írak stofnað á sínum tíma og vegna hennar heldur stríðið þar áfram. Þess vegna vitum við öll að það að koma Saddam frá var aukaatriði sem slíkt. Bandaríkjamenn fundu ekkert siðferðislega rangt við það sem Saddam gerði á meðan hann keypti af þeim vopn og á meðan hann barðist við svarin óvin þeirra, Íran.
Ég veit að þér er annt um að verja æru DO hér fyrir óvægum uppnefnum en það er ósvinna að reyna elta þau uppi um allt blogg í réttlátri reiði :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2009 kl. 23:50
Já, og munið þið eftir gjöreyðingarvopnafundinum? Þá var hér á stóli utanríkisráðherra hálfviti sem tilkynnti okkur að nú hefðu íslenskir sprengjuleitarsérfræðingar fundið gjöreyðingarvopnin sem áttu að réttlæta innrásina. ,,Ég vissi það alltaf að hann ætti gjöreyðingarvopn" sagði utanríkisráherra Íslands þegar okkar menn höfðu fundið úreltar sprengikúlur grafnar í sand. Tek undir það; oj bara.
Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 00:15
Var ekki líka eitthvað mjög slæmt sem hann lét falla um mæðrastyrksnefnd og fólk sem sækir þá aðstoð. Fatta ekki hvernig maður sem telur fólk sem hefur ekki sömu kosti og hann í lífinu geti verið hlutlaus ritstjóri.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.10.2009 kl. 00:22
Ad mínu viti eru Davíd Oddsson og Halldór Ásgrímsson their menn sem bera staerstu ábyrgd á theirri stödu sem thjódin er í dag.
Fyrirhyggjuleysi er thad sem einkennir thá báda. Kvótakerfid byggist á fyrirhyggjuleysi og andstödu vid frelsi einstaklinga og edlilega samkeppni. Ad adal tekjulind thjódar sé afhent á silfurfati útvöldum adilum er eitthvad sem ekki aetti ad gerast í sidmenntudum löndum.
Thessir menn eru thad óthroskadir, heimskir, skammsýnir og miklir sérhagsmunaseggir ad their eru ófaerir um edlilega framtídarsýn hvad vardar efnahag thjódarinnar, sem byggist á réttlaeti og sjálfbaerni, sem kemur öllum thegnum thjódfélagsins til góda.
Ef Sjálfstaedisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefdu einhvern metnad vardandi leikreglur sem byggjast á réttlaeti, sjálfbaerni, samkeppni og frelsi einstaklinga, vaeri löngu búid ad leggja nidur kvótakerfid.
Fólkinu í thessum flokkum voru veitt völd til thess ad rústa efnahag og sidferdi thjódarinnar.
Thessir menn og flokkar hafa komist til valda med studningi meirihluta thjódarinnar. Thad sýnir mikinn skort á gagnrýnni hugsun kjósenda. Nú virdist fylgi thessara spillingarflokka ad vera ad aukast. Thad undirstrikar ad íslendingar eru sjálfum sér verstir.
Jazz & Hrökkbraud (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 07:31
Stuðningur Davíðs og Halldórs við innrásina í Írak var pólitískur og hafði ekki nokkur skuldbindandi kvaðir fyrir íslenska ríkið.
Það gildir einu hvort fólk er sammála þessum stuðningi, þða erekkert óeðlilegt við hann. Fólk getur haft hvaða skoðanir sem er á innrásinni sjálfri, en að halda því fram að Davíð og Halldór séu með þessu stríðsglæpamenn eða eitthvað þaðan af verra er náttúrulega fullkominn barnaskapur, ef ekki hrein og klár heimska.
Persónulega var ég á móti innrásinni á sínum tíma, en hef hallast á að hún hafi verið réttmæt, og þá vísa ég í að það verður með öllum ráðum að steypa harðstjórnum sem myrða og limlesta þegna sína.
Það er hinsvegar mikið umhugsunarefni af hverju vinstrimenn hafa alltaf gert sér svo dælt við morðingja. Umhugsunin þarf þó ekki að vera löng, gígantísk hræsnin er svo augljós, velferð þegna þessara morðhunda viktar ekkert í hinu eilífa stríði vinstrimannsins við Bandaríkin.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:05
Sæll Hilmar;
Þú skrifar;
Spurningin er þá hvað íslenskir herliðar voru að gera í Írak á vegum innrásarliðsins? Og hvað er það sem þú kallar "pólitískan" stuðning.
Það var alveg ljóst hvernig Bandaríkin ætluðu að nota stuðningsyfirlýsingar þjóða til að dreifa sökinni, ef til fordæmingar á stríðinu kæmi. Það gekk allt eftir.
Þú skrifar einnig;
Hvað finnst þér réttlæta innrásina? Ástandið í lömuðu þjóðfélaginu? Eða heldurðu að Írökum finnist kannski betra að láta innrásarheri og hryðjuverkamenn drepa sig en launmorðingja Saddams?
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2009 kl. 21:37
Ég ætla ekki að taka þátt í umræðunni um þetta margflókna mál, en ég renndi yfir athugasemdakeðjuna og eitt stakk í augu: Svanur, það er margbúið að hrekja þá fullyrðingu að Bandaríkjamenn hafi útvegað Saddam gas til að stúta Kúrdum. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta hafi nokkur áhrif á röksemdafærsluna í heild, en sem sagt: rétt skal vera rétt.
Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 22:03
Hættu þessum barnaskap Svanur, þarna voru engir íslenskir herliðar, það voru sendir menn úr sprengjusveit LHG, og ekki nokkur Íslendingur tók þátt í bardögum eða fóru vopnaðir gegn írösku þjóðinni.
Ég hefði að óreyndu talið að orðin "pólitískur stuðningur" myndu tala fyrir sig sjálf, en, svo er augljóslega ekki. Pólitískur stuðningur í þessum skilningi er yfirlýsing þeirra stjórnmálaflokka sem marka stefnuna í utanríkispólitík landssins á hverjum tíma. Þar sem þessi yfirlýsing er á engan hátt skuldbindandi fyrir íslenska ríkið, er ekki með neinu móti hægt að segja að hún þurfi að koma til kasta Alþingis eða annarra stofnana ríkissins. Pólitísk kosin forysta um allan heim er í sífellu að lýsa yfir pólitískum stuðningi, já eða andstöðu, við hitt og þetta. Bottom line, ef Íslendingum falla ekki pólitískar yfirlýsingarráðamanna, þá kjósa þeir annað næst.
Ísland hér stuðningi við uppbygginguna, sem er í hæsta máta eðlilegt og er allt annað mál, enda eigum við að taka þátt í uppbyggingu og endurreisn þjóða sem ganga í gegnum hörmungar.
Og svo því sé haldið til haga (þó ég viti að þú vitir) þá bera hinar ýmsu vígasveitir Íraka sjálfra ábyrgð á yfirgnæfandi hluta þeirra sem hafa látist. Að kenna Bandaríkjamönnum um dráp hryðjuverkamanna er náttúrulega bara tilraun til að láta tilfinningaklám stjórna umræðunni.
Sá sem ábyrgðina ber er sá sem fremur morðið, einfalt.
En til að hneyksla þig, þá vil ég ganga miklu miklu lengra en þjóðir heims (aðalega Bandaríkjamenn nú um stundir) ganga. Ég vil að settar séu upp hersveitir sem hafa þann megin tilgang að steypa stjórnum harðstjóra. Ég tel nefnilega að frelsi fólks sé miklu verðmeira en "réttur" harðstjóra til að murka lífið úr eigin þjóð, eða tilfinningar vinstrimanna á vesturlöndum sem fá reglubundið hland fyrir hjarta, í þau skipti sem Bandaríkjamenn gera þó eitthvað rétt.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:23
Eru menn búnir að gleyma því sem gerðist í Kjúklingastræti (chiken street),í Afganistan,er vopnaðir Íslendingar urðu fyrir sprengjuárás,þegar sérlundaður og vitfyrrtur Íslenskur yfirmaður þeirra fór að kaupa sér teppi.Þarna í árásini fórst 12,ára gömul stúlka.Hverjir gerðu innrásina inn í Afganistan,,,jú Bandaríkjamenn.Svo má ekki gleyma því einsog ég skrifaði hér að ofan,að Bandaríkjamenn komu Saddam Hussein til valda 1979,og sköffuðu honum ógrynni að alskyns vopnum.Jafnt sinnepsgasi og öðrum mann vígtólum.Legg til að menn kaupi sér bók sem er ný endurútgefin,það er bókin Falið Vald eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson.Í þessari bók kemur berlega í ljós,sá óþverraskapur Bandaríkjanna og leppríkja þeirra.Ýmis önnur ríki eru nefnd einnig til sögunnar,en blóðug saga Bandaríkjanna er skelfileg.
Númi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:54
Falið vald....Það er illa falið. Donald Rumsfield og Saddam Þegar allt lék í lyndi og USA seldi honum "gereyðingarvopnin" (hydrogen cyanide gas sem Írakar gátu ekki framleitt) sem hann notaði síðan á Kúrdana. Því komast Bandaríkjamenn því miður ekki undan. Sagan vitnar.
Hvað gagnar "pólitískur stuðningur" ef hann er ábyrgðarlaus og án skylda. Íslendingar sendu sannanlega herliða til íraks sem fóru vopnaðir um landið og tóku þátt í hernáminu. Undan því komast Íslendingar ekki. Sagan vitnar.
Hilmar reit;
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2009 kl. 02:06
það er alveg magnað hvað menn virðast vera hlynntir þessari ólöglegu innrás bandaríkjamanna inn í írak... sannleikurinn er sá að írak var öruggara land á tímum Saddam hussein en undir stjórn bandaríkjamanna...
Óskar Þorkelsson, 23.10.2009 kl. 10:56
Gera hjálmar og skotheld vesti ásamt byssum til að verja sig, íslensku friðargæsluna að innrásarliði?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 14:00
Tek undir færslu hér hjá Óskari Þorkelssyni,um öryggið er var í Írak áður en Bandaríkjamenn gerðu innrás með stuðningi leppríkja sinna.Konur í Írak,gengu menntavegin jafnt á við karlmenn,og ekki þurftu þær að fela sig í ´´búrku,,klæðnaði.Írak var eitt best menntaða múslimaríki í heimi,eða allt þangað til að Bandaríkjamenn og vinir þeirra sprengdu það allt til steinaldar,líkt og í Afganisthan.Að losna við Saddam,hefir kostað um hundrað þúsund mannlífa,og hvernig skyldi þeim hrottum líða, Stríðsglæpamönnunum,Davíð og Halldóri .Þeir eru ekkert annað en Stríðsglæpamenn,sagan á eftir að sanna það.
Númi (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:42
Ef það vaggar, gengur og kvakar eins og önd er það líklega önd, félagi Gunnar Th
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2009 kl. 17:12
Þessi sendiherra okkar í BNA veit greinilega ekki mikið um sögu sinnar þjóðar og vopnaburð hennar.
Þeir sem féllu í orrustunni á Sauðafelli yrðu eflaust hissa hefði þeim verið sagt að Íslendingar hefðu lagt niður vopn tvöhundruð árum fyrr og áfram mætti halda.
Íslendingar geta staðið stoltir af því að hafa rekið fjöldamorðingjann, nauðgaran og dópsalann Saddam Hússein frá völdum.
Íslendingar geta einnig fyllst stolti af dugnaði Landhelgisgæslunnar í Írak. Allt þetta væl gegn vopnaburði er óíslenskt og fær Jón Sigurðsson forseta eflaust til að snúa í gröf sinni, enda hvatti hann menn til þess að vera ekki einvherjir álfar út úr hól í þeim efnum. Enda sannaðist nauðsyn vopnaburðar nokkrum mánuðum eftir barnalega þingsályktunartillögu um vopnleysi árið 1918. Þá voru menn fljótir til að útvega fallbyssur og skotfæri til að verja auðlyndir þjóðarinnar.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:10
Pétur Guðmundur reit;
" Þá voru menn fljótir til að útvega fallbyssur og skotfæri til að verja auðlyndir þjóðarinnar."
Það má vel vera að það sé hægt að segja að áhugi Jóns Sigurðssonar til að huga að landvörnum hafi verið til staðar, en að hann hafi álitið þjóðina eins og "álfa út úr hól" nema hún vopnaðist, er erfitt að finna stað. Að auki muntu ekki finna staf í skrifum Jóns sem bendir til að hann mundi telji árásarstríð réttlætanlegt. Jóni var líka annt um að íslendingar færu að lögum í frelsisbaráttu sinni. Óskandi væri að við hefðum farið að fordæmi hans þegar kom að því að "frelsa" Írak.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2009 kl. 18:46
ef mig rekur rétt minni til þá kom Pétur með rök gegn ESB í umræðu ekki fyrir svo löngu síðan.. rökin voru þau að ef ísland gengur í esb þá veri íslendingar herskyldir...
Óskar Þorkelsson, 23.10.2009 kl. 19:09
Hann Jón Sigurðsson taldi það að eiga vopn og kunna að fara með þau efldi dug og þor þjóðarinnar. Slíkt tryggði það að menn yrðu engin þrælmenni og aumingjar.
Ég hef annars ekki nokkurs staðar fundið þess stað þar sem Jón Sigurðsson beri blak af morðóðum nauðgurum. Hinsvegar tel ég vissulega vissulega árásarstríð af hinu illa. Þó þurfti engar tylliástæður til að fjarlægja Saddam Hússein af valdastóli.
Írakar eru í dag sjálfstæðir og írakska þjóðin getur haft lýðræðisleg áhrif á stjórn lands síns, þar er nú réttarríki í stað geðþóttaákvarðanna hóps morðóðra geðsjúklinga.
Hinsvegar eru t.d. Tíbetar hernumdir og hafa engin völd til að stjórna lífum sínum að eigin vild. Og þegar þeir mótmæla eru þeir aflífaðir.
En flott er myndin af Þór með glæsilega 57 mm Hotchkiss fallbyssu.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 21:09
Óskar, það er mikill munur á því að vera þræll Brusselinga og því að vera frjáls Íslendingur.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 21:10
Pétur ritar ´´Írakar eru í dag sjálfstæðir og Íraska þjóðin getur haft lýðræðisleg áhrif á stjórn lands síns,þar er nú réttarríki í stað geðþóttarákvarðanna hóps morðóðra geðsjúklinga,, Kæri Pétur það er nefnilega það að þarna í Írak er ekkert lýðræði,og með stjórn landsins fara morðóðir Bandaríkjamenn. Fylgjast betur með góurinn.
Númi (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 23:02
he he, Pétur. Þú ert sem sagt tvöfaldur í roðinu.. notar það sem hæfir tilefninu.
ef usa biður þig að vígbúast, þá stekkuru í gallan og eltir uncle sam
ef evrópa biður um sama greiða þá er það þrælsháttur..
Þú ert fyndinn maður
Óskar Þorkelsson, 24.10.2009 kl. 08:49
Er ekki dálítill munur á því að "verða að fylgja Evrópu"... og að hafa val?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 12:51
Óskar Þorkelsson, þú ert semsagt jafnmikill útúrsnúningamaður og áður. Ef þú getur ekki komið skoðunum þínum á framfæri á eðlilegan hátt ættirðu jafnvel að prófa að sleppa því.
Númi: Í Írak í dag eru því miður kynsturin öll af morðóðum öfgamönnum frá fjölda þjóða. Þeir reyna að myrða íröksku alþýðuna sem mest þeir geta. Það reynda lýðræðislega kjörin stjórnvöld Íraka og alþýða manna vitanlega að stöðva.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 16:58
Pétur reit: "Í Írak í dag eru því miður kynsturin öll af morðóðum öfgamönnum frá fjölda þjóða. Þeir reyna að myrða íröksku alþýðuna sem mest þeir geta."
Í Írak telja stjórnvöld að meira en 40.000 manns teljist til vopnaðra hópa ábyrga fyrir árásunum á innrásarherinn og stjórnina sem er í höndum Shía. Þau telja að meira en 160.000 manns styðji við þessa hópa.
Í þessum hópum má finna vígamenn frá Sýrlandi, Sádi Arabíu, Jemen og Súdan, en tala þeirra er undir 10%.
Stærstu hóparnir eru Súní þjóðernissinnar sem sumir tilheyra Mujahideen Shura ráðinu, fyrrum Bath flokksmenn sem eru þjóðernissinnar, Al-Qaeda liðar úr Jihad samtökum "lands hinna tveggja fljóta" og Ansar al-Islam sem eru súníar frá norður Írak.
Þá hafa shíar nokkra hópa undir vopnum eins og Mehdi herinn og Badr Fylkinguna.
Þrátt fyrir að Írökum hafi tekist að koma sér upp Þjóðarráði (fulltrúaþingi) , stjórnarskrá og lýðræðislegu stjórnkerfi undir verndarvæng innrásarhersins, er landi ósameinað og sundrað.
Kúrdar vilja sérríki, súníar vilja sérríki og shíar líka. Allir vilja aðgang að olíunni og á einu svæði t.d. eru allir þrír hóparnir til staðar og undir þeim 4% af olíu heimsins sem ekki hefur enn verið borað eftir. Það er því eftir nokkru að slægjast.
Allir þessir hópar eiga aðeins eitt sameiginlegt yfirlýst markmið; að koma innrásarhernum úr landi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.10.2009 kl. 18:06
Ég held að Óskar "gangi ekki á öllum"
Það eina sem maður sér eftir hann í athugasemdarkerfum á blogginu, eru persónulegar svívirðingar. Ekkert vitrænt úr þeirri áttinni
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 18:16
he he Gunnar ertu sár vegna þess að ég stakk upp í þig þvættingnum sem þú spreðar um þig hér á blogginu. ( nánar tiltekið á blogginu hans Ómars Ragnarssonar í dag) ekki ertu maður til að viðurkenna að þú fórst með rangt mál enda ertu besservisser dauðans... engin von um bata úr þinni átt.
Óskar Þorkelsson, 24.10.2009 kl. 18:51
Pétur, þú ert búinn að lýsa því yfir að þú sért hlynntur hernaði.. bara ekki sama fyrir hvern... bullukollar eru svoleiðis menn kallaðir.. ekki furða að þú viljir þagga niður í mér.
Ég er ekki eins umburðarlyndur og Svanur og ekki hef ég nennu til þess að "linka" mín svör upp.. en gunnari th tókst að fá mig til þess.. og hvað gerðist.. hann fór út í persónuníð alveg eins og venjulegir litlir hægri menn gera jafnan þegar þeim verður orðafátt.
Óskar Þorkelsson, 24.10.2009 kl. 18:55
"
það er alveg magnað hvað menn virðast vera hlynntir þessari ólöglegu innrás bandaríkjamanna inn í írak... sannleikurinn er sá að írak var öruggara land á tímum Saddam hussein en undir stjórn bandaríkjamanna...
Óskar Þorkelsson, 23.10.2009 kl. 10:56"
Mig langar nú bara að benda þér á að englabossinn hann Hussein skipaði sér í spes röð hryðjuverkaforstjóra 20 aldarinnar þegar hann hóf hernað á hendur Írönum, sem snerist (merkilegt nokk) um yfirráð á mikilvægu landsvæði. Hann setti sig á sér bekk með glaðlegri notkun á efnavopnum, sem sér og spes eru talin hafa klórað 100.000 Írönum nokkuð glaðlega. Sjá hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Iran%E2%80%93Iraq_War#Use_of_chemical_weapons
Þarna hafði kallinn þá þegar taugagas. Bara 40 árum á eftir Hitlers Þýskalandi, en ólíkt Hitler kallinum, þá beitti hann því.
Svo var náttúrulega hægt að nota stöffið á krakka og konur...sjá hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Halabja_poison_gas_attack
Þarna sló kallinn blessaður öll met.
Þetta var bara fyrri kaflinn um hann, fyrst menn eru að tala um ólögmætar aðgerðir gegn þessu kvikindi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:53
Gleymdi þessu:
http://en.wikipedia.org/wiki/Human_rights_in_Saddam_Hussein%27s_Iraq#Number_of_Victims
Þetta er nú "bara" Wiki, en það má reyna að toppa þessar tölur með mannfalli í Írak (og sérstaklega mannfall vegna BNA) síðan 2003.
Vesgú
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:57
Jón Logi: Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að hér hefur enginn dregið taum Saddams eða reynt að bera brigður á að hann var harðstjóri mikill. Það sem Óskar réttilega benti á er að í dag jafnt sem undafarin sex ár hefur Írak verið hættulegasta land í Heimi. Engin er öruggur í Írak.
Á dögum Saddams vissi fólk hvað það þurfti að gera til að forðast ofsóknir, þ.e. að láta aldrei neina gangrýni í ljósi á flokknum eða neinu sem við kom Saddam og hans stjórn.
Í dag er ekki hægt að tryggja sig með neinni sérstakri hegðun eða hvernig þú hagar orðum þínum. Að hafa sig í frammi gæti aukið líkurnar á að þú verðir skotmark, en ekkert tryggir að þú verðir það ekki.
Þeir sem skipulögðu innrásina skipulögðu ekki eftirmála hennar. Í því sambandið hefur verið spilað af fingrum fram.
Um leið og hagsmunir USA og UK voru tryggðir í landinu, var öll frekari uppbygging látin lönd og leið. Bazra borgin sem Bretar héldu sem engst er ein rúst og hvorki stöðugt rennandi vatn eða rafmagn á borginni. Öll öryggisgæsla í kringum þessa "hagsmuni" er greidd af olíufélögunum" eins og um var samið og eru það einkaherir eða einkaöryggissveitir sem sjá um gæsluna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.10.2009 kl. 21:19
"Þeir sem skipulögðu innrásina skipulögðu ekki eftirmála hennar. Í því sambandið hefur verið spilað af fingrum fram."
Mikið rétt. Það er versta klúður sem hægt er að hugsa sér að ganga ekki frá logistíkinni eftir skjótan og greinilegan sigur. Það sáir bara heift og veldur algerri óreiðu.
Og staðurinn er óöruggur, þrátt fyrir að mig renni í grun að meðal-blóðslóðin sé efnisminni en í tíð Saddams. Gat maður verið 100% öruggur í tíð hans? Held ekki, þið gleymið hernaðarátökunum og herskyldunni, og svo hreinsunum sem þurftu ekki endilega að tengjast andófi, helldur allt eins ættum eða kyni. Og þá er ótalið það óöryggi og mannfall sem var vegna fæðu og lyfjaskorts í tíð viðskiptaþvingana UN. Innkaupalisti ríkiskassans hafði annan forgang. Áætlað mannfall þar, mest meðal barna og sjúkra lætur nærri heildar mannfalli síðan 2003, en tölur eru á reiki, ég skaut á lægri endann, og þetta er helmingi styttra tímabil!
En óöruggt er það, og verður. Bölvað ekkisens klúður, og til að toppa það er vopnabúrið ófundið, og sumpartinn í brúki í Írak, í dag.
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 09:28
Málið er einfalt ,almenningi í Írak fannst Saddam vera mannúðlegri en bandaríkjamenn. Ég á vin frá írak sem hefur búið hérna í 11. ár hann heimsótti írak fyrir 4 árum síðan og segir að bandaríkjamenn hafi lagt allt þarna í rúst , og ástandið hafi verið miklu betra hjá saddam. Sko ég hef enga skoðun á þessu en það hefur almenningur í írak hinsvegar,, og þeir vilja bandaríkjamenn (og þeirra annarlegu hagsmuni)BURT LANGFLESTIR!!!!!!!
pétur þormar (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 04:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.