Kannski stólpípa sé ekki svo slæm

Tælensk StólpípaÍ níunda mánuði hins kínverska tunglárs er haldin mikil grænmetis-fæðu hátíð á Phuket eyju suður af Tælandi. Hátíðinni er ætlað að vera sá tími þegar fólk hreinsar líkama sinn, eins konar andleg og líkamleg detox eða afeitrunar hátíð.

Fagnaðurinn hefst með sérstakari athöfn sem stýrt er af anda-miðli og fyrir utan að borða bara grænmeti yfir hátíðisdagana gerir fólk sér sitt hvað til skemmtunar.

Hluti af fjörinu, sem stendur í níu daga samfleytt, er mikil skrúðganga um götur bæjarins þar sem þramma karlmenn sem hafa stungið sveðjum, hnífum og sverðum í munn sér, líkt og sést á meðfylgjandi mynd. 

Hátíðin er sögð eiga rætur sínar að rekja til kínversks óperu-hóps sem veiktist af malaríu á meðan hann var í heimsókn á eyjunni.  Hópurinn ákvað að neyta aðeins grænmetis og biðja til guðs hinna níu keisara til að hreinsa huga sinn jafnt sem líkama. 

Þegar að söngfólkið náði sér af veikindunum sem í þá daga voru talin banvæn, var haldin mikil hátíð til að fagna fenginni heilsu og heiðra um leið guðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

OJ

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband