Fyrsta þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar

Hereróa konaÁ 17. og 18 öld flutti þjóðbálkur sem nefndi sig Hereróa, um set og settist að þar með hjarðir sínar sem í dag er landið Namibía í Afríku. Í byrjun 19. aldar hófu einnig Namar, ættflokkur frá Suður Afríku, að leggja undir sig þetta land sem seinna varð kennt við þá. Nömum fylgdu þýskir trúboðar og hvítir kaupsýslumenn. Á milli Hereróa og Nama urðu talverðar skærur allt fram eftir 19 öld.

Á seinni hluta 19 aldar fjölgaði hvítum landnemum mikið í Namibíu sem fengu land undir búgarða sína aðallega frá Hereróum. Árið 1883 gerði Franz Adolf Eduard Lüderitz samning við innfædda höfðingja sem seinna var notaður sem grunnur að stofnun þýskrar nýlendu í landinu undir nafninu Hin þýska suð-vestur-Afríka.

Fljótlega eftir stofnun nýlendunnar hófust erjur milli landnemanna og Hereróa sem aðallega stóðu í samandi við aðgang að vatni og beitilandi, en einnig vegna laga sem stuðluðu að miklu misrétti milli innfæddra og innflytjenda. Algengt var að innfæddir væru hnepptir í þrældóm enda þrælahald löglegt.

Hereróar sem sluppu12. janúar 1904 gerðu Hereróar skipulagða uppreisn undir stjórn Samuel Maharero gegn nýlendustjórn þjóðverja. En í ágúst mánuði sama ár voru uppreisnarmenn gersigraðir í orrustunni við Waterberg af her þjóðverja undir stjórn Lothar von Trotha hershöfðingja.

Þjóðverjar voru vopnaðir rifflum, fallbyssum og vélbyssum. Þrátt fyrir að vera aðeins 1500, stráfelldu þeir 6000 hermenn Hereróa og fjölskyldur þeirra sem fylgdu þeim.

Í kjölfarið voru Hereróar hraktir út í Omaheke eyðimörkina þar sem flestir þeirra sem eftir voru dóu úr sulti og þorsta. Þýskir hermenn sem eltu þá út á eyðimörkina fundu beinagrindur þeirra oft ofan í 4-5 metra djúpum holum, sem þeir höfðu grafið í leit að vatni.

Í október mánuði þetta afdrifaríka ár í sögu Namibíu, risu Namar einnig upp gegn Nýlenduherrunum og voru afgreiddir á svipaðan hátt og Hereróar.

Lothar_von_TrothaUm manfall í röðum Hereróa eru allar tölu mjög á reiki, en talið er að á milli 24.000 og 65.000 þeirra hafi dáið eða allt að 70% þjóðarinnar. Meðal Nama sem voru miklu fámennari í landinu er talið að 10.000 manns hafi fallið eða 50% af ættflokknum.

Herero_womenÁrið 1985 úrskurðuðu Sameinuðu þjóðirnar á grundvelli svo kallaðrar Whitaker skýrslu að Þjóðverjar hefðu gerst sekir um þjóðarmorð á Hereróum, það fyrsta á tuttugustu öldinni.

Þjóðverjar báðust fyrst formlega afsökunar á þessum atburðum árið 2004.

Í dag er talið að fjöldi Hereróa í heiminum sé um 240.000. Flestir þeirra eru enn í Namibíu en þá er einnig að finna í Botsvana og Angóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband