Undrasalir - (Fyrir Hildi Helgu)

ZotovZotov var áttatíu og fjögra ára gamall ţegar hann gekk ađ eiga ekkju, sem var jafn gömul og hann. Til brúđkaupsins var bođiđ af köllurum, eins og ţá tíđkađist, í ţetta sinn af fjórum eldri mönnum sem allir stömuđu. Háaldrađir voru einnig mennirnir óku brúđarvagninum og á undan honum hlupu, móđir og másandi, fjórir af feitustu mönnum Rússlands.

Vagninn sjálfur var dreginn af tveimur skógarbjörnum sem reknir voru áfram međ gaddasvipu og öskur ţeirra í bland viđ básúnublástur kom í stađinn fyrir brúđarmarsa. Upp viđ altari dómkirkjunnar gaf blindur og mállaus prestur hjónin saman sem síđan var fylgt af öllum brúđkaupsgestum ađ hjónasćnginni ţar sem ţau voru afklćdd í augsýn allra.

Á ţessa leiđ lýsir Voltaire ţessu afkáralega brúđkaupi sem haldiđ var í Pétursborg áriđ 1710 fyrir tilstilli Péturs mikla Rússakeisara, en brúđguminn Zotov hafđi veriđ ćskukennari Péturs og einskonar hirđfífl hans í seinni tíđ.

Brúđkaup ÖnnuSkömmu áđur hafđi Pétur skipulagt brúđkaup frćnku sinnar, síđar keisaraynju, Önnu Ivanovna og hertogans af Courland. Strax eftir ađ hafa veitt ţeim blessun sína í upp viđ altariđ í dómkirkjunni í Mosku, hófst annađ brúđkaup. Brúđhjón ţess voru tveir dvergar, uppáhalds dvergur Péturs Valakoff, og "prinsessa dverganna" Prescovie Theodorovna.

Dverghestar frá Settlandseyjum drógu brúđarvagninn og Pétur veitti ţeim blessun sína á sama hátt og hann hafđi gert fyrr um daginn fyrir Önnu. - Í brúđkaupsveislu Önnu og hertogans, var veglegri borđskreytingu komiđ fyrir á miđju veisluborđinu og út úr henni stukku tveir dvergar sem síđan dönsuđu menúett á milli veisluréttanna og borđbúnađarins.

Pétur Mikli 1838Pétur mikli Rússakeisari hafđi mikinn áhuga á öllum afbrigđlegum náttúrufyrirbrigđum, svo mikinn ađ hann lét reisa mikla byggingu í Pétursborg ţar sem hann kom sér upp safni af allskyns viđundrum og afbrigđilegum lífverum, ţ.á.m. mennskum. 

Safniđ var kallađ Kunstkamera (Undrasalir) og stendur bygging ţess enn. Margir af 2.000.000 munum ţess eru enn varđveittir á Museum of Anthropology and Ethnography(MAE) í Pétursborg.

En Pétur safnađi ekki ađeins ţví sem koma mátti fyrir í krukkum og skápum, ţví hann stefndi til Pétursborgar fjölda af dvergum, ţeim sem ţóttu óvenju hávaxnir, óvenju feitlangir, krypplingum og ţeim sem vanskapađir voru á einhvern óvenjulegan hátt.

Taliđ er ađ dvergahirđ Péturs hafi taliđ 80 dverga ţegar mest lét. Anna Ivanovna er sögđ hafa haft áhuga á dvergarćkt. Eftir ađ nokkrir kvendvergar Péturs létust af barnsförunum, bannađi  Pétur frekari tilraunir međ ćxlun dverga.

Anna Ioannovna og dvergar hennarPétur virđist hafa haft sérstakan áhuga og dálćti á dvergum. Ţeir máttu samt vara sig eins og ađrir á skapofsa keisarans, sem átti ţađ til ađ leggja til nćrstaddra međ sverđi sínu ef ţannig lá á honum. Og áhugi hans smitađi út frá sér ţví vart var hćgt ađ finna heldri manna fjölskyldu í Rússlandi á valdatíma hans, sem ekki átti einn eđa tvo dverga.

Pétur mikli notađi oft afkáraleikann til ađ undirstrika andstöđu sína viđ gamlar kreddur og helgisiđi kirkjunnar. Áđur en hann skipulagđi brúđkaup hirđfíflsins Zotov, hafđi hann látiđ krýna hann sem páfa. Ţá samdi hann einnig samkvćmisleiki sem gengu út á ađ gera grín ađ kristnum helgisögum og siđum ţar sem vinir hans og ţau viđundur sem hann valdi, var gert ađ leika hlutverk tengdum viđkomandi sögum.

Anna Ioannovna Nú er víst ađ Pétur var ţeirrar skođunar ađ Rússland vćri langt á eftir öđrum Evrópulöndum hvađ varđađi menningu og siđfágun. Hann t.d. bannađi međ lögum ađ karlmenn bćru alskegg og lét leggja sérstakan skatt á ađrar tegundir skeggja.

E.t.v. hefur Pétur mikli sett dvergaeign í samband viđ siđfágun ţví sá siđur var all-útbreiddur og hafđi veriđ ţađ um langa hríđ, međal konungshirđa Evrópu. Allir rómversku keisararnir áttu dverga. T.d. er ţess sérstaklega getiđ ađ Júlía, frćnka Ágústusar hafi átt tvo dverga, ţau Knopas og Andromedíu sem ađeins voru 2 fet og ţrír ţumlungar á hćđ.

Sagt er ađ einn konungur Danaveldis hafi gert dverg ađ ráđherra. Karl lX átti níu dverga og fengiđ fjóra ţeirra gefins frá  Sigmundi Ágústusi Póllandskonungs og ţrjá frá hinum ţýska Maximillan ll. Á ţeim tíma voru dvergar taldir mjög snjallir og vitrir. Segja má ađ ţeir hafi komiđ í stađ hirđfífla ţví ţeir máttu mćla ţegar ađrir urđu ađ vera hljóđir. Catherine de Medicis átti ţrjú pör á sama tíma og áriđ  1579  er hún sög hafa átt fimm smámenni sem hétu; Merlín,  Mandricart, Pelavine, Rodomont, og Majoski. Líklegt er ađ síđasti dvergurinn viđ frönsku hirđina hafi veriđ  Balthazar Simon, sem lést áriđ 1662.

Dvergur dansar viđ hundStundum var karlmannsdvergum bođiđ ađ vera viđstaddir ţegar ađ mikilmenni komu saman.   Áriđ 1566 bauđ t.d. Vitelli Kardínáli í Róm  til mikillar veislu ţar sem 34 dvergar ţjónuđu til borđs.

Á Englandi og á Spáni áttu ađalsmennirnir ţađ til ađ láta bestu málara samtíđar sinnar mála myndir af dvergum sínum. Velasquez málađi t.d.  Don Antonio el Ingles, fínbúinn dverg ásamt stórum hundi til ađ leggja áherslu á smćđ hans. Sá listamađur málađi fjölda annarra dverga viđ knungshirđina á Spáni  og á einu málverkinu, Infanta Marguerite, sýnir hann hana ásamt dvergapari.  Ţá má sjá dverga á myndum listamanna eins og Raphael, Paul Veronese, Dominiquin og einnig í  "Sigur Sesars" eftir  Mantegna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Sannarlega merkilegt. Dettur ósjálfrátt "Skáktyrkinn" í hug. Bćđi bókin sem mig minnir ađ hafi komiđ út nýlega á íslensku og ýmsar ađrar frásagnir af honum bćđi fyrr og síđar.

Sćmundur Bjarnason, 12.10.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Skemmtileg og fróđleg lesning.  Takk fyrir mig.

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 12.10.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Eygló

Gott ađ ţessi söfnunarárátta var liđin hjá ţegar aurabullurnar komu til sögunnar. Ţeir hefđu miklađ sig af slíkum eignum eins og öđrum.

Takk Svanur og ég er fegin ađ ég var nćstum 185sm  enginn hefđi keypt mig ; )

Eygló, 12.10.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Sćll Sćmundur. Ţetta mun vera bókin sem bygg er á gjörningum hins ungverska Johann Wolfgang Ritter von Kempelen de Pázmánd sem á átjándu öld faldi dverg inn í gervi-skákvél og varđ frćgur fyrir og síđast ţegar upp komst um svindliđ, af endemum. Ţessi náungi hefur nú veriđ ansi klár, ţví hann fann einnig upp vélrćnan talhermi sem síđan var eitthvađ notađur af málvísindamönnum.

Takk fyrir innlitiđ Jóna.

Hver veit hvađ ţeir eiga í bankahólfunum á Tortóla Eygló?

Svanur Gísli Ţorkelsson, 12.10.2009 kl. 01:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband