Er hamingjan að vera fögur, gáfuð, fræg og rík?

quotes_of_happinessAllir eru sammála um að hamingja er það eftirsóknarverðasta sem lífið getur haft upp á að bjóða. Íslendingar hafa til margra ára verið sagðir hamingjusamastir þjóða í fjölda fjölþjóðlegra skoðannakannana sem gerðar hafa verið. - 

Hvort þetta er enn satt um okkur í ljósi hremminganna sem núna ganga yfir þjóðina veit ég ekki,  en jafnvel þeir sem búa við skelfilegar aðstæður í lífi sínu þurfa ekki endilega að missa sjónar af þessu megin markmiði lífsins.

Anna Frank orðaði þetta svo í dagbók sinni; "Við lifum öll með það fyrir augum að verða hamingjusöm; líf okkar eru öll frábrugðin en samt eins." 

Í Bandaríkjunum t.d. er rétturinn til að leita að hamingjunni verndaður í stjórnarskránni þótt að hún eða aðrar stjórnaskrár heimsins geti ekki tryggt að fólk finni hana. Flestir hefja leitina að hamingjunni með því að reyna að uppfylla langanir sínar, hverjar sem þær kunna að vera. Þær langanir eru fyrst mótaðar af náttúrulegum hvötum okkar og síðan af uppeldinu og samfélaginu.

data?pid=avimage&iid=iUKpVcGX7TI0Þar sem samfélagið er mettað efnishyggju verður hún megin leitarsvæðið.

Við komumst smá saman upp á lag við að raða saman eins mörgum "ánægjustundum" og mögulegt er og köllum það hamingju. Að verða fögur, gáfuð, fræg og rík eru aðalmarkmið leitarinnar.

En um leið og ánægjustundirnar þrjóta, jafnvel þótt aðeins verði hlé á þeim,  finnum við fyrir tómarúminu þar sem raunveruleg varanleg hamingja á að vera. -

Neyslusamfélagið er bein afleiðing þessarar tegundar hamingjuleitar.

Þessi leit tekur venjulega enda þegar eitthvað sem við héldum að væri alger forsenda hamingju okkar er frá okkur tekið. 

Í bókmenntum og annarri menningararfleyfð heimsins er að finna fjölda hamingju uppskrifta, enda hefur hamingjan verið stór hluti af viðfangsefnum helstu hugsuða heimsins. Niðurstöður þeirra er jafnan á einn veg, þótt þær séu orðaðar á mismunandi hátt.  

HuggingKidsSmall%5B4%5DÞær kenna að hamingjan sé grundvölluð á andlegri hegðun hvers einstaklings. Með "andlegri" er átt við þær mannlegu dyggðir sem hvert og eitt okkar býr yfir. -

Hvort sem við erum rík eða fátæk og hvert sem starf okkar er eða staða, munum við ekki fanga hamingjuna nema að við leggjum rækt við þessar dyggðir og að gjörðir okkar endurspegli þær.

Hér kemur hluti af hamingju-uppskrift sem mér finnst ein sú besta sem ég hef séð og ber þessum hugrenningum mínum  gott vitni.

Vertu örlátur í velgengni og þakklátur í mótlæti. Vertu verðugur trausts náunga þinna og mættu þeim með bjartri og vingjarnlegri ásjónu. Vertu sjóður hinum fátæku, umvandari hinum ríku, sá sem svarar kalli hinna þurfandi og varðveittu helgi heits þíns. Vertu sanngjarn í dómum þínum, varkár í tali þínu. Sýndu engum manni óréttlæti og öllum mönnum auðmýkt.

Í þessum stutta texta koma eftirfarandi dyggðir fyrir;

Örlæti, þakklæti, heiðarleiki, vingjarnleiki, miskunnsemi, hugulsemi, hugrekki, orðheldni, sanngirni, hófsemi, auðmýkt. 

Takið eftir hvernig þessar dyggðir eiga vel við þá sem vilja þjóna meðbræðrum sínum og ekki þá sem vilja drottna yfir þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr,  dyggðirnar eru stórlega vanmetnar á Íslandi í dag, því miður.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: brahim

Svanur: Örlæti, þakklæti, heiðarleiki, vingjarnleiki, miskunnsemi, hugulsemi, hugrekki, orðheldni, sanngirni, hófsemi, auðmýkt. 

Því miður held ég að þeir einstaklingar sem haldnir eru þessum dygðum séu vandfundnir, því miður.

Og er ég ekki undanskil í því tilliti. Hvort þú teljir þig vera það er þitt að svara sem og hverjum fyrir sig.

Góður pistill að vanda samt, Svanur.

brahim, 30.9.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær teksti og góður til umhugsunar.

hafðugóðadag

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 05:19

4 identicon

Sæll Svanur,

Langt um liðið,

Örlæti, þakklæti, heiðarleiki, vingjarnleiki, miskunnsemi, hugulsemi, hugrekki, orðheldni, sanngirni, hófsemi, auðmýkt, hressandi svona í morgunsárið og verðugt verkefni inn í daginn!

kv. Guðbjörg

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 08:44

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

brahim; Ég geri eiginlega sjálfkrafa ráð fyrir að okkur sé öllum eitthvað áfátt hvað dyggðirnar varða, annars væri væri samfélag okkar betra og mannúðlegra. En ég hef "trú" á okkur öllum og eins og einhver sagði, það skiptir meira máli hversu oft þú stendur upp en hversu oft þú fellur við.

Takk fyrir innlitið Guðbjörg, alveg rétt long time no see.

Takk fyrir það Steina.

Jóna; Íslandi, Evrópu, Heiminum...:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2009 kl. 09:57

6 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta er gott innlegg Svanur. Ég hreinlega þekki ekki þennan hugsunarhátt sem kemur fram í fyrri hlutanum. Og með þessa Gallup könnun þá er hún orðuð þannig og kemur inní miðjum spurningavagni jafnvel svo viðmælendur eiga erfitt með að játa fyrir spyrlinum að þeir séu ekki hamingjusamir. Ég er 100% sammála þessari hamingjuuppskrift að því viðbættu að við sjáum að okkar nánustu farnist vel.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 30.9.2009 kl. 11:55

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góð hugvekja.  Deili með þér hamingjuaugnabliki sem ég átti í morgun, þá ég tók nýfædda sonardóttur í fangið og horfði hugfangin á hana stjörf af hamingju fyrir hönd foreldra hennar. 

Hverf af landi brott í þyngri þönkum þó.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.9.2009 kl. 13:22

8 identicon

 "..the only things worth pursuing in life are beauty and fulfilment of the senses..."

-Oscar Wilde (The Picture of Dorian Gray)

Lord Henry (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:30

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Tara, Jenný   og LH.

Tara; Ertu að meina að landinn eigi erfiðara með að vera heiðarlegur í svörum en aðrar þjóðir?

Dorian Grey fjallar einmitt um þetta efni LH. En það er eins og mörgum finnist sú leið sem hann kaus auðeldari, og á vissan hátt er hún það. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2009 kl. 14:45

10 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þú segir nokkuð. En ég veit ekki hvort þessi spurning er sett upp á annan hátt í öðrum löndum, þá á ég ekki við orðalagið heldur með meira viðeigandi spurningum. Ég veit ekki hvort þú þekkir spurningavagna. Ég kom nálægt þessu starfi á einn og annan hátt í 10 ár og tilfinning mín sagði mér þetta. Það er erfitt og stundum óviðeigandi fyrir suma eftir alls konar spurningar að segjast allt í einu vera óhamingjusamur. Ha jú, jú, ég er frekar hamingjusamur, held það sé oftar sagt en mjög hamingjusamur. Ef þessi spurning er spurð skriflega í heimsendum listum, eða á netinu, er mun auðveldara að vera hreinskilinn. Kannski sú aðferð sé notuð meira erlendis. Eins og ég sagði er þetta líka byggt á tilfinningu minni þegar ég kom nálægt þessu, þetta er líkt og þegar einhver hringir í þig þegar þér líður mjög illa og segir; Jæja segir þú ekki allt gott!! Nokkuð líklegt að margir svari, jú jú og reyni að koma samtalinu áfram frá þessari niðurdrepandi spurningu :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 30.9.2009 kl. 15:53

11 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég fór óvart að hugsa meira um spurningu þína Svanur. Ég held að það verði að taka tillit til svo margra þátta að þessi spurning geti ekki gefið rétta mynd um líðan fólks í svo mismunandi þjóðfélögum. Í löndum þar sem börn alast upp við mikinn aga bæði á heimilum og í skólum komi það fram bæði hjá spyrlum og viðmælendum. Spyrillinn er stífur og spyr vélrænt, slær ekki á létta strengi með viðmælandenum eins og Ísl. er tamt, þ.e. ef þeir hafa gaman að svara svona könnunum. Í þannig þjóðfélagi held ég að viðmælandinn sé hreinskilnari í þeirri vissu um að vélræna röddin heldur áfram og þakkar fyrir sig í lokinn. Þetta er minna þjóðfélag, fólk getur fengið á tilfinninguna að það sé að koma upp um sig með hreinskilnu svari. Í löndum þar sem hörmungar dynja yfir fólk, fátækt, stríð og hryðjuverk, getur maður ímyndað sér að viðmælandi hreyti út úr sér; auðvitað er ég ekki hamingjusamur þegar aðstæðurnar sem ég og þjóðin býr við! Svo ef við snúum okkur aftur til þeirra hamingjusömu þá getur barn hafa verið að fæðast í fjölskyldunni og það er nóg til að viðmælandi sé í skýjunum þó þeir séu skuldum vafnir eða annars konar vandamál í fjölskyldunni. Aftur þar sem fátækt er kann barnsfæðing ekki vera að hinu góða, barnamergð, ómögulegt að framfleyta fjölskyldunni og engin hjálp frá ríkinu. Svo það fer eftir því út á  hvað þessi spurning gengur, í raun þarf ekki bara að athuga þjóðfélagið heldur einstaklingana og taka tillit til umhverfins og andann sem ríkir. En auðvitað er þetta tilviljunarkennt úrtak, það er ekki hægt að velja þá úr hér á Íslandi sem búa við mikla erfiðleika, atvinnumissi og fátkæt, það gæfi svo svona alþjóðlegri spurningu sannarlega ekki rétta mynd burt séð hvað ég sagði hér að ofan um okkur. Íslendingar eru frekar óöguð þjóð og stolt, ég held það sé staðreynd. Svo reynið að taka þetta allt með inní myndina þegar svörin eru fengin. Ógerlegt. Þetta færðu fyrir að spyrja mig nánar Svanur minn, en ekki meira :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 30.9.2009 kl. 17:46

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Tara Aftur :)

Það er nú ekki ónýtt að geta spurt manneskju spurningar hér um slóðir og fá ígrunduð svör. Þakka þér fyrir þau.

Það sem svör þín segja mér er að skoðanakannanir eru viðkvæm vísindi og að margt getur skekkt niðurstöður þeirra sem ekki er tekið með í reikninginn þegar þær eru gerðar eða niðurstöður þeirra birtar.

Eftir stendur þá að Íslendingar eru kannski ekki eins hamingjusamir og þeir virðast og aðrir ekki eins óhamingjusamir og þeir segja.

Í raun breytir það engu hvað megin efni pistilsins varðar, en gefur um samt um leið þessari hugleiðingu meira vægi þar sem honum var ætlað að vera pínulítið mótvægi í umræðunni um alla pólitíkina þar sem klisjurnar ráða alfarið ferð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2009 kl. 19:45

13 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Gott að ég gekk ekki fram af þér, ég ræð mér ekki þegar þankagangurin fer af stað. En Þetta er akkúrat það sem ég er að segja þér, til að fá réttar niðurstöður verður að taka svo ótrúlega margt með í reikningin og í svona víðri spurningu spurðri um allan heim með sama orðalagi gengur það hreinlega ekki upp að mínu mati og vonandi fleirri.

Over and out :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 30.9.2009 kl. 19:58

14 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Svanur, þetta er fábær pistill hjá þér um hamingjuna og gott umhusunarefni. Hvað varðar skoðanakannanir þá verðum við að taka þær með fyrirvara, samanber þær kannanir sem gerðar hafa verið á Íslandi og áttu að leiða í ljós að litil sem engin spillig væri á Íslandi. Nú vitum við að þetta var vitleysa og hér var og er ótrúlega mikil spillig.

Takk fyrir þessa færslu

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.9.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband