Atgervisflótti af blog.is

Fjöldi fólks hefur tilkynnt lokun á bloggsíðum sínum á blog.is eftir að það fékkst staðfest að Davíð Oddsson væri orðin einn af tveimur yfirmönnum bloggsvæðisins.

Sýnt þykir að atgerfisflóttinn standi í beinu samhengi við þá staðreynd að margir hafa óhræddir sagt sína meiningu um Davíð Oddsson  sem umdeildan stjórnmálamann og  afar mistækan embættismann, grandalausir fyrir því að hann mundi nokkru sinni getað komist í stöðu til að geta beitt sér gegn blogghöfundum með beinum hætti.

David+Oddsson+sn%C3%BDr+aftur+fr%C3%A1+ElbuEn nú er það orðin staðreynd. Davíð er kominn í stöðu til að stýra umræðunni með því að stýra fréttaflutninginum sem flestir blogga við. Sumir stuðningsmenn Davíðs hafa verið að hrópa húrra fyrir því á blogginu að hann sé komin í  aðstöðu til að hreinsa hér til sem er orðin mikil nauðsyn á að þeirra mati. Ef fer sem horfir er ekki langt í að blog.is verði að litlu jarmsvæði hægri öfgamanna á Íslandi. -

Auðvitað var stjórnendum og eigendum Moggans ljóst að þetta mundi gerast. Því verður að reikna með að þeim hafi einfaldlega verið sama.

Hér er verið að veita Davíð greiða leið til þess að hafa aftur mikil áhrif á þjóðmálin og gera honum auðvelt að snúa aftur í pólitíkina af fullum krafti eins og hann sagðist mundi gera ef hann yrði rekinn úr seðlabankanum.

Nú er hann mættur til leiks, með öflugan miðil sem hann stýrir að baki sér. Það slær óhug á kjaftaskana á blogginu og bara það að hann snéri aftur, sendi marga þeirra sem stundum voru þeir einu sem gagnrýndu Davíð að einhverju ráði, fussandi eitthvað út í buskann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er alltaf leitt og leiðinlegt að heyra um flótta frá sveitunum í hitt.

Kær Kveðja

Brúnkolla (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb.  Þetta er svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hversu mikið af þessu er í orði en þegar á reynir verði ekkert á borði? 

Fannar frá Rifi, 25.9.2009 kl. 00:48

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Fannar; Það eru nokkrir þegar búnir að loka. Aðrir eru enn að átta sig og undirbúa að flytja sig um set. Það er alveg óhætt að taka þetta alvarlega. Bloggarar margir eru nefnilega hugsjónafólk sem ekki hefði nennt að halda úti bloggsíðunum sínum nema vegna þess að það hafði hugsjónir til að leggja út af.

Brúnkolla; Möööö :)

Jenný; Jamm :(

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er á báðum áttum, ég tók öryggisafrit bara til öryggis.  Ég ætla samt að sjá til í nokkra daga, og taka ákvörðun.  Þegar ég veit um hvað málið snýst, hver veit nema að blogginu verið lokað? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú meinar Jóna, betra að láta þá loka á þig en að þú lokir á þá :) - Er einhver flugufótur fyrir því að þeir ætli að loka því?

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 01:30

7 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli - sem þið önnur, hér á síðu !

Vitanlega; er hér um graf alvarlega þróun að ræða, Svanur, þegar einhver mesti tjónvaldur Íslandssögunnar, í bráð og lengd, er teymdur inn á svið orðræðunnar, án nokkurrar siðferðisvitundar - né iðrunar, fyrir sakir óhæfuverka sinna.

Þetta eru; vægast sagt, skuggalegir tímar, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan og fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 01:38

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Viðsjárverðir tímar, orð að sönnu Óskar minn. Ætlar þú að bíða þangað til það verður lokað á þig eða fara sjálfviljugur :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 01:49

9 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Veistu Svanur Gísli, að færu Íslendingar eins hljóðlega - sem svifa seint, um garða og ég, í daglega lífinu, hefði ekkert þjóðfélagshrun orðið hér, gamli góði spjallvinur.

En; að spurningu þinni. Ætli ég láti ekki auðnu ráða för, um sinn að minnsta kosti.

Væri mér að meinalausu; lokuðu þeir Árni á mig, svo sem - þeir hafa ýjað að því fyrr, og kannski farið hafi fé betra, en síðan mín.

Að minnsta kosti; voru lokanir á þá Skúla Skúlason fræðimann, og Doctor E; allsendis óverðskuldaðar, eins og við munum báðir. Og; á fleirri, yfirleitt.

Voltaire gamli; er ekkert, í neinu uppáhaldi, í Hádegis móum, svo sem. 

Með; hinum beztu kveðjum - sem öðrum fyrr, og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 02:22

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST TIL UM ÞAÐ FYRIRFRAM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 03:26

11 identicon

Við ráðum því náttúrlega sjálf hvort við lesum Moggann eða látum Davíð hafa einhver áhrif á okkur. En þetta er alveg ótrúlega pínlegt allt saman. Er farin að halda að þessu blessaða þjóðfélagi okkar sé ekki viðbjargandi. Því miður.

Ína (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 09:54

12 identicon

Fyrir mér skiptir ekki nokkru máli hver er ritstjóri. Ég er á móti ESB en var skítsama um það þó fyrri ritstjóri hafi verið sagður ESB sinni. Ég er orðin leið á Davíð en mér er alveg sama þó hann sé þarna við annan mann. Ég hef fulla trú á blaðamönnum Moggans og það mun aldrei neitt blað geta komið í staðinn fyrir hann. Bloggið er svona hliðargrein þar sem maður hefur fyrirvara á því sem maður les. Ég hef voða gaman af að taka rúnt á bloggsíðunum hér á mbl.is og þá helst til að sjá komment við einstaka fréttir en hef aldrei fundið þörf hjá mér til að blogga sjálf. Það verður sennilega eitthvað færri sem blogga hér um fréttir í framtíðinni en þó veit maður aldrei. Þessi bloggútfærsla er eitthvað svo þægileg.  Þegar maður eyðir dálitlum tíma í að lesa þessi blogg þá verður maður þess áskynja að þetta er voða mikið sama fólkið. Þú bloggar og einhverjir vinir þínir kommenta hjá þér. Svo blogga þeir og þá kommentar þú ásamt hinum vinunum hjá þeim. Veit ekki alveg með atgervisflóttann.... held að þar sé dálítil sjálfsblekking/-upphafning á ferðinni.

Soffía (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:57

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Anna; Já margir farnir og fleiri á lei'inni.

Ína; Sammála.

Soffía: Eftir höfðinu dansa limirnir, það er búið að segja 30 manns upp á Mogganum, greinilega verið að breyta blaðinu  í pólitískt málgagn Davíðs. Hann verður ekkert mildari við óvini sína en hann hefur verið fram að þessu. Hann er bitur maður og hugsar sé eflaust gott til glóðarinnar með að geta náð sér niðrá þeim sem hann telur sig eiga grátt að gjalda. - Fréttir blaðsins munu endurspegla það og þess vegna bloggið. -

Óskar: Ég er 80% sammála þér - Doctornum átti aldrei að hreifa við, en öðru máli gengdi um SS.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 11:12

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég stórlega efast um það Svanur og aðrir hérna, að það verði farin einhver hrykaleg ritskoðunarstefna á öllu mogga blogginu. mér finnst það bara ekkert merkilegt að þarna sitji Davíð eða einhver annar. stórabreytingin og sú eina að ég tel er að í stað þess að vera málpípa ESB sinna sem núna kvarta og nota félagasamtök til þess að koma sinni skoðun á framfæri, þá verði meiri ESB andstaða á blaðinu.

Fannar frá Rifi, 25.9.2009 kl. 13:28

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fannar: Það þarf enga "hrikalega ritskoðunarstefnu" til að hafa veruleg áhrif á moggabloggið. Fjölmargir blogga aðeins um fréttir mbl.is sem þeir linka við. Um leið og farið verður að stýra fréttaflutningi (sem er jú hlutverk ritstjóra) eftir ákveðnum mótuðum skoðunum, breytist bloggið. Það er ekkert sem bendir til að gamla málsgagn-stefnan verði ekki endurnýjuð á mogganum af fullum þunga. - Þarna á milli er beint orsakasamhengi. - Að auki bætist við sú staðreynd að margir sjá sér ekki fært að styðja miðil sem  er stýrt af umdeildasta manni Íslandssögunnar.

ESB afstaðan skiptir auðvitað máli, en ef það mál væri það eina sem út af bæri, mundu margir sem eru farnir eða eru að fara, kæra sig kollótta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 14:12

16 identicon

Kirkjugarðurinn er fullur af ómissandi bloggurum..

Það mætti líka reka þessa sem haldin er "Obama-blota" og setur inn myndir af Obama við hvert tækifæri á mbl.is,  held í vonina..

LS.

LS (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 14:15

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Atgerfisflótti?  Hver dæmir um það?

Ef fólk hefur virkilega áhyggjur af því að fréttaflutningur á mbl.is breytist, með einhverri ritstýringu, þá ætti að vera því meiri ástæða til að halda áfram að blogga hérna og segja sína skoðun á fréttaflutningnum, ef fólk er ósátt við framsetninguna.

Sjálfur hef ég verið andstæðingur Moggans í ESB málum og marg gagnrýnt ESB slagsíðuna á blaðinu og mbl.is, og ekki hefur verið gerð athugasemd við það af hálfu umsjónarmanna bloggsins.

Bloggarar eiga að sjálfsögðu að vera sjálfstæðir í sínum skoðunum, alveg eins og þeir ætlast til að fjölmiðlarnir séu.

Axel Jóhann Axelsson, 25.9.2009 kl. 15:49

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Oft var þörf en nú er nauðsyn að halda áfram að blogga um fréttaflutninginn og hafa fjölbreytni í umræðunni. Alla vega þar til verður lokað á mann. Ef maður berst ekki gegn siðblindunni á meðan maður hefur tækifæri er eins og maður samþykki án mótraka. Best að láta reyna á það. þetta er mín skoðun.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2009 kl. 16:48

19 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég er sammála Axel.  Það er búið að bjóða mér að flytja mitt blogg um sel en ég er tvístígandi.  Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjálfstæðir og óháðir bloggarar haldi sínu striki og láti svona lagað ekki slá sig út af laginu. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.9.2009 kl. 16:54

20 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ég sé að þau Axel og Anna voru á undan mér að benda á að það er hugsanavilla finnst mér hjá fólki að ætla sér að hætta að blogga hér á mbl vegna gagnrýni á ritstjóraval Morgunblaðsins. Ef fólk óttast stefnubreytingu til hins verra fyrir sinn smekk þá er þeim mun meiri ástæða til að halda áfram að blogga og sýna virka "ritstjórnarandstöðu" í verki á sama vettvangi. Það reynir þá á það hvort bloggurum verði "hent út" úr mbl eða ekki vegna skoðana sinna.

Meðan mbl-bloggið er í gangi á annað borð er síst minni ástæða til að halda áfram að blogga nú en áður.

Ég hvet "fráfallna" bloggara til að endurskoða afstöðu sína. Viljum við ekki einmitt hafa sem fjölbreyttastan vettvang hér? Meðan mbl.is er á lífi? Það er frekar hætta á að mbl verði lagt niður í heild sinni eða því breytt. En, er á meðan er!

Góðar ritstundir!

Kristinn Snævar Jónsson, 25.9.2009 kl. 17:07

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Axel og þakka þér þetta innlegg. Einnig Önnu og Andra.

Varðandi atgervisflóttann; Það er auðvitað persónulegt mat sem ég í þessu tilfelli legg á yfirlýsingar fólks sem mér finnst eftirsjá að, eins og t.d. nafna mínum Sigurbjörnssyni, AK-72, Konráði Ragnarssyni, Heiðu Heiðars og Davíð Stefánssyni svo einhverjir séu nefndir.

Ég held að margir sem eru að hugsa sitt mál, séu einmitt að hyggja að því sem þið Anna Sigríður og Andri Geir reifið, þ.e. hvort ekki beri enn meiri nauðsyn til að halda áfram að skrifa hér en fyrr,  sem hugsanlegt mótvægi við það sem koma skal.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 17:17

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristinn Snævar: Þakka þér.

Sé að þú tekur í sama streng og Andri, Anna og Axel.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 17:22

23 Smámynd: Offari

Ég hef ekki skilið hvað þessi ritstjórnarstimpill á Davíð fá menn til að hætta að blogga. Bloggið eð frjáls skoðanamiðill þar sem öllum er leyft að segja sínar skoðanir. Einu afskitin sem höfð eru er ef menn missa sig í að nýða persónur eða fyrirtæki þar eru mörkin og hafa alltaf verið. Ég hef enga trú á að það breytist þótt Davið sé nú orðin ritsjóri. Ég hef enga trú á því að hann fari að stjórna skoðunum fólks.

Offari, 25.9.2009 kl. 17:27

24 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Það er ekkert nema aumingjaskapur eða þá góð afsökun að hætta að blogga.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 25.9.2009 kl. 17:43

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Offari og þakka þér þetta.

Það getur enginn neitað að fréttaflutningur fjölmiðla er "skoðanamótandi". Annars væri enginn akkur í því fyrir flokka að eiga sér málsgagn. -

Og eins og þegar hefur komið hér fram eru margir sem blogga aðeins við fréttir, endursegja þær jafnvel orðrétt, og það er stór hluti af ásýnd bloggsins. Þess vegna hefur litaður fréttaflutningur áhrif á bloggara. -

Snjólaug; Kann að vera að einhverjir noti tækifærið vegna lítillar nennu og hætti að blogga. Þeir sem ég hef heyrt ofaní hafa hætt til þess að leggja ekki nafn sitt við vettvang hvers hæstráðandi er svarinn óvinur þeirra og að þeirra mati þjóðarinnar allrar. Þannig líður mörgum, hvort sem við erum þeim sammála eða ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 17:53

26 identicon

Ég sé að bestu bloggararnir eru þarna ennþá!

Palli (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 18:01

27 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Sem sagt Svanur að sumir hopa undan ógninni -  svona get ég ekki skilið -  ef einhver fer í taugarnar á mér eða öfugt þá sit ég sem fastast.  Það er nefnilega þannig að mínu áliti að þú getur ekki haft áhrif nema að sitja kyrr annars fær hinn að vaða uppi og þú hefur vísvitandi lagt sigur í hendur andstæðingnum.  En svona erum við misjöfn

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 25.9.2009 kl. 18:02

28 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Misjafnlega hefur mér þótt fara fyrir atgervinu hér á blog.is þó margir séu ágætlega skemmtilegir. Sé ekki fyrir mér að Davíð fari að sitja við og sortéra bloggið, til þess hefur mbl aðra menn.

Hitt þykir mér verra að í ritstjórastól þessa miðils skuli vera sestur maður sem hefur ekki nema nauma nasasjón af blaða- og fréttamennsku og er fráleitt fagmaður á því sviði. Og byrjar á að láta reka suma þeirra sem hann vissi fyrirfram að myndu vera honum langt fremri á því sviði og hugsanlega skyggja á hann. Og skítt þykir mér að Óskar Magnússon sem hefur allnokkra reynslu af blaðamennsku skuli ganga fram fyrir skjöldu með svona toppfígúru.

Sigurður Hreiðar, 25.9.2009 kl. 18:19

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurður;

Þar kemur þú að mikilvægum punkti, þ.e. fagmennskunni. Ef þú átt við þá fagmennsku að skýra rétt og nákvæmlega frá fréttum og gæta hlutleysis, þá er ég sammála þér um að ekki sé við slíku að búast frá umdeildum atvinnu-pólitíkusum.  

Snjólaug: Eitt er að standa af sér allan sjó um borð og annað að taka þá ákvörðun að vilja ekki ráða sig um borð hjá ákveðnum formönnum. - En ég skil alveg hvað þú ert að fara.

Palli. Að vera jákvæður er góður eiginleiki :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 18:50

30 Smámynd: Birgirsm

Til er hér í bænum nokkurs konar

               andlegur

aldingarður

sem nærri því allir bæjarmenn finna sig

skylda til að rækta á allan hátt og hlynna

að á alla vegi, við þann blett mætast menn

af öllum stéttum, bæði karlar og konur,

allur stéttamismunur og allur aldursmunur

hverfur þar eins og þoka fyrir sólu, háir og

lágir taka þar höndum saman og gamal-

mennið á grafarbakkanum og barnið fyrir

innan fermingu hittast þar í bróðerni, tignar-

frúin og betlikerlingin sitja þar eins og

systur og allir vinna það sama, prýða og

skrýða blettinn, sumir gróðursetja þar ný

blóm, aðrir stóreflistré og sumir eru í óða

önn að vökva eldri blómum og eldri trjám

til þess að ekkert glatist, ekkert kulni út

eða visni, þessi augasteinn alls bæjarins,

þessi heilagi og friðaði aldinreitur er-

slúðrið í bænum.

Lífið í Reykjavík eftir Gest Pálsson (19.öld)

Sæll Svanur, ég mátti til með að koma með þessa speki inn í þessa umræðu eftir allar yfirlýsingar og persónu-níðið sem ég hef lesið frá skjálfandi bloggurum á moggablogginu, sem beina skeytum sínum að hinum nýja ritstjóra. 

Birgirsm, 25.9.2009 kl. 18:54

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Birgirsm og þakka þér þessa fögru "ádrepu".

Mér dettur svona í hug í framhjáhlaupi við að sjá af þér myndina, hvort þú hafir hitt hana Brúnkollu sem fyrst skepna gerði athugasemd við þennan pistil :)

Við búum við þau ósköp að pólitíkin er jafnan persónugerð í þeim taka að sér ráðsmennsku þjóðarinnar hverju sinni. Davíð Oddsson hefur náð manna lengst á þessu sviði, svo langt að honum var gefið viðnefnið "kóngur". Hann hefur sjálfur ekki látið sitt eftir liggja við að heimfæra þessa mítu-ímynd upp á sjálfan sig, líkt sér við Krist á krossinum, meira að segja. - Einn ágætur bloggari finnur upp á því (sjálfsagt í hálfkæringi) að líkja saman efasemdum fólks um mannkosti Davíðs við efasemdir þess um tilvist Guðs. -

Ég er persónulega á móti að þessi garður sem Gestur Pálsson lýsir svo frómlega hér að ofan, sé ræktaður. En hvernig aðskilur maður málefnalega á milli persónunnar annars vegar og gjörða hennar og orða hins vegar, þegar hvoru tveggja ræður örlögum heillar þjóðar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 19:21

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrsta verk þessara nýju ritstjóra var að setja skilyrði sem gefa vonir um að rekstur blaðsins geti orðið sjálfbær í framtíðinni. Stöð 2 og Fréttablaðið hafa fengið samkeppni um matreiðslu frétta og mótvægi við fyrri heilaþvottarpólitík ESB sinna. Davíð Oddsson er einhver besti og beittasti penni landsins og þó ég sé eins fjarri allri aðdáun á stjórnmálamanninum D.O, og hægt er að komast þá fagna ég komu hans í þjóðmálaumræðuna. Og það sem meira er:

Ég biðst ekki afsökunar.

Árni Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 23:01

33 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir hlý orð. Að sá í garð þeirra sem láta stjórnast af valdasýki og hefndarhugsunum getur aldrei leitt gott af sér. Ég trúi því í einfeldni minni að Davíð Oddson eins og allir aðrir sé fæddur með gott hjarta. En það sem stjórnar hans gerðum nú í dag get ég ekki réttlætt fyirir nokkurn mun. Svo mikið finnst mér honum hafa mistekist á seinni árum.

Ég vil raunverulega gefa öllu fólki séns í lífinu en bara ef það sannar góðan hug áður. Ég þarf sjálf að gera það þó ég sé ekki að fara fram á að stjórna skoðunum og hugsunarhætti allrar þjóðarinnar.

Gott fólk! Hafið bara sjálfstæðar skoðanir og látið ekki hafa áhrif á þær. það er svo auðvelt þegar maður er í áfalli að láta hafa áhrif á sig. það þekki ég af eigin raun. En treystið á ykkar innri styrk. Annað er ekki arðbært fyrir neinn.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2009 kl. 23:17

34 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fer ekki fet, þeir þurfa að bera mig út í spennitreyju, með teipaðan munninn.

Hef enga trú á að þeir reyni að ritskoða bloggið, á grundvelli andadavíðsmanna!  Hafði reyndar enga trú á að Davíð færi í ritstjórastólinn heldur, svo trú mín er hálfgert trúleysi sem  ekkert mark takandi á. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.9.2009 kl. 23:30

35 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni. ef allir væru jafn raunsæir og þú væri nú landsmálunum öðruvísi háttað í dag. Ef ég gæti skipt Davíð út fyrir þig myndi ég gera það. Réttsýni og sanngirni skín í gegnum allt sem þú skrifar. Megi bara fleiri eins og þú komast til áhrifa. það er oft svo vandasamt að sigla milli skers og báru í málunum án þess að verða fyrir áhrifum frá hægri og vinstri.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2009 kl. 23:31

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sumir stuðningsmenn Davíðs hafa verið að hrópa húrra fyrir því á blogginu að hann sé komin í  aðstöðu til að hreinsa hér til sem er orðin mikil nauðsyn á að þeirra mati. Ef fer sem horfir er ekki langt í að blog.is verði að litlu jarmsvæði hægri öfgamanna á Íslandi. - "

Það er með ólíkindum að þú skulir láta svona vitleysu frá þér fara, Svanur. Trúirðu þessu virkileg sjálfur?

Það var ekki verk Davíðs að segja upp starfsmönnum blaðsins, það var ákveðið að fara í þá sparnaðaraðgerð áður en Davíð kom til sögunnar. Hann hafði ekkert um það að segja´.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 23:41

37 identicon

Hverjum skuldaði Morgunblaðið fjögurþúsund milljónir sem voru afskrifaðar?

Hver ber tjónið af því?

Ætlar Davíð Oddson að halda áfram að berjast fyrir ríkistryggðum kapítalisma að forskrift Hannesar Hólmsteins?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 23:52

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hvet alla bloggara hér á blog.is til að færa sig, á Wordpress eða eitthvert annað og hætta að fjármagna þessa blóðsugu Morgunblaðið.

Það er ábyrgðarhlutur að styðja spillta fjölmiðla- og kvótakónga sem hafa kostað skattgreiðendur a.m.k. 3 milljarða og fóðra ritstjóra sem henti 350 milljörðum af skattfé út um gluggann sem seðlabankastjóri og er aðalhönnuður íslenska efnahagshrunsins sem forsætisráðherra.

Farið sam helst ekki úr öskunni í eldinn, til Jóns Ásgeirs á blogg.visir.is.

Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 00:28

39 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er misskilningur í þér Viðar, þú hefur látið Baugsmiðlana heilaþvo þig.

Engir peningar voru afskrifaðir vegna Moggans. Fyrirtækið var sett í þrot og tekið af eigendum sínum af bankanum.  Svor var blaðið selt hæstbjóðanda.

Öðru máli gegnir um Baugsfjölmiðlana, þar voru afskrifaðir einhverjir miljarðar af´bankanum en eigendurnir, Jón Ásgeir og félagar, fengu að halda fyrirtækinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 00:31

40 Smámynd: Hannes

Mér líst vel á að fá Davíð Oddson og ég ætla rétt að vona að allir bloggarar sem eru mér ósammála hætti sem fyrst og drulli sér annað.  Komonn ef hann vill láta ykkur hætta að blogga látið hann þá loka á ykkur en ég er ekki svo viss um að hann muni gera það enda miklu þægilegra ef þið lokið sjálf.

Ég ætla að gagnrýna hann Davíð og láta loka á mig ef það verður gert sem ég efa en ég mun ekki loka sjálfur.

Hannes, 26.9.2009 kl. 00:36

41 identicon

Er ekki líka nær að Samfylkingarpennar skrifi bara heima hjá sér, á einhverjum Baugsmiðlinum?

Ég hefði nú bara haldið það.

Það verður nú reyndar svolítið gaman að sjá þá laumast hér inn aftur, eftir að hafa verið ólesnir í einhvern tíma. Ef eitthvað er öruggt hjá vinstrimanninum, þá þarf hann að hafa vit fyrir öðrum. Og þú hefur ekki vit fyrir neinum sem ólesinn bloggari.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 01:22

42 identicon

Var Mogginn skárri á meðann hann sá um áróður til vinstri og fyrir ESB sinna?

Af hverju hljómar fólk eins og Davíð sé þarna mættur til að refsa öllum þeim sem segja ljótt um hann?   Ég veit vel að í augum sumra er Davíð sjálfur myrkrahöfðinginn en af hverju i ósköpunum heldur fólk að við eigum við eftir að sjá meiri og harðari ritskoðun á MBL og harðari áróður heldur en verið hefur undir stjórn annara ritstjóra?

Davíð er mennskur,  hann verður heldur ekki einn við stjórnartaumana.  Hann þarf að huga að lesendum og hann veit það.  Hann þarf einnig að huga að eigendum blaðsins og því gerir hann sér fulla grein fyrir.

Blaðið verður ekki skoðanalaust nú frekar en það var.   Ég heyrði aldrei neinn gera þá kröfu til fyrri ritstjóra að þeir væru skoðanalausir.   Ólafur fór ekki leynt með sínar skoðanir og viðraði þær ítrekað í leiðurum blaðsins ESB sinnum og vinstri sinnum til mikillar gleði.

Það má auðvitað búast við að blaðið taki aðra stefnu núna og að áherslur breytist. Það er mjög eðlileg þróun enda hefur Mogginn sífellt verið að taka breytingum.
En er það svo slæmt að Mogginn verði mótvægi við alla 365 miðlana í umræðunni? Er það svo slæmt að hægri sjónarmið fái að koma fram?
Er það svo slæmt að stjórnvöldum verði veitt meira aðhald með Mogganum?

Er þessi breyting á Mogganum ekki bara akkurat það sem við þurftum á að halda svo ALLIR stærstu fjölmiðlar landsins væru ekki málgang sömu afla.  Bæði þessi öfl þurfa að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og þau þurfa sömuleiðis gagnrýni.

Ég treysti Davíð fullkomlega til að sinna starfinu af fagmennsku og ég er ekki hið minnsta hrædd um að hann muni anda ofan í hálsmálið á blaðamönnum með svartan tússpenna til að strika yfir allt sem sagt er um hann eða sjálfstæðisflokkinn.   Til þess er Davið of mikill fagmaður.

Hrafna (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 09:48

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka öllum sem hér hafa gert athugasemdir.

Gunnar Th reit;

Það er með ólíkindum að þú skulir láta svona vitleysu frá þér fara, Svanur. Trúirðu þessu virkileg sjálfur?

Er það nauðsynlegt fyrir mig að tilfæra þessi ummæli sem ég vitna til, eða muntu láta þér nægja að grennslast fyrir um þetta sjálfur og sjá að ég fer ekki með neinar ýkjur.

Ég hafna þeirri skoðun sem margir hafa látið hér í ljós að það sé eðlilegt að dagblöð og fjölmiðlar almennt dragi taum ákveðinna pólitískra stefna, eins og t.d. Baugsmiðlar hafa gert og Þess vegna sé ágætt að Mogginn bætist í þann hóp, en hann hefur einmitt haft á sér yfirbragð hlutleysis til nokkurs tíma, þrátt fyrir skoðun f.v. ritstjóra þess t.d. í Evrópumálum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 12:10

44 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sannleikurinn mun gera yður frjáslan"

Hvenær munum við koma til með að sjá þessar hreinsanir, Svanur? Á þessu ári?

Ég mun banka uppá hjá þér hér á blogginu, reglulega og rukka þig um þessi ummæli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2009 kl. 14:32

45 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

kosturinn er að nú geta "hægrimenn" jarmað í kór við hvern annan!

Til dæmis "vinstrimenn" eru útsendarar helvítis????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.9.2009 kl. 02:12

46 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvar er allur atgervisflóttinn?

Guðmundur St Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband