Skriftin gæti komið upp um þig

writing_resumeNýjar rannsóknir á rithandarsýnum leiða í ljós að hægt er að sjá á rithönd viðkomandi hvort hann er að segja sannleikann eða ekki. Skýringin er fólgin í að heilinn erfiðar meira við að finna upp " lygi" en við að segja sannleikann og truflar þannig skriftina.

Tilraunin fór þannig fram að 34 nemendur í Háskólanum í Haífa í Ísrael voru beðnir um að skrifa stutta málsgrein þar sem þeir lýstu atburði eftir minni og síðan að "skálda" upp aðra málsgrein.

Sjálfboðaliðarnir notuðu þráðlausan tölvupenna sem nam mismunandi þrýsting á pennaoddinn. Síðan var það sem ritað var greint af tölvu.

Vísindamennirnir komust að því að þeir sem skrifuðu ósannindi ýttu fastar á pennann, notuðu lengri pennastrokur og skrifuðu hærri stafi en þeir sem rituðu sannar málsgreinar. 

"Við vitum að fólk hikar meira þegar það segir ósatt og sum fyrirtæki nota þá staðreynd þegar þau láta fylgjast með fólki þegar það fyllir út í krossaspurningar í skoðandakönnunum á netinu." sagði Prófessor Richard Wiseman, sálfræðingur við Háskólann í Hertfordshire.

Niðurstöður þessara prófanna hafa þegar verið kynntar í The Journal of Applied Cognitive Psychology.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Er þetta ekki svipað og þegar fólk spinnur upp sögur (lýgur) og er beðið um að endurtaka söguna.

Það hikar og sleppir eða bætir við söguna. Þetta hefur víst verið sannað einnig.

brahim, 19.9.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Trúleg vísindi, hef líka tekið eftir því að þegar fólk lýgur: þá strekkjast ákveðnir andlitsvöðvar, sem annars eru slakir.  Þessi strekking er kannski ekki mjög greinileg, en merkjanleg, sérstaklega ef andlitið er þekkt.  Augnasteinarnir skreppa líka eilítið saman.

Gerðum margar svona tilraunir í sálfræðikúrsum í MH, aðallega með lygamæli.  Niðurstöðurnar voru allar á einn veg:  Sama hvað þú ert kúl lygari, þá ljúga líkamsvessar og taugaboð ekki.

Upp í hugann kemur nýleg mynd af JÁJ þegar hann segir:" Nei kannast ekki við Tortóla"

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.9.2009 kl. 18:35

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég get ekki logið, það er margsannað.  Ég verð alltaf svo vandræðaleg þegar ég reyni að ljúga eða ég fer að hlæja. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 01:46

4 identicon

Þetta er ekkert ótrúlegt.

Fólk notar líka aðra orðflokka þegar það lýgur í frásögnum sínum. 

Fransman (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband