Fornir manngerðir hellar, undraverð listaverk

ellora-temple1-746801Dag einn í apríl mánuði árið 1819 fór Kaptein Smith á tígursdýraveiðar. Hann komst skjótt á slóð dýrs sem hann rakti að þröngri gjá. Inn af gjánni fann hann hellisop sem var vel byrgt af  þykkum gróðrinum.

Hellirinn var manngerður þótt hann hefði greinilega í langan tíma eingöngu hýst leðurblökur og rottur. 

Kapteinn Smith, var breskur hermaður og þjónaði í Midras hernum á Indlandi. Hann litaðist um og varð ljóst að hann hafði rekist á mjög sérstakar minjar. Hann var staddur skammt fyrir utan þorpið Ajinṭhā í Aurangabad héraði Maharashtra-svæðinu. Hann krotaði nafnið sitt með blýanti á hellisvegginn þar sem það er enn sjáanlegt þótt máð sé.

ajanta-caves-05Þegar farið var að kanna hellinn betur kom í ljós að hér var ekki aðeins um einn helli að ræða, heldur heilt þorp sem höggvið var út úr hráu berginu. Segja má að byggingarnar séu ein samfelld höggmynd með forgarði, hofum, turni, samkomusal, og hýbýlum sem eitt sinn hýsti a.m.k. 200 manns.

Hvarvetna getur að líta listilegar skreytingar, höggmyndir og málverk og allir veggfletir eru útflúraðir með tilvitnunum úr hinum fornu Veda-ritum skrifaðar á sanskrít. Talið er að það hafi tekið 7000 hagleiksmenn 150 ár að meitla í burtu 200.000 tonn af hörðu graníti til að ljúka þessu mikla verki.

Ajanta_CavesÞetta mikla listaverk er nefnt AJANTA HELLARNIR.

Gerð hellana hófst fyrir meira en 2000 árum. Haldið er að Búdda munkar hafi leitað skjóls í gjánni á monsún tímabilinu og byrjað að höggva hellana út úr berginu og skreyta þá með trúarlegum táknum til að stytta sér stundir á meðan rigningin varði. Eftir því sem hellarnir stækkuðu hefur viðdvöl þeirra orðið lengri uns þeir urðu að varanlegu heimili þeirra og klaustri.

Munkarnir voru miklir hagleiksmenn. Um það vitna haglega meitlaðar súlur, bekki, helgimyndir, greinar og stokkar. Jafnvel húsgögnin voru höggvin út úr steininum sem í raun má segja að hafi verið ein gríðarlega stór blokk úr hamrinum.

ajanta-cavesSkrautskriftin og máverkin voru máluð með náttúrulitum og það hlýtur að hafa verið vandasamt að framkvæma þar sem lítið sem ekkert sólarljós er að hafa við hellana. Mest af vinnunni hefur því farið fram við ljós frá olíulömpum.

Hvers vegna munkarnir yfirgáfu staðinn á sjöundu öld er enn ráðgáta. Kannski voru þeir að flýja ofsóknirnar á hendur Búddistum sem skóku Indland á þessum tíma. Eða ef til vill varð einangrunin þeim ofviða því erfitt er að lifa á ölmusu úr alfaraleið. Eftir að þeir fóru óx gróðurinn smá saman yfir hellaopin og öll ummerki um þessa merku byggð hurfu sjónum manna í rúm 1500 ár.

Ellora hofiðSumt bendir til að íbúar Ajanta hafi flutt sig um set til  Ellora sem er nær fjölfarinni verslunarleið. Ellora er staður sem að vissu leiti er áþekkur Ajanta því þar er einnig að finna skreytta úthöggna hella. Þar hefst byggð um sama leiti og hún leggst af í Ajanta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hef oft leitt hugann að þessum undrum veraldar, sem voru sköpuð með mannshöndinni einni saman, engir brotborar, engar stórvirkar vinnuvélar, aðeins sviti.

Þeir sem geta búið til svona fegurð, kynslóð fram að kynslóð,  hljóta að hafa verið ..........  gegnumheilir og í góðu andlegu jafnvægi. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.9.2009 kl. 07:21

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Satt segirðu Jenný. Hönd, hugur og hjarta, sameinuð í að vinna verk sem er tileinkað einhverju stærra en maðurinn er sjálfur. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.9.2009 kl. 12:53

3 identicon

Magnað. Eigum við ekki að skella okkur á þessar slóðir og skoða þessa merku hella? Væri örugglega mun fróðlegra og magnaðra en að lesa um það og skoða myndir. Er samt ekki sammála þér um að verk mannanna geti nokkru sinni orðið stærra manninum. Maðurinn hlýtur að vera stærri sköpun sinni .... og svo Guð stærstur. Að halda öðru fram, vitnar um vanmátt og huglægar takmarkanir viðkomandi einstaklings. Maðurinn er stærri en verk sín, alltaf. Nema hann velji að vera minni og það er sorglegt. Gugga

gp (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 09:53

4 identicon

Sæll Svanur og takk fyrir bloggið.

Mér finnst þessi umfjöllun áhugaverð og ekki síst í ljósi þess að ég er við mastersnám í arkitektúr í Arkitektaskólanum í Árósum, þar sem þema vetrarins er "byggt í jörðina." Í byrjun annar er stuttur kúrs þar sem gerð er rannsókn og athugun á stórmerkilegum fyrirbærum eins og þessu.

Ég skil vel hvað þú talar um þegar þú nefnir sameiningu um að vinna verk sem er stærra einstaklingnum sjálfum. Svona fyrirbæri er þrekvirki nokkurra kynslóða í gegnum langt árabil og er til marks um að til er máttur okkur æðri. Lítið annað en TRÚ og VISSA gæti fleytt kynslóðum í gegnum samvinnuverkefni sem þetta. Til eru fleiri áhugaverð dæmi um álíka þrekvirki og hérna eru linkar á nokkur áhugaverð dæmi:

http://en.wikipedia.org/wiki/Petra

http://en.wikipedia.org/wiki/KV17

http://www.oeaw.ac.at/antike/institut/arbeitsgruppen/christen/domitilla.html

http://en.wikipedia.org/wiki/Ellora (sem eru nefndir í greininni hjá þér).

http://en.wikipedia.org/wiki/Rock_of_Gibraltar#The_Galleries

Að lokum er skemmtilegt að nefna að amk 4 milljónir Kínverja lifa ennþá í hellum. Það er sko ekkert fámenni :)

Kv. Hilmar Gunnarsson

Hilmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

gp reit; "Magnað. Eigum við ekki að skella okkur á þessar slóðir og skoða þessa merku hella?"

Margt vitlausara en einmitt það :)

Hilmar ; Þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd og viðeigandi krækjur.

Eru það tímana tákn að það er ekki á mörgum stöðum í heiminum , ef nokkrum, sem fyrir finnst einhver verkefni  í smíðum sem jafnast á við þessi "þrekvirki" þegar tillit er tekið til þess að þau eru minnisvarði um trúarlega elju mannsins frekar en vísindalega þekkingu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.9.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband