Heimssál blaðamanna og fyrirsætan sem notar föt númer 14

glamour-magazine-272x368Það er ekki á hverju degi sem fyrirsætur komast í heimspressuna fyrir það eitt að líta ekki út eins og flestar fyrirsætur gera. En það gerði Lizzie Miller, tvítug bandarísk stelpa sem sat fyrir í nýjasta tölublaði tímaritsins Glamour. Hún notar víst talsvert stærri númer en aðrar fyrirsætur gera, en hver sér það á myndum eins og þessari sem príðir forsíðu þessa bandaríska tímarits. 

Það sem mér finnst mest áhugavert við þessa frétt er að hún skuli vera frétt sem birtist í öllum helstu fjölmiðlum heimsins. Það er eins og að Lizzie hafi snert við einhverju í heimssál blaðamanna og fjölmiðlafólks sem segir þeim að það séu fréttir, ekki bara til næsta bæjar, heldur tíðindi sem heimsbyggðin má ekki missa af, að stúlka sitji fyrir hjá tímariti sem hefur maga, læri og brjóst eins og flestar jafnöldrur hennar.

lizzie-miller-276x368Sagan segir að tímaritið hafi fengið óvenju mikil viðbrögð við þessari myndbirtingu. Konur víðs vegar um Bandaríkin segjast hafa "gert sér grein fyrir að það væru til aðrar konur sem litu út eins og þær."

 Það gefur sterklega til kynna að búið sé að koma þeirri firru kyrfilega fyrir í bandarískum konum að flestar konur líti út eins og myndirnar af súpermódelunum þar sem hver punktur hefur verið fótósjoppaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2009 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband