Breskir unglingar drekka meira og eignast fleiri börn

4095088F-F27A-22AE-386911A62F3010B4Á Bretlandi viðgengst meiri drykkjuskapur á meðal barna og unglinga en víðast hvar annarsstaðar. 33% krakka undir sextán ára aldri viðurkennir í nýlegri alþjóðlegri könnun að hafa dottið í það a.m.k. tvisvar sinnum sem er miklu hærra en meðaltalið í öðrum OECD löndum seme er 20%. Í Bandaríkjunum er hlutfallið undir 12%. 

50% af fimmtán ára breskum stúlkum segjast hafa drukkið a.m.k. tvisvar sem er 10% hærra en gengur og gerst meðal drengja.

Barneignir meðal unglingsstúlkna í Bretlandi eru einnig miklar. Aðeins í Tyrklandi, Mexíkó og Bandaríkjunum eru þær algengari. Til breskra barna rennur þó mun stærri hluti af skattfé almennings en víðast hvar annarsstaðar.

Að þessu leiti virðist ekki vera beint samband milli góðrar hegðunar og hamingju barna og hversu mikið er í þau eytt af skattpeningum. Hvert barn í Bretlandi fær rúmlega til sín 90.000 pund sem er 10.000 pundum minna en meðaltalið í OECD löndunum og fjórum sinnum minna en börn í Bandaríkjunum fá af almannafé.

Dawn Primarolo sem er Barnamálaráðherra í Bretlandi að við þessu mundi ríkisstjórnin bregðast og efna til mikillar auglýsingarherferðar á næsta ári, gegn víndrykkju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Samhengið er nokkuð ljóst: Hömluleysi.

Finnur Bárðarson, 2.9.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband