Gamalt morð

Í kistu á ég gamalt morð.article-0-05ACC928000005DC-336_468x311_popup

þar myrti ég gleðikonu og grínista

sem bæði voru gamanleikarar

og skemmtilegasta fólk.

Nú liggur það allt í tætlum

ofaní kistunni,

því um daginn tók ég morðið upp

og áður en varði leystist það.

Það var líka illa bundið

og orðið voðalega gamalt.

Þetta varð svo fréttamatur

um kvöldmatarleitið daginn eftir,

því það er ekki á hverjum degi

sem gömul morð leysast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek ofan fyrir þér!!!

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

... æ er eitthvað svo ferköntuð,  þarf alltaf að fá svona  krossgátuskýringar  til að skilja svona!  Þóttist skilja fyrri partinn, en er ekki alveg að ná þeim síðari.  En ........ maður á náttlega aldrei að spyrja skáldin hvaða hvatar voru að baki ..... eða hvað?

Og þá spyr Svanur; hvernig skildirðu fyrri partinn?

Og þá svara ég:  "ekki dæma eftir útlitinu, atgvervinu,  starfinu, neinn mann, neina konu!"

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.8.2009 kl. 04:24

3 Smámynd: Brattur

Flott Svanur... já verulega flott... takk fyrir !

Brattur, 30.8.2009 kl. 22:04

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það drengir.

Flottar skýringar hjá þér Jenný. Niðurlagið sem fyrri parturinn eru dálítill orðaleikur með alvöru ívafi. Ég er lík-a að atast út í orðalag frétta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2009 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband