Saving Icesave

icesaveÞá er þessum þætti sýndar-veruleikasjónvarpsþáttarins frá Alþingi Íslendinga lokið. Saving Icesave hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið en nú er ekki hægt að teygja lopann lengur, enda nóg komið að margra mati.  

Samt var fullt af fólki hélt að þarna væri um alvöru alvöru að ræða, þ.e. raunverulegan raunveruleika. Það mætti jafnvel til að mótmæla niðrá Austurvöll. Ég er að velta fyrir mér hvað það fólk geri nú þegar það fattar að þetta var allt í plati.

Annars sýna fyrstu viðbrögð þess fyrst og fremst hvað leikurinn í þættinum  var virkilega góður. Sérstaklega á endasprettinum, í kosningunni sjálfri,  þegar Framsóknarflokkurinn sem greinilega er að reyna auka vinsældir sínar í þessu leikriti, sagði "nei, nei, nei".  Vá..slíkan ofurleik hefur maður ekki séð lengi. - Sumir sem enn eru ekki búnir að fatta að þetta var og er bara sjónarspil ætla örugglega að kjósa þá næst.

icesave-a_scalesÉg sá reyndar handritið að þessum farsa fyrir tæpu ári. Það var skrifað af fyrrverandi ríkisstjórn . Það var líka með; " við lofum að borga" sem endi á málinu og þeim endi  hefur ekki verið breytt þrátt fyrir mikið stagl og streð. - En það var nú líka fyrirsjáanlegt. Þegar einu sinni er búið að taka ákvörðun um hvernig plottið gengur upp er ekki hægt að breyta því. En það var flott flétta að þykjast ætla að breyta því. Hélt manni við skjáinn ansi lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skelfing er ég feginn að farsanum er lokið held að ég smelli Pink Floyd á fóninn

Finnur Bárðarson, 28.8.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

The Wall ....

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 18:51

3 identicon

Velkominn á bísann

magnús steinar (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 20:15

4 identicon

Ég sleppti nu ekkert að hlusta á Pink Floyd þó svo farsinn gengi á,mér persónulega finnst Wish You Were Here best af þeirra verkum og svo þurfið þið að gefa sóló verkum Roger Waters séns þau eru alveg í sama classa allavega finnst mér Amused To Death algjört listaverk

Loki (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband