Sláðu blettinn til að losna við streituna

Það er fátt sem lyktar betur en nýslegið gras. Um þetta getur fjöldi Íslendinga vitnað, ekki hvað síst þeir sem alist hafa upp í sveitum landsins. Borgarbúar vita þetta líka því jafnvel þótt sumir heykist á því um stund að slá blettinn, líður þeim alltaf betur eftir að verkinu er lokið. 

Hamingjan er heyskapur

CIMG0018Nýjar rannsóknir benda til þess að heyskapur og blettasláttur geti hamlað streitu. Í ljós hefur komið að efni sem losnar þegar gras er slegið gerir fólk glaðara og hægir á elliglöpum. Vísindamennirnir sem stóðu að þessum rannsóknum segja að efnið virki beint á heilann og hafi einkum áhrif á minnis og tilfinningastöðvar hans staðsettar á svæðum sem nefnd hafa verið Amygdala og Hippocampus.

Eftir sjö ára rannsóknir hefur tekist að búa til ilmvatn sem lyktar eins og nýsleginn blettur og verður sett á markaðinn fljótlega undir nafninu “eau de mow”.

Frekari upplýsingar um þessa "nýju" uppgötvun hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Mér finnst þessi lykt alltaf langbest þegar hún kemur frá nágrönnunum ;)

Óskar Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Brattur

Svo nú þarf maður ekki að slá blettinn lengur... bara puðra má grasilmvatni út fyrir veröndina... draga að sér frískt loftið og halda áfram að grilla... afslappaður...

Brattur, 27.8.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég hef tekið eftir þessu með grassláttinn. Við eigum þrjú að skiptast á hér í mínu húsi, en ég stelst iðulega til að vera á undan hinum.

Ágætt að hugleiða um leið og maður ýtir sláttuvélinni á undan sér, og eflaust skemmir græni liturinn og síðan ilmurinn af hinu nýslegna grasi ekki fyrir ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband