Risabolinn Chilli

BigCowHann heitir Chilli og hann er stundum kallaður "góðlyndi risinn" sem er eins gott fyrir Töru Nirula, stúlkuna sem sér um hann og sést hér á meðfylgjandi mynd.  Chilli hefur orð á sér fyrir að vera ljúflingur og hvers manns eftirlæti.

Eigendur Chilli hafa haft samband við heimsmetabókina sem nú metur gögnin um það hvort nautið er mögulega það stærsta í Bretlandi.

Þetta svarthvíta frísneska ungnaut vegur meira en eitt tonn og er sex fet og sex tommur á hæð sem er einni tommu hærra en hæsta naut Bretlands er skráð í dag.

Þrátt fyrir stærð sína, hefur Chilli aldrei verið alinn á neinu nema venjulegu grasi og sælgæti endrum og eins.

bigcowBNS_468x341Tuddinn er næstum jafn hár og hann er langur sýndi þess snemma merki að hann mundi verða stór, en hann var skilinn eftir á tröppunum á  Ferne dýraskjólinu í Chard, Somerset, aðeins sex daga gamall ásamt systur sinni sem aldrei hefur stækkað neitt umfram aðrar kýr. 

bigcowBNS_468x334Núna, níu árum seinna er Chilli enn að stækka og trúlega fer hann langt yfir núverandi hæðarmet kusa í Bretlandi og jafnvel í heiminum en það á bolinn  Fiorino sem býr á Ítalíu og er sex fet og átta tommur á hæð.

Stærð Chilli varð fyrst áþreifanleg þegar einhver tók eftir því að hann passaði ekki lengur í básinn sem honum var ætlaður í fjósinu.

(Það minnir nokkuð á ástæðuna fyrir því að aldrei var farið út í að splæsa gen íslenska kúakynsins við það norska, því þótt það mundi eflaust auka mjólkurframleiðslu þess íslenska, mundi um leið þurfa að stækka alla bása í íslenskum fjósum og af því hljótast mikill kostnaður)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er almennilegur tuddi.. nokkur hunruð hamborgarar :)

Óskar Þorkelsson, 25.8.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

8000 kvartpundarar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.8.2009 kl. 23:15

3 identicon

And a real looker, to boot!

Lissy (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fallegur er bolinn, en eru myndirnar ófalsaðar?  Mér finnst bolinn ótrúlega stór miðað við konuna sem heldur í hann á myndinni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 01:43

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóna, myndirnar eru ófalsaðar þótt e.t.v. sé beitt sjónarhornum sem ýkja stærð hans. T.d. stendur stúlkan á annarri myndinni greinilega í halla eða brekku og því neðar en tuddinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2009 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband