Löglegt að svelta konuna ef hún neitar bóndanum um kynlíf

Því er stundum haldið fram að innrásin í Afganistan hafi m.a. verið til þess að frelsa konur þar í landi undan ánauð og skelfilegu óréttlæti sem viðgekkst undir stjórn Talibana. Sé eitthvað til í því hefur innrásin að þessu leiti litlu breytt. 

Löggjöf sem heimilar giftum karlmönnum að svelta konur sínar ef þær neita að eiga við þá mök, hefur verið birt í lögbirtingablaði landsins og öðlast þannig gildi.

BBC fréttasíðan skýrir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að þegar lögin voru kynnt fyrr á árinu hafi forseti landsins neyðst til að draga þau til baka vegna mótmæla. En nú hefur lagfrumvarpið  lítið breytt, verið hljóðlega gert að lögum.  

Herra Karzai, forseti landsins, er sakaður um að selt málstað kvenna landsins fyrir stuðning Shia múslíma í komandi forsetakosningum.

Lögin eru sérstaklega ætluð fjölskyldum Shia minnihlutans í landinu.

Kynferðislegar kröfur

Í upphaflega frumvarpinu var gert ráð fyrir að Shia konur væru skyldaðar til að hafa mök við menn sína minnst fjórum sinnum í viku og þannig var nauðgun þeirra gerð lögleg þar sem vilji þeirra til samræðis þurfti ekki að vera til staðar.

Afghan women march against a new marriage law in Kabul, April 2009
Fyrri útgáfa frumvarpsins olli kröfugöngum í Afganistan og  mótmælum víða um heim.

Þessi útfærsla á lögunum var fordæmd af leiðtogum vesturlanda þar sem hún þótti afturför til þeirra tíma er Talibanar réðu landinu.  

Nú er lítið breytt útgáfa af sama frumvarpi orðin að lögum með samþykki  Karzai forseta.

Forsetkosningar verða haldnar í landinu á fimmtudag og mannréttindahópar segja að tímasetning laganna sé ekki tilviljun.

Frumvarpið leifir eiginmanni að svelta konu sína ef hún neitar honum um samræði, konan verður að fá leifi bónda síns til að sækja vinnu utan heimils síns og feður og afar barna hafa einir umráðarétt yfir þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn hef ekki mikla trú að innrásin eða afskiptin yfir höfuð hafi verið í þágu kvenna og réttinda þeirra. Það væri þá eitthvað nýtt. Það eru örugglega aðrir hagsmunir á ferð en það er svona PR að flagga hinu. Hægt að fá breiðari stuðning ef almenningur heldur að verið sé að verja mannréttindi.

Solveig (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er þér samála Sólveig, enda staðfesta þessar og álíka fréttir frá Afganistan undafarin misseri grun þinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 00:56

3 identicon

Hörmungarnar gerast þegar trúarbrögðum er blandað í strjórnmál, trúarhópar mega aldrei komast til valda.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 07:57

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll DoctorE. Ein spurning til þín.

Rök þín gegn Guði eru yfirleitt þau að alheimurinn virðist grimmur og óréttlátur. En hvar hefur þú fengið  hugmyndina að réttlæti eða óréttlæti? Maður getur ekki kallað eitthvað bogið nema hann hafi einhverja hugmynd um hvað bein lína er. Hvað ertu að bera alheiminn saman við þegar þú sagir hann óréttlátan?...Þú getur auðvitað getað látið hugmyndina um réttlæti lönd og leið með því að segja að hún sé bara einkahugmynd þín. En ef þú gerðir það, mundu rök mín gegn Guði, hrynja. Gagnrýni þín beindist nefnilega að því að veröld sem gerir ráð fyrir almáttugum Guði,  sé raunverulega óréttlát en ekki bara að hún henti ekki þínum smekk.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ojbarasta og ullabjakk. Get ekki verið málefnalegri en það.

Rut Sumarliðadóttir, 17.8.2009 kl. 12:18

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svona framkoma gagnvart konum er forkastanleg að okkar mati.

Hitt er annað mál að við verðum að virða trú þessa fólks og sýna henni umburðalyndi ef við ætlum að eiga samskipti við þau og hleypa þeim inn í landið í stórum stíl. 

Ég þekki það frá Danmörku að sumir músímar telja það ekki bara rétt sinn heldur  skyldu að refsa konum sem fara yfir strikið. Þetta nýtur vítæks stunings í samfélaginu t.d. hjá mæðrum og tengdamæðrum þeirra kvenna sem þarf að refsa.

Sigurður Þórðarson, 17.8.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Vakandi

Að halda að ofbeldi gegn konum sé meira í löndum múslima en t.d. hér á Íslandi er alvarleg ranghugmynd. Við ættum að líta okkur nær.

http://www.nationmaster.com/graph/cri_rap_percap-crime-rapes-per-capita

Vakandi, 17.8.2009 kl. 13:07

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurður.

Það eru fyrirmæli í Kóraninum sem gefa körlum leifi til að refsa konum líkamlega fyrir brot, en engin sem leifa svelti þeirra. Ég sé svo sem ekki mikinn mun á líkamlegu ofbeldi í hegningarskyni og svelti og mér finnst engin ástæða til að sýna slíku umburðalyndi á neinn hátt. Samfélagið allt á að fordæma slíka hegðun refjalaust.

Þetta súmmar dæmið ágætlega upp Rut mín.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 13:08

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Vakandi.

Sé þetta rétt hjá þér, erum við í meiri vanda en við gerum okkur grein fyrir. Ofbeldi og um leið ójöfnuður gegn konum er því miður landlægt og menningartengt vandamál í löndum múslíma. Sé svo einnig hér á landi, þrátt fyrir nokkuð framsækna löggjöf til verndar mannréttindum, erum við ver sett en ég hélt.

Nauðganir kvenna í löndum múslíma eru ekkert sjaldgæfari en í öðrum löndum, en þær eru ekki kærðar, enda tilgangslaust þegar löggjöfin skilgreinir nauðgun í sumum tilfellum ekki sem nauðgun.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 13:15

10 Smámynd: Vakandi

Þá erum við verr sett enn þú heldur. Nauðganir og annað ofbeldi gegn konum er vissulega erfitt að mæla af nokkurri nákvæmni, en þau gögn sem liggja fyrir geta þó gefið okkur einhverja mynd af vandanum. Við getum borið okkur saman við vestræn ríki sem okkur þykja álíka framsækin á sviði mannréttinda.

Skráðar nauðganir á hverja 100.000 íbúa (árið 2002):

Danmörk 9,3

Þýskaland 10,44

Finnland 10,6

Ítalía 4,1

Sviss 6,64

Holland 11,16

Ísland 26,06

Heimild: http://www.unodc.org/pdf/crime/eighthsurvey/8sv.pdf

Vakandi, 17.8.2009 kl. 13:35

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek nákvæmlega ekkert mark á svona könnunum. Fyrir tæpum tveimur árum var mjög haldið á lofti alþóðlegri könnun sem sýndi að spylling væri minnst á Íslandi í öllum heiminum!

Sigurður Þórðarson, 17.8.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband