12.8.2009 | 18:45
Hið kristna siðferði og tvískinnungurinn í sambandi við samkynhneigð
Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim. Þriðja Mósebók 20.13.
Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð. Þriðja Mósebók 18.22.
Þetta er vitaskuld tilvitnanir sem teknar eru úr Biblíunni, nánar tiltekið gamla testamentinu, sem er trúarbók Gyðinga og einnig kristinna manna.
Því hefur stundum verið haldið fram að siðferði Íslendinga sé "kristið", þ.e. mótað af kristnum gildum.
Hvað samkynhneigð varðar, verður vart séð að svo sé. Nýja testamentið bergmálar Gamla testamentið í þessu eins og svo mörgu öðru þótt ekki sé gerð þar bein krafa um að samkynhneigðir verði líflátnir.
Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, 10 þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. FYRRA BRÉF PÁLS TIL KORINTUMANNA 6.9-11
Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. 25 Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen.26 Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, 27 og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.Rómverjabréfið 1.24-28.
Ég hef stundum undrað mig á því hvernig prestar og kennimenn kirkjunnar geta hugsað sér að veita samkynhneigðum blessun sína sérstaklega þegar höfð eru í huga þessi eindregna fordæming trúarritanna á slíkum lifnaðarháttum. Allt sem Kristur hefur að segja um miskunnsemi og fordómaleysi, rýrir ekki gildi eða dregur úr alverleika þessara skýlausu ummæla sem ég vitna í bæði út Gamla og Nýja testamentinu. -
En ég spyr mig ekki síður að því hversvegna samkynhneigðir sækjast eftir blessun fulltrúa trúarbragða sem ótvírætt fordæmir þessa tegund lífernis.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Mannréttindi, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Prestar ríkiskirkju er eingöngu að hugsa um þá PENINGA sem þeir fá ... margir eru með fleiri hundruð þúsund á mánuði... biskup er með ~1 milljón á mánuði..
Við skulum athuga að samkvæmt Sússa þá eiga allir sem vilja vera alvöru kristnir að selja allt sem þeir eiga og gefa fátækum.. en þeir gera það ekki.
Hvers vegna fólk er skráð í þessa vitleysu og borgar skatta til þessara manna er eitt það bjánalegasta sem nokkur maður getur gert.
Ég skil heldur ekki samkynhneigða.. NEMA að því leiti að þeir eins og við fengu að heyra þegar þeir voru börn að Sússi elskaði alla totally.. sem er kolrangt.
Sússi var að ógna fólki og ekkert annað, zero kærleiki hjá honum
En verið kát, Sússi var aldrei til, hann er sköpunarverk kaþólsku kirkjunnar... og þið sem trúið á hann eruð fórnarlömb svika og lyga...
DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 19:00
Ég fæ ekki skilið að samkynhneigðir vilji hafa eitthvað með kristni að gera. Menn þurfa að fara í mikinn túlkunarleik til að skilja ritin sem svo að samkynhneigð sé eitthvað annað en andstyggð í augum Drottins, sem þó sóst er eftir ásjár hjá.
Auðvitað skil ég félagslega sjónarmiðið, en hvað er trú ef hún beygir sig þarna annað en einhver afbökuð félagsmiðuð kássa?
Á hinn boginn stendur þar líka ýmislegt um þrælahald og kvenréttindi sem engum dettur í hug að að halda til streitu svo af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi?
Ég vona vitaskuld að þetta gangi sem lengst og á endanum verði kristni álíka mikilvæg í heild sinni og Hávamálin eru í dag: skemmtilegt uppflettirit fyrir gáfumannalegar tilvitnanir.
Ég las reyndar miklar pælingar einhverra samkynhneigðra sem sögðu að margt í Biblíunni væru duldar tilvísanir til samtíma hefða fyrir kynmökum milli karla, en það virkaði allt dálítið tæpt.
Hommum og lessum óska ég þess upp til hópa að finna aldrei hjá sér þörf fyrir að vera hluti af trúarkerfinu, þar er einum of rík hefð fyrir því að útskúfa þau og smána - í dag er þó siðgæðisins vegna búið að taka upp yfirlætislegt umburðarlyndi í garð þeirra, svo kannski má lifa með því.
Ég var reyndar viðstaddur giftingu samkynhneigðs pars í Fríkirkjunni fyrir ekki alls löngu og sá að slík athöfn getur verið afskaplega virðuleg og falleg í senn, rétt eins og hinar hefðbundnu. Trúin er kannski bara umgjörð fyrir stofnunina, en ekki öfugt eins og við höldum öllu jöfnu.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 12.8.2009 kl. 19:41
Matt. 5.32: "En ég segi yður, að hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður þess valdandi, að hún drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."
Hvort sem um samkynhneigð eða gagnkynhneigð er að ræða þá eru svo margir ritningarstaðir í Biblíunni börn síns tíma að það verður nú að lesa þá með "dashi" af common sense!
........
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.8.2009 kl. 20:12
Þannig að siðaboð Jesú eru bara "börn síns tíma"?
Hvernig veistu að það er allt í lagi núna að giftast fráskildri konu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.8.2009 kl. 21:52
Svo má líka sjá Sorgarkvæði Davíðs um vin sinn Jónatan ,sem hafði fallið í orrustu.
Síðari Samúelsbók 1:26
Halldór Sigurðsson, 12.8.2009 kl. 22:03
Sæl Jóhanna.
Séu siðaboð GT og NT, bæði þau sem þú tiltekur og þau sem ég tiltek í sambandi við samkynhneigð "börn síns tíma" sem ekki ber að fylgja, vakna margar spurningar. Svo sem, hver ákveður það að ekki skuli fylgja þessum beinum tilmælum Kristni og hvaða boð önnur geta talist úrelt? Ef að kenningar trúarbragðanna úreltast, geta þau ekki verið eilífur og algildur sannleikur.
Sæll DrE. Mér skilst nú að kaþólska kirkjan hafi verið stofnuð af kristnum mönnum og löngu eftir að hugmyndir manna um guðdóm voru mótaðar. En ég er sammála þér með að það sæmir ekki að velþóknun trúarlegra stofnana fari saman með persónulegum hagsmunum þeirra sem segjast hafa umboð til að veita vígslur og blessanir. Reyndar tel ég ekki að nokkur maður hafi það umboð en það er annað mál.
Sæll Kristinn. Ég held einmitt að þú hafir hitt naglann á höfuðið. Þú þarft að sniðganga og hafa að engu þá kenningu að trúarbrögðin séu óumbreytanlegur sannleikur frá Guði, til að geta blessað hjónaband samkynhneigðra. - Prestar predika og margir Íslendingar játa að Kristur sé "vegurinn sannleikurinn og lífið" og enginn komi til föðurins nema fyrir hann. Samt hafa þeir siðaboðin sem þeir trúa að séu frá honum komin, að engu. Í því felst hræsnin og tvískinnungurinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.8.2009 kl. 22:05
Mælt þú manna heilastur. Annars eru tvær færslur um þetta efni á vefsíðu minni, sem mikla athygli hafa vakið, Kyn- leg hugleiðing og Mætum ekki í R- gönguna. Það er alveg sama hvernig lagt er saman og dregið frá. Þetta er í raun og sannleika ó- náttúra og ó- eðli í alveg bókstaflegri merkingu. Það er að sönnu furðulegt að prestar, sem eiga að gæta siðferðis og góðra gilda í samfélaginu skuli taka undir með þeim sem hafa: "skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans". Nú hefur borgarstjórn ákveðið að verja miklum fjármunum til að kenna þetta börnum. Hvers konar þjóðfélag er þetta orðið?
Vilhjálmur Eyþórsson, 12.8.2009 kl. 22:10
Svanur
Þetta er nú allt saman bara eðli málsins samkvæmt eftir minni meiningu. Fólk vill trúa og sættir sig við hvað sem er til að halda í þá trú. Einmitt það atriði afhjúpar trú fyrir það sem hún er: sefjun.
Sefjunin kemur fyrst, rökin koma svo.
Kristinn Theódórsson, 12.8.2009 kl. 22:24
Vilhjálmur
Aktívistar munu alltaf vera áberandi og trufla ró fólks. Það er eðli þess að berjast við staðnaða hluti. Mér finnst afstaða þín dálítið sjálfhverf. Þú kemur henni þó vel frá þér á síðu þinni og það allt, en viðhorfið er ekki sérlega göfugt -að mér finnst.
Kristinn Theódórsson, 12.8.2009 kl. 22:29
Kristinn;
Slík bjögun á eðli Guðstrúar er illa til þess fallin að fólki finnist hún röklega sannfærandi og er líklega sefjun. Ég er samt á því að við séum að skoða afar gallað módel. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.8.2009 kl. 22:31
biblían og aðrar álíka bækur eru púra bs, and thats the final word.
Say no more.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:36
Biblían er stórkostlegt og fjölbreytilegt bókmenntaverk, sem er samofið menningu okkar og listum. Höfundar eru margir, og voru uppi fyrir langa löngu - töluðu inn í þess tíma félagslegar aðstæður (já, já, börn síns tíma!!)..
Sumar þessara mýta er skrifaðar t.d. í þrumuveðri þar sem ritari telur að þrumurnar og eldingarnar séu reiði Guðs (þannig var guðsmynd ritarans).. eða sem eftirskýringar á náttúruhamförum. Svo ætlar fólk að halda því fram að það sé einhver siðaboðskapur dagsins í dag, vel upplýsts fólks á 21. öldinni.
Í Biblíunni eru líka fallegir pistlar eins og óðurinn til kærleikans og æðsta boðorðið um að elska náungann, sem má kannski kalla algildan og eilífan siðaboðskap. Flest má finna í Biblíunni, t.d. má sjá svipaða pælingu og kemur fram í fjölgreindarkenningu Gardners úr kennslufræðinni í orðum Páls Postula, til að taka dæmi.
Ég tel að það sé reiknað með að við höfum frjálsan vilja og þokkalega skynsemi og við eigum að taka ábyrgð á okkar gerðum en ekki skýla okkur bak við blek í bók.
Í Biblíunni má finna hið ljótasta til hins fallegasta. Ábyrgðin er alltaf okkar - og já, við höfum frjálsan vilja og frelsi til að velja hið góða. Fyrir mér er Guð hið góða, kærleikurinn.
Guð er ekki reiður kall á himnum sem drekkir samkynhneigðum eða fráskildum ef þeir gera ekki nákvæmlega eins og hann lét sérlegan skrifara sinn á jörðu skrifa á blað fyrir 2000 árum eða svo, ég er ekki svona einföld sál.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.8.2009 kl. 23:33
"Þannig að siðaboð Jesú eru bara "börn síns tíma"?
Hvernig veistu að það er allt í lagi núna að giftast fráskildri konu?"
Á meðan hjónabandið inniheldur kærleika og góðmennsku, er það rétt. Ef hjónabandið inniheldur ofbeldi er það rangt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.8.2009 kl. 23:49
p.s. Svanur hvar stendur þú eiginlega í þessu, þar sem Kristur er talinn einn af boðberum Guðs í Bahai trú? .. Lest þú bara texta í Biblíunni til að vita hvað er rétt eða rangt fyrir samkynhneigða (eða fráskilda) eða hlustar þú á hjarta þitt - sem Kristur á þá væntanlega aðgang að?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.8.2009 kl. 00:02
Stundum er gaman að vera sammála.
Mér finnst það persónulega augljóst að Baháí trúin er tilraun til að færa sig frá bókstafstrúarþætti kristninnar og e.t.v. íslam. Kristnin er búin að mála sig út i horn. Baháí er svona 2.0 útgáfa.
Að sjálfsögðu þurfa menn að fjarlægjast úreltar hugmyndir þegar þekkingu og tækni fleygir fram -mér sýnist í fljótu bragði að Baháí sé tilraun til að nálgast Búddisma í að vera frekar spiritualismi en theismi, en þó með sínar rætur.
Allt mjög skemmtilegt og mun erfiðara að hafna en t.d. kristnin - að mínu mati.
Án þess að ég vilji stela hér þræðinum, við eru að tala um tvískinnung kristninnar gagnvart samkynhneigð, sem er svo gott sem staðreynd.
Ætla að fylgjast með hinni hjartahreinu Jóhönnu eiga við þig.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 13.8.2009 kl. 00:18
Leggja menn ekki misjafnan skilning á Biblíuna eftir trúarhópum svo sem lúterskir, kaþólskir, hvítasunnumenn, aðventistar, bæháar, vottar og fleiri. Ég held að allir þessir hópar fari í einhverri mynd á skjön við orðið meira að segja hvítasunnumenn þó þeir séu annálaðir bókstafstrúarmenn. Þeir hafa sem dæmi ofurtrú á fyrirbænum og lækningarmætti þeirra en leita samt til lækna og taka inn lyf, skrítið. Kaþólikkunum fannst erfitt að hafa Biblíuna að leiðarljósi og halda boðorðin og þá datt einhverjum þeirra sú snilldarhugmynd í hug að smíða skriftarstól og síðan hafa þeir syndgað án vandræða. Í ljósi þeirra undanskota sem sem trúarhópar hafa fundið sér frá óþægilegum boðunum hinnar helgu bókar er þá ekki hægt að finna smá smugu fyrir blessaða hommana.
Kveðja Doddi
Þorvaldur Guðmundsson, 13.8.2009 kl. 00:32
Takk fyrir þetta Jóhanna.
Ástæðan fyrir því að Kristur er einn af boðberum Guðs er að opinberun Guðs er stighækkandi og í samræmi við þarfir, skilningsgetu (móttökugetu) mannkynsins á hverjum tíma. Áhrif kenninga Krists hafa óumdeilanlega mótað stóran hluta siðmenningar heimsins s.l. 2000 ár.
Sumt af því sem boðberar Guðs segja er óumbreytanlegt og hefur með eilíf gildi að gera. (Segjum t.d. fjallræðu Krists). En þeir boða líka kenningar sem ekki eru eilíf sannindi heldur tímabundin fyrirmæli ætluð ákveðnu félagslegu þroskastigi mannkynsins. -
Þó að litið sé á samkynhneigð í Bahai trú sem ákveðið félagslegt, og fyrir marga persónulegt vandamál, er af og frá að samkynhneigð sé t.d. dauðasök eins og boðað er í GT. Það er heldur ekki reynt að sniðganga lög trúarinnar eða gera einhverskonar málmiðlun við þau eins og ég er að tala um í pistlinum að stundum sé gert meðal presta þjóðkirkjunnar. En það eru heldur engir prestar eða kennimenn í minni trú sem falið er að predika yfir öðrum hvað sé rétt túlkun og hvað röng. Grundvallaratriði í þessu samhengi er boðorð trúarinnar um óháða og óhindraða leit hvers og eins að sannleikanum.
Ég er að mörgu leiti sammála því sem þú segir um Biblíuna en ég tel samt ekki að menn hafi umboð til þess að breyta lögum eða túlka boðorð Guðs frá opinberun til opinberunnar. Hann gerir það sjálfur í gegnum málspípur sínar, boðberana.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.8.2009 kl. 00:49
Og hvernig tengist þetta banni Jesú við því að giftast fráskildum konum?
Af hverju segirðu að það sé allt í lagi núna að giftast fráskildum konum?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.8.2009 kl. 05:00
Whee.. ætlaði einmitt að blogga um þetta í gær en nennti því ekki. En ég var búinn að kynna mér heimildir.
Ef, kristnir ætla að nota Lev 20:13 til að réttlæta hommafóbíuna sína, hvað þá með:
Drepa börn sem bölva foreldrum sínum:
Drepa þá sem stunda framhjáhald:
Drepa þá sem sænga hjá mæðgum:
Samfarir við konu á blæðingum, bæði rekin í útlegð frá 'þjóð' sinni:
Sifjaspjöll hverskonar kalla einnig á dauðarefsingu.
En af einhverjum ástæðum sjá kristnir bara ástæðu til þess að fylgja hommabanninu, samt er þetta allt saman í sömu 'bókinni'. Hvernig getur biblían verið óskeikult orð guðs ef fólk velur sér hverju það trúir upp úr biblíunni?
Heimskulegasta útskýringin sem ég hef fengið er að þessi lög hafi 'bara' átt við ísraelsmenn þess tíma, en það útskýrir td. engan vegin afhverju kristnir taka bara hommabannið.. nema þeir noti það bara til að réttlæta sína eigin persónulegu fordóma.
Arnar, 13.8.2009 kl. 09:49
Ég hef kannski sagt þetta áður.. but here goes.
Nú erum við íslendingar í miklum þrengingum.. því væri þjóðráð að skrifa svona súpergeimgaldrakarlasögu, ísland er uppáhalds land súpergaursins sem getur allt.. allir verða að vera góðir við ísland og íslendinga... extra líf í lúxus fyrir þá sem trúa.. .aðrir verða steiktir á pönnu að eilífu.
Ég skal taka að mér að vera messías... innan skamms munu peningar flæða yfir okkur úr öllum áttum... og fljótlega munu stórir stuðningshópar myndast um allan heim: DoctorEians for Iceland.
Passið ykkur bara á að "krossfesta" mig ekki á spurningarmerki.... það gæti orðið til þess að einhver ofstopa einræðisgaur myndi vilja hefna sín á ykkur.... fyrir utan það að ég mun ekki fyrirgefa ykkur eitt né neitt ef þið drepið mig ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:57
Reyndar, svo við tökum þetta aðeins lengra, þá er mér fullkomlega óskiljanlegt hvernig nokkur með snefil af siðferðiskennd - ekki bara samkynhneigðir - getur litið á biblíuna sem grundvöll að sinni lífsskoðun.
Hitt er auðvitað líka góð og gild spurning, hvað veldur því að einhver, samkynheigður eða ekki, sækist eftir viðurkenningu stofnunar sem byggir á þessari bók.
Og rökin að það megi lika finna jákvæða hluti... (svo ég taki nú þreytt, en klassískt dæmi) - má þá líta á Mein Kampf sem grundvöll lífskoðunar ef þar finnst stöku setning sem er jákvæð??
Valgarður Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 11:05
Þess má geta, að margar þjóðir og samfélög hafa byggt sig upp á mjög hátt siðferðislegt og sterkt plan, einmitt með gildi Biblíunar að grundvelli . En svo þegar menn taka upp á því að rugla eitthvað með þessi gildi, hrynja samfélögin innann frá . Í u.s.a má t.d ekki lengur minnast á Guð í skólakerfinu, og þar eiga allir að ''fylgja hjartanu" svo þeir fái sem mest úr lífinu . Og varla er hægt að segja að þessi frjálslynda hentistefna u.s.a manna hafi skilað meiri hamingju til þeirra . Þvert á móti vinir !
enok (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:19
enok, go to your room.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:46
Og hvað ætti ég svo sem að gera þar doktore ?
Það hafa mörg samfélög orðið til á jörðinni í gegnum tíðina, þar sem engin Biblía hefur "þvælst" fyrir . Þau samfélög hafa ekki skilað neinum menningarlegum eða samfélagslegum gæðum fólki til handa, svo vel sé . Það segir þá ýmislegt um svokallaða "skaðsemi" Biblíulegra áhrifa á menningu og tilveru þjóða ekki satt ?
enok (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:12
enok.. ég er búinn að segja þér það skrilljón sinnum að það er ekki biblíu né kristni að þakka að við höfum það frelsi sem við höfum... það var ekki fyrr en menn brutu þessa hlekki af sér og settu mannlegt siðgæði fremst að eitthvað fór að gerast í átt að frelsi.
Kristni hélt aftur af vísindum og þekkingu öldum saman.. so don't even go there.
The bible is bs, the koran is a lie, get over it.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:35
Kaþólska kirkjan hélt aftur visindum og f.l um aldir . En kaþólskan er enginn samnefnari fyrir Kristni, enda alls ekki Kristinn . Kirkja sem þverbrýtur boðorðin telst ekki Kristinn, en hún getur sagst vera það !
enok (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 17:50
Bókstafsskilningur steingeldir og drepur allan texta sem verður fyrir honum.
Páll Geir Bjarnason, 14.8.2009 kl. 01:08
Er einhver til á íslandi sem getur talist kristinn.. svona eins og Sússi vill að menn séu... let's see..
1 Eru til krissar sem tilbiðja ekki líkneski/skurðgoð... NEI þið eruð með styttur og krossa all over the place.. algerlega bannað.
2 Er einhver sem hefur selt allt sem hann á og gefið fátækum.. og svo bara gengið um í fatadruslum algerlega áhyggjulaus, því Guddi muni fóðra hann eins og fuglana NEI
Þarf ekki að segja meira... það er ekki til neinn á íslandi sem er eins og Sússi/Guddi vilja...
Ég á skrilljón dæmi tilviðbótar... en ég þarf ekki að segja frá þeim... þetta er nóg
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 07:38
"Það hafa mörg samfélög orðið til á jörðinni í gegnum tíðina, þar sem engin Biblía hefur "þvælst" fyrir . Þau samfélög hafa ekki skilað neinum menningarlegum eða samfélagslegum gæðum fólki til handa, svo vel sé ."
Súmerar. Aztekar. Mayar. Fönikíumenn. Gupta-veldið. Suð-austur Asía fram til 1500...
Það kom ekkert merkilegt þaðan. Api.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.8.2009 kl. 12:09
enok er hommahatari dauðans.. .hann heldur að hann fái svaka verðlaun frá master of the universe vegna þessa... sem er kannski skiljanlegt vegna þess að samkvæmt biblíu þá er Guddi að elska hatur mest af öllu, ekki gott að vera með slíka fyrirmynd
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:29
Getur Tinna sagt mér frá stórbrotnum velferðarríkjum sem blómstra andlega og félagslega þessa daganna í Biblíuleysi sínu ?
enok (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:29
Japan?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2009 kl. 17:48
Japan er að mörgu leyti vel stætt . En andleg velferð Japana hefur ekki verið uppá marga fiska . Mikið um sjálfsmorð t.d .
enok (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:37
Ekkert þjóðfélag er fullkomið.... kannski er það vegna þess að við, "vélmennin" hans Gudda erum svo fjári illa hönnuð.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:52
Guddi var mjög réttlátur og gaf okkur frjálsan vilja . Vandamálið er hins vegar, að fólk notfærir sér frelsið til að dópa, drekka, stela, girnast og svalla . En það gerir engum gott eins og allir vita .
enok (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:35
Það land sem hefur hæsta sjálfsvígstíðni er Litháen, en 79% þjóðarinnar eru kaþólikkar.
Það er svosem ekki aðalmálið. "Trúuðustu" ríki heims hafa ekki staðið sig sérstaklega vel, svona á það heila litið. Á botni listans yfir framleiðslu (GDP) á mann, er Zimbabwe, þar sem 62% þjóðarinnar mætir reglulega til guðsþjónustu. Í næstneðsta sæti er Kongó með 80% kristni.
Trú er fólki almennt ekki jafn mikilvæg í Kanada og í Mexíkó, færri mæta til messu í Ástralíu en Malawi, ítök kirkjunnar eru meiri í Rúmeníu en á Íslandi. Hvort tríóið hefur "blómstrað" meira undanfarin ár?
Vandinn er auðvitað sá að trúmenn líta sjálfkrafa á Jesúfríar þjóðir sem "misheppnaðar" vegna þess að þær eru ekki undir hæl Biblíutrúarmanna.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.8.2009 kl. 19:43
Um leið og ég tek undir með Arnari og Valgarði langar mig að biðja ykkur trúuðu íbúa glerhúsa að finna a.m.k eina rökvillu í eftirfarandi texta úr Þriðju Mósebók 20.13.
"Og leggist maður með karlmanni SEM KONA VÆRI, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim."
Veit ekki til þess að samkynhneigðir karlmenn leggist með öðrum samkynhneigðum karlmönnum og láti sem þeir séu konur, heldur þvert á móti.
Rannveig (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 23:18
Þegar maður leggst með konu setur hann penis í hana . Karlmaður getur líka lagst með öðrum manni og sett penis í hann . Þetta er meiningin í "sem kona væri" Vonandi þarftu ekki fleiri útskýringar á afar einföldum málum Rannveig mín . (ertu kannski 5 ára? )
enok (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 13:43
Enok. Ég var einungis að benda á að hægt er að túlka biblíuna á marga vegu. Það má t.d segja að bókin hvetji til cannilbalisma með því að bjóða fólki uppá hold og blóð krists þegar gengið er til altaris.
Varðandi aldurinn, þá segja ummæli þín meira um þinn þroska og aldur en minn og ég get auðveldlega fyrirgefið barni sem kastar steinum úr glerhúsi.
Ranveig (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 14:58
Þar er einmitt vegna rangtúlkunar misþroska manna, að Biblían er ekki eins aðlaðandi og hún í raun er .
Reyndar er líka til hellingur af fólki sem skilur hana rétt, en vill ekki samþýðast henni . Enda drifið áfram af vilja hins vonda .
enok (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:11
Enok: þú sumsé veist hvernig "á" að túlka Biblíuna? Hver sagði þér það? Talaðirðu persónulega við mennina sem rituðu hana?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.8.2009 kl. 16:36
Þar þarf vissann "innblástur" til að skilja bókina rétt . En ef fólk elskar syndina, og lostafullt líf, er alls ekki hentugur innblástur til staðar fyrir skynsamlegar Biblíutúlkanir . Er þetta nægilega skýrt svar ? Ef ekki, er lítið hægt að ræða þessi mál frekar :-(
enok (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 18:24
Eru sumsé allir sem ekki túlka Bibliuna nákvæmlega eins og þú bara fólk sem "elskar syndina og lostafullt líf"? Hvernig veistu að þín túlkun er rétt? Hvernig er hægt að fullyrða að nokkur túlkun sé rétt?
Er "Einsmannskirkja enoks" viðurkennt trúfélag?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.8.2009 kl. 18:49
Ég þakka öllum sem hér hafa lagt orð í belg.
Mér þykir einsýnt hvað við er átt í þeim tilvitnunum í Biblíuna sem ég vitnaði i. Auðvitað má toga það og teygja á allan hátt og það er svo sem leikur sem stundaður hefur verið frá fornu fari og nútímamaðurinn er orðin mjög leikinn í.
Í Biblíunni er að finna fjölda reglna og staðhæfinga sem ekki er hægt að fara eftir í nútíma samfélagi og voru að auki aldrei ætlaðar til þess. Í stað þess að viðurkenna það reyna samt margir að halda "óskeikulleika" hennar til streitu. þannig verða tog og teygju leikirnir til.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.8.2009 kl. 20:08
Takk fyrir spjallið Tinna . Nenni nú ekki frekari spjalli við einstaklinga sem gera bara málin flóknari, þegar einfaldar staðreyndir og útskýringar eru til staðar . Greinilega vítsvitandi gert til að viðhalda innantómu masi útí eitt .
enok (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.