24.7.2009 | 20:04
"Ég nenni þessu ekki lengur"
Ég skrapp í dag niður á Austurvöll, aðallega til að forvitnast um hverjir væru þar mættir til að mótmæla og hverju þeir væru að mótmæla. Sá litli hópur mótmælenda sem þarna var mættur til að berja og blása var heldur sundurleitur.
Ég hlustaði t.d á tvo mótmælendur standa í hvössum orðahnippingum um hvort réttara væri að leysa upp Borgarahreyfinguna eða Samfylkinguna. Síðan reyndi þekktur andstæðingur ESB að espa fámennið til að hrópa í takt gamla slagorðið "óhæf ríkisstjórn". Það tókst illa.
Það má segja að andi þessara mótmæla í dag hafi krystallast í orðum eins ötulasta mótmælenda síðasta vetur. Þegar hann gekk í burtu heyrði ég hann segja; - "Ég nenni þessu ekki lengur". - Heiðarlegur eins og venjulega.-
Miklu fleiri af þekktum mótmælenda-andlitum sátu kaffihúsunum í kringum völlinn og skeggræddu um landsins gagn og nauðsynjar. Þeim virtist vera ljóst að það sem var að gerast inn í þinghúsinu var eitt stórt sjónarspil. Það er löngu búið að ákveða að Icesave samningarnir verða samþykktir. Að láta sem um það sé einhver ósvissa er bara æfing í fánýtileika. Í mesta lagi verða settar við hann einhverjar viðbætur um upptökuþætti til að reyna að réttlæta sýndarmennskuna fyrir þjóðinni.
Það læddist að mér sá grunur að þeir sem standa í mótmælunum viti þetta líka og þau séu orðin hluti af sjónarspilinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt 27.7.2009 kl. 07:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Vanhæf ríkisstjórn"
Rómverji (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:50
Líkalega var það "vanhæf" ríkisstjórn Rómverji.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.7.2009 kl. 21:15
Ríkisstjórn verður fyrst nothæf þegar almenningur stendur með henni.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.7.2009 kl. 22:20
Sæll Svanur, ég settist við næsta borð við þitt á veitingastaðnum í dag - og get því staðfest að þú varst við Austurvöllinn - og hefur eflaust rétt fyrir þér að öðru leyti..
Ég efast þó um að mitt hafi verið eitt af þessum þekktu "mótmæla-andlitum" sem þú nefnir, né heldur föruneytis míns sem spannaði fjórar kynslóðir. En vonbrigðin yfir áhugaleysinu fyrir mótmælunum hafa eflaust endurspeglast í hverju andliti
Kolbrún Hilmars, 24.7.2009 kl. 22:58
Svo þú ert hér enn, Svanur. Fékkstu ekki tölvupóstinn frá mér á þriðjudaginn?
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.7.2009 kl. 23:00
Hvers vegna komstu ekki og slóst potta og pönnur með okkur hinum ? Þú ert ekkert of góður til þess að sitja bara hjá og horfa á aðra leggja sitt á vogaskálarnar. Ég var þarna og verð að viðurkenna að ekki vorum við mörg, fleiri mættu koma og slást í hópinn, ekki veitir af.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.7.2009 kl. 23:26
Kaldhæðin lýsing en líklega trúverðug.
Ég velti fyrir mér framhaldinu í farsanum
Er svikalogn á Austurvelli? Verður Steingrímur næsti formaður Samfylkingarinnar? Munu Ísþrælar flýja land eftir 7 ár? Eða mun olía finnast út af NA- landi og hleypa af stað nýrri gullöld?
Sigurður Þórðarson, 25.7.2009 kl. 13:00
það var orðið fyrir löngu ljóst að "flokkurinn" er fyrir löngu búin að ákveða niðurstöðuna, en leikritið á Alþingi snýst um að finna leiðir fyrir hvern og einn til að halda andlitinu.
Hjá þessu liði snýst þetta fyrst og fremst um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.
Magnús Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 15:24
Þú ættir að lesa yfir fyrirsagnirnar þínar, viljirðu teljast marktækur!
Sigurður Snæberg Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 15:45
Er bara hræddur um að við séum orðin algjörlega buguð. Var mikið að taka þátt í þessum mótmælum en er bara búinn að gefast upp. Held því miður að þetta sé einfaldlega búið !!
Styrmir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:10
Fyrirsögnin þín endurspeglar líka á vissan hátt orð forystumanns íslensku samninganefndarinnar, sem hreinlega nennti ekki meiru: „Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér“ sagði Svavar og hló.
Það besta er að það var Svavar Gestsson sjálfur sem fann upp þessa "snilldarlausn" með Icesave. Það tók hann langan tíma að koma bretum og hollendingum í skilning um hana, að eigin sögn. Það var gott að það tókst á endanum, áður en lögfræðikostnaður bretanna rauk upp úr öllu valdi, en aðalatriðið er að Svavari stúdent tókst að plata breta og hollendinga til að láta okkur borga brúsann!
Svavar ætti að sjá um kjarasamningana fyrir ríkisstarfsmenn. Þeir enda á því að greiða með sér í ríkissjóð, sem fyrir vikið réttir úr kútnum á mettíma.
Offi (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:45
Það er merkilegt miðað við hversu heitt fólk tjáir sig um málefnið, og það að skoðanakannanir sýni andstöðu allt að 70% þjóðarinnar að samt mæta ekki nema í kring um 100 manns á landsvísu til að mótmæla.
Ég var bjartsýnn fram yfir klukkan fimm að fleiri færu nú að koma, en klukkan sex var ég nánast búinn að missa alla trú á þessa þjóð. En umferðin austur yfir Hellisheiði var jafn þung og hún hefur verið undanfarin sumur.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.7.2009 kl. 20:01
Málið er, Svanur, að síðust mótmælum var leikstýrt !! Líklega af VG (veit það ekki) en öflug mótmæli þurfa öflugt bakbein, verkalýðsfélög, stjórnarandstaðan, etc... annars eru þau andvana fædd !!
Því miður.
runar (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 20:12
Ég mótmælti frá Thorvaldsens.. en ég vissi ekkert hvað fólk var að mótmæla þarna hinum megin á austurvelli..
Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.