21.7.2009 | 00:59
Hver eru þín "Sjö undur veraldar"?
Fyrir skömmu voru tilkynnt úrslit í alþjóðlegri atkvæðagreiðslu sem fór fram um það hver skyldu teljast hin nýju "sjö undur veraldar". Yfir 100 milljón atkvæði voru send inn til svissnesku stofnunarinnar sem stóð fyrir kosningunni en úrslitin voru samt nokkuð fyrirsjáanleg.
Í gegnum tíðina hafa verið gerðir nokkuð margir listar yfir "sjö undur veraldar" og þeim jafnvel skipt upp í tímabil, fornaldar undur, miðalda undur og nútíma undur. Ég ætla ekki að elta ólar við þá lista hér en rétt er að geta hinna sjö upphaflegu undra.
Af hinum fornu sjö undrum veraldar, er aðeins eitt enn uppistandandi en það er píramídinn mikli í Giza. Hin voru, eins og flestir vita; hinir svífandi garðar Babýlon, styttan af Seifi á Ólympíu, hof Artemiar í Ephesus, grafhvelfing Halikarnassusar, risastyttan við innsiglinguna á Rhodes og vitinn við Alexandríu.
Hin nýju undur sem urðu fyrir valinu í umgetinni kosningu voru; Chichen Itza á Yucatán-skaga í Mexikó, Kristsstyttan yfir Rio de Janeiro í Brazilíu, Colosseum í Róm, Kínamúrinn, Machu Picchu í Perú, Petra í Jórdaníu, Taj Mahal á Indlandi og síðan píramídinn í Giza.
Ég verð að viðurkenna að þessi kosning fór alveg framhjá mér en ég sé á þessum úrslitum að mín atkvæði hefðu hvort eð er farið ofan garð og neðan.
Þau hefðu verið einhvern veginn svona;
Steinkrukkusléttan í Norður Laos.
Lótusinn í Nýju Delhí á Indlandi.
Savuka gullnáman í suður Afríku.Hún er 4 km djúp.
Tunglferja Apollós 11.
(Troll A) Tröllið A, norski olíuborpallurinn.
Nahal Mearot hellarnir á Karmel fjalli í Ísrael.
Svissneski öreindahraðallinn
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:02 | Facebook
Athugasemdir
það er alveg magnað Svanur hvað ég er oft sammála þér !
núna er sko kominn tími á "kaffi" :)
Óskar Þorkelsson, 21.7.2009 kl. 01:15
Sko... ég hef aldrei verið alveg sátt við að undur veraldar séu mestanpart mannanna verk. Ef ég fengi að ráða væru flokkarnir tveir:
1. Sjö undur veraldar af náttúrunnar hendi.
2. Sjö undur veraldar af mannanna völdum.
Undur veraldar eru mörg og merkileg - þó finnst mér sýnu merkilegri þau, sem mannshöndin hefur hvergi komið nálægt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.7.2009 kl. 01:25
Mikið er nú yndislegt að við eigum miklu fleiri en 7 undur veraldar ;-) Ég hef komið til 5 af þeim 7 sem voru kosin og nokkuð sátt við þau (þó reyndar finnist Krist styttan stórglæsileg en kannski ekki alveg eiga top 7 skilið!). En Taj Mahal, píramídarnir og Machu Picchu eru einfaldlega magnaðir staðir, efast um að nokkur komi þangað án þess að upplifa miklar og sterkar tilfinningar, og ekki síst um stærð sína í mannheimum og þess vegna alheiminum :-) En kannski ekki alveg ný undur :-o Né Kínamúrinn, þó hafi ekki verið jafn yfirþyrmandi upplifun og fyrrnefndir þrír staðir, kannski af því maður fær ekki heildaryfirsýn yfir hann frá einum stað (ekki einu sinni tunglinu segja menn núna!). Á eftir Chichen Itza og Petru en m.v. myndir og frásagnir þá hljóma þau sem vel að titlinum komin. En aftur, eins og segir, ekki mjög nýleg undur en undur samt ;-)
Þú nefnir nokkra mjög spennandi "nýrri" valkosti, og kannski í tilefni 40 ára afmælisins þá hljómar Tunglferja Apollós 11 einstaklega viðeigandi. Við þurfum kannski 7undur veraldar á hverri öld? Sem betur fer verð ég að segja ;-) En þegar upp er staðið þá eru undur veraldar allt í kringum okkur alla daga - við bara höfum ekki alltaf tíma til að taka eftir þeim! Gul Sóley á túni, lítil skoppandi skýjahnoðri á himni, skríkjandi barn, sólargeisli í andlitinu, hundur sem eltir skott sitt, gömul hjón sem leiðast...... öll veröldin, náttúran, dýrin og fólkið sem hana búa eru undur öll veraldar :-)
ASE (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 01:30
Skrifa undir orð LH, þyrfti að aðskilja þetta tvennt.
Rut Sumarliðadóttir, 21.7.2009 kl. 12:32
Kannski ætti að hafa þriðja (og miklivægasti ) flokkin, og það væri besti tækni / lausnir sem stuðla að sjálfbærri þróun.
Sumir hafa þegsr gert það, og kalla listann til dæmis :
The seven (plus) sustainable wonders of the world
http://www.grist.org/article/of4/
Efst á listanum, reiðhjólið :
The bicycle -- The most energy-efficient form of transport ever devised. It doesn't emit pollution, it runs on renewable energy, it makes its user healthier, it's easy to repair, it requires little in the way of pavement or parking lot, and 80 percent of the world's people can afford one. (Only 10 percent of the world's people can afford a car.)
Annar uppspretta :
http://www.okaee.org/uls/sevenwonders.php
Morten Lange, 21.7.2009 kl. 18:23
Margt skrítið í kýrhausnum
Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 20:01
SAMMÁLA FLESTUM
Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 20:25
RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,
Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:20
Hæ Svanur
Þú velur svakalega steikta hluti sem undratákn, en það er ok, ég veit ekkert hvað ég hefði valið annað en stonehenge og líklega þetta suðurameríska - mannkynið þarf að sameinast yfir svona löguðu, og uppgötvunum í geimnum
halkatla, 22.7.2009 kl. 00:36
svissneska öreindarafalinn... ég næ ekki upp í nefið á mér
halkatla, 22.7.2009 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.