Svínaflensa við dyrnar

swine-flu-paintingFyrir nokkrum dögum átti ég leið um Vík í Mýrdal. Ég tók olíu á bílinn á bensínstöðinni þar og þegar ég stóð við kassann og beið eftir afgreiðslu, vatt sér að mér kona ein snaggaraleg, og spurði hvort ég væri á leið til Reykjavíkur. Ég kvað svo vera. Hún spurði þá hvort ég gæti tekið pakka fyrir sig til borgarinnar, en pakkinn væri frá heilsugæslu staðarins. Sagði hún að mikið lægi við að pakkinn kæmist til Reykjavíkur þetta sama kvöld og til rannsóknarstofunnar í Ármúla 1.

Ég spurði hvað væri í pakkanum. Hún kvað það vera sýni úr útlendingum sem hugsanlega væru smitaðir af svínaflensu. Ég sagðist líklegt að ég yrði seint á ferðinni í Reykjavík og spurði hvað ég ætti að gera við pakkann ef engin væri við til að taka á móti honum. Hún sagði mér að skilja hann bara eftir við útidyrnar. Sýnin væru í lokuðum dósum og pökkuð í ís sem sennilega mundi duga til morguns.

Ég ákvað að gera henni og heilsugæslunni þennan greiða og tók pakkann með til Reykjavíkur. Það fór eins og mig grunaði að engin var við í Ármúla 1 til að taka á móti pakkanum og því fór ég eftir leiðbeiningum konunnar og skildi pakkann eftir við útidyrnar.

Tveimur dögum seinna las ég að tvær konur lægju þungt haldnar af svínaflensu á sjúkrahúsi í borginni. - Mér varð hugsað til pakkans. -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta kemur sér vel fyrir þá sem selja Immiflex.

Sigurður Þórðarson, 18.7.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Eygló

hahahahahaha nei, það er ekki lítið sem þú kannt að hafa á samviskunni! (en hvers konar "málsmeðferð" er þetta?)

 Þessi "vegferð" pakkans.  Hefurðu ekki tekið eftir eftiröpunarorðinu sem hæst ber á baugi hjá þingmönnum/stjórnmálamönnum. Held það hafi verið í atkvæðagreiðslunni, man ekki. Allavega beint í sjónvarpinu. Flestir þurftu að nota þetta orð a.m.k. einu sinni í tölu sinni:  "Vegferð" (þeir sem vilja vera frumlegri, segja:  "ferðalag"

Eygló, 19.7.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður; Ég hafði ekki heyrt um þetta ekki-lyf fyrr en nú.

Maí;Mjög líklega er hér að verki ómeðmeðvitum notkun og endurtekning á sama orðatiltækinu, eins og algengt er meðal barna sem leika sér saman. Þau hafa ekki sjálfstæðar skoðanir, en vilja samt tjá sig við hvert annað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.7.2009 kl. 10:45

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

.... og svo komu starfsmenn rannsóknarstofunnar til vinnu kl. 8 og enginn kassi var þarna, því Litháar á leið heim fund kassa og tóku hann með sér heim. 

Þú ert eins og hetjan í Nosferatu. Þú flytur sótt á milli landshluta og það með gleði. En mikið er það interessant að heilsugæslustöð á Suðurlandi sendi lífsýni með ferðamönnum.

Ekki ætla ég að stoppa á Vík næst þegar ég kem þangað á leið í bæinn. Maður á það á hættu, að snaggaraleg kona biðji mann að taka lík með í krufningu.

Svona vingjarnlegheit eru bönnuð í ESB!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2009 kl. 12:50

5 Smámynd: Eygló

Já Svanur. Fatta núna dýrategundina!

Ekki gæti ég farið með lík í bæinn, er svo fjandi slæm af gigtinni. Yrðum orðin tvö þegar til borgarinnar kæmi!!!

Eygló, 19.7.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

magnað hvað Villi hefur mikla fordóma gagnvart fólki sem ekki eru gyðingar.. sbr ummæli hans um lítháana..

annars hef ég flutt lífsýni fyrir rannsóknarstöðina í Ármúla mörgum sinnum í starfi mínu sem sendibílstjóri á árinu 2006.. þeir senda svona sýni í rútum og sendibílstjórar sækja síðan sýnin á BSI eða Flugfélag íslands og fara með það í Ármúla 1.. 

Óskar Þorkelsson, 19.7.2009 kl. 18:39

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skari píla. Einhverjir Litháar á Íslandi hafa nú verið frekar kræfir í hnupli og þess háttar, og þess vegna leyfði ég mér bera nafn þeirra við hégóma. Fyrr má nú vera!

En flestir Litháar á Íslandi eru gott fólk og það hef ég oft skrifað um. Sjálfur hef ég í þrígang farið til Litháen og er hrifinn af landi og þjóð. Þú ættir að skella þér þangað. Kannski gætir þú fengið vinnu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.7.2009 kl. 07:12

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

noh !!  það má sem sagt dylgja um litháa en ekki gyðinga sem ganga um myrðandi fóklk í miðausturlöndum villi ?  Þú ert hræsnari villi minn.  . tek það fram að gyðingar eru flestir hverjir vænsta fólk.

Óskar Þorkelsson, 30.7.2009 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband