Og steinar fá mál

00Steinasafn PetruMér finnst fátt ánægjulegra en að kynnast nýjum sprotum í grasrótarmenningu landsins. Á leið minni um Stöðvarfjörð á dögunum kom ég í fyrsta sinn inn í besta steinasafn á Íslandi og örugglega eitt það stærsta í öllum heiminum.

 Safnið er líklega eina safnið á landinu, opið almenningi, sem aldrei hefur þegið opinbera styrki. Það er afurð ævilangrar söfnunaráráttu Petru Sveinsdóttur (f.1922) sem fann flesta steinanna í næsta nágrenni við heimili sitt, fjöllunum við Stöðvarfjörð og annars staðar á Austfjöðrum.

 Það sem gerir safnið svo sérstakt og aðlaðandi, fyrir utan fjölda og fjölbreytileika steinanna, er að þeim er fyrir komið í garði og húsi Petru. Sjálf er dvelur Petra á öldrunaheimili núorðið og kemur aðeins í heimsókn á góðviðrisdögum. En allt á heimili hennar er eins og hún hafi aðeins brugðið sér frá. Í svefnherberginu liggja barnaleikföng á gólfinu og opin bók á náttborðinu hennar við rúmið. Í eldhúsinu er ilmur af nýlöguðu kaffi og í sólstofunni liggur dagblað á sófanum. Andinn í húsakynnum hennar er indæll og honum er viðhaldið af börnum Petru og fjölskyldum þeirra, sem sjá um að reka staðinn.

Innan um steinana í húsinu má sums staðar sjá uppstoppaða fugla og önnur dýr úr íslenskri náttúru og út í garðinum; garðálfa, dýrabein og horn ásamt gömlum munum úr íslensku alþýðulífi. Garðurinn er ævintýraheimur fyrir börn og afar fræðandi fyrir alla áhugasama um íslenska náttúru.

Hver einasti steinn á sér sína sögu og sagt er að Petra muni sögu þeirra flestra þrátt fyrir fjöldann. 

Steinasafn Petru er fjölsóttasti einstaki ferðamannastaðurinn á Austurlandi, en þangað koma tugir þúsunda ferðammanna árlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I remember going there as a child, a truly magical experience. And I am still fascinated with Icelandic rocks! Thank you for reminding people of her good work.

Lissy (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg stórkostlegt safn þarna. Það er nú orðið langt síðan ég kom þarna síðast,  og ég hlakka því mikið til að koma þar aftur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,sannarlega stórkostlegt að vera þarna.keypti oft steina  hjá   henni   þá er einnig hægt að fá slípaða í hálsmeni.              Einn gaf hún mér, þegar ég dvaldi þarna í heimsókn hjá dóttur minni,kalla hann lukkustein,því við höfðum setið og horft á fótboltalið stúlkna á staðnum,þar sem barnabarn hennar og nafna keppti.   Gott að heyra að hún er þetta ern,að geta komið stundum heim, er hún fædd 1922?

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2009 kl. 02:00

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

já nákvæmlega helga .. hún er varla fædd 2922 ... annars skemmtileg grein svanur..

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2009 kl. 05:36

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ár er alda steinum Petru sem öðru grjóti. Fyrir okkur hin er þetta ásláttarvilla. 

Þakka undirtektirnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.6.2009 kl. 07:05

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, þetta er skemmtilegt úttekt á steinasafni Petru.  Hún taldi aldrei eftir sér að sýna safnið sitt hvenær sem gesti bar að garði og  tók ekki krónu fyrir. 

Hún er býsna fjölbreytt grjót"flóran" þarna eystra og paradís steinasafnara.  Á Helgustöðum við Reyðarfjörð var lengi nytjuð silfurbergsnáma, sem var talin ein sú besta í heimi, en er nú friðuð. 

Á æskuslóðum mínum,  Borgarfirði eystra, var stofnað fyrirtækið Álfasteinn (sem margir þekkja)  til þess að nýta "heimagrjótið" og skapa atvinnu á staðnum.   Borgarfjörðurinn skiptist í tvennt  landfræðilega; syðri hlutinn er líparít en sá nyrði grágrýti - að auki eru þar gömul eldstöð og runnið hraun og þar finnast jafnvel steinar í skartgripi.    Þegar ég var krakki (fyrir hálfri öld eða svo...  )  voru nokkrir steinasafnarar sem komu þangað árlega í söfnunarferð. 

Kolbrún Hilmars, 1.7.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband